Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Blaðsíða 4
20
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
Sport
Úrslit á
meistara-
mótinu í
frjálsum
Langstökk kvenna
1. Sunna Gestsdóttir, UMSS, . 6,28 m
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl, .. 6,00 m
3. Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS, . 5,49 m
Stangarstökk karla
1. Jón Amar Magnússon, Breiðabl., 4,80 m
2. Sverrir Guömundsson, ÍR,. 4,30 m
3. Gauti Ásbjörnsson, UMSS . .4,00 m
Kúluvarp kvenna
1. VUborg Jóhannsdóttir, UMSS, 12,01 m
2. Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, .11,86 m
3. Áslaug Jóhannsdóttir, UMSS, .10,92 m
60 metra hlaup karla
1. Reynir L. Ólafsson, Ármanni, .6,92 sek
2. Jón Arnar Magnússon, Breiðabl7,05 sek
3. Andri Karlsson, Breiðabl. . .7,06 sek
60 metra hlaup kvenna
1. Sunna Gestsdóttir, UMSS . .7,71 sek
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl .8,00 sek
3. Hildur K. Stefánsdóttir, Breiðabl.7,06 sek
Langstökk karla
1. Jón Arnar Magnússon, Breiðabl .7,40 m
2. Amór Sígmarsson, UFA .. .6,63 m
3. Bjarni Traustason, FH . . . .6,61 m
Kúluvarp karla
1. Jón Amar Magnússon, Breiðabl 15,25 m
2. Ólafur Guðmundsson, UMSS .14,18 m
3. Bergur I. Pétursson, FH . .13,48 m
Stangarstökk kvenna
1. Þórey Edda Elísdóttir, FH . .4,30 m
2. Aðalheiður M. Vigfúsd.,Breiðablik .3,40 m
3. Fanney B. Tryggvadóttir, ÍR .. .3,30 m
800 metra hlaup karla
1. Ragnar F. Frostason, UMSS .2:00,93 min
2. Ármann Grétarsson, ÍR . .2:03,99 min
3. Ólafur Margeirsson, UMSS 2:04,39 min
800 metra hlaup kvenna
1. Friða R. Þórðardóttir, ÍR .2:20,92 min
2. Amdis M. Einarsd., UMSS . .2:22,41 min
3. Inga V. Gisiadóttir, UFA . .2:24,72 min
3000 metra hlaup karla
1. Kári S. Karlsson, UMSS .09:33,95 mín
2. Burkni Helgason, ÍR .09:43,58 min
3. Sölvi Guömundsson, Breiðabl.l0:33,95 mín
Langstökk án atrennu - konur
1. Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS .. .2,57 m
2. Hafdís Ó. Pétursdóttir, ÍR ... .2,51 m
3. Sigrún D. Þórðardóttir, FH .2,47 m
Langstökk án atrennu - karlar
1. Reynir L. Ólafsson, Ármanni . .3,33 m
2. Benjamín Þorgrímsson, Breiðabl. 3,12 m
3. Róbert F. Michelsen, Breiðabl. 3,07 m
60 metra grindahlaup karla
1. Jón Amar Magnússon, Breiðabl 8,30 sek
2. Unnsteinn Grétarsson, ÍR .8,85 sek
3. Sigurður A. Björnss., UMSS .9,06 sek
60 metra grindahlaup kvenna
1. Sunna Gestsdóttir, UMSS .8,86 sek
2. Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS .8,90 sek
3. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl .8,97 sek
1500 metra hlaup karla
1. Burkni Helgason, ÍR . .4:18,18 mín
2. Stefan Guðmundsson, Breiðabl. 4:23,21 min
3. Kári S. Karlsson, UMSS .4:27,26 mín
1500 metra hlaup kvenna
1. Fríða Rún Þórðardóttir, tR .4:51,91 mín
2. Eygerður Hafþórsdóttir, FH .4:54,40 mín
3. Amdís Einarsdóttir, UMSS .5:11,90 mín
Hástökk karla
1. Björgvin R. Helgason, HSK .1,90 m
2. Bjami Traustason, FH ... .1,85 m
3. Gauti Ásbjömsson, UMSS . .1,85 m
Hástökk kvenna
1. Iris Svavarsdóttir, FH......1,65 m
2-3. Dagrún Þorsteinsd, Ármanni . .1,55 m
2-3. Ágústa Tryggvadóttir, HSK 1,55 m
DV
Hin 16 ára gamla Sigurbjörg Olafsdottir beiö iægri hlut fyrir Sunnu Gestsdóttur í bæði langstökki og 60 metra
hlaupum. Hún setti þó stúlknamet í langstökki þegar hún stökk 6,00 metra. DV-mynd Teitur
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram um helgina:
Sunna stórbætti
íslandsmetið
Allt besta frjálsíþróttafólk lands-
ins, aö undanskildum þeim Völu
Flosadóttur, Silju Úlfarsdóttur og
Einari Karli Hjartarsyni, var mætt á
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum innanhúss sem fram fór í
Fífunni í Kópavogi um helgina.
Sunna Gestsdóttir úr UMSS varð
þrefaldur meistari ásamt því að
setja nýtt og stórglæsilegt íslands-
met í langstökki. Sunna stökk 6,28
metra og bætti eigið met, sem hún
setti undir lok síðasta mánaðar, um
heila 20 cm. Sunna sigraði einnig í
60 metra hlaupi kvenna, sem og í 60
metra grindahlaupi. Hin stórefni-
lega Sigurbjörg Ólafsdóttir, sem val-
in var íþróttakona Kópavogs í sið-
asta mánuði, þurfti að sætta sig við
annað sætið í langstökki og 60 metra
hlaupi, en fyrir fram var búist við
harðri baráttu á milli þessara
tveggja í spretthlaupunum. Sigur-
björg varð síðan þriðja í 60 metra
grindahlaupi, en þar var það Vil-
borg Jóhannesdóttir sem kom önnur
í mark.
