Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
—•*
Skúli Eggert Þórðarson
skattrannsóknar-
stjóri hefur stýrt
fram hjá kastljósi
fjölmiðlanna
þótt verkefni
dagsins þyki oft-
ar en ekki sœta
miklum tíðind-
um. Hann er
sagður búa
yfir þeim eig-
inleikum
tveimur sem
skattrannsókn-
arstjóra eru lífs-
nauðsynlegir: heið-
arleika og forvitni.
Forvitinn
felumaður
Nafn: Skúli Eggert Þóröarson
Staöa: Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Aldur: Rmmtugur í gær
Heimili: Reykjavík
Maki: Dagmar Elín Siguröardóttir,
bókari hjá Samtökum iönaðarins;
þau eiga þrjá syni
Menntun: Stúdentspróf frá MH og
lagapróf frá HÍ
Tilefnl: Tíöindi af rannsókn á um-
fangsmestu meintu skattsvikum
sem dæmi eru um
Það er ekki heiglum hent að
bregða ljósi á einstakling sem vinn-
ur markvisst að því að vera ekki í
sviðsljósinu. Þannig er háttaö um
Skúla Eggert Þórðarson skattrann-
sóknarstjóra. Með hliðsjón af þeim
ofurviðkvæmu - og oft fréttnæmu -
málum sem skattrannsóknarstjóri
hefur með að gera mætti fyrir fram
ætla að maðurinn í þeirri brú hlyti
að verða þjóðþekktur, jafnvel al-
ræmdur, en Skúla Eggerti hefur
tekist að stýra fram hjá kastljósi
fjölmiðia.
Rækir vinskapinn
Jón Bemódusson, forstöðumaður
hjá Siglingastofnun, er í hópi elstu
vina Skúla Eggerts. Þeir gengu sam-
an í Menntaskólann við Hamrahlíð
en eftir lokapróf flutti Jón til Þýska-
lands og bjó þar næstu fimmtán ár.
Vinskapurinn var ræktaður allan
þann tíma með bréfaskiptum.
„Skúli er mikill vinur vina sinna .
frá fyrri tíð og hefur haldið vel sam-
bandi við fólk,“ segir Jón. „Hann á
mikinn fjölda vina og það eiga
menn ekki nema það sé eitthvað í
þá varið.“
„Hann er mjög minnugur á af-
mælisdaga vina sinna,“ segir annar
vinur Skúla, Frosti Bergsson,
stjórnarformaður Opinna kerfa.
Þeir Skúli kynntust í gegnum við-
skipti. „Hann var mjög kröfuhaður
viðskiptavinur og við þurftum allir
að vera á tánum aö uppfylla hans
kröfur en þetta þróaðist síðan
þannig að við urðum ágætir félagar
þegar upp var staðið," segir Frosti.
Og fleiri en Frosti hafa stofnað til
vinskapar við Skúla Eggert eftir
slík „skyndikynni", ef svo mætti
kalla. Jónas Jónasson útvarpsmað-
ur er einn þeirra en Skúli Eggert
var gestur í þætti hans Kvöldgest-
um.
„Þetta er yndislegur drengur,"
segir Jónas um Skúla. „Hann er
töluverður felumaður. Ákaflega
ljúfur, þótt ég efist um að hann
myndi játa þá hlið á sér opinber-
lega. Mér finnst gott að þekkja
þennan mann vegna þess að í mín-
um huga er hann ímynd hins heið-
arlega embættismanns. Svo er hann
góður húmoristi, hlátur hans hljóm-
ar skemmtilega í eyrum. Við liggj-
um ekki við þröskulda hvor annars
en tölum oft saman í síma; hann er
mér vænn ráðgjafi," segir Jónas.
Þess má geta að Skúli Eggert var
milligöngumaður um að vinur
hans, Magnús Leópoldsson, rauf
tuttugu ára þögn sína um Geir-
finnsmálið í þætti Jónasar.
Ólafur Teltur Guönason
Fagmaður
Skúli Eggert vann hjá rannsókn-
arlögreglunni í Hafnarfirði með
fram laganámi en eftir lagapróf frá
HÍ 1981 hóf hann störf hjá skatt-
stjóranum í Reykjanesumdæmi, þá
28 ára. Fljótlega lá leiðin til ríkis-
skattstjóra og upp á við hjá því
embætti, allt þar tU hann varð vara-
ríkisskattstjóri árið 1990, 37 ára að
aldri. Hann tók við embætti skatt-
rannsóknarstjóra ríkisins þegar því
var fengið sjálfstæði frá ríkisskatt-
stjóra og hefur því verið við stjórn-
völinn allan þann tíma sem emb-
ættið hefur verið við lýði í núver-
andi mynd, í réttan áratug.
Samstarfsmenn Skúla Eggerts
hjá embættinu lýsa honum sem
miklum fagmanni. „Hann er strang-
heiðarlegur, duglegur og sanngjarn,
skarpgreindur og fylginn sér,“ segir
einn þeirra og bætir við að ekki sé
hlaupið að því að sigla jafnerfiðu
embætti jafnlygnan sjó og raunin
hefur verið á.
