Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003
Fréttir ÐV
DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL
Lokað
Tveimur gæsluleikvöllum veröur lokaö í dag, annars vegar í Ljósheimum, þar sem þessi mynd var tekin í gær, og hins
vegar vellinum í Fannafold.
Öllum starfsmönn-
um verði sagt upp
- á gæsluvöllum Reykjavíkur - lokað á tveimur stöðum í dag
Meiri tíma í vopnaeftirlit:
Hótun um hervald
það eina sem dugar
„Þegar menn
á borð við
Saddam eru
annars vegar
gagnast
diplómatískar
leiðir lítt,
nema þeim
fylgi hótun um
beitingu her-
valds,“ sagði
Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra í
ræðu sinni um utanríkismál á
Alþingi í gær. Halldór lagði
áherslu á að leitað yrði frið-
samlegra lausna i íraksmálinu;
hernaðaríhlutun væri neyðar-
úrræði. „Friðsamlegasta lausn-
in væri að Saddam Hussein
færi í útlegð ásamt valdaklíku
sinni. írak yrði afvopnað án
hernaðaríhlutunar," sagði Hall-
dór.
Halldór sagði mikilvægt að
gefa vopnaeftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna viðbótar-
svigrúm til þess að ganga úr
skugga um að írakar hafi ekki
undir höndum gereyðingar-
vopn eða séu að þróa þau. Eft-
irlitsmennirnir gefa skýrslu
um störf sín eftir nokkra daga
og sagði Halldór að svo virtist
sem breið samstaða væri að
myndast um að þetta væri síð-
asta tækifæri Saddams
Husseins.
Halldór fjallaði um mikil-
vægi þess fyrir ísland að gera
sig gildandi innan NATO eftir
stækkun þess til austurs.
Nefndi hann í því sambandi
stærsta verkefni íslensku frið-
argæslunnar til þessa: stjórn
flugvallarins í Pristína í
Kosovo.
„Fulltrúar íslensku friðar-
gæslunnar taka þannig brátt
alfarið við yfirstjórn flugvallar-
ins, það er: stjórn um eitt
hundrað manna af fjórtán þjóð-
ernum, og umsjón með þjálfun
heimamanna. Það er mér því
sérstakt tilhlökkunarefni að
vera viðstaddur þegar íslend-
ingar taka formlega við flug-
vellinum mánudaginn 3. mars
næstkomandi," sagði utanríkis-
ráðherra. -ÓTG
Nefnd sem unnið hefur að end-
urskipulagningu gæsluleikvalla í
Reykjavík hefur lagt til að öllum
starfsmönnum þeirra verði sagt
upp. Öllu starfsfólki leikvallanna
hefur verið greint frá þessum
áformum, sem eru að 6 starfs-
mönnum verði sagt upp frá og
með 1. mars næstkomandi og
þeim sem eftir eru, eða 35 starfs-
mönnum, verði sagt upp frá og
með 1. júní nk. Tveimur gæslu-
leikvöllum verður lokað frá og
með deginum í dag, þ.e. í Fanna-
fold og Ljósheimum, en þar vinna
þeir 6 starfsmenn sem fengið hafa
uppsagnarbréf. Eftir lokun ofan-
greindra valla verða starfandi tólf
gæsluleikvellir í Reykjavík.
Samkvæmt tillögu nefndarinn-
ar er rætt um að einn gæsluleik-
völlur verði opinn í hverjum
borgarhluta, sem þýðir að 5-6
vellir yrðu þá starfræktir. Þá er
rætt um að íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkur taki yfir rekstur
rekstur 3-A gæsluleikvalla, sem
þá yrðu jafnvel með annars konar
starfsemi á veturna - en opnir
sem gæsluvellir á sumrin. Hug-
mynd nefndarinnar er að segja
öllum starfsmönnum upp, eins og
áður sagði, og endurráða síðan
eftir ákveðinni „goggunarröð," og
þörfum. Verið er að vinna úr mál-
um starfsmannanna sex sem þeg-
ar hefur verið sagt upp en þeir
hafa þriggja mánaða uppsagnar-
frest. Samkvæmt heimildum
blaðsins hefur þessi tillaga þegar
mætt andstöðu innan borgarkerf-
isins.
Fyrirhugað var að taka tillög-
una fyrir á fundi leikskólaráðs í
gær en ekki varð af því þar sem
formaður umræddrar nefndar er
staddur erlendis. Tillagan þarf
einnig að fara fyrir borgarráð til
samþykktar eða synjunar.
Forsaga þessa máls er að í vet-
ur var samþykkt tillaga í leik-
skólaráði þess efnis að á næstu
tveimur til þremur árum yrði
starfsemi gæsluvalla lögð af.
Gerðar yrðu ráðstafanir til að að-
stoða starfsfólk um aðra vinnu,
s.s. á leikskólum borgarinnar.
Sem dæmi um hve starfsemi
vallanna hefur dregist saman má
geta þess að heimsóknir voru um
60 þúsund talsins á síðasta ári en
árið 1980 voru þær 360 þúsund.
