Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Síða 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV __________________________________________________ Útlönd
BQNUSVIDEO
Norðausturströnd Bandaríkjanna á kafi í snjó:
Samgöngur lögðust nær nifiur
Miklar truflanir uröu á sam-
göngum á norðausturströnd
Bandaríkjanna í gær þegar mikl-
um snjó kyngdi þar niður. Flestir
flugvellir við höfuðborgina Was-
hington og við New York lokuðust
og þúsundir ferðamanna komust
hvorki lönd né strönd.
Lítiö fararsnið virðist vera á
snjóbylnum, sem fjölmiðlar vestra
hafa uppnefnt „skepnuna fyrir
austan", því hann mun áfram gera
íbúum Nýja-Englands lífið leitt
fram eftir degi í dag. Veðurstofan
spáir því að jafnfallinn snjór í
Boston undir kvöld verði hátt í
sextíu sentímetrar.
Snjómokstursmenn unnu hörð-
um höndum að því í gær að
hreinsa götur borga og bæja.
Veðrinu er kennt um að minnsta
kosti tíu dauðsfóll frá Kentucky til
REUTERS-MYND
Einn í heiminum
Víöa á noröausturströnd Bandaríkj-
anna var aöeins hægt að komast
ieiöar sinnar fótgangandi eins og
þessi maöur í Massachusetts.
New Jersey. Tveir létust úr
hjartaslagi þar sem þeir voru að
moka snjó í Maryland og Vestur-
Virginíu. Annar lést og fjórir slös-
uöust þegar þak á húsi í Edison í
New Jersey gaf sig undan snjó-
þyngslunum.
Veðrið olli því að rafmagn fór af
eitt hundrað þúsund heimilum og
fyrirtækjum í Ohio og Kentucky.
Ríkisstjórinn í Kentucky lýsti yfir
neyðarástandi í ríkinu og sama
var uppi á teningnum í þremur
sýslum í sunnanverðu Ohio.
í Miðgarði í New York var jafn-
fallinn snjór orðinn fimmtíu sentí-
metrar undir kvöld í gær og að
sögn veðurstofunnar hefur sjaldan
snjóað meira þar í borg.
Mikill skafrenningur var víða á
norðausturströndinni og skaflar
urðu meira en metri á dýpt.
Deiluaðilar í Venesúela
fordæma ofbeUð
í tilkynningu frá Samtökum Am-
eríkuríkja, OAS, segir að stjóm og
stjórnarandstaða í Venesúela hafi í
gær náð samkomulagi um að for-
dæma ofbeldið í landinu og lægja
öldumar í langvarandi deilum sem
leitt hafa til stöðvunar allrar olíu-
vinnslu og þar af leiðandi haft al-
varlegar afleiðingar fyrir efnahag
landsins.
Cesar Gaviria, aðalframkvæmda-
stjóri OAS, sagði í morgun aö
deiluaðilar myndu í dag undirrita
sameiginlega yfirlýsingu í viðleitni
sinni til að koma á friði og tryggja
lýðræðið í landinu. Talsmaður
stjórnarandstöðunnar sagði að
deilumar væru þó ekki úr sögunni.
ÞARFASTI
ÞJÓNNINN!
REUTERSMYND
Borgarstjórinn bíóur eftir lest
Ken Livingstone lítur á klukkuna þar sem hann bíður eftir jarölest á Green Park-stööinni á leiö sinni tii vinnu á fyrsta
degi nýs umferöarstjórnunarkerfis þar sem ökumenn þurfa aö greiöa fimm sterlingspund fyrir aö keyra inn í miðborg-
ina. Ætlunin meö því er aö reyna aö draga úr umferöaröngþveitinu sem þar er daglegt brauö.
Ákærðir stríðsglæpa-
menn teknir I Kosovo
Liðsmenn úr herdeildum
NATO hafa handtekið þrjá fyrr-
um albanska skæruliða frá
Kosovo sem stríðsglæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna hefur ákært
fyrir stríðsglæpi gegn bæði
serbneskum og albönskum
óbreyttum borgurum.
Þetta er í fyrsta sinn sem fyrr-
um liðsmenn Frelsishers Kosovo
hafa verið hnepptir í varðhald
vegna ákæra frá stríðsglæpadóm-
stólnum. Stjórnvöld í Belgrad
hafa ítrekað gagnrýnt dómstólinn
fyrir að birta aðeins ákærur gegn
Serbum fyrir voðaverk framin í
átökunum í Kosovo 1998 til 1999.
