Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
27
Tilvera'
Sam bíóin/Háskólabíó - Two Weeks Notice ★★
Hilmar
Karlsson
Haltu mér, slepptu mér
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
lífiö
Hundshjartað hjá MR
Herranótt sýnir „Hundshjartað"
eftir Mikhail Búlgakov í leikgerð og
þýðingu Ólafs Egils Egilssonar í
Tjamarbíói í kvöld. Sýningin hefst
kl. 20.
Hlaupvidd sex
Það er leiklestur á leikriti Sigurð-
ar Pálssonar, Hlaupvídd sex, í Smiðj-
unni, leikhúsi Listaháskólans að
Sölvhólsgötu 13. Hlaupvídd sex er
annað leikritið sem Sigurður skrifaði
fyrir Nemendaleikhúsið, frumsýnt
1977 í leikstjóm Þórhildar Þorleifs-
dóttur. Þar segir frá vinkvennahópi í
Reykjavík á stríðsárunum, ástandinu
og tvískinnungi samfélagsins. Flytj-
endur em nemendur 2. bekkjar leik-
listardeildar LHÍ ásamt gestum. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
Morguntíð á Selfossi
Morguntíð er sungin í Selfoss-
kirkju kl. 10. Kaffisopi að henni lok-
inni.
Borg minninganna
Sigríður Björk Jónsdóttir, sagn-
og listfræðingur, heldur fyrirlestur í
hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags
íslands sem haldin er í samstarfi við
Borgarfræðasetur. Erindið nefnist
„Borg minninganna". Fundurinn fer
fram í Norræna húsinu og stendur
frá kl. 12.05 til 13.00. Hann er opinn
öllu áhugafólki um sögu og skipu-
lagsmál. í fyrirlestrinum verður m.a.
fjallaö um hugmyndir ítalska arki-
tektsins Aldo Rossi um hið „sögu-
lega“ form og það hvemig fortíð og
sameiginlegar minningar og reynsla
íbúa móta borgina og framtíð henn-
ar. Sigríður Björk Jónsdóttir er með
BA-próf i sagnfræði með mannfræði
sem aukagrein frá HÍ, MA-gráðu í
History and Theory of Architecure
and Design frá University of Essex í
Englandi og stundar nú MBA-nám
við HR.
Tilnefningar til gullnu rifsberjaverölaunanna tilkynntar:
Hörð barátta Jenni-
ler Lopez og Madonnu
Degi áður en tilnefningar til ósk-
arsverðlaunanna eru kunngjörðar
em tilnefningar til gullnu rifsberja-
verðlaunanna einnig tilkynntar,
enda fer sú hátíð fram daginn fyrir
afhendingu óskarsverðlaunanna. Það
þykir þó heldur vafasamur heiður að
vera sæmdur gullna rifsberinu því
þar em verstu leikarar og kvik-
myndagerðarfólk ársins á undan val-
in.
í ár stendur baráttan hvað harðast
milli Jennifer Lopez og Madonnu en
þær Britney Spears, Winona Ryder
og Angelina Jolie em ásamt þeim til-
nefhdar sem versta leikkona ársins.
í flokki verstu mynda ársins er hin
mjög svo dýra The Adventures of
Pluto Nash með Eddie Murphy í að-
alhlutverki en hún var afar illa sótt
af kvikmyndagestum og varð því
mikið tap af henni. Auk hennar em
Swept Away með Madonnu, Cross-
roads 'með Britney og endurgerð
ítalska leikstjórans Robertos Begnini
á sögunni um Gosa. Að siðustu er til-
nefnd Star Wars 2: Attack of the
Clones, mynd sem allir höfðu löngu
gleymt þegar þeir sáu Hringadrótt-
inssögu um jólin.
Tilnefndir sem verstu karlleikarar
em þeir Murphy, Begnini, Adriano
Giannini (Swept Away), Steven
Seagal (Half Past Dead), Freddie
Prinze yngri (Scooby Doo),
Christopher Walken (The Country
Bears) og Robin Williams (Death to
Smoochy).
Versta leikkonan?
Jennifer Lopez er ein þeirra sem til-
nefndar eru sem versta ieikkonan.
Verðlaun em einnig veitt fyrir leik
í aukahlutverki sem og versta parið.
Vakti það helst athygli að Madonna
var tilnefhd í báðum flokkum, fyrir
Bond-myndina Die Another Day og
sem versta parið með Giannini í
Swept Away.
Bíomynd Bnitney verst allra
Söngkonunni Britney
Spears hefur hlotnast sá
vafasami heiður að hafa
leikið í verstu kvik-
mynd síðasta árs. Mynd-
in heitir Krossgötur og
var framkoma söngkon-
unnar þar frumraun
hennar á þessum vett-
vangi.
