Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir uv-ivi i iNUin MAurJuo o i trMivoouiv Seyöisfjörður í morgunsáriö Seyöisfjöröur er eins og eftir sprengjuárás, brotnar rúöur eru víöa, skemmdir bílar, brak úr mannvirkjum. Ljóst er aö milljónatjón varö í nótt. Milljónatjón og alvarlegt slys á Seyöisfiröi í nótt: Mætti gömlum bílskúr sem hvarf síðan í fljótið - segir einn björgunarmanna eftir erfiða nótt í ofsarokinu Ofsaveður var á Seyðisfirði í alia nótt og olli miklu tjóni á eignum. Einn maður slasaðist illa þegar hann varð fyrir bílkerru sem fauk á hann. Maðurinn höfuðkúpubrotn- aði og beið í morgun eftir að kom- ast í sjúkraflug til Reykjavíkur. „Upp úr klukkan tvö fóru menn á stjá, áður höfðu margir farið af stað til að dytta að. Talsvert af rúð- um hafði brotnað, plötur fuku um allt, og heilu skúramir komnir af stað og þök að fjúka af húsum. Björgunarsveit og slökkvilið vann við að festa það sem hægt var og koma þannig í veg fyrir frekara tjón. Við fengum líka góða liðs- menn ofan af Héraði,“ sagði Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisflrði, í morgun eftir langa og stranga nótt heimamanna við björgunarstörf. Á tímabili fór vindhraðinn yfir 40 metra á sekúndu í hryðjunum uppi á heiðinni. Sunnan- og suð- vestanáttir gengu þaðan niður yfir bæinn og ollu miklu tjóni. Tryggvi segir að sér sýnist að 40 til 50 manns hafi verið að vinna við björgunina í nótt við afar erfið skilyrði. „Skemmdir verða kannaðar strax og birtir, en erfitt er að meta tjónið á þessari stundu. En ég tel víst að það nemi milljónum króna,“ sagði Tryggvi. „Þetta var hrikalegt óveður og húskofar eru að fjúka, ég mætti sjálfur gömlum bÚskúr sem var kominn af stað og ég sá hann hverfa í fljótið," sagði einn björg- vmarmanna í nótt en hann var vak- inn snemma nætur af almanna- vamakerfi sem Neyðarlínan ræsti. Vitað er um allavega tvo bílskúra sem létu undan og einn geymslu- skúr til viðbótar. Þök fuku af tveim húsum. Brakið úr þessum mann- virkjum tvístraðist um bæinn og olli skemmdum. Mikið var um rúðubrot og við höfnina mátti sjá steypustöðina á hliðinni. Undir morgun var heldur að hægja á vindinum og búist var við að um hádegi hefði veðrið lægt. -JBP/KÞ DV-MYNDIR HARI I öruggri höfn Kafarar og björgunarsveitarmenn gæta að bilun í stýrisbúnaöi Trinket þegar björgun þess var afstaöin í Grindavíkurhöfn í gærdag. Skemmdir komu í Ijós á botni skipsins og stýrisbúnaöi. Óljóst er hvenær skipiö getur lagt úr höfn aö nýju. Snarræði björgunarsveitarmanna sem björguöu skipi í innsiglingunni í Grindavík: Stóðum í sjó upp í mitti „Þetta eru sennilega mestu átök sem við höfum lent í. Tveir okkar voru viðstaddir þegar Eldhamar fórst en þetta var út af fyrir sig miklu erfiðara," sagði Agnar Smári Agnarsson, vélstjóri á björgunarbátnum Oddi V. Gísla- syni í Grindavík. Hann og fjórir aðrir björgunarsveitarmenn úr Þorbimi sýndu mikið snarræði í gær þar sem þeir þurftu jafnvel að standa í sjó upp í mitti meðan gaf yfir þá þegar þeir voru að bjarga aflvana leiguflutningaskipi Eim- skipafélagsins, Trinket, í hinni erfiðu innsiglingu í Grindavík. „Það var Útkall rauður hjá okkur, algjört neyðarkall, þegar okkur barst tilkynning klukkan 12.47 að vélar- vana skip væri í innsiglingunni. Við vitum að þama geta mínútur eða sekúndur skipt máli,“ sagði Agnar Smári. Fimm menn voru aðeins sjö mínútur að fara heiman frá sér, úr matartíma, eða af vinnustöðum, koma sér um borð í Odd og sigla