Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Leyfi fyrir viðbyggingu við Heiðargerði í Reykjavík
var ógilt með dómi 2001
Hæstaréttarúrskupður
ekkl virtup í eitt on háltt ár
Byggingaryfirvöld í Reykja-
vík hafa enn ekki farið eftir nið-
urstöðu Hæstaréttar frá því 20.
september 2001 sem fól m.a. í
sér að umdeild viðbygging við
húsið Heiðargerði 76 í Reykja-
vík verði rifin. Byggði Hæsti-
réttur á niðurstöðu úrskurðar-
nefndar skipulags- og bygging-
armála frá 10. nóvember 2000
um að leyfi byggingarfulltrúa
frá 6. júní 2000 varðandi við-
bygginguna yrði fellt úr gildi.
Er þar einnig byggt á því að
ekki hafi verið fyrirliggjandi
deiliskipulag sem heimilaði
aukið nýtingarhlutfall viðkom-
andi lóðar.
Harðar deilur stóðu um við-
bygginguna við húsið Heiðar-
gerði 76 í Reykjavík um árabil.
Endaði málið fyrir dómstólum
en þrátt fyrir úrskurð Hæsta-
réttar í september 2001, sem
staðfestir að viðbygging hafi
verið ólögmæt, hafa borgaryfir-
völd enn ekkert aðhafst til að
framfylgja þeim dómi.
Nýtt deiliskipulag
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður skipulags- og bygginga-
nefndar Reykjavíkurborgar, sagði í
samtali við DV í gær að nýtt
deiliskipulag svæðisins hefði verið
lagt fyrir borgarráð í síðustu viku
og kæmi að öllum líkindum aftur
fyrir borgarráð í dag.
Steinunn Valdís segir að þar sem
vinna við nýtt deiliskipulag hafi
staðið yflr þá hafi menn ákveðið að
aðhafast ekkert að sinni. Þar vísuðu
menn m.a. til meðalhófsreglu laga.
„Nú er búið að gera deiliskipulag
og mín tillaga er sú að það verði
ekki gert ráð fyrir að þessi kvistur
(viðbygging) fái að standa. Hvort
það verður síðan niðurstaða borgar-
ráðs og borgaryfirvalda er þó
ómögulegt að segja. Ég hef þó ekkert
breytt afstöðu minni gagnvart þess-
um kvisti.“
Ósammála borgarráði
Steinunn og Ámi Þór Sigurðsson,
þáverandi formaður skipulags-
nefndar, stóðu gegn því á sínum
tíma að leyfið fyrir viðbyggingunni
yrði veitt þar sem nýtingarhlutfall
lóðarinnar væri allt of hátt og ekki
í neinu samræmi við lóðimar í
kring. Þeirra afstaða náði þó ekki í
gegn í borgarráði sem samþykkti
viðbygginguna í júlí 2000.
Úr 80 í 343 fermetra
Húsið að Heiðargerði 76 var
upphaflega 80 fermetra einbýlis-
hús með geymslurisi og byggt
samkvæmt leyfi byggingamefhdar
Reykjavíkur árið 1952. Ári seinna
var veitt leyfl fyrir kjallara og
hækkun mænis um einn metra
auk nokkurrar hækkunar á gólf-
plötu aðalhæðar hússins. Árið
1954 var samþykkt risbygging
ásamt kvisti á norðurþaki hússins
og samþykkt íbúð á rishæðinni.
Eigandinn fékk síðan leyfi 1962 og
1963 til að byggja bílageymslu við
húsið og byggja við það. Var heild-
arflatarmál hússins með þessu þá
komið í 343 fermetra. Frá 1989 til
1994 var þrívegis sótt um að fá að
byggja ofan á áður samþykkta við-
byggingu en því var ætíö hafnað. í
öll skiptin hafði farið fram grennd-
arkynning og var fyrirhuguðum
framkvæmdum þá mótmælt af ná-
grönnum.
