Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Kröfur í þrotabú Fréttablaðsins rúmar 432 milljónir króna, þar af laun 102 milljónir:
Kröfur tengdar eigendum
blaösins nærri 96 milljónir
Á framhaldsskiptafundi í þrotabúi
Fréttablaösins ehf., sem haldinn var í
gær, kom fram að kröfur eigendanna
sjálfra, Eyjólfs Sveinssonar og Sveins
R. Eyjólfssonar, og félaga tengdra
þeim og rekstrinum hljóða upp á
samtals 95.907.707 krónur. Þá er Toli-
stjórinn í Reykjavík með kröfu upp á
66.868.228 krónur vegna vangreiddra
opinberra gjalda. Heildarkröfur í
búið eru alls 432 milljónir, 431 þús-
und, 118 krónur og 22 aurar. Þar af
nema forgangskröfur 101.940.349
krónum. Almennar kröfur eru því
332.740.113 krónur.
Meðal athyglisverðra krafna
sjálfra eigendanna í þrotabúið og
tengdra félaga er m.a. krafa frá Fjár-
festingarfélaginu Látrabjargi upp á
61.655.653 krónur og sex kröfur frá
Eignarhaldsfélaginu Gimli ehf., sam-
tals að upphæð 14.560.539 krónur. Þá
er ísafoldarprentsmiðja ehf., sem
prentaði blaðið, með kröfu upp á
5.098.564 krónur. Þess má geta að ísa-
foldarprentsmiðja var einnig í eigu
sömu aðila í gegnum Frjálsa fjölmiðl-
un hf. en prentsmiðjan varð gjald-
þrota skömmu fyrir gjaldþrot Frétta-
blaðsins og Frjáls fjölmiðlun var lýst
gjaldþrota í haust.
Einnig er stór veðkrafa í bú Frétta-
blaðsins frá pappírsframleiðandan-
um Norske Skog upp á 25.221.656
krónur.
Útgáfufélag DV ehf. er með tvær
kröfur í búið upp á 4.469.754 og
17.123.065 krónur, m.a. vegna van-
greiddra höfundarréttargreiðslna.
Forgangskröfur
vegna ógreiddra
launa starfs-
manna þeirra, þ.e.
blaðamanna og
fleiri, eru einnig
mjög háar eða
nærri 65 milljónir
króna. Þar af eru
kröfur frá tveim
fyrrverandi rit-
stjórum blaðsins,
Jónasi Kristjánssyni upp á 9.392.140
krónur og frá Einari Karli Haralds-
syni upp á 1.023.165 krónur. Hæsta
krafa óbreytts blaðamanns nemur
rúmum 2,6 milljónum króna. Ofan á
það koma kröfur vegna lifeyrissjóðs-
gjalda og annarra
launatengdra
gjalda og nema
þessar kröfur því
samtals tæpum
102 milljónum
króna eins og
áður segir.
Fram kemur í
drögum að endur-
riti úr skiptabók
að Fréttablaðið
ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 22.
nóvember 2002 en kröfulýsingarfrest-
ur rann út 6. febrúar 2003.
Engar eignir fundust í búinu þegar
félagið var úrskurðað gjaldþrota.
Rekstur Fréttablaðsins, nafn, að-
staða, vélar og tæki sem til þurfti við
útgáfuna var hins vegar seldur Ragn-
ari Tómassyni og Gunnari Smára Eg-
ilssyni í umboði óstofnaðs hlutafélags
samkvæmt kaupsamningi sem dag-
settur var 25. júní 2002. í framhaldinu
var stofnað hlutafélagið Frétt ehf.
sem hóf útgáfu blaðsins að nýju.
Kaupverðið var samkvæmt 3.
grein samningsins 15 milljónir króna
sem skyldu greiðast með því að
greiða laun blaðbera Fréttablaðsins
að sömu upphæð. Mismunur, ef ein-
hver yrði, skyldi ganga til seljenda.
„Hann virðist enginn hafa orðið,“
eins og segir í fundargerð Sigurðar
Gizurarsonar skiptastjóra.
