Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Blaðsíða 18
34
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
Sport
n>v
m
M1,1 i’i r. \ uj t :> ri 1
Teddy Sheringhain, Totienham Hotspur
Teddv Sheringham
Fæddur: 2. apríl 1966
Heimaland: England
Hæð/þyngd: 180 cm/78 kg
Leikstaða: Framherji
Fyrri lið: Millwall, Aldershot, Nott.
Forest, Manchester United.
Deildarleikir/mörk: 757/300
Landsleikir/mörk: 51/11
Hrós:
„Hann er stórkostlegur atvinnumaður.
Hann er að verða 37 ára en er enn þá í
frábæru formi. Hann er fyrirmynd allra
ungra knattspyrnumanna.“ Glenn
Hoddle, stjóri Tottenham, um Teddy
Sheringham.
Teddy Sheringham, framherji
Tottenham, náði þeim merka áfanga
helgina að skora 300. mark sitt í
deildakeppninni þegar hann
fjórða mark Tottenham i ör-
uggum sigri á Sunderland.
Sheringham, sem verður 37 ára í
byrjun apríl, á að baki glæsilegan fer-
il með Millwall, Nottingham Forest,
Manchester United og var síðan
tvisvar sinnum hjá Tottenham.
Hann skapaði sér fyrst nafn hjá
Millwall þar sem hann myndaði öfl-
ugt framherjapar með íranum Tony
Cascarino. Millwall, með þá félaga í
fararbroddi, komst upp í efstu deild
og Sheringham var 1 framhaldinu
seldur til Nottingham Forest. Þar hélt
hann uppteknum hætti, skoraði mikið
og var seldur til Tottenham þar sem
hann komst í guða tölu.
Sheringham vildi hins vegar vinna
titla og gekk til liðs við Manchester
United. Hann átti stóran þátt í þrenn-
unni frægu árið 1999 og skoraði meðal
annars fyrra mark liðsins í úrslitaleik
meistaradeildar Evrópu gegn Bayern
Miinchen eftir að hafa komið inn á
sem varamaður.
Sheringham fékk ekki nýjan samn-
ing hjá Manchester United þegar sá
gamli rann út vorið 2001 og hélt þá aft-
ur til Tottenham. Hann hefur löngu
sannað að hann er framherji í fremstu
röð og aldurinn virðist lítið hafa hægt
á honum. -ósk
Tíu leikmenn Newcastle börðust hetjulega og náðu einu stigi gegn Arsenal:
Hetja og skúrkur
- Laurent Robert skoraði mark og fékk að líta rauða spjaldið með stuttu millibili
Newcastle og Arsenal skildu jöfn,
1-1, í fjörugum leik í ensku úrvals-
deildinni í gær.
Þar með missti Arsenal af tæki-
færi til að ná fimm stiga forystu á
toppi deildarinnar en helsti keppi-
nautur þess, Manchester United,
gerði einnig jafntefli í gær.
Newcastle komst aftur í þriðja sæt-
ið með jafhteflinu en Eiður Smári
Guðjohnsen og félagar hans í Chel-
sea höfðu verið í þriðja sætinu í
rúman sólarhring.
Arsenal byrjaði mun betur í
leiknum og voru leikmenn New-
castle heppnir að vera aðeins einu
marki undir í fyrri hálfleik. Markið
kom eftir rúmlega hálftíma leik en
þá splundruðu leikmenn Arsenal
vöm Newcastle og Thierry Henry
skoraði átjánda deildarmark sitt á
tímabilinu.
Newcastle tókst að jafna metin
fljótlega í síðari hálfleik og var þar
að verki Frakkinn Laurent Robert.
Stuttu seinna fékk Robert síðan að
líta annað gula spjaldið sitt í leikn-
um og þar með rautt fyrir að standa
of nálægt aukaspymu sem Dennis
Bergkamp tók. Tíu leikmenn
Newcastle börðust hetjulega og
tókst Arsenal-leikmönnunum sjald-
an að finna glufu á vörn Newcastle.
Bobby Robson, knattspymustjóri
Newcastle, var ósáttur við rauða
spjaldið og sagði að mikilvægasta
reglan í knattspymunni væri heil-
brigð skynsemi.
„Ég veit ekki hvað Robert átti aö
gera. Hann gat varla láta sig
hverfa," sagði Robson og hrósaði
síöan mönnum sínum i hástert.
„Við hefðum sennilega unnið
leikinn ef við hefðum haldið öllum
okkar mönnum inn á en við töpuö-
um ekki þrátt fyrir að vera einum
manni færri. Það sýnir styrk, sér-
staklega gegn liði eins og Arsenal.
sitt á tímabilinu fyrir Arsenal og hér sjást
Thierry Henry skoraði átjánda mark
markifi.
Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, var ekki ósáttur við
leik manna sinna.