Byggingarleyfi stóðst ekki
Það gerist síðan að eigandi húss-
ins að Heiðargerði 76 fékk leyfi
byggingarfulltrúa, sem samþykkt
var í borgarráði 11. júlí 2000, til að
hækka þakið yfir syðri hluta húss-
ins og setja á það þijá kvisti. Eig-
endur næstu eigna kærðu leyflsveit-
inguna til úrskurðamefndar bygg-
ingarmála þann 25. júlí 2000.
Töldu nágrannarnir að hin um-
deilda bygging skerti hagsmuni
þeirra með ólögmætum hætti, þar
sem viðbyggingin spillti útsýni, ylli
skuggamyndun, drægi úr sól og ylli
ósamræmi í útliti götunnar. Húsið
Heiðargerði 76 hefði þá þegar verið
bæði stærra en almennt gerðist í
hverfmu og nýtingarhlutfall lóðar
mun meira en á öðrum lóðum.
Úrskurðamefndin leitaði m.a.
umsagnar Skipulagsstofnunar og
var niðurstaðan m.a. sú að skipu-
lagsyfirvöldum í Reykjavík hefði
borið samkvæmt lögum að auglýsa
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
9
Heiöargeröi 76
Þrátt fyrir ótvíræöa niöurstööu Hæsta-
réttar fyrir einu og háifu ári hefur eig-
anda enn ekki veriö gert aö rífa viöbygg-
ingu sem sést ófullgerö á innfelldu
myndinni. Hún var þó byggö meö út-
gefnu byggingarleyfí og samþykki borgar-
ráös án þess aö fyrir lægi deiliskipulag
sem heimilaöi slíkt.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Núverandi formaöur skipulags- og
bygginganefndar hefur staðið gegn
frekari viðbyggingum viö húsið eins
og fyrrverandi formaður, þvert á
afstöðu meirihluta borgarráðs.
tillögu að deiliskipulagi svæðisins
ef auka ætti nýtingarhlutfall lóðar-
innar enn frekar en orðið var. Því
hefði ekki mátt veita byggingarleyfi
gegn mótmælum nágranna eins og
gert var.
Úrskurðarnefnd felldi byggingar-
leyfið úr gildi með úrskurði þann
10. nóvember árið 2000 og lagði fyr-
ir byggingamefnd að hún hlutaðist
til um að þessi umdeilda viðbygging
yrði fjarlægð. Einnig að húsið yrði
fært til fyrra horfs innan hæfilegs
frests, sem byggingamefnd myndi
ákveða. Síðan eru liðin hátt í tvö og
hálft ár.
Fyrir dómstóla
Eigandi Heiðargerðis 76 höfðaði í
framhaldinu mál fyrr Héraðsdómi
Reykjavíkur sem felldi úrskurð
sinn 6. mars 2001. Niðurstaða Hér-
aðsdóms var í stuttu máli sú aö
felldur var úr gildi úrskurður úr-
skurðamefndar skipulags- og bygg-
ingarmála frá þvi 10. nóvember ár-
inu áður um ógildingu á útgefnu
byggingarleyfi. Nágrannamir áfrýj-
uðu málinu til Hæstaréttar 26. mars
2001.
Samkvæmt niðurstöðu Hæstarétt-
ar 20. september um málið er úr-
skurður Héraðsdóms Reykjavíkur
felldur úr gildi og staðfestur úr-
skurður úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingarmála.
í heimildarleysi
1 niðurstöðu Hæstaréttar kemm-
einnig fram að húseigandinn hafi
ráðist í breytingar á húsnæðinu
áður en fullnægt var m.a. skilyrðum
44. gr. skipulags- og byggingarlaga
um útgáfu byggingarleyfis. Honum
hafi verið kunnugt um andstöðu ná-
granna sinna og hafi því mátt vita
að þeir gátu kært málið. Síðan seg-
ir: „Verður að líta svo á að allar
framkvæmdir hans við verkið hafi
verið unnar í heimildarleysi og ekki
í góðri trú.“
njíánáiájí
Þjálfunar og æfingarpunktar
Það er kaldhæðnislegt að margir sjá ekki ástæðu til að hefja reglubundna
þjálfun fyrr en aukakílóin eru orðin nokkuð vel sýnileg. Þegar svo byrjað er að
hreyfa sig og aukakílóin hverfa ekki í einum grænum hvelli gefast margir upp.
