Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 9
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003
I>V
Fréttir
9
VINSÆLUSTU STJÓRNIVIÁLAIVIENNIRNIR
- innan sviga eru niöurstööur DV-könnunar í september 2002
Sætl Nafn Atkvæöl % þelrra sem tóku afstööu
1. (i.) Davíö Oddsson 154 34,8 (36,8)
2. (5.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 117 26,5 (7,3)
3. (3.) Halldór Ásgrímsson 42 9,5 (11,4)
4. (7.) Guöni Ágústsson 34 7,7 (2,7)
5. (2.) Steingrímur J. Sigfússon 32 7,2 (13,9)
6. (4.) Össur Skarphéöinsson 14 3,2 (8,4)
7.-8. (8.-9.) Geir H. Haarde 7 1,6 (2,0)
7.-8. (5.) Jón Kristjánsson 7 1.6 (0,7)
9.-11. (6.) Jóhanna Siguröardóttir 4 0,9 (3,6)
9.-11. (8.-9.) Valgeröur Sverrisdóttir 4 0,9 (2,0)
9.-11. - Gísli Marteinn Baldursson 4 0,9
ÓVINSÆLUSTU STJÓRNMÁLAMENNIRNIR
- innan sviga eru niöurstööur DV-könnunar í september 2002
Sætl Nafn Atkvæöl % þelrra sem tóku afstööu
1. (15.-16.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 110: 27,4 (1.1)
2. (10 Davíð Oddsson 109 27,1 (30,3)
3. (2.) Össur Skarphéöinsson 63 15,7 (17,8)
4. (3.) Halldór Ásgrímsson 24 6 (12,7)
5. (5.-6.) Sturla Böðvarsson 14 3,5 (3,2)
6. (17.-18.) Guöni Ágústsson 12 3 (0,8)
7. (4.) Steingrímur J. Sigfússon 10 2,5 (8,1)
8. (12.14.) Valgerður Sverrisdóttir 9 2,2 (1,4)
9.-10. (12.14.) Siv Friöleifsdóttir 7 1,7 (1.4)
9.-10. (8.) Páll Pétursson 7 1,7 (2,4)
könnuninni sögöust hafa mest álit
á Davíð Oddssyni. 26,5 prósent
nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, oddvita Samfylkingarinn-
ar.
Langt er í þriðja mann en 9,5
prósent nefndu Halldór Ásgríms-
son, utanríkisráðherra og for-
mann Framsóknarflokksins, 7,7
prósent Guðna Ágústsson land-
búnaðarráðherra og 7,2 prósent
Steingrím J. Sigfússon, formann
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs.
Nokkurt stökk er niður í 6.
mann á listanum, Össur Skarp-
héðinsson, formann Samfylking-
arinnar, en 3,2 prósent nefndu
hann. Geir H. Haarde íjármálaráð-
herra og Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra eru í 7.-8. sæti en
1,6 prósent nefndu hvorn þeirra. í
9.-11. sæti eru Jóhanna Sigurðar-
dóttir alþingismaður, Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og Gísli Marteinn
Baldursson, varaborgarfulltrúi og
sjónvarpsmaður.
Formenn flokkanna eru fasta-
gestir í 10 efstu sætum þessa lista.
Davíð er efstur, Halldór í 3. sæti,
Steingrímur J. í 5. sæti og Össur í
því sjötta. Ingibjörg Sólrún er
reyndar oddviti Samfylkingarinn-
ar í þessum kosningaslag og verm-
ir annað sætið. í 11 efstu sætunum
eru 6 ráðherrar, þar af 4 fram-
sóknarráðherrar.
Ingibjörg óvinsælust
Davíð hefur einokað efsta sæti
óvinsældalistans undanfarin ár.
Hefur þurft hneykslismál eða al-
varleg deilumál til að velta honum
úr því sæti. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir brýtur hins vegar blað
að þessu sinni, fær einu atkvæði
fleira en Davíð sem sá stjórnmála-
maður sem kjósendur hafa minnst
álit á um þessar mundir. 27,4 pró-
sent nefndu Ingibjörgu en 27,1 pró-
sent Davíð. 15,7 prósent nefhdu
Össur Skarphéðinsson sem hefur
verið ofarlega á þessum lista um
skeið. Langt er í næsta mann,
Halldór Ásgrímsson, en 6 prósent
aðspurðra í könnun DV höfðu
minnst álit á honum. Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra er á
sama róli og í september en 3,5
prósent nefndu hann. Listann yfir
óvinsælustu stjórnmálamennina
má sjá í meðfylgjandi töflu.
