Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 Ólöf æfir Ólöf María Jónsdóttir mun keppa á Future-mótaröðinni í golfi þar sem fyrsta mótið verður dagana 14.-16. mars í Lakeland í Flórída. Annað mótið verð- ur svo í Tampa i Flórída i byrjun apríl af kappi en að sögn Ólafar er ekki ljóst í hvað mörgum mótum hún keppir. Það verður spennandi að fylgjast með Ólöfu á þess- ari mótaröð en hún stefnir hátt og æfir af kappi fyrir komandi átök. -JKS Agúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, fagnar einum sigri liösins á heimavelli t áskorendakeppni Evrópu í vetur. A morgun bíður liösins erfiöur leikur í Gautaborg í 8 liöa úrslitum keppninnar. Vn erum hratlir en þetta verður erfitt - Grótta/KR mætir Sávehof í áskorendakeppni Evrópu í Gautaborg á morgun Grótta/KR mætir sænska liðinu Sávehof frá Gautaborg í fyrri leik liðanna í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik í Gautaborg á morg- un. Þetta er viðureign liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar en árang- ur Gróttu/KR, sem er að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti, hefur komið skemmtilega á óvart. Liðið af Seltjamamesinu hefur i keppninni lagt lið frá Úkraínu, Portúgal og Danmörku. Með hverri umferð þyngist róðurinn og enginn er í vafa um að sænska liðið er sterkasti mótherji Gróttu/KR í keppninni fram að þessu. „Viö erum brattir enda ekki nokkur ástæða til annars. Það er samt klárt mál að þetta verður gríð- arlega erfitt verkefni sem liðið er að fara út í. Við erum búnir að sjá sænska liðið á myndbandi og það leikur sterka 6-0 vöm og skorar mikið upp úr hraðaupphlaupum. Við erum búnir að vera að skoða liðið mikið á myndbandi þannig að ég vona að við mætum vel undir- búnir til leiks. Ég ætla að vona að við getum síðan komið þeim eitt- hvað á óvart í útileiknum á morg- un,“ sagði Ágúst. - Sávehof er sterkt lið á sænskan mælikvarða. Hvaða möguleika telur þú að þitt lið eigi í slagnum úti? „Þetta er sterkt lið og ég hef látið alla mína leikmenn hafa spólu af leikjum liðsins sem við höfum und- ir höndum. Við munum síðan yflr- fara hlutina vel þegar við verðum búnir að koma okkur fyrir á hóteli í Gautaborg í kvöld. Ég hef ekki trú á öðru en að mínir menn mæti vel stemmdir til leiks. Ef það gengur eftir og allir leggjast á eitt er ég bjartsýnn á hagstæð úrslit. Sávehof er sigurstranglegra en við fyrirfram en við höfðum komið á óvart i keppninni fram að þessu. Við höld- um áfram að mæta með því hugar- fari að skemmta okkur og það er aldrei að vita hvað gerist. Það er at- riði fyrir sænska liðið að vinna okk- ur stórt á heimavelli en að sama skapi ætlum við að halda hraðanum niðri. Ef við náum hagstæðum úr- slitum úti þá er aldrei að vita hvað getur gerst í síðari leiknum á Nes- inu um aðra helgi.“ - Það hlýtur að teljast kostur að eiga síðari leikinn eftir á heima- veOi? „Það er kostur út af fyrir sig en við megum alls ekki sofna á verðin- um heldur halda vöku okkur. Ég veit að sænska liðið hefur skoðað leik okkar fram og til baka. Við er- um með breyttar áherslur i okkar sóknarleik frá fyrri leikjum í keppn- inni vegna brotthvarfs þeirra Ingi- mar Jónssonar og Dainis Ruskos. Við munum reyna að notfæra okkur það og knýja fram hagstæð úrslit í fyrri leiknum.“ - Ykkur er því ekkert að vanbún- aði, undirbúningur góður og þið bíðið eftir að fá að kljást við Svíana? „Já, það má segja það og menn eru reynslunni ríkari eftir fyrri leikina í keppninni. Þátttakan í þessari keppni er búin að vera mjög skemmtileg og reynslurík og það er bara vonandi að framhald verði þar á. Við ætlum að stríða Svíunum eins og við getum og það er sannar- lega kominn tími á það að vinna þá en það er óþolandi hvað þeir hafa farið illa með okkur í gegnum tíð- ina. Við stefnum leynt og ljóst í und- anúrslit keppninnar en það verður engu að síður mjög erfltt verkefni. Með öguðum og góðum vinnubrögð- um í leiknum úti er aldrei að vita hvemig