Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
n
Ferðir
Ferðir
-mí.'Ií U!.a;wi
x.
Verðlag á sólarströndum þykir hagstætt á íslenskan
mælikvarða en hitastig þar er talsvert hærra
Vilmundur Kip
Hansen
blaöamaöur
andi, hver á sinn hátt, en flest-
ar ferðaskrifstofur sem selja
ferðir til sólarlanda bjóða upp
á ferðir á sömu eða svipaða
áfangastaði á verði sem einnig
er mjög svipað ef hótelin eru í
sama gæðaflokki.
Þessa dagana eru ferðaskrif-
stofurnar í óðaönn að kynna
landanum hvað þær hafa upp á
að bjóða næstu mánuðina. Eins
og undanfarin ár er mikið um
ferðir á suðrænar slóðir þar
sem fólki gefst tækifæri til að
liggja í sólinni og láta þreytuna
og vetrarhrollinn líða úr
skrokknum.
Allar ferðirnar eru freist-
Krít
Sólþyrstir íslendingar ættu ekki
að missa af tækifæri til þess að
fara til Krítar, stærstu eyjar
Grikklands. Krít er syðsta eyjan í
Evrópu, um 260 km löng og um 60
km breið þar sem hún er breiðust.
Eyjan liggur mitt á milli Evrópu
og Afríku. íbúarnir eru rúmlega
hálf milljón en sú tala margfaldast
á hverju ári vegna fjölda ferða-
manna sem þangað sækja.
Loftslagið er milt og sumrin
löng og veturinn minnir á gott ís-
lenskt vor. Krít er fjallaeyja þar
sem hæsti tindurinn, Psilorítis,
teygir sig upp í 2.456 metra hæð og
á veturna snjóar í fjöllin. Mest
undirlendi er á norðanverðri eyj-
unni og þar eru ræktaðar ólífur og
vínþrúgur en til fjalla stunda
bændur kvikfjárrækt.
Fyrr á öldum var Krít menning-
arlegt stórveldi og er hin svo-
nefnda mínóíska menning kennd
við hana. Ýmsar merkar fornminj-
ar frá þeim tíma hafa verið grafn-
ar upp og er þar helst að nefna
hallimar Knossos og Faistos.
Á Krít er mikið um einfalda
gríska veitingastaði þar sem gaml-
ar hefðir setja svip á matseðilinn.
Ferðamenn ættu ekki að láta djúp-
steiktan smokkfiskinn fram hjá
sér fara og þjóðarrétturinn „dol-
meðes“ er hreinasta lostæti. Eyj-
arskeggjar eru vingjarnlegir þótt
veitingamenn geti stundum verið
óþarflega ýtnir þegar þeir reyna
að lokka ferðamenn inn á mat-
sölustaði.
Þeir sem nenna ekki að eyða frí-
inu á ströndinni geta leigt bíl og
keyrt um eyjuna. Það tekur ekki
nema fimm til sex daga að fara um
hana alla og skoða helstu staðina.
Hægt er að komast til Krítar fyrir
rúmar fimmtíu þúsund krónur.
Portúgal
Það er svo sannarlega hægt að
njóta lífsins í Portúgal þar sem sam-
an fara fjölbreytt afþreying og góðir
gististaðir. Portúgal er aðeins
minna en ísland að flatarmáli en
íbúarnir mun fleiri, eða um ellefu
milljónir. í höfuðborginni, Lissabon,
búa rúmlega tvær milljónir manna.
Portúgalar búa við blómlega menn-
ingu og eiga sér langa sögu sem sigl-
ingaþjóð. Fyrr á tímum sigldu
Portúgalar um allan heim, lögðu
undir sig lönd og stunduðu ábata-
söm viðskipti.
Verðlag í landinu þykir mjög hag-
stætt á íslenskan mælikvarða og
flestar verslanir og veitingahús taka
við krítarkortum. Fyrir þá sem vilja
ekki eyða öllu fríinu á sólarströnd
er upplagt að leigja bil og keyra um
landið. Hitastig í Portúgal er tals-
vert hærra en á íslandi þvi meðal-
hitinn er rúmar tuttugu gráður frá
því í apríl og fram í október.
Það tekur um fjóra tíma að fljúga
frá Keflavík til Portúgals og hægt er
að komast þangað fyrir rúmar fjöru-
tíu þúsund krónur í sumar.
Benidorm
Árlega flykkjast rúmlega 6 millj-
ónir ferðamanna til Benidorm á
austurströnd Spánar. Auðvelt er að
skilja þessa miklu ásókn ferða-
manna til bæjarins því þar er allt
sem ferðamenn þarfnast og girnast.
Miklar vinsældir sínar á
Benidorm án efa að þakka hinni
miklu hvítu og breiðu strandlengju
sem gamli bærinn skiptir í tvennt.
Þá er Benidorm umvafið háum fjöll-
um sem verja bæinn vindum og
veðrum. Þama er eitthvert besta
loftslag að jafnaði á allri Miöjarðar-
hafsströndinni, allt frá Gíbraltar til
Nílar.