Flokksformenn eru sem fyrr
fastagestir í 11 efstu sætum óvin-
sældalistans. Þar er reyndar ekki
að finna aðra en ráðherra, for-
menn eða oddvita flokkanna. Ráð-
herrar á listanum eru sjö, þar af
fjórir framsóknarráðherrar.
Aörir vinsælir
3 atkvæði
Ögmundur Jónasson (U).
2 atkvæði
Guðmundur Árni Stefánsson
(S), Kolbrún Halldórsdóttir (U),
Siv Friðleifsdóttir (B), Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir (D) og
Þórólfur Ámason borgarstjóri.
1 atkvæði
Árni Ragnar Árnason (D), Ár-
sæll Guðmundsson, sveitar-
stjóri Skagafjarðar, Guðjón
A.Kristjánsson (D), Hlynur
Hallsson (U), Hjörleifur Gutt-
ormsson, Kristinn H. Gimnars-
son (B), Margrét Sverrisdóttir
(F), Páll Pétursson (B), Sólveig
Pétursdóttir (D) og Sturla Böðv-
arsson (D).
Aðrir óvinsælir
6 atkvæði
Pétur Blöndal (D).
5 atkvæði
Ögmundur Jónasson (U).
4 atkvæði
Árni Mathiesen (D), og Björn
Bjarnason (D).
3 atkvæði
Árni Johnsen.
2 atkvæði
Gunnar I.‘ Birgisson (D), Jón
Kristjánsson (B), Kolbrún Hall-
dórsdóttir (U), Sólveig Péturs-
dóttir (D), Tómas Ingi Olrich
(D).
1 atkvæði
Geir H. Haarde (D), Guðlaugur
Þór Þórðarson (D), Kristinn H.
Gunnarsson (B), Lúðvík Berg-
vinsson (S) og Margrét Sverris-
dóttir (F).
Hpimilt veröi aö telja á fleiri en einum staö í kjördæmi:
Ursflt verða birt eftir svæðum
DV MYND E. ÓL
Undirbúningur kosninga á fullu
Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri t.v. og Björn Friöfinnsson ráöuneytisstjóri
kynntu ásamt kollegum sínum í gær undirbúning komandi alþingiskosninga.
Fari svo að ákveðið verði að telja
atkvæði i komandi þingkosningum á
fleiri en einum stað í kjördæmi verða
úrslitin ekki aðeins tilkynnt fyrir
kjördæmið í heild heldur verður líka
hægt að fá upplýsingar frá hverri
talningarmiðstöð, tveimur eða fleiri
eftir atvikum. Þetta kom fram i máli
Björns Friðfinnssonar, ráðuneytis-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu á
kynningarfundi um komandi kosn-
ingar í gær.
Samkvæmt lagafrumvarpi sem bíð-
ur annarrar umræðu á Alþingi verð-
ur heimilt að telja atkvæði á fleiri en
einum stað í hverju kjördæmi vegna
þess hve stór sum þeirra eru orðin
eftir kjördæmabreytinguna. Ákvörð-
un um hvort það verður gert er í
höndum yfirkjörstjórnar hvers kjör-
dæmis. Állsherjarnefnd Alþingis vill
raunar ganga lengra. Samkvæmt
breytingartillögu sem hún sendi frá
sér í gær getur ráðherra heimilað að
talið verði á þremur stöðum í kjör-
dæmi í sérstökum undantekningartil-
vikum, svo sem ef kosið er að vetrar-
lagi og erfitt er um samgöngur.
Björn Friðfinnsson segir ljóst að
tölur verði birtar frá hverjum taln-
ingarstað. Verði talið á tveimur eða
þremur stöðum í einhverju kjör--
dæmanna kemur því upp sú sérstaka
staða að hægt verður að greina úrslit-
in eftir svæðum innan kjördæma.