í því sambandi má líka rifja upp
ummæli Sigurðar G. Guðjónssonar,
forstjóra Norðurljósa, um húsleit
skattrannsóknarstjóra hjá fyrirtæk-
inu. „Við unnum málið í góðu sam-
starfi viö skattrannsóknarstjóra og
hans menn. Þeir myndu fá 10 í ein-
kunn hjá mér því að það hefur allt
staðist sem hefur farið hér á milli
og aldrei verið nein vandræði,"
sagði Sigurður G. í viðtali við
Frjálsa verslun.
Á Bjöllu í menntó
Skúli Eggert er bindindismaður
og hefur verið allt frá því á mennta-
skólaárunum. Jón Bernódusson
rifiar upp að þegar þeir voru í
Menntaskólanum viö Hamrahlíð
hafi Skúli ávallt tekið að sér hlut-
verk bílstjórans þegar þeir félagarn-
ir gerðu sér dagamun. Fararskjót-
inn var heldur ekki af verri endan-
um; Volkswagen Bjalla.
Jón segir að á þeim árum hafi
hann helst giskað á að Skúli legði
læknavísindin fyrir sig en ekki hafi
þó heldur komið á óvart að lögfræð-
in skyldi verða fyrir valinu. Jón
segir að Skúli hafi verið félagslynd-
ur á menntaskólaárunum en þó lát-
ið heldur lítið á sér bera.
Helstu áhugamál Skúla eru að
sögn kunnugra útivist og bók-
menntir.
Forvitinn
Hinn alræmdi „embættismanna-
hroki“ er sagður víðs fiarri í fari
Skúla Eggerts, en hann hleypir
heldur ekki öllum að sér. Hann fell-
ur illa að hinni neikvæðu (ímynd-
uðu) ímynd um hægvirka, mosa-
vaxna embættismanninn þótt hann
hafi alið allan starfsaldur sinn í
„kerfinu". Sagt er að hann eyöi
ekki tima í óþarfa mas heldur komi
sér snöggt að kjama málsins - og sé
óvenjufljótur að átta sig á flóknum
viðfangsefnum. Hann gerir kröfur
um árangur en helst vel á starfs-
fólki sem kann að meta stefnufestu
og styrka stjóm.
Hann er sagður fiölfróður, enda
forvitinn að eðlisfari. „Ég hef stund-
um bent honum á hve forvitinn
hann sé,“ segir Frosti Bergsson, „og
að þess vegna sé ekki hægt að
hugsa sér betri mann í þessa
stöðu!"
Tré farin að grænka
Hlý veðrátta á síðustu mánuð-
um hefur orðið til þess að ýmsar
trjátegundir, líkt og gljámispill
og blátoppur, eru farnar að
grænka í göröum landsmanna.
Steinunn Reynisdóttir, garð-
yrkjufræðingur hjá Garðheim-
um, segir að ekkert sé hægt að
segja til um hvort skemmdir
hljótist af, það velti allt á veðr-
inu í vor. „Raunverulega er lítið
hægt að gera til að koma í veg
fyrir skemmdir ef það fer að
frysta. Við stjórnum ekki veðr-
áttunni." Ef fólki er mjög annt
um trén er hægt að skýla þeim
með skjólneti eða jafnvel pakka
þeim inn í pappakassa.
Til að bjarga skemmdum trjám
á að klippa skemmdirnar burt
því að þær eru eingöngu stað-
bundnar. „Trén eru skemmd þeg-
ar blöðin eru grábrún, sprotinn
svartur og stilkurinn mjúkur,“
segir Steinunn. Hún bendir á að
trén hafi verið vel undirbúin fyr-
ir veturinn vegna þess að haust-
ið var langt og hlýtt. -dh
Forsætisráðherraefni Samfylkingar sagt standa með fíkniefnasölum:
Svona gróf ummæli
dæma sig sjálf
- segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Benedikt Jóhannesson, aðal-
eigandi Útgáfufélagsins Heims
og Talnakönnunar, gerði ræðu
Ingibjargar Sólrúnar á flokks-
stjórnarfundi Samfylkingarinn-
ar í Borgarnesi fyrir skömmu að
umtalsefni á vefsíðu sinni fyrir
helgina. Þar víkur hann sérstak-
lega að meintu dálæti Ingibjarg-
ar á Jóni Ólafssyni, stjórnarfor-
manni Norðurijósa, sem hann
nefnir flkniefnasala, en Jón sæt-
ir nú rannsókn skattrannsókn-
arstjóra fyrir meint stórfelld
undanskot frá skatti.