málin þróast. Það er mikil- vægt að koma heim með hagstæð úrslit í farteskinu en ég veit að það verður mikil pressa á sænska liðinu að vinna okkur stórt á morgun. Ég hef heyrt að markmiðið hjá þeim sé að vinna okkur með tíu mörkum í Gautaborg," sagði Ágúst Jóhanns- son. -JKS Sænska meistaramótið í frjálsum íþróttum: Islendngar fjöbmnna tl Stokkhólms íslenskir frjálsíþróttamenn ætla að fjölmenna á sænska meistara- mótið innanhúss sem haldið verð- ur í Globen í Stokkhólmi. Ellefu ís- lenskir frjálsíþróttamenn hafa til- kynnt þátttöku en flestir þeirra eru búnir að æfa í Sviþjóð frá siðustu helgi eða allt frá því að danska meistaramótinu lauk í Malmö í Svíþjóð. Þeir sem keppa í Stokk- hólmi um helgina eru Arndís Mar- ía Einarsdóttir, Björn Margeirs- son, Fríða Rún Þórðardóttir, Gauti Jóhannesson, Kári Steinn Karls- son, Ólafur Margeirsson, Ragnar Frosti Frostason, Sunna Gestsdótt- ir, Sveinn Margeirsson, Vala Flosa- dóttir og Þórey Edda Elísdóttir. Mjög góður árangur náðist á danska meistaramótinu um síð- ustu helgi og verður fróðlegt og spennandi að sjá hvort þeim ár- angri verður fylgt eftir í Stokk- hólmi um helgina. Sunna vann þá sigur í þremur greinum og Þórey Edda vann sigur í stangarstökkinu. -JKS Handboltahátíð Það verður sannkölluð handbolta- hátíð í Skandinavium-íþróttahöll- inni í Gautaborg á morgun. Red- bergslid og Sávehof, sem bæði koma frá Gautaborg, ákváðu að slá saman og leika sína heimaleiki á sama degi í hinni risavöxnu íþróttahöll sem tekur um tólf þúsund áhorfendur. Fyrri leikur dagsins verður viður- eign Sávehof og Gróttu/KR í áskor- endakeppni Evrópu og seinni leikur verður á milli Redbergslid og franska liðsins Chambery í Evrópu- keppni bikarhafa. Aðgöngumiðasala hefur gengið vel enda er handbolta- áhugi mikill á Gautaborgarsvæðinu og víst má telja að það verður ör- ugglega rífandi stemning í Skandin- avium á morgun. Þess má geta að dómarar í leik Sávehof og Gróttu/KR verða dansk- ir. -JKS Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma fyrri leik þýska liðsins Kiel og Pick Szeged í Evr- ópukeppni bikarhafa í Kiel um helgina. Þeir félagar hafa dæmt mikið erlendis í vetur og skemmt er að minnast góðrar frammistöðu þeirra á heims- meistaramótinu í Portúgal. -JKS flnnar sigur flkureyringa í íshokkíinu Skautafélag Akureyringa sigraði í annarri viðureign SA og Skauta- félags Reykjavíkur í úrslitum íslandsmótins, Staðan að loknum venju- legum leiktima var 5-5 og sömuleiðis í lok íramlengingar og því þurfti að grípa til vítakeppni og lokatölur eftir hana voru 8-7. Það þurfti á annan tuga víta á hvort lið til að útkljá úrslitin. Mörk SR í venjuleg- um leiktíma gerðu þeir Kristján Óskarsson, Guðmundur Rúnarsson, Ágúst Ásgrímsson og Snorri Rafnsson sem gerði tvö. Mörk SA gerðu þeir ísac Hudson, Stefán Hrafnsson, Rúnar Rúnarsson, Jón Ingi Hall- grímsson og Sigurður Sveinsson. Mörk SA í vítakeppni gerðu þeir Kenny Corp 2, hann gerði sigurmarkið, og Arnþór Bjömsson en fyrir SR skoraðu þeir Hallur Ámason og Peter Bolin. Akureyringar geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn á laugardag. -PS # Íi| i§ l... Stefán og Gunnar dæma í Þýskalandi Afar dæmdu saman í könfubolta Á heimasíðu körfuknattleiks- sambandsins segir frá einstæö- rnn atburði sem átti sér stað í leik Grindavíkur og ÍS í 1. deild kvenna i körfubolta í byrjun vik- xmnar. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að hann dæmdu afar, Jón Otti Ólafsson, 61 árs, og Rögnvaldur Hreiðarsson, 38 ára. Leikurinn hefði orðið enn sögulegri ef Hafdís Helgadóttir, 38 ára, hefði leikið með ÍS-liðinu en hún er orðin amma. -JKS Magnús á ítalíu Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, keppir um helgina á vetrarkast- móti á Ítalíu. Þar etja kappi margir af bestu kösturum heims en alls er 31 keppandi skráður til leiks. Magnús Aron er með 15. besta árangur þeirra. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.