Benidorm er jafnan kallað „Litla
Manhattan“ vegna fjölmargra há-
hýsa bæjarins sem í langflestum til-
fellum eru hótelbyggingar. Lóðaverö
er mjög hátt á Benidorm og því hef-
-j-4-
Beint flug meö LTU milli Egilsstaða og Dusseldorf:
SumarleyflO á spotturá
DV-MYND HAFDÍS ERLA BOGADÖTTIR
Frá kynningarfundi
Hannibal Guömundsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Austurlands,
kynnti á dögunum nýjungar sem boöiö er upp á í tengsium við beint flug milli
Egilsstaða og Dusseldorf.
Ferðaskrifstofa Austurlands
kynnti á dögunum þær ferðir sem í
boði eru til hinna ýmsu áfangastaða
sem ferðaskrifstofan hefur milli-
göngu um. En auk þess að vera með
ferðir frá helstu ferðaskrifstofunum
á landinu var boðið upp á beint flug
með þýska flugfélaginu LTU í sam-
vinnu við ferðaskrifstofuna Terra
Nova milli Egilsstaða og Dússeldorf
síðastliðið sumar. Að sögn Hanni-
bals Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Ferðaskrifstofu Austurlands,
fór þaö vel af stað og eru bókanir nú
þegar famar að berast og greinilegt
að fólk kann vel að meta þessa nýju
þjónustu.
„Vissulega býst maður við að það
aukist aö Austfirðingar og fleiri noti
sér flugið og þetta sé komið til að
vera. Við erum með nýjungar frá því
í fýrra og bjóöum upp á ýmislegt í
tengslum við flugið. Má þar nefna
sumarhús í Kempervennen í
Hollandi en þangað.er um klukku-
stundarakstur og bíða rúta og farar-
stjóri eftir fólki á flugvellinum og
koma farþegum okkar á áfangastað,"
segir Hannibal og heldur áfram:
„Það er vissulega mikill spamaður
að getað flogið beint héðan og sparað
þar af leiðandi þann kostnað sem
fylgir því aö koma sér til Keflavíkúr.
Flug fýrir fulloröna til Dússeldorf
kostar 27.500 og 18.400 fyrir böm báð-
ar leiðir. Við höfum gert góða samn-
inga við bílaleigur í tengslum við
flugið, auk leigu á sumarhúsum.
Fleira er boðið upp á. t.d. sérferðir í
Mósel- og Rínardal, auk þess sem við
bjóðum golfferðir sem ættu að koma
skemmtilega á óvart. Einnig bjóðum
við sumarhús í Danmörku og Þýska-
landi," segir Hannibal Guðmunds-
son.
Austurland kynnt í Berlín
Að sögn Jóhönnu Gísladóttur,
framkvæmdastjóra Markaðsstofu
Austurlands, era ferðaþjónustuaöil-
ar á Austurlandi vel í stakk búnir til
að taka á móti ferðamönnum og
hefur mikið átak verið gert í þeim
málum á svæðinu.
„Við erum á leið á stóra kaup-
stefnu ITB í Berlín til að kynna þann
möguleika fyrir ferðamönnum að
stoppa á Austurlandi og kynnast því
sem þar er í boði. Hér er hægt að fá
gistingu í öllum verðflokkum og
fjöldi áhugaverðra safna er í fjórð-
ungnum, auk þess sem náttúrufeg-
urðin er að sjálfsögðu margbrotin og
einstök. Þekktust erum við þó fyrir
þróaðar gönguleiöir og eram með
gönguleiöakort sem ná yfir stærstan
hluta af Austurlandi og era fleiri
væntanleg, meðal annars kort þar sem
verið er að huga að sérstökum göngu-
leiðum í grennd við þéttbýlisstaðina,"
segir Jóhanna og bendir á að í sumar
verði 3 gönguleiðakort komin yfir á
ensku. „Þá eru hestaferðir vinsælar
og einnig má nefna að fúglaskoðun er
afar vinsæl og era fúglaskoðunarstað-
ir aðgengilegir hér. Skipulagðar báta-
ferðir hafa löngum verið afar vinsæl-
ar og þó þar hafi því miður dregist
saman má nefna að t.d. Papeyjarferð-
ir eru nú rótgróið fyrirtæki og hafa
þær ferðir verið viss skrautfjöður í
okkar hatt. Jú, það er vissulega margt
sem svæðið hefur upp á að bjóða og sí-
fellt meira er að bætast við þjónust-
una við feröamenn," segir Jóhanna
Gísladóttir, bjartsýn á sumarið. -heb
íslenski Alpaklúbburinn opnar vef
íslenski Alpaklúbburinn hefur
opnað nýjan og glæsilegan vef,
www.isalp.is. Á forsíðu vefsins er
að finna dagskrá ísalp, fréttir og
tilkynningar, umræður, auk vís-
ana í greinar, en á undirsíðum
fróðleik um allt sem viðkemur
fjallamennsku á íslandi. Flestar
síður eru ríkulega skreyttar
myndum og skipt er um forsíðu-
mynd daglega. Útfærsla vefsins
hefur fengið jákvæða gagnrýni og
þykir vel lúkkuð. Öll vinna við
vefinn er unnin i sjálfboðavinnu.