„Við spiluðum ágætlega og ég get
ekki skammað mína menn fyrir að
gefa ekki allt í leikinn. Leikmenn
Newcastle vörðust vel. Það var
erfitt að komast bak við varnar-
menn liðsins og mér fannst leikur-
inn ekki breytast mikið eftir að þeir
leikmenn Arsenal fagna honum eftir
Reuters
urðu tiu. Við vorum allan leikinn í
hlutverki stjómanda og það skipti
engu máli hvort þeir voru tíu eða
ellefu," sagði Arsene Wenger eftir
leikinn. -ósk
i
OKKAR MENN
Lárus Orri Sigurðsson sat
allan tímann á varamanna-
bekknum þegár West Brom
gerði jafhtefli gegn Bolton á
laugardaginn.
Guðni Bergsson spilaði all-
an leikinn í vöm Bolton í
sama leik.
spjald í leiknum.
Eióur Smári Guðjohnsen spilaði allan
leikinn fyrir Chelsea f sigri gegn
Birmingham og skoraði annað mark
liðsins með skalla.
ívar Ingimarsson
var ekki með í leik
Brighton og Wolves í
1. deildinni á laugar-
daginn en hann mun
ganga til liðs við
Brighton frá Wolves
í vikunni.
S'SwSfs; B°"rartart
ÁQtnn Villn í tnni liðsins JOhnSen.
Aston Villa í tapi liðsins
gegn Fulham á laugardaginn. Hann fékk
dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að brjóta
á Luis Boa Morte og fékk einnig gult
inn fyrir Stoke í arsson.
slæmu tapi gegn Grimsby og
krækti sér í gult spjald. Bjarni Guó-
jónsson kom inn á sem varamaður á 65.
mínútu en Pétur Marteinsson sat á
varamannabekknum allan tímann.
Hermann Hreiöarsson spilaði ailan
leikinn fyrir Ipswich í mikilvægum
sigri á Sheffield United og fékk að líta
gula spjaldið á 90. mínútu.
Heiðar Helguson
spilaði allan leikinn
fyrir Watford sem
tapaði óvænt fyrir
Rotherham á heima-
velli.
Stefán Logi Magn-
ússon sat allan tim- Rúnar
ann á varamanna- rlunar
bekk Bradford gegn son-
Wimbledon.
Helgi Valur Danielsson spilaöi allan
leikinn í markalausu jafntefli Peter-
borough gegn Chesterfield í ensku 2.
deildinni.
Þórður Guðjónsson spilaði allan leik-
inn fyrir Bochum í sigri á Bayer
Leverkusen í þýsku 1. deildinni.
Eyjólfur Sverrisson var ekki
í leikmannahópi Herthu Berl-
lin sem vann Schalke örugg-
lega.
Rúnar Kristinsson spilaði
allan leikinn fyrir Lokeren
sem vann La Louviere í
belgísku 1. deildinni. Rúnar
skoraði tvö mörk í leiknum.
Arnar Þór Viðarsson og
Arnar Grétarsson spiluðu báöir allan
leikinn en Marel Baldvinssyni var
skipt út af á 75. mínútu.
Kristins-
f Andy Johnson
Velski landsliðsmaðurinn Andy
Johnson var heldur betur hetja
West Brom um helgina þegar hann
tryggði liðinu jafntefli gegn Bolton
í botnbaráttuslag á heimavelli
West Brom á laugardaginn. John-
son, sem hafði komið inn á sem
varamaður, skoraði af stuttu færi
fram hjá finnska markverðinum
Jussa Jaaskelainen á síðustu mín-
útu leiksins en fram að því virtist
allt stefna í að Bolton hefði sigur
og myndi fjarlægjast þijú neðstu
liðin. Johnson var ekki á sáma
máli og mark hans gerir það að
verkum að vonir West Brom um
að halda sér í deildinni eru ekki
fyrir bí. -ósk
( Freddie Kanoute
Freddie Kanoute, framherji
West Ham, er í tómu rugli þessa
dagana, líkt og allir félagar hans í
liðinu. Hann er nýkominn til baka
eftir meiðsl og hafði knattspyrnu-
stjóri West Ham, Glenn Roeder,
alið þá von í brjósti sér að endur-
koma Kanoutes gæti bjargað lið-
inu úr þeim vandræðum sem það
er í. Annað kom á daginn því að í
leiknum gegn Leeds um helgina
fékk Kanoute að líta rauða spjald-
ið fyrir að slá til Seths Johnsons,
miðjumanns Leeds.
Þetta spjald þýðir að Kanoute
fær þriggja leikja bann og nýtist
því félögum sínum og liðinu lítið
á meðan hann situr í stúkunni
bannfærður af aganefnd enska
knattspymusambandsins. -ósk
Laugardagur 22. febrúar
Bolton-Man. Utd
Everton-Southampton
Charlton-Aston Villa
Chelsea-Blackbum
Leeds-Newcastle
Man. City-Arsenal
Sunderland-Middlesbrough
Sunnudagur 23. febrúar
Birmingham-Liverpool
Mánudagur 24. febrúar
Tottenham-Fulham
Laugardagur 1. mars
Blackburn-Manchester City
Fulham-Sunderland
Middlesbrough-Everton
Newcastle-Chelsea
Southampton-West Brom
West Ham-Tottenham
Laugardagur 15. mars
Aston ViUa-Manchester United
Blackbum-Arsenal
Charlton-Newcastle
Everton-West Ham
Fulham-Southampton
Leeds-Middlesbrough
Sunderland-Bolton
Tottenham-Liverpool