út aö skipinu. Menn voru því eldsnögg- ir svo ekki sé meira sagt. Tíu metra ölduhæð hafði verið þegar verst lét og mikið hvassviðri. „Þegar við komum út að skipinu hafði lóðsbáturinn verið að fylgja því,“ sagði Agnar Smári. „Við tókum hring og áhöfn skipsins var tilbúin með trossu í stefninu. Við straujuð- um svo með fram bakborðssíðunni og tókum spottann og settum fast. Svo var togað af öllu afli. Á meðan gengu fyllumar yfir bátinn og við stóðum stundum í sjó upp i mitti." Komið var með hiö 1.574 tonna skip upp að bryggju einungis tæpri háifri Uukkustund eftir neyðarkall- ið. Var þyrla Landhelgisgæslunnar þá þegar komin en aðeins 9 mínútur tók að koma vélinni í loftið í Reykja- vík. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir hvað þeir voru snöggir," sagði Agnar Smári. Trinket var á leið til Kolding í Danmörku en hafði verið að lesta 1.300 tonn af fiskimjöli í Grindavík. Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri sagði að skipstjórinn hefði verið að bíða eftir að veðri slotaði. Lóðsbátur- inn hafði fylgt skipinu út fyrir svo- kallaða garða, þaö er utarlega í inn- siglinguna, en þá hafði skipstjórinn skyndilega tilkynnt að stýrið virkaði ekki. -Ótt Óveöriö í gær: Þakkantur fauk Tvö útköll tengd óveðursaðstoð hafa verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í dag og í kvöld. Á Flúðum var Björgunarfélagið Eyvindur kallað út eftir að þakkantur fauk af húsi síðdegis í gær. Björgunarsveitar- menn brugðust að vonum skjótt við og negldu kantinn á aftur. Seinna útkallið var kl. 19.14 í gærkvöld þegar boð komu frá Vopnaflrði að þakið á Fiskmark- aðnum væri að fjúka af. Svo reyndist nú ekki vera en þakið var hins vegar farið að losna. Björgun- arsveitarmenn frá Björgunarsveit- inni Vopna-Erni negldu þakið bet- ur niður þannig að það ætti að halda í veðrinu. Einnig komu beiðnir um fleiri smáviðvik af völdum veðurs frá bæjarbúum og brugðust björgunarsveitarmenn liðlega við þeim að venju. -aþ Flugleiöir felldu niður flug: 250 strandaglópar Um 250 farþegar sem áttu bókað flug til Baltimore og Boston í Bandaríkjunum í gær gistu hér- lendis í nótt. Fella varð niður flug- ið vegna hríðarbyls sem geisaði á austurströnd Bandaríkjanna. Flug til Minneapolis var sam- kvæmt áætlun í gær. Gert er ráð fyrir að farþegamir 250 komist leiðar sinnar með flugi Flugleiða til þessara tveggja borga sem fer samkvæmt áætlun síðdeg- is í dag. -aþ Kastaði upp í leigubíl - og hafnaði undir bílnum Farþegi í leigubil varð undir bílnum aðfaranótt sunnudagsins. Frá þessu er greint í dagbók lög- reglunnar en þar segir að upp hafi komið ágreiningur milli farþegans og leigubílstjórans - og hafði sá fyrrnefndi kastað upp inni í bíln- um. Ekki kann lögregla skýringar á því hvers vegna maðurinn var skömmu síðar kominn upp á vél- arhlíf bílsins. Hann virðist síðan hafa fallið í götuna og hafnað und- ir bílnum. Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. -aþ Ofsaveður í Hvalfirði Ofsaveður brast á í Hvalfirði síð- degis í gær er lægðin var að fara yfir landið. Fjörðurinn var allur hvítfyssandi og víða mátti sjá hvirfilvindi myndast sem soguðu upp sjóinn en síðan greip hvass- viðrið sjóinn og feykti honum yfir landið. Framrúða sprakk í bifreið sem var sunnan megin í firðinum, við Tíðaskarð, en einn hvirfil- strókurinn náði upp grjóti og þyrl- aði því yfir bifreiðina. Bílstjórinn slapp meö skrekkinn. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.