Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 27
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 27 DV evRópa J--- 16 liöa úrslit Besiktas-Slavia Prag...........4-2 1-0 Pancu (41.), 2-0 Guiaro (61.), 3-0 Dursun (66.), 4-0 Hhan (70.), 4-1 Dostálek (71. v.), 4-2 Hrdlicka (84.) Bestiktas fer áfram samanlagt 4-2 Stuttgart-Celtic...............3-2 0-1 Thompson (13.), 0-2 Sutton (16.), 1-2 Tiffert (38.), 2-2 Gleb (75.), 3-2 Mutzei (87.) Celtic áfram samanlagt 4-5 AEK-Malaga ..................0-1 0-1 Sanchez (28.) Malaga áfram samanlagt 0-1 Liverpool-Auxerre............2-0 1-0 Owen (67.), 2-0 Murphy (73.) Liverpool áfram samanlagt 3-0 Boavista-Hertha Berlin......1-0 1-0 Ávalos (85.), Boavista áfram samanlagt 3-3 en Boa- vista er með tvö mörk skoruð á úti- velli. Wisla Krakow-Lazio........frestað Frestað vegna vallaraðstæðna, þar sem völlurinn var gaddfreðinn. Nýr leikdagur hefur enn ekki verið ákveð- inn Denizlispor-Porto ...........2-2 0-1 Derlei (43.), 1-1 Martin (52.), 2-1 Özkan (58.), 2-2 Clayton (85.). Porto áfram samanlagt 8-3 Anderlecht-Panathinaikos .. . 2-0 1-0 Jestrovic (69.), 2-0 Jestrovic (80.), Panathinaikos áfram samanlagt, 2-3. Átta liða úrslit Fyrri leikir þann 13. mars Malaga-Boavista/Herta Berlin Besiktas-Wisla Krakow/Lazio Celtic-Liverpool Porto-Panathinakos Eyjólfur Sverrisson var í leik- mannahópi Herthu Berlin gegn Boa- vista í gær. Defoe til Man. Utd ef llltest Ham lellur Ef West Ham nær ekki að halda sér í deildinni á þessu tímabili er talið liklegt að liðið verði að selja leikmenn til að mæta tekjutapi í ensku 1. deildinni. í enskum f]öl- miðlum í gær er talað um að Man. Utd sé tilbúið að leggja fram 7 millj- ónir punda sem greiðslu fyrir Jermain Defoe og það talið líklegt að að því verði gengið í herbúðum West Ham ef liðið fellur, þrátt fyrir að Lundúnaliðið setji 10 milljóna punda verðmiða á kappann. Man. Utd hefur í vetur aðeins verið með þrjá framherja og hefur Paul Scholes þurft að bregða sér í framherjastöðuna á stundum. Úr herbúðum Man. Utd hafa borist þær fréttir að Alex Ferguson sé að leita að ungum framherja, hann hefur áður spurst fyrir um Defoe en fékk þau svör að hann væri ekki til sölu. Nú eru hins vegar aðrir tímar á Upton Park. -PS Ashley Cole: Frá í nokkr- ar vikur Ashley Cole, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, leikur ekki með Arsenal næstu vikurnar þar sem hann fór í aðgerð vegna kviðslits í gær. Samkvæmt upplýsingum úr her- búðum Arsenal hefur leikmaðurinn þjáðst af þessum meiðslum allt tíma- bilið en nú er svo komið að hann þolir ekki lengur við, enda hafa meiðslin versnað með leik hverjum. Talið er að Cole missi í það minnsta af leikjum Arsenal við Charlton og Blackburn, leik í undan- úrslitum bikarkeppninnar gegn Chel- sea og næsta leik í meistardeildinni, gegn Roma. Þá þykir ólíklegt að hann leiki síðasta leikinn í riðlakeppni meistaradeildarinnar, gegn Val- encia. -PS Sport Sextán liöa úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu leikin í gærkvöldi: Liverpool mætir Celtic - litadýrö í Brussel þegar Panathinaikos sló út Anderlecht Liverpool tryggði sér þátttökurétt í átta liða úrslitum Evrópukeppn- innar í knattspymu með 2-0 sigri á Auxerre á Anfield Road í Liverpool í gær. Liðið mætir Celtic, sem tap- aði 3-2 fyrir Stuttgart i Þýskalandi, en það dugði skoska liðinu til að komast áfram. Liverpool átti í vök að verjast á köflum en með tveimur mörkum frá þeim Michael Owen og Danny Murphy á sex mínútna kafla í síðari hálfleik var sætið í átta liða úrslit- um tryggt. Eftir mörkin tvö fengu leikmenn Liverpool tækifæri til að fjölga mörkunum en án árangurs. Michael Owen jafnaði met Ians Rush en hann gerði í gær 22. mark sitt fyrir Liverpool í Evrópukeppn- inni. Það gekk mikið á í Brussel þar sem Anderlecht tók á móti Pan- athinaikos. Alls voru gefin tvö rauð spjöld á leikmenn liðs Grikkjanna og sex gul en þeim tókst að verja þriggja marka forskotið sem þeir höfðu fyrir leikinn. Hertha Berlin er úr leik eftir að hafa tapað gegn Boavista í Portúgal, 1-0. Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri og kemst Boavista áfram með mörkum á útivelli. Eyjólfur Sverris- son var í leikmannahópi Herthu og kom hann inn á á 88. mínútu leiks- ins. -PS Qrshátíð Armanna í tilefni af 30 ára afmæli Stangaveiðifélagsins Ármanna verður haldið afmælishóf á morgun, laugardaginn 1. mars, í félagsheimili félagsins að Dugguvogi 13 og stendur það frá kl. 14.00 til 16.00. Dagskrá er með ýmsum hætti þar sem brugðið verður upp myndum úr starfi félagsins auk þess sem boðið verður upp á tónlist og ýmis ræðuhöld. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.