Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003
I>V Útlönd
Irakar hafa samþykkt að eyöa
al-Samoud styriflaugunum
Talsmaöur Sameinuðu þjóðanna
sagði í gær að írakar hefðu í
grundvallaratriðum samþykkt
kröfu vopnaeftirlits SÞ um að hefja
eyðingu al-Samoud II stýriflauga
sinna.
Svar við þessari lykilkröfu
vopnaeftirlitsins barst Blix
bréflega aðeins tveimur dögum
áður en frestur til þess að hefja
eyðingu flauganna rennur út á
morgun og ekki fyrr en Blix hafði
lýst því yfir á dögunum að
áætlanir vopnaeftirlitsins um af-
vopnun íraks hefðu lítinn árangur
borið og írakar sýnt lítinn vilja til
samstarfs.
Þessi yfirlýsing Blix mun koma
fram í skýrslu sem hann kynnir í
Öryggisráði SÞ á morgun en þar
mun hann einnig tilkynna
formlega þessa ákvörðun íraka um
að þeir hafi samþykkt að hefja
eyðingu flauganna á morgun eins
og vopnaeftirlitið hafði krafist.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði um
þessa breyttu stefnu íraka að hún
væri engan veginn næg sönnun
þess að þeir ætluðu sér að vinna
áfram með vopnaeftirlitinu og
minnti á nýleg ummæli Saddams
íraksforseta í sjónvarpsviðtali en
þar sagði hann litlar líkur á því að
Irakar samþykktu að eyða flaug-
unum þar sem þær væru fullkom-
lega löglegar og innan þess ramma
um drægni sem SÞ hefðu sett eftir
Persaflóastríðið árið 1991.
REUTERSMVND
Sprengjuleifar í Irak
íraskur vegfarandi skoöar hér leifar af flugskeytaoddum í Aziziyah-héraöi, um 100
kílómetra noröur af höfuöborginni Bagdad. Oddarnir, sem ætiaö var aö bera
efhavopn, eru hluti afleifum sem írakarbentu vopnaeftirlitinu á fyrrí mánuöinum.
* **
„Það er ekkert í þessu sem
bendir til þess að breyting sé aö
verða á afstöðu þeirra til
vopnaeftirlitsins. Þetta er enn ein
leiksýningin og aðeins beint
framhald af því sem hefur verið að
gerast. Þeir hunsa kröfur
Öryggisráðsins um samvinnu og
beita það blekkingum en þegar
þeir eru beyttir þrýstingi koma
þeir venjulega fram með þessum
hætti. Þetta púsluspil gengur allt of
hægt og þeir munu halda
blekkingunum áfram," sagði
Rumsfeld.
Bush Bandaríkjaforseti hafði áð-
ur sagt að umræddar flaugar væru
aðeins toppurinn á ísjakanum og
eyðing þeirra væri bara fyrsta
skrefíð til afvopnunar.
í drögum að áðurnefndri skýrslu
Hans Blix sem lak út til fjölmiðla
fyrr í vikunni segir að írakar hafi
hingað til ekki sýnt nægan sam-
starfsvilja og lítið sem ekkert gert í
því að upplýsa um fyrri vopna-
birgðir eða leggja fram sannanir
fyrir eyðingu þeirra.
Viðræður um drög Bandaríkja-
manna og Breta að nýrri ályktun í
Öryggisráðinu héldu áfram í gær
með litlum árangri og sagði Jean-
Marc de la Sabliere, sendiherra
Frakka hjá SÞ, að það væri ennþá
skoðun meirihluta ráðsins að hern-
aðaraðgerðir gegn írökum væru
ekki tímabærar og enn væru
möguleikar á að afvopna íraka
með friðsamlegum hætti.
REUTERSMYND
Biljana Plavsic
Fyrrum forseti Bosníu-Serba býr sig
undir aö hlýöa á úrskurö dómara.
Fórnarlömb Serba í
Bosníu hneyksluö á
dómnum yfir Plavsic
Stríðsglæpadómstóll Samein-
uðu þjóðanna í Haag dæmdi
Biljönu Plavsic, fyrrum forseta
Bosníu-Serba, til ellefu ára fanga-
vistar fyrir glæpi gegn mannkyni
sem framdir voru í Bosníustríö-
inu á árunum 1992 til 1995.
Múslímar í Bosníu, sem urðu
fyrir barðinu á þjóðernishreins-
unum Serba, lýstu yflr hneykslan
sinni á dómnum og fannst hann
allt of vægur.
„Ég er orðlaus," sagði Mujesira
Memisevic en eiginmaður henn-
ar, börn og aðrir nánir ættingjar
voru drepin í þjóðemishreinsun-
unum í austanverðri Bosníu.
Biljana Plavsic, sem fékk viður-
nefnið .jámfrúin á Balkanskaga“,
játaði sekt sína í fyrra. Hún er
hæst setti stjómmálamaðurinn úr
fyrrum Júgóslavíu sem hefúr ver-
ið dæmdur í tíu ára sögu stríðs-
glæpadómstólsins.
REUTERSMYND
Tony Blalr
Breski forsætisráöherrann nýtur ekki
mikiilar lýöhylli um þessar mundir.
Vmsældir Tonys Blairs
aldrei verið minni
Tony Biair, forsætisráðherra
Bretlands, á .nú mjög undir högg
að sækja vegna harðlínustefnu
sinnar í íraksmálinu. Ekki ein-
asta hefur flöldi þingmanna í
Verkamannaflokknum risið upp
gegn foringja sínum heldur hafa
vinsældir forsætisráðherrans
meðal almennings aldrei verið
minni frá því hann komst tO
valda, að því er fram kemur í
skoðanakönnun í morgun.
Samkvæmt könnuninni, sem
birtist í dagblaðinu Daily Tele-
graph, eru aðeins 35 prósent kjós-
enda reiðubúin aö greiða Verka-
mannaflokki Blairs atkvæði sitt
nú, samanborið við 42 prósent í
kosningunum 2001.
Um 64 prósent aðspurðra sögðu
álit sitt á stjórn Blairs hafa
minnkað á undanförnum tveimur
til þremur árum. Fólki hugnaðist
ekki stefna Blairs í íraksmálinu,
því finnst ríkisstjórnin ekki hafa
bætt opinbera þjónustuna og því
finnst sem hún hafi of oft afvega-
leitt almenning, svo þrjár helstu
ástæðumar séu nefndar.
Þá hafa persónulegar vinsældir
Blairs einnig dalað og finnst að-
eins 36 prósent hann vera besti
maðurinn í embættið.
LOKADAGAR
Seljum allt í tversnum þessa lokadaga, verðdæmi:
Tvær skyrtur 2.000 kr. (Fullt verð ca. 16.000)
Tvenn jakkaföt 14.000 kl\ (Fullt verð ca. 60.000)
Frakki og jakki 10.000 kr. (Fullt veró ca. 50.000)
Gallabuxur og skyrta 2.000 kr. (Fullt verð ca. 16.000)
Dömukjóll og bolur 3.000 kr. (Fulltverdca.30.000)
Smoking og Frakki 15.000 kf. (Fullt verð ca. 50.000)
Allt úr tilboðskassa 500-1.000 kr. (t.d. skyrtur, bolir o.fl)
Opið föstudag 13-18, laugardag 10 - 18 og sunnudag 13-17
REYKJAVIK COLLECTION
ÁRMÚLA 17
108 REYKJAVÍK, SÍMI: 561 4004, VIRKA DAGA og 10-16 LAUGARDAGA