Þá vekur einnig athygli að
Ábyrgðasjóður launa, sem kemur til
með að standa straum af stórum
hluta af kaupgreiðslum starfsmanna
Fréttablaðsins, er líka með forgangs-
kröfu í búið upp á 11.089.296 krónur.
Ábyrgð sjóðsins gagnvart launum
starfsmanna gjaldþrota fyrirtækja
tekur til krafna í bú vinnuveitanda
sem viðurkenndar hafa verið sem
forgangskröfur samkvæmt gjald-
þrotaskiptalögum. Það eru m.a. kröf-
ur launþega um vinnulaun fyrir síö-
ustu þrjá starfsmánuði hans hjá
vinnuveitanda, launatengd gjöld, or-
lof og vangoldin lífeyrissjóðsiðgjöld.
Þess ber þó að geta að eigendur og
helstu stjórnendur fyrirtækja fá ekki
greidd laun úr Ábyrgðasjóði. Á síð-
asta ári greiddi sjóðurinn um 600
milljónir króna í laun starfsmanna
gjaldþrota fyrirtækja. -HKr.
Eyjólfur
Sveinsson.
Gunnar Smári
Egilsson.
Stórmót Hróksins 2003
9. umferð
Onuggun sigur Shinovs
Alexei Shirov sigraði nokkuð ör-
ugglega á Hróksmótinu og átti sigur-
inn fyllilega skilinn eftir frábæra
taflmennsku. Eigi er allt fagurt, en
frammistaða íslendinganna olli tölu-
verðum vonbrigðum.
l.Sokolov, sem tefldi hreina úr-
slitaskák við Shirov, gerði sér grein
fyrir því að hann yrði að tefla upp á
vinning - sérstaklega þar sem staða
hans var orðin nokkuð „passív" - og
þá fómaði hann tveimur peðum en
allt kom fyrir ekki, tap varð ekki um-
flúið.
2. Kortsnoj vann góðan sigur á
Bacrot sem virtist ekki skflja dýpstu
leyndardóma stöðu sinnar í hol-
lensku vöminni og tapaði ákaflega
sannfærandi. Það er gaman að sjá
rúmlega sjötugan öldung svona fram-
arlega og slá við ungmennum sem
ekki ná aldri hans samanlegt!
3. Adams, sem varð fyrir neðan
Hannes Hlifar á heimsmeistaramóti
sveina 1987 og tapaði síðustu skák
þeirra á milli, vann Hannes nú eftir
mikinn baming.
4. Stefán Kristjánsson tapaði fyrir
jafnaldra sínum Luke McShane í
mikflli baráttuskák og eftir miklar
flækjur.
5. Eina jafhteflið gerðu Helgi Áss
og Macieja og var það eftir miklar
flækjur. Helgi Áss sýndi mikla út-
sjónarsemi með peði undir í
hróksendatafli og það var Macieja
sem í raun varð að berjast fyrir jafn-
teflinu.
Lokastaðan: l.Shirov 7 v. 2.-3.
Kortsnoj og Macieja 6 v. 4. Sokolov
og McShane 5,5 v. 6. Adams 5 v. 7.
Bacrot 3ffl. 8. Hannes 3 v. 9. Helgi Áss
2,5 v. 10. Stefán 1 v.
Hvítt: Viktor Kortsnoj (2642)
Svart: Etienne Bacrot(GM) (2671)
Drottningarpeðsbyrjun. Hróks-
mótið Kjarvalsstöðum. (9), 27.2. 2003
1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. d4 d5 4. Dc2
dxc4 5. Dxc4 Bf5 6. g3 e6 7. Bg2
Rbd7 8. Rc3 Be7 9. Db3 Db6 10.
Rd2 Bg6 Næsti leikur vakti athygli
mína og Ingvars Ásmundssonar.
Hvítur þvingar svart tfl að gefa sér
tvípeð á b-línunni sem oftast þykir
ekki gott! 11. Rc4 Dxb3 12. axb3
Rd513.0-0 f5 En blessað bamið skil-
ur ekki stöðuna! 14. Ra5! 0-0-0 15.