En myndin var ekki bara kjörin
versta myndin einu sinni, heldur
tvisvar sinnum. „Hlust-
endur okkar töldu að
Krossgötur væru versta
mynd sem þeir höfðu
nokkru sinni séð,“ sagði
plötusnúðurinn Daryl
Demham hjá Virgin út-
varpsstöðinni í samtali
við sjónvarpsstöðina
Sky, en Virgin stóð fyr-
ir annarri atkvæða-
greiðslunni.
mmBSBB
I hvaöa fötum á ég aö vera?
Lögfræöingurinn Lucy Kelson (Sandra Bullock) þarfaö
sinna ýmsum störfum fyrir milljónamæringinn George
Wade (Hugh Grant).
Það vita allir sem eitthvað hafa
fylgst með ferli Hughs Grants og
Söndru Bullock að þegar þeim
tekst vel upp í rómantískum gam-
anleik þá geislar af þeim. Það þarf
því engan að undra að loks skuli
hafa tekist að fá þau saman í
kvikmynd. Og eins og við er að
búast þá stendur eða fellur Two
Weeks Notice með frammistöðu
þeirra. Og þau standa undir vænt-
ingum og ná sér vel á strik, sér-
staklega Grant sem verður að telj-
ast betri aðilinn í þetta skiptið.
Grant og BuUock ná samt ekki að
gera söguna áhugaverða þannig
að skemmtanagildi myndarinnar
byggist að mestu á góðum samleik
þeirra og sem slík er Two Weeks
Notice peninganna virði.
Upphaf myndarinnar þar sem
farið er á hraðferð um kynni lög-
fræðingsins Lucy Kelson (Bull-
ock) og mUljónamæringsins og
byggingaverktakans George Wa-
des (Grant) er vel heppnað sjónar-
spil og gefur fyrirheit um
skemmtilega sögu sem því miður
koðnar smátt og smátt niður í
meðalmennskuna.
Eftir að Wade er búinn að ráða
Kelson sem helsta ráðgjafa sinn,
gegn því að hætta við að rífa fé-
lagsmiðstöð, er farið marga mán-
uði fram í tímann. Kelson er að
fara á taugum í vinnunni enda
nær vinnusvið hennar langt út
fyrir lögfræðina þegar Wade á í
hlut. Má segja að þau séu eins og
hjón þar sen tilhugalífið er á
enda. Er oft skondið aö fylgjast
með því hvað þau gerþekkja hvort
annað. Það kemur að því að Kel-
son fær nóg og segir upp. Eftir að
Wade hefur reynt ýmis brögö til
að halda henni veitir hann Kelson
tveggja vikna uppsagnarfrest og á
þessum tveimur vikum á hún að
finna starfsmann fyrir sig. Þá
kemur í ljós að Kelson er ekkert
tilbúin að hætta,
alla vega bregst
hún hið versta við
þegar ung og hæfi-
leikarík stúlka
stúlka sækir um
starf hennar ...
Gæöi Two
Weeks Notice, ef
frá er talinn leik-
ur þeirra Grants
og Bullock, liggur
í einstökum atrið-
um sem mörg
hver eru bráð-
fyndin. Til að
mynda þegar Kel-
son verður brátt í
brók í miðri bUa-
þvögu og þau
þurfa að leita að-
stoðar hjá fjöl-
skyldu sem er í húsbíl. Þá er
einnig fyndið atriði þegar Kelson
ætlar að reyna að láta Wade reka
sig. Þessum skemmtilegu atriðum
sem og fleiri í sama stíl tekst ekki
að halda myndinni á floti þegar
hefðin nær yfirtökunum og í lok-
in stefnir myndin í væmiö atriði
sem allir gátu séð fyrir.
Leikstjóri og handritshófundur: Marc
Lawrence. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs.
Tónlist: John Powell. Aöalleikarar: Hugh Grant,
Sandra Bullock, Alicia Witt, Robert Klein, Dana
Ivey og David Haig.
Teíknimyndahetja vinsælust
Fyrsta „stórmynd" ársins,
Daredevil, var frumsýnd í Banda-
ríkjunum fyrir helgi og var milljón-
um dollara eytt í markaðssetningu
og auglýsingar og myndin sett til
sýningar í rúmlega 3400 sýningar-
sali. Hvort rúmar 47 milljónir doll-
ara sé það sem aðstandendur bjugg-
ust við að kæmi í kassann eftir
langa helgi er ekki vitað en þessi
upphæð er ekki jafn mikil og Harry
Potter og Hringadróttinssaga tóku
inn fyrstu helgina. Daredevil er ætl-
að að fylgja eftir vinsældum Spider
Man en ljóst er strax eftir fyrstu
helgina að hún nær því ekki.