„Aðgerðirnar nú eru mikilvægt
nýtt skref í viðleitni NATO til að
handsama menn ákærða fyrir
striðsglæpi," sagði Robertson,
framkvæmdastjóri NATO.
REUTERSMYND
Eldur í jarölest
Suöur-kóreskir björgunarsveitamenn
flytja fórnarlamb burt af slysstaö.
Þrjátíu og tveir létust í
eldsvoða í jarðlest
Þrjátíu og tveir menn týndu
lífi, 130 slösuðust og tuga manna
var enn saknað eftir íkveikju í
jarðlest í Taegu, þriðju stærstu
borg Suður-Kóreu, í morgun.
Slökkviliðsmenn voru enn við
jarðlestarstöðina rúmum fimm
stundum eftir að eldurinn braust
út. Dökkur reykur streymdi út
um loftræstiventla stöðvarinnar.
„Karlmaður á fimmtugsaldri,
klæddur íþróttabúningi, kveikti í
mjólkurflösku úr plasti sem í var
eldfimur vökvi og henti henni
inn í lestina," hafði Yonhap-
fréttastofan eftir sjónarvotti.
Lögreglan sagði að karlmaður
grunaður um verkið hefði fengið
aðhlynningu á sjúkrahúsi.
„Irakar verða afvopnaðir hvort sem
það verður gert með friðsamlegum
hætti eða vopnavaldi," sagði Blair.
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, sagðist hafa komið til móts við
óskir annarra þjóða með því að sam-
þykkja orðalag um hugsanlegar hern-
aðaraðgerðir en ítrekaði að Þjóðverjar
myndu ekki taka þátt í að beita
vopnavaldi. „í staðinn fengum við því
framgengt að setningin „Timinn er að
renna út“ var felld út úr lokayfirlýs-
ingunni," sagði Schröder.
Chirac Frakklandsforseti sagði eftir
fundinn að svo virtist sem þessi
smáágreiningur væri nú úr sögunni
en ítrekaði að Frakkar væru enn á
móti nýrri ályktun í Öryggisráðinu
sem leyfði hernaðaraðgerðir.
Á meðan fundurinn stóð sem hæst
bárust fréttir frá írak um að könnun-
arflugvélar hefðu í fyrsta skipti verið
notaðar við vopnaeftirlitið og voru
þær á flugi í fjórar klukkustundir.
- en ítreka aö hernaðaraögeröir gegn írökum veröi allra síöasti kostur
„írakar geta ekki gert sér neinar
grillur. Þeir verða að afvopnast hvað
sem það kostar og sýna fullan sam-
starfsvilja. Vopnaeftirlitið getur ekki
haldið áfram nema með fullu sam-
starfí íraka og þeir einir eru ábyrgir
fyrir afleiðingunum haldi þeir áfram
að hundsa vilja alþjóðasamfélagsins,"
segir í yfirlýsingu leiðtoga Evrópu-
sambandsþjóðanna sem hittust á
neyðarfundi um íraksdeiluna í Brúss-
el í gær.
Leiötogamir fimmtán lýstu einnig
yfir stuðningi við baráttu Bandaríkja-
manna um afvopnun íraka, en árétt-
uðu þó að hemaðaraðgerðir yrðu síð-
asti kostur.
„Við erum skuldbundnir til þess að
vinna náið með bandamönnum okkar,
sérstaklega með Bandaríkjunum í
baráttu þeirra við að afvopna íraka og
koma á friði og stöðugleika á svæð-
inu,“ segir i yfirlýsingunni.
Á orðalaginu er augljóst að báðar
Jacques Chirac Frakklandsforseti
fylkingar hafa orðið að gefa eftir til
þess að ná sáttum um lokayfirlýsing-
una sem var bandalaginu nauðsynleg
til að koma í veg fyrir alvarlegan
klofning á við það-sem gerðist innan
Atlantshafsbandalagsins.
í yfirlýsingunni er til dæmis ekkert
minnst á þann tíma sem írakar fá til
segir ágreininginn úr sögunni.
afvopnunar en Bretar hafa lagt sér-
staka áherslu á að hann sé á enda
runninn.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði þó eftir fundinn að yfir-
lýsingin sendi írökum skýr skilaboð
um að þeir fengju ekki annað tæki-
færi til friðsamlegrar afvopnunar.
Leiötogar Evrópusambandslandanna
lýsa yflr stuöningi við Bandaríkin