Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 x>v SKIPULAGS- QG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Lóuhólar 2-6. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Suðurhólum, lóð leikskóla og dagheimilis í austur, bílastæða Hólagarðs í norður og aksturleið strætisvagna til vesturs . Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 18. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að bílastæðalóð Lóuhóla 2-6 stækki um 111 m2 til vesturs, bílastæðum á lóðinni fækki um 13 og að heimilt verði að reisa sjálfsafgreiðslustöð fyrir bifreiðaeldsneyti, með tilheyrandi stjórnstöð í suðvesturhorni lóðarinnar. Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum varðandi bílastæðalóð dagvistarstofnana. Samkvæmt breyttu deili- skipulagi verða því samtals 149 þílastæði á lóðinni auk 2 sérmerktra bílastæða fyrir hreyfihamlaða. Reitur 1.132.1, Naustareitur. Tillagan tekurtil reits sem afmarkast af Tryggvagötu, Grófinni, Vesturgötu og Norðurstíg. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 19. febrúar 2003. í tillögunni er gengið út frá niðurstöðum Árbæjarsafns hvað snertir varðveislugildi. Megin hugmyndin er að tvinna saman gamla og rótgróna byggð og nýja og skapa á svæðinu spennandi miðborgarsvæði með hnitmiðuðum „borgar- rýmum” og gönguleiðum. Megin áhersla er lögð á ný- byggingar Tryggvagötumegin og við Norðurstíg. Tilgangur með uppbyggingu er að styrkja götumynd Tryggvagötu og að endurnýta lóðir sem í dag nýtast illa eða óverulega. í tillögunni er gert ráð fyrir að möguleikar verði á uppbyggingu á eftirfarandi lóðum: Grófin 1/Vesturgata 4, Vesturgata 6-1 Oa, Vesturgata 14b, Vesturgata 18 og Tryggvagata 10, 12, 14 og 18. Eftirfarandi byggingar þurfa að víkja vegna uppbyggingar: Vesturgata 4 (útbygging), Vesturgata 18 (bygging við Norðurstíg), Tryggvagata 10 (viðbygging við Norðurstíg) og Tryggvagata 18 (viðbygging úr timbri syðst). Lagt er til að 1 hús, Vestur- gata 16b, verði friðað og flutt í Árbæjarsafn. Tillagan gerir ekki ráð fyrir að bílastæði fyrir eldri byggðina eða nýbyggingar verði leyst nema að óverulegum hluta á reitnum. Heiðargerði. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af helgunarsvæði Miklubrautar, Grensásvegi, Brekkugerði og lóð Hvassa- leitisskóla og húsum við Stóragerði. Um er að ræða deili- skipulag sem samþykkt var til auglýsingar í þorgarráði 19. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að stuðla að hæfilegri endurnýjun og uppbyggingu á reitnum og búa þannig um hnútana að uppbygging og breytingar geti gerst á forsendum þeirrar byggðar sem þar stendur. Horft er á hverfið með við- byggingarmöguleika í huga og hvernig megi gefa ákveðið svigrúm til breytinga án þess að raska þeirri heildarmynd sem fyrir er. Einnig gerir tillagan ráð fyrir einni lóð fyrir einbýlishús við Grensásveg og skal leitast við að fella það að núverandi byggð varðandi hæðir og form. Reynisvatnsheiði, vatnsgeymir. Tillagan tekur til afmörkunar á svæði sem er í suðaustur af Reynisvatni á grænu svæði á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 14. janúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að vatnsgeymir ásamt lokahúsi verði staðsettur í gryfju sem sprengd hefur verið vegna grjót- náms. Gert er ráð fyrir að fyllt verði að geyminum með efni úr nágrenninu þannig að hann verði hulinn jarðvegi nema að framanverðu. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að á svæðinu rísi, í framtíðinni, tveir geymar til viðbótar sem yrðu byggðir fast upp að þeim fyrsta með því að grafa frá honum og hylja síðan aftur á þrjá vegu með jarðvegi. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 28.02.2003 - til 11.04. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 11. apríl 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 28.02. 2003. Skipulagsfulltrúi Fréttir Komið vop hjá sumum tegundum „Það er komið vor hjá sumum tegundum í garðinum," segja þær Auður Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur og Dóra Jakobsdóttir grasa- fræðingur hjá Grasagarðinum í Reykjavík. „Við erum með mikið af tegundum frá suðlægum slóð- um og sumar þeirra misskilja tíð- ina og halda að það sé komið vor.“ Blómstrandi töfratré Dóra segir að töfratré sé frægt fyrir að blómstra snemma. „Það blómstrar áður en það laufgast og var til dæmis í blóma í desember. Það stoppaði í kuldakastinu Loövíðir Brumin eru farin að þrútna og stutt í að hann laufgist. skömmu eftir áramót en lét það ekki á sig fá og er aftur í blóma núna.“ Að sögn Auðar eru það helst toppar og tegundir af rósaætt sem hafa farið af stað. „Mispillinn er til dæmis af rósaætt og hann er víða farinn að laufgast." Þær stöllur eru sammála um að ef hlýindin haldi áfram geti skap- ast hættuástand fyrir gróður. „Viö vitum að það á eftir að kólna, ann- að er óhugsandi. Ef það kólnar skyndilega geta suðrænar tegund- ir farið mjög illa, ef það kólnar aft- ur á móti hægt og rólega geta plönturnar aðlagað sig og lifað af. Það eru svo margir þættir sem spila inn í að það er nánast óhugs- andi að spá fyrir um útkomuna. Það skiptir til dæmis miklu máli hvort það liggur snjór yfir gróðr- inum eða ekki.“ Auður segir að starfsmenn Grasagarðsins hafi breitt greinar yfir viðkvæman gróður til að hlífa honum við Viðbúið að einhverjir runnar láti á sjá Veturinn hefur verið óvenjulega hlýr það sem af er og víða má sjá gróður vera farinn að skjóta upp kollinum og jafnvel mótar fyrir grænu brumi á runnum og trjá- gróðri í görðum. Hafsteinn Hafliðason garðyrkju- fræðingur segir að það sé ekki enn komið hættuástand fyrir gróðurinn. „Flestar plöntur sem hér vaxa hafa verið fluttar inn frá norðlægum slóðum eða háfjöllum og þurfa ákveðið magn birtu og yls til að fara af stað. Þaö er ekki fyrr en í áliðn- um marsmánuði, ef veðráttan held- ur áfram aö vera svona blíð, að við ættum að fara að bera ugg í brjósti um velferð plantnanna í görðun- liyv, <( Allra veðra von Hafsteinn segir að margir séu ef- laust minnugir hretsins vorið 1963 þegar tijágróður féll eða fór mjög illa á Suður- og Suðvesturlandi. „Hretið í apríl 1963 kom eftir ein- munablíðu með sól og sumaryl frá miðjum mars og fyrstu dagana í apr- íl. Trjágróður af suðlægari slóðum ruglaðist i ríminu við að daglengd og lofthiti var komið í það jafnvægi sem gróðurinn átti að venjast á heimaslóðum og var þess vegna far- inn að laufgast af fullum krafti. Um 10. apríl var dagshitinn um 11 gráð- ur, en þá skipti um á nokkrum klukkutímum með norðanáhlaupi sem fylgdi 15 stiga frost. Hitamunur á einum sólarhring varð um 25-30 gráður og það var meira en alaska- aspir, sitkagreni og fjöldi annarra trjátegunda þoldi. Að sögn Hafsteins kenndi sú reynsla mönnum ýmislegt, því eftir það hefur verið lögð áhersla á að fá til landsins þann trjágróður sem á uppruna sinn á svæðum þar sem hnattstaða, veðurfar og ekki síst umhleypingamir er sem líkast því sem gerist hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.