En ávinningarnir af reglubundinni þjálfun eru margfalt fleiri en mögulegt
þyngdartap og fæstir sýnilegir berum augum. Þannig auðveldar reglubundin
þjálfun insúlíni að ferðast inn í frumurnar og dregur því úr líkum á að einstakling-
urinn verði fyrir barðinu á fullorðinssykursýki. Reglubundin þjálfun dregur einnig
úr líkum á hjartasjúkdómum með því að bæta blóðstorknunarstarfsemi, minnka
blóðfitu og auka magn góðs kólesteróls í blóðinu.
Auk þessa dregur reglubundin þjálfun ekki einasta úr líkunum á myndun
fjölda sjúkdóma heldur bætir líf okkar að mörgu öðru leyti. Sem dæmi má
nefna að fólk sem æfir reglulega sefur betur. Enn eru ótalin jákvæð áhrif á
andlega líðan þeirra sem æfa reglulega. Rannsóknir hafa sýnt að þó að
reglubundin þjálfun sé að sjálfsögðu ekki allra meina bót hefur hún jákvæð
áhrif á bæði þunglyndi og kvíða. Sláðu því ekki á frest lengur. Vertu á hreyfingu
og láttu þér líða betur. (Ágústa J.).
Matseðill dagsins
Dagur 8 Morgunverður: Hafragrautur 3 dl = 1 diskur
Strásykur 1/2 msk.
Dreitill 2,5 dl = 1 glas
Hádegisverður: Grænmetisbakki Millistærð (hálfur)
(s.s. grænmeti 150 g; túnfiskur 130 g; núðlur 120 g; ávextir 60 g; egg 60 g; baunir 40 g; kotasæla 30 g) Eplasafi 2,5 dl = 1 glas
Miðdegisverður: Grænmetisbakki Millistærð (hálfur)
Kvöldverður: Lax, soðinn 150 g
Kartöflur, soðnar 4 „eggstórar"
Smjör 1 msk.
Hvítlauksídýfa, létt 1 msk.
Grænmeti 100 g +
Kvöldhressing: Kirsuber
200 g = 30 stk.
Til umhugsunar: Tannskemmdum valda bakteríur í munni sem
vinna að gerjun kolvetna og framleiða þá sýrur sem leysa upp
glerung tannanna. Sífellt nart í kolvetnaríkan mat getur því ýtt
undir tannskemmdir. Þess ber að geta að vatnsdrykkja á milli
mála og sykurlaust tyggigúmmí geta dregið verulega úr sykurmagni
í munni og þar með tannskemmdum. Þær afurðir sem eru hvað
varhugaverðastar þegar tennur eiga í hlut eru þær sem innihalda
kolvetni og festast í tönnum f lengri tíma. Dæmi um slíkan mat
eru þurrkaðir ávextir eins og rúsínur eða sælgæti á borð við karamellur. Þá skal
geta þess að tannsérfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum yfir miklu þambi súrra
drykkja, eins og gosdrykkja og ávaxtasafa, en sýran hefur eyðandi áhrif á
tannglerunginn. Hagstæðustu drykkirnir með tilliti til að draga úr tannglerungs-
eyðingu eru vatn og mjólk.
Þegar á heildina er litið er þó Ijóst að tannheilsa þjóðarinnar hefur skánað mikið
á undanförnum árum og án efa má þakka það auknu eftirliti og markvissari notkun
á flúor og tannvænum „verkfærum" eins og tannburstum og tannþráðum. En
betur má ef duga skal. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnc
FRÍTT f 3 DAGA
HReynnc
Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en tangar til að prófa bjóðum við þér
að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða.
Hringdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Gildir til 1. aprfl 2003