Segir Benedikt að það hafi
vakið athygli að Ingibjörg hafi
séð ástæðu til þess í ræðu sinni
að efast um að gagnrýni og
rannsóknir á einstökum fyrir-
tækjum væru byggðar á rökum
heldur mætti túlka þær sem
árás forsætisráðherrans á þessi
ákveðnu fyrirtæki. í því sam-
Ingibjörg Sólrún Benedlkt
Gísladóttir. Jóhannesson.
bandi hafi hún rætt um Baug,
Norðurljós og Kaupþing. Baug-
ur sætir einmitt rannsókn efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra og Norðurljós eru í rann-
sókn hjá skattrannsóknarstjóra.
Síðan segir Benedikt:
„Reyndar hefur Ingibjörg
áöur lýst yfir sérstöku dálæti á
Jóni Ólafssyni, stjórnarfor-
manni Norðurljósa. Það er öll-
um kunnugt að Jón fékkst á
æskuárum við fíkniefnainn-
flutning og sölu. Hann hefur
sjálfur viðurkennt þetta í viðtöl-
um og kennt við „bernskubrek“.
Aðrir stjórnmálamenn reyna yf-
irleitt að skipa sér í lið gegn
flkniefnasölunum en það gerir
Ingibjörg Sólrún ekki og sýnir
þar með að hún er öðruvísi
stjórnmálamaður, pólitíkus sem
á auðvelt með að fyrirgefa
bernskubrekin."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
forsætisráðherraefni Samfylk-
ingarinnar, sagði í samtali við
DV að þetta væri vart svaravert.
„Mér finnst svona ummæli svo
gróf að þau dæma sig sjálf. Þau
lýsa best þeim sem viðhefur þau
en ekki þeim sem þau beinast
gegn. Þetta lýsir sérkennilegu
sálarlífi þessa einstaklings,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir. -HKr.
Grænmetisverö:
Veruleg verðlækkun
Meðalverð á flestum algengum
grænmetistegundum hefur lækkað
allverulega á síðastliðnu ári sam-
kvæmt verðkönnun sem Sam-
keppnisstofnun gerði nú í febrúar.
Mest hefur lækkunin oröið á
agúrkum; sú innflutta hefur lækk-
að um 61% en íslenska um 51%. Þá
hefur meðalverð á papriku lækkað
um 38-44%, blómkál hefur lækkað
um 46%, ísbergsalat um 44%,
spergilkál um 35%, kínakál um
28%, ýmsar tegundir lauka svo og
sellerí hafa lækkað um 24-49%. Þá
hefur meðalverð á innfluttum
tómötiun lækkað um 33% á meöan
íslenskir tómatar hafa lækkað um
19%. Meðalverð á gulrófum og gul-
rótum er hins vegar 9-14% hærra
nú en í fyrra.
í kjölfar afnáms tolla á ýmsum
grænmetistegundum ákvað Sam-
keppnisstofnun að fylgjast náið
með verðþróun á grænmeti og
ávöxtum. Frá því í febrúar 2002 hef-
ur stofnunin gert mánaðarlegar
verðkannanir.
Þrátt fyrir verðlækkunina getur
skipt miMu hvar fólk kaupir græn-
meti. Þannig var lægsta verð á ís-
lenskum tómötum 455 krónur kíló-
ið en hæsta verð 599 krónur.
Lægsta verð á íslenskum gúrkum
var 169 krónur en hæsta verð 399
krónur. -hlh
Metlöndun í Eyjum:
Stærsti loAnufarmur
frá upphafl
Loðnulöndunarmet var sett í
Vestmannaeyjum á sunnudag þeg-
ar Baldvin Þorsteinsson EA kom
til hafnar og landaði þar 2.282
tonnum af loðnu. Er þetta
langstærsti einstaki loðnufarmur
sem landað hefur verið í Eyjum til
þessa, en loðnan fer í bræðslu hjá
Isfélagi Vestmannaeyja.
Jóhann Andersen, forstöðumað-
ur fyrir uppsjávarsvið ísfélagsins,
segir að næst þessum farmi hafi
kómist erlent fiskiskip sem land-
aði tæpum 2.000 tonnum af
kolmunna fyrir nokkrum árum.
Hann segir loönuvertíðina nú hafa
gengið furðu vel, þrátt fýrir rysj-
ótta tíð.
„Það eru komin rétt tæp 20.000
tonn af loðnu á land hér í Vest-
mannaeyjum á þessari vertíð, sem
er talsvert meira en á sama tíma í
fyrra. Alla síðustu vertíð komu
hér á land um 50.000 tonn.“
Jóhann sagði að loðnan úr Bald-
vin Þorsteinssyni færi öll í
bræðslu og tekur um tvo sólar-
hringa að vinna þennan farm.
-HKr.
Flugfélag íslands:
Fyrsta konan ráðin
Jóhanna G. Gylfadóttir var í
gær ráðin flugmaður hjá Flugfé-
lagi íslands. Ráðningin markar
tímamót því Jóhanna er fyrsta
konan sem ráðin er í starf flug-
manns hjá félaginu.
Jóhanna hefur starfað sem flug-
kennari hjá Flugskóla íslands og
þykir meðal reynslumestu kenn-
ara skólans. -aþ