Bxd5! exd5 16. Bf4 Rb8 17. Hfcl
Bd6.
Hér ragl-
ar Kortsnoj
drenginn al-
varlega í
ríminu því
staðan er
u.þ.b. í jafn-
vægi. En
óvenjuleg
er hún! 18. Rxd5 Bxf4 19. Rxf4
Hxd4 20. Rc4 Bf7? Eftir 20. -Ra6
stendur hvítur aðeins betur. En von-
in um að loka hrók hvíts inni er
sterk. 21. Hxa7! Bxc4? Og þetta var
nú óþarfi, 21. Hhd8 var skynsamari
leikur. 22. Hxc4 Hdl+ 23. Kg2 He8
24. Hc2 Kc7 25. Ha5 g6 26. Rd5+!
Kc8 27. Re3 Hd4 28. Ha4 Hed8 29.
Hxd4 Hxd4 30. Rc4 Hdl 31. Hd2
Hbl 32. b4 b5 Það er erfitt að bíða og
þessi leikur verður svörtum að falli,
betra var 32. Hal eða 32. Kc7 með
vamarmöguleikum. 33. Re5 Kc7 34.
h4 Kb6 35. Kf3 Ra6 36. Rd7+ Kc7
37. Rf8 Rxb4 38. Rxh7 Rd5
Næsti
leikur sýnir
vel vonleysi
svörtu stöð-
unnar. Gott
hjá þeim
gamla.39.
Rf8 Rb6 40.
Rxg6 Rc4
41. Hc2 Rxb2 42. Re5 b4 43. Hxc6+
Kb7 44. h5 1-0
4#X A A . k X A
A jL
Éí A ■ ■ &
M. A ‘fe
A A 4 A
S % ». &
4?
A
A 4 A
£
A
& A
A Sá&
A
FuIIup viljl páöheppa
að leysa mál Baldurs
- Fangelsismálastofnun ekki á sama máli
Mál Baldurs Rúnarssonar,
fangavarðar á Litla-Hrauni, sem
krafinn var um tveggja mánaða
laun aftur í tímann meðan hann
sinnti konu sinni, sem var í lífs-
hættu, og þremur börnum þeirra,
er enn óleyst. Samkvæmt upplýs-
ingum DV er Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra ósátt við að
Fangelsismálastofnun hafi yfir-
höfuð krafið Baldur um laun aft-
ur í tímann enda hafi hann sýnt
fram á með vottorðum lækna að
hann var óvinnufær. Ráðherra
beindi tilmælum til forstjóra
Fangelsismálastofnunar fyrr í
mánuðinum um að mál Baldurs
yrði leiðrétt.
Þegar Sólveig sneri nýlega til
baka erlendis frá var ekki búið að
leiðrétta launamál fangavarðar-
ins. Endurtók hún þá tilmælin til
forstjóra Fangelsismálastofnunar.
Á miðvikudag gerði fram-
kvæmdastjóri Litla-Hrauns fanga-
verðinum munnlegt tilboð en
neitaði að senda honum það skrif-
lega. Var tilboðið á þá leið að
fangavörðurinn afsalaði sér með
öllu tveggja vikna vetrarorlofi
sínu. Einnig myndi hann ekki
nýta sér rétt út yfirstandandi ár
til að vera heima ef börnin hans
veiktust. Féllist hann á þetta yrði
hann ekki endurkrafmn um laun
á því tímabili sem hann hefði
sýnt fram á að hann var óvinnu-
fær.
Samkvæmt heimildum DV er
ekki vilji til að ganga að þessu til-
boði enda hafi dómsmálaráðherra
lýst þeirri skoðun sinni, nú sem
fyrr, við formann fangavarðafé-
lagsins að Baldur haldi launum
sínum. Hann hafi einfaldlega ver-
Baldur og Qölskylda
Baldur Rúnarsson sagöi sögu sína
og konu sinnar í siöasta helgarblaöi
DV. Launamál hans hjá
Fangelsismálastofnun er óleyst.
ið óvinnufær í desember og janú-
ar þegar eiginkonu hans var vart
hugaö líf eftir slys í Hólmsá, auk
þess sem hann annaðist börnin
þrjú sem einnig lentu í slysinu.