Helgi Borg Jóhannsson, ritstjóri
vefsíðunnar, segir að á næstu mán-
uðum muni ísalp gera skurk í því
að setja inn á vefinn umfjöllun um
allt sem viðkemur fjallamennsku á
íslandi. „Þama verða greinar um
fjallamennsku, viðtöl, leiðarvísar,
fræðsla um búnað, klæðnað, staði,
öryggi og margt fleira. Upplýsingar
MYND HELGI BORG
Stóll í mynni Skíðadals
Bak viö Stólinn sést í Kerlingu. Klettaraninn sem liggur úr Kerlingu niöur í Kerlingardalinn hefur veriö klifinn aö sum-
af þessu tagi hafa hingað til ekki
verið aðgengilegar fyrir almenning
og það hefur hamlað uppbyggingu
og útbreiðslu fjallamennsku á Is-
landi."
Að sögn Helga er einnig að finna
arlagi. Leiöin sú nefnist Kerlingareldur.
á www.isalp enskar síður með upp-
lýsingum fyrir erlenda fjallamenn.
„Útlendingar horfa hingað í aukn-
um mæli þessi misserin og undan-
farið hafa margir heimsþekktir
fjallamenn leitað til íslands ásamt
ljósmyndurum og sjónvarpsfólki.
Úmfjöllun þeirra hefur verið mjög
jákvæð og í kjölfar þess hefur ísalp
fengið fjölda fyrirspurna frá erlend-
um fjallamönnum sem hyggjast
koma hingað." -Kip
Háhýsin á ströndinni
Benidorm er stundum kölluö „Litla Manhattan “ vegna fjölmargra háhýsa sem
í flestum tilfellum eru hótelbyggingar.
ur verið byggt upp á við. Reyndar
var Benidorm aðeins lítill sjávar-
bær fram til 1920. Þá fóru ferða-
menn frá Madríd og Alcoy að koma
í heimsókn og margir byggðu sum-
arhús við Benidorm. Upp úr 1950 fór
Benidorm að byggjast upp mark-
visst sem ferðamannastaður. Margir
eldri íbúar bæjarins kalla hann
„stóra hvellinn" vegna þeirra ótrú-
legu breytinga og uppbyggingar sem
þar hefur orðiö á síðustu áratugum.
Nú eru tæplega hundrað þúsund
íbúar með fasta búsetu í bænum.
Hægt er að fá ferð til Benidorm
fyrir fjöratíu þúsund krónur.
Mallorca
Eyjan Mallorca í Miðjarðarhafi
tilheyrir Spáni og hefur notið mik-
pla vinsælda sem sumarleyfisstaður
íslendinga um áratugaskeiö. Enn
flykkist fólk þangað og sumir hafa
haldið tryggð við eyjuna árum sam-
an.
Mallorca er falleg lítil eyja eða
eyjaklasi rétt undan Spánarströnd,
að lengd svona eins og frá Horn-
bjargi í Dýrafjörð, sem leynir á sér.
Þrátt fyrir smæðina má endalaust
finna nýja staði til að skoða. Tvær
aðrar eyjar tilheyra eyjaklasanum.
Þær heita Formentera að sunnan og
Menorca að norðan.
Um tíu milljónir ferðamanna
sækja Mallorca heim á ári hverju og
á sumrin lenda flugvélar á flugvell-
inum í Palma á nokkurra mínútna
fresti allan sólarhringinn. Stundum
taka flugvélar sig á loft eða lenda á
hálfrar mínútu fresti með ferða-
menn innanborðs.
Ódýrustu ferðimar til Mallorca
kosta um fjörutíu þúsund krónur.
Tyrkland
Undanfarna áratugi hafa íbúar í
Norður-Evrópu sótt í auknum mæli
á sólarstrendur í Tyrklandi. Ferða-
mönnum til Tyrklands hefur fjölgað
jafnt og þétt og nú taka Tyrkir á
móti rúmlega tíu milljón ferða-
mönnum á ári. Síöustu tvö ár hefur
verið boðið upp á beint leiguflug frá
íslandi til Marmaris í Tyrklandi. ís-
Lelkiö sér á sjónum
Feröamenn geta alltaf fundiö sér
eitthvaö til aö gera, hvort sem þeir
vilja liggja í sólinni, renna sér á sjó-
bretti eöa fara í skemmtisigtingu.
lendingum hefur líkað vel við land
og þjóð og dæmi eru um fólk sem
farið hefur þrisvar sinnum til
Marmaris á tveimur árum.
Hægt er að komast til Tyrklands
fyrir tæpar sextíu þúsund krónur.
-Kip