„Tillagan hefur ekki verið tekin
fyrir,“ sagði Bergur Felixson,
framkvæmdastjóri Leikskóla
Reykjavíkur, sem kvaðst ekki
geta tjáð sig frekar um málið, þar
sem hann hefði ekki átt sæti í
nefndinni. Ekki náðist í formann
umræddrar nefndar, Björk Vil-
helmsdóttur, sem stödd er erlend-
is um þessar mundir. -JSS
Tóbak og áfengi út úr vísitölu:
Hagstofan
heíur ekki skoðun
Rósmundur Guðnason, forstöðu-
maður visitöludeildar Hagstofunn-
ar, vill ekki tjá sig um samþykkt
Framsóknarflokksins þess efnis að
taka beri tóbak og áfengi út úr vísi-
tölu neysluverðs.
Samþykktin var gerð á flokks-
þingi Framsóknarflokksins um síð-
ustu helgi. Hún er hluti af ályktun
þingsins um fjölskyldumál og er
þar í kafla um áherslumál flokks-
ins í fíkniefnavömum. Gera má
ráð fyrir að markmiðið sé að
hækkun á verði tóbaks og áfengis
verði „sársaukalausari" með því að
hún verði ekki lengur til þess að
vísitölutengd lán hækki.
Spyrja má hvort sérffæðingar
telji eðlilegt eða heppilegt að sleppa
tilteknum neysluvörum út úr mæl-
ingum á vísitölu neysluverðs. Hag-
stofan vill sem fyrr segir ekki tjá
sig um þetta. Hagstofan vill heldur
ekki reikna út fyrir DV hver verð-
bólgan hefði verið síðustu ár ef
áfengi og tóbak hefðu verið undan-
skilin, enda sé ekki venjan að
verða við sambærilegum óskum.
Samkvæmt tölum, sem eru að-
gengilegar á vef Hagstofunnar, var
verðbólgan 15,1% frá febrúar 2000
til febrúar 2003. Á sama tíma
hækkaði áfengi um 10,7% en tóbak
um 40,6%. Tóbak hefur því hækkað
fjórum sinnum meira en vísitala
neysluverðs og má af því ráða að
verðbólga heföi verið heldur minni
á þessu tímabili hefði tóbak verið
undanskilið.
Vægi tóbaks í vísitölunni er nú
1,9% en vægi áfengis er 2,4%. Lág-
marksútsöluverð á sígarettupakka
er nú 446 krónur. Sá sem reykir
einn pakka á dag greiðir því fyrir
það að lágmarki 13.826 krónur á
mánuði. -ÓTG
Bdur í bát
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð-
inu var kallað að slippnum í
Hafnarflrði um klukkan fjögur í
nótt þar sem eldur hafði komið
upp í rafsuðuvél. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn. Að sögn
slökkviliðsins flæddi sjór inn í bát
í slippnum með þeim afBBBBBleið-
ingiun að skammhlaup varð í
rafsuðuvélinni sem var í bátnum
vegna viðgerða. Vélin er talin
ónýt. -Kip
. Halldór
Ásgrímsson.
Aðalfundur
Fjárfestingarfélagsins Straums hf.
Aðalfundur Fjárfestingarfélagsins
Straums hf. haldinn föstudaginn
14. mars kl. 11.00 á Grand Hótel f
Háteigi á 4. hæð.
Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur
félagsins og endanlegar tillögur munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir
aðalfundinn.
Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál
tekið til meðferóar á fundinum skal ósk
hans komið í hendur stjórnar eigi síóar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn og atkvæðaseólar veróa
afhentir á fundarstað.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.
13. gr. samþykkta Fjárfestingar-
félagsins Straums hf.
2. Tillaga um heimild stjórnar félags-
ins til kaupa á eigin bréfum skv.
55. gr. hlutafélagalaga.
3. Onnur mál
Straumur
FJÁRFÚSTINQAhFÉLAG
DV-MYND SJGUKDUH JOKULL
Mótmæll vegna Kárahjúkavirkjunar
Um eitt þúsund manns safnaöist saman viö Hlemm í gær og gekk niöur á
Austurvöll til aö mótmæla vegna fyrirhugaörar Kárahnjúkavirkjun. Göngu-
menn báru skilti og boröa meö áletrunum sem lýstu hug þeirra.
Rekstur Flugleiða 2002:
Hagnaður 3,3 milljarðar
króna fyrir skatta
Árið 2002 varð hagnaður af
reglulegri starfsemi Flugleiða,
móðurfélags og dótturfélaga, fyrir
skatta 3.347 milljónir króna, sem er
fimm milljörðum króna betri ár-
ahgur en árið 2001, en þá varð 1.657
milljóna króna tap fyrir skatta. Eft-
ir skatta varð hagnaður félagsins
2.611 milljónir króna en á fyrra ári
var tap eftir skatta að fjárhæð 1.212
milljónir króna. Ef söluhagnaður
sem varð árið 2001 er ekki reiknað-
ur hefur afkoma af reglulegri starf-
semi batnað um 5,5 milljarða
króna milli ára.
Félagið hefur gert breytingar á
rekstrinum, lækkað kostnað hratt
og hert sókn á mikilvægustu mörk-
uðum. Þessar breytingar byggðust
á þeirri uppbyggingu sem verið
hefur í starfseminni undanfarin ár.
Öllum starfsmönnum sem störfuðu
hjá félaginu allt árið 2002 voru
færð hlutabréf í Flugleiðum að
markaðsvirði 50 þúsund krónur á
hvem einstakling. -GG