Jón Arnar Magnússon kom gagn-
gert heim frá Svíþjóð tO að keppa á
meistaramótinu. Þrátt fyrir að vera
töluvert frá sínu besta sigraði hann
í fimm af þeim sex greinum sem
hann tók þátt í. Hann varð í öðru
sæti í 60 metra hlaupi en þar var
það Reynir Logi Ólafsson sem bar
sigur úr býtum.
Þórey Edda Elísdóttir hefur sýnt
og sannað að hún er í toppformi um
þessar mundir. Hún bætti íslands-
metið innanhúss ekki fyrir löngu
þegar hún stökk 4,51 metra og á stór-
móti ÍR í síðasta mánuði vippaði
hún sér yfir 4,40 metra. Henni tókst
ekki að fylgja þeim árangri eftir sem
skyldi um helgina og náði aðeins að
fara yfir 4,30 metra.
Meistaramótið um helgina var
sögulegt aö því leyti að nú var mót-
ið í heild sinni haldið á einum og
sama staðnum en síðustu ár hafa
keppnisstaðir verið tveir eða jafnvel
fleiri. Var það mál manna sem lögðu
leið sína í Fífuna um helgina að
framkvæmd mótsins hefði verið öll
til fyrirmyndar. Þótt Fífan sé
hugsuð sem æfmgahöll gerir hún
kleift að hafa margar keppnisgrein-
ar í gangi í einu. Munar þar miklu
fyrir keppendur og njóta áhorfendur
ekki síður góðs af þessari nýbreytni,
þar sem allt gengur hraðar fyrir sig,
og myndaðist þannig mikil stemning
á köflum í Fífunni um helgina. -vig
Úrslit á
meistara-
mótinu í
frjálsum
Hástökk án atrennu - karlar
1. Jón Amar Magnússon, Breiðabl . .1,65 m
2. Ólafur Guömundsson, UMSS .1,55 m
3. Sverrir Guömundsson, ÍR . .1,50 m
Þrístökk karla
1. Gauti Ásbjörnsson, UMSS .13,51 m
2. Ármann Birgisson, UMSS .12,71 m
3. Hilmar Ólafsson ......11,61 m
Þrístökk án atrennu - karlar
1. Andri Karlsson, Breiöabl. . .9,26 m
2. Benjamín Þorgrímsson, Breiðabl. 9,05 m
3. Bjarni Traustason, FH . . . .9,04 m
Hástökk án atrennu - konur
1. Vilborg Jóhannsdóttú, UMSS . .1,30 m
2. Ágústa Tryggvadóttir, HSK .1,25 m
3. Þóra Guöfinnsdóttir, ÍR . . .1,20 m
Þrístökk kvenna
1. Rakel Tryggvadóttir, FH . .11,99 m
2. Olga Sigþórsdóttir, UFA . .11,46 m
3. Bryndís Óskarsdóttir, HSK 11,43 m
Sunna Gestsdóttir vann þrenn
gullverðlaun á meistaramótinu. Hér
sést hún koma I mark í 60 metra
hiaupi. DV-mynd Teitur
Sunna Gestsdóttir er í frábæru formi:
Næ oftast að
toppa a
Sunna Gestsdóttir stal senunni í
Fífunni á laugardaginn þegar hún
stórbætti íslandsmetið í langstökki
með stökki upp á 6,28 metra. Sunna
hafði áður stokkið lengst 6,08 metra
innanhúss og 6,24 utanhúss, svo að
um mikla bætingu er að ræða. DV-
Sport náöi tali af henni skömmu eft-
ir risastökkið og var hún skiljan-
lega brosandi út að eyrum.
„Jú, það er rétt, ég er í mjög góðu
formi. Ég er aldrei góð á æfingum
og hieyp þá yfirleitt ekki hratt né
stekk langt. Svo undarlega vifl til að
ég næ oftast að toppa á mótum,“
segir Sunna og hlær. Hún segir
drauminn núna vera sá að komast á
Ólympíuleikana á næsta ári, en hún
viðurkennir um leið að það verði
mjög erfitt.
„Nú er markmiðið að ná B-lág-
markinu fyrir Ólympíuieikana,
sem er 6,50 metrar, að ég held. Það
yrði frábært að ná því. Það er nóg
mótum
um að vera hjá mér á næstunni, fjöl-
mörg mót sem ég mun taka þátt í og
ég er bara bjartsýn á góðan árang-
ur.“
Þú ert ekkert á því aó einbeita þér
að langstökkinu á kostnaö sprett-
hlaupanna?
Nei, það held ég ekki. Mér finnst
bara svo gaman í öflum þessum
greinum og á mjög erfitt með að
velja eitthvað eitt úr þótt langstökk-
ið hafi aðeins forgang núna. En
maður verður að geta hlaupiö hratt
til að geta stokkið langt,“ sagði
Sunna rétt áður en hún rauk í úrslit
í 60 metra hlaupi. Þar lofaði hún
undirrituðum sigri og er skemmst
frá því að segja að Sunna stóð við
stóru orðin og bar sigur úr býtum
eftir harða keppni við Sigurbjörgu
Ólafsdóttur. Sunna kom í mark á
frábærum tíma, 7,71 sek. og undir-
strikaði enn frekar að hún er nú í
feiknaformi. -vig