Á fundinum kom fram að til stend-
ur að senda öllum sem eiga í
alþingiskosningum í fyrsta sinn
kosningarétt kynningarbækling með
leiðbeiningum. Heimsókn starfs-
manna ráðuneytisins í framhalds-
skóla leiddi í ljós að það vefst fyrir
mörgum ungum kjósendum hvernig
kjósa skal. Nýir kjósendur eru um
sextán þúsund en ætla má að um tólf
þúsund þeirra hafi haft kosningarétt
í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Samkvæmt lagafrumvarpinu verð-
ur sú breyting á kjörseðlum að fern-
ingur verður framan við hvern lista-
bókstaf til þess að auðvelda kjósend-
um að setja krossinn sinn á „réttan"
stað, það er: án þess að ógilda at-
kvæði sitt. -ÓTG
Einstakir
viðburðir á
Vetrarhátíð
„Geturðu aðeins beðið?"
Unglingar kveikja á þúsundum kerta,
mynda úr þeim trúarleg tákn og biðja
fyrir friði. Sr. Sigrún Óskarsdóttir leiðir
stundina. Tjamarsalur Ráðhúss
Reykjavíkur, kL 17.00-20.00
Lítið/stórt
Helga Óskarsdóttir og Magnús Kjartansson
sýna hið leynilega landstag borgarinnar.
SIM-húsið, Hafnarstrætí 16. Opnun kL
17.00
Ljós-hraði
Ljósmyndararnir Katrín Eivarsdóttir, Orri
Jónsson, Kristín Hauksdóttir og Sigríður
Kristín Birnudóttir sýna verk sín.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15. Opnun kL 17.00
Galopið bíó á Ingólfstorgi
Sérstakur gestur Vetrarhátíðar,
hin ógteymanlega finnska sveit
Cleaning Women, kiyddar tilveruna
með einstæðri tónlist, sem leikin
er á rafmagnaðar þurrkgrindur.
Miðnæturtónleikar í Iðnó,
föstudags-og laugardagkvöld,
kl. 24.00
Börn í íþróttum og listum
Börn úr 4. og 5. bekk allra grunnskóla
í Grafarvogi koma saman f Egilshöll. Þau
búa til sameiginlegt listaverk, dansa og
spreyta sig í ýmsum íþróttagreinum.
EgilshölL kl. 9.00-12.00
Upplýstar tilfinningar
Ljósverk Haraldar Jónssonar
myndlistarmanns
SPRON, Skólavðrðustíg, kl. 11:00
Verðlaunaverk Alffeðs Sturiu Böðvarssonar.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús,
Tryggvagötu 17, kL 12.00
Útþrá 2003 - spennandi
sumarúrræði
Kynning á náms- og atvinnutækifærum
sem standa ungu fólki til boða eriendis.
Hitt húsið, Pðsthússtrætí 3-5,
kL 16.00-18.00
Ljóðið í Fókus
Ljósmyndafélagið Fókus tengir saman
Ijóð og Ijósmyndir
Kringlan (við Hagkaup á efri hæð).
Opnun kL 16.00
íslenskar og erlendar stuttmyndir sýndar
á risaskjá. Föstudags- og laugardagskvöld,
kL 18.00-24.00
Búlgörsk vorkomuhátíð
Búlgarskur matseðill og spennandi
menningarviðburðir.
Alþjóðahús, Hveifisgðtu 18.
Föstudag kL 20.00, laugardag kL 16.00
og 20.30, sunnudag kl. 14.00 og 20.30
Höfugir tónar í
Hnitbjörgum
Berglind María Tómasdóttir flautuleikari
og Kristinn H. Árnason gítarleikari flytja
tónlist af ýmsum toga.
Listasafn Einars jónssonar, kL 20.00
Láttu Ijós þitt skína
Hæfileikaríkir unglingar troða upp og
sýna óbeislaðan sköpunarmátt. Opið
kvöld fyrir unglinga og foreldra. „
Tónabær, kL 20.00-22.00
Þau biðja að heilsa
Sýning íslenskra myndlistarmanna, sem
staddir eru f útlöndum.
Ingólfsstrætí 8. Opnun kL 20.00
Tilraunaeldhús
íslenskir og erlendir lístamenn fremja
sjónræna tónlisL Nýlistasafhið, Vatnsstíg 3.
kL 21.00-23.00
Ákveðin ókyrrð / Certain
Turbulence
Gjörningar nemenda í Listaháskólanum
sem hafa notið leiðsagnar Brian Catling,
Willem de Ridder og Julian Maynard Smith.
Listasafn Reykjavíkur • Hafnarhús,
Tryggvagötu 17. Föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld kL 21.00-23.00
m
ISLAND-SÆKiUM ÞAÐ HEIM
Nánari upplýsingar um dagskrá www.rvk.is/vetrarhatid