Málið er því óleyst.
Fangaverðir á Litla-Hrauni
samþykktu ályktun nýlega þar
sem þeim tilmælum var beint til
dómsmálaráðherra að hlutast til
um að starrfsmannamál þeirra
verði tekin til endurskoðunar og
yfirstjórn fangelsisins sýni þeim
meiri mannúð. -Ótt
DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
Hrota
Mikill afli barst á land í fyrradag í
Grindavík en ekki eru jólin alla daga
hjá sjómönnum, þaö gefur misvel.
Aflahpota
á línu við Grindaufk
Talsverð aflahrota var í Grinda-
vík í fyrradag og voru dæmi þess
að bátar lentu í vandræðum.
Voru menn að fá mjög góðan afla
á línuna og fékk m.a. einn bátur,
Gísli Einars GK, rúm 10 tonn á 24
bjóð og nokkrir aðrir fengu 6-8
tonn. Þá lenti Hælsvík GK bein-
línis í vandræðum vegna mikils
afla en komst þó til hafnar við ill-
an leik. Tíðarfarið hefur verið af-
leitt undanfarinn mánuð og
minni bátar aðeins komist í örfáa
róðra og þó að gott sé að fá góðan
afla þegar gefur blóta menn því í
sand og ösku að hætti sjómanna
að geta ekki róið oftar. -ÞGK
Keikó slasaöist í ísnum
Keikó varð fyrir slysi á Skála-
víkurfirði í Norður-Mæri í Noregi
í síðustu viku. Hann synti undir
lagnaðarís, fann hvergi op á ísn-
um og villtist. Tilraunir hans til
að komast gegnum isinn upp á yf-
irborðið urðu aðeins til að særa
dýrið sem var blóðugt og skrámað
á löngum kafla á hryggnum eftir
þetta ævintýri þegar gæslufólkið,
Colin Baird og Þorbjörg Kristjáns-
dóttir fundu hvalinn aftur, gátu
staðsett hann eftir tækjum sem
komið er fyrir á hvalnum. Þau
gera lítið úr sárunum sem vissu-
lega séu ljót. „Skrámur á skinni
eru ekki hættulegar háhyming-
um,“ sagði Colin Baird líffræðing-
ur.
Bæði neita þau að þama hafl
verið hætta á ferðum. Ennfremur
neita þau að reynt hafi verið að
breiða yfir atburðinn. Hvalurinn
er núna utarlega í flóanum, en
Baird segir að þau vilji halda bát-
um og fólki burtu frá hvalnum.
Keiko hefur verið mikið á ferð-
inni undanfarið og meðal annars
lagt leið sína í nokkur skipti að
laxeldisstöðvum sem eru þama í
grendinni enda þykir honum feit-
ur eldislax mikið hnossgæti að
sögn norskra blaða.
Eins og fram hefur komið er
beðið eftir að síldartorfúr sæki
upp í landgrunnið. Talið er að há-
hyrningar fylgi torfunum, og reynt
verður að koma Keikó í tæri við
meöbræður sína ef hægt er. Colin
Baird segir í Tidens Krav að í
raun hafi menn ekki miklar vís-
indalegar upplýsingar um háhyrn-
inga og síld á Norður-mæri. -JBP
Tvíbreiö brú
á Hnausakvísl
Einbreiðum brúm á hringveg-
inum fækkar hægt og hljótt en
betur má ef duga skal því enn er
fjöldi þeirra talinn í nokkrum
tugum. Yfir Hnausakvísl í Vatns-
dal í Húnavatnssýslu, skammt frá
Sveinsstöðum, er unnið við að
byggja tvíbreiða brú sem væntan-
lega verður tilbúin fyrir sumarið.
Þrátt fyrir að akstur að brúnni sé
nokkuð beinn og vel sjáist á brú-
arsporða hafa orðið umferðaró-
höpp þarna. Þeim mun þá fækka
og vonandi hverfa alveg. -GG