Daredevil er byggð á teiknimynda-
hetjunni Matt Murdock sem er lög-
fræðingur á daginn en svalur töffari
á nóttunni. Hann er sonur hnefa-
leikakappa sem var drepinn þegar
hann neitaði að tapa viljandi.
Murdock hefur því hina megn-
ustu óbeit á glæpamönnum og
notar styrk sem hann hefur fram
Daredevil
Ben Afleck leikur hetjuna Matt Mur-
dock.
yfir aðra í baráttunni gegn þeim.
Teiknimyndin The Jungle Book 2
var einnig frumsýnd fyrir helgi og
fékk dágóða aðsókn þó ekki dygði
það nema í fjórða sætiö. How To
Lose a Guy in 10 Days og Chicago
héldu sínu og má búast við að
Chicago haldi áfram að fá góða að-
sókn óskarsverðlaunahátíðina. -HK
I 11" II 11 IPI1II11 I 1 i —_____________________________________________________________
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI
SÆTl VIKA TIT1LL HELGIN: ALLS: BÍÓSALA
O _ Daredevil 47.300 47.300 3471
o 1 How To Lose a Guy in 10 Days 21.000 49.706 2923
© 3 Chicago 15.500 83.600 2268
o _ The Jungle Book 2 15.110 15.110 2808
o 2 Shanghai Knights 12.800 35.951 2755
o 4 The Recruit 7.555 39.683 2336
o 5 Final Destination 2 6.400 36.295 2238
o 7 Kangaroo Jack 5.600 59.000 2535
o 6 Deliver Us From Eva 4.460 12.326 1139
© 13 The Hours 3.850 26.523 1003
0 10 Lord of the Rings: Two Towers 3.760 325.610 1422
0 11 About Schmidt 3.575 53.115 1208
© 12 Catch Me If You Can 2.700 159.500 1135
© 8 Biker Boyz 2.650 19.500 1330
© 19 Gangs of New York 2.479 72.834 1503
© 9 Darkness Falls 2.350 29.871 1539
© 18 The Pianist 1.617 11.127 557
© _ The Quiet American 1.547 3.039 157
© 20 Adaptation 1.350 18.600 672
© 14 Just Married 925 53.970 621
Vinsælustu myndbondin
Svefnleysi í fllaska
Tvær nýjar myndir
koma sterkar inn á
myndbandalistann
þessa vikuna. Hin
ágæta sakamálamynd
Insomnia nær efsta
sætinu og kafbáta-
myndin K-19: The
Widowmaker, sem
skartar meðal annars
Ingvari Sigurðssyni,
fer í þriðja sætið.
Insomnia skartar
þremur óskarsverð-
launahöfum, A1
Pacino, Robin Willi- _______________
ams og Hilary Swank. ieysi. Fær hann aðstoð hjá
Myndin er óvenjuleg sakamála- þorpslöggunni Ellie Burr (Hilary
mynd meö flókinni fléttu. Lög- Swank). -HK
reglumaðurinn Will
Dormer (A1 Pacino)
er sendur frá Los
Angeles til Alaska til
að leysa dularfullt
morðmál. Með hon-
um í ferðinni er Hap
(Martin Donovan) og
saman eiga þeir að
leysa morðmál þar
sem sautján ára
stúlka hefur verið
myrt. Fljótlega
gruna þeir rithöf-
undinn Walter
Finch (Robin Willi-
ams) um morðið. í
umsátri í mikilli
þoku gerist það að
Hap er skotinn til
bana, óvíst er hver
hleypti skotinu af.
Dormer tekur á sig
ábyrgðina og hefur
það áhrif á rannsókn
hans, auk þess sem
hann þjáist af svefn-
VIKAN 10. _ 16. FEBRÚAR
SÆTl FYRRI VIKA TTTILL (DREIRNGARAÐIL!) VIKUR ÁUSTA
O _ Insomnia (sam myndbönd) 1
Q 1 The Sum of All Fears <sam myndbönd) 4
© _ K-19: The Wldowmaker imyndformi 1
O 9 Serving Sara (sam myndbönd) 2
o 2 The Sweetest Thing iskífan) 4
o 4 Orange County isam myndbónd; 3
o 3 Van Wilder (myndformj 5
o 7 Unfaithful (skífan) 6
o 5 Bad Company (sam myndbönd) 9
© 6 Eight Legged Freaks (sam myndböndj 3
© 8 Murder By Numbers (sam myndbönd) 9
© 10 Bend It Like Beckham (góðar stundir) 10
© 13 Joe Somebody (skífan) 3
© 12 The New Guy iskífan) 9
© © 14 Black Knight iskífan) 10
19 Importance of Being Earnest iskífani 2
© 15 My Big Fat Greek Wedding (myndformj 19
© n About a Boy <sam myndbönd) 14
© 18 The Royal Tenenbaums isam myndbóndj 11
© _ Mr. Bones (sam myndbönd) 1