Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 Intersportdeildin í körfuknattleik: Haukar sluppu fyrir horn - sigruðu Skallagrím, Haukar sigruðu Skallagrím í Intersportdeild karla í körfuknatt- leik á Ásvöllum í gærkvöldi, 105-100. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu leikinn af krafti en um mið- bik fyrsta leikhluta sigu Haukarnir fram úr og höfðu forustu, 56-45, þeg- ar flautað var til hálfleiks. í þriðja leikhluta náðu heimamenn að auka forskot sitt enn frekar og ekkert virtist ætla að koma i veg fyrir sjötta sigur Haukanna í röð. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 101-82 en þá var eins og heimamenn gæfu eftir. Skallagrímsmenn komust aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í 4 stig þegar um háif mínúta var eftir. Haukarnir náðu samt að halda leikinn út og tryggja sér sigurinn þó tæpt hafi það verið. Það má segja að varnarleikur Haukanna hafi verið í molum undir Haukap - Skallagpímur 105-100 2-0, 13-13, 18-13, (26-19). 28-19, 41-28, 50-33, (56-45). 59-45, 69-54, 73-59, (79-61). 81-67, 101-82, 104-96, 105-100 Stig Hauka: Stevie Johnson 38, Halldór Kristmannsson 17, Ingvar Þ. Guðjónsson 12, Vilhjálmur S. Steinarsson 9, Marel ö. Guðlaugsson 8, Þórður Gunnþórsson 7, Ottó Þórsson 6, Sævar I. Haraldsson 4, Predrag Bojovic 3, Gunnar B. Sandholt 1. Stig Skallagrims: JoVann Johnson 39, Hafþór I. Gunnarsson 11, Milosh Ristic 11, Finnur Jónsson 8, Egill Ö. Egilsson 8, Darko Ristic 7, Ari Gunnarsson 6, Pálmi Þ. Sævarsson 5, Pétur M. Sigurösson 5. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Þröstur Ástþórsson (7). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 80. Maöur leiksins: Stevie Johnson, Haukum Fráköst: Haukar 36 (11 í sókn, 25 í vörn, Stevie Johnson 14), Skallagrímur 34 (10 í sókn, 24 í vöm, Darko Ristic 8). Stoösendingar: Haukar 24 (Ingvar Þ. 5, Bjovic 4, Skallagrímur 12 (Milos Ristic 3, Pétur M. 3). Stolnir boltar: Haukar (11, Marel 3, Johnson 3), Skallagrímur (9, Johnson 3). Tapaöir boltar: Haukar 18, Skalla- grímur 22. Varin skot: Haukar (6, Bjovic 3), Skallagrímur (2, Hafþór, Darko Ristic). 3ja stiga: Haukar 5/16 (31,3), Skalla- grímur 14/31 (45,2). Víti: Haukar 22/31 (71%), Skallagrím- ur 26/32 (81,3). Ualur - Snæfeli 100-84 0-2, 3-8, 5-12, 14-12, 16-17, 10-19, 25-19, (27-21), 34-22, 40-27, 43-30, 53-30, (53-32), 55-32, 63-41, 65-49, 67-54, 73-58, (73-66), 76-69, 83-72, 84-75, 94-75, 100-79, 100-84. Stig Vals: Jason Pryor 36, Ægir Jóns- son 17, Ólafur Ægisson 16, Barnaby Craddock 10, Evaldas Priudokas 9, Bjarki Gústafsson 7, Hjörtur Hjartarson 4, Alexander Dungal 1. Stig Snœfells: Clifton Bush 31, Hlynur Bæringsson 22, Helgi Reynir Guð- mundsson 12, Sigurbjörn Þóröarson 6, Andrés Heiðarsson 6, Atli Sigþórsson 5, Selwyn Reid 2. 105-100, á Asvöllum lok leiksins og gáfu þeir gestunum opin skot sem duttu flest niður. Skallagrímsmenn voru hins vegar of bráðir á sér í sókninni og með agað- ari leik hefði allt getað gerst. „Þetta var óþarflega lítill munur miðað við hvað við vorum komnir með gott forskot. Mér finnst algjör óþarfi að detta niður á svona lélegt plan. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé hvetjandi fyrir mannskap- inn fyrir leikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Við hefðum viljað enda þetta með smáreisn," sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, allt annað en ánægður að leik loknum. í liði Hauka átti Stevie Johnson mjög góðan leik og var yfirburða- maður í liðinu, skoraöi 38 stig. Hall- dór og Ingvar komu líka sterkir inn í síðari hálfleik og Sævar átti einnig finan leik. Hjá Skallagrími var John- son atkvæðamestur en skotnýtingin var samt ekki góð i fyrri hálfleik. Hann kom samt sterkur inn undir lok leiksins og hefði mátt taka upp á því fyrr. Milos Ristic átti líka góöa spretti í annars jöfnu liði Borgnes- inga. -ÞAÞ Stevie Johnson skoraöi 38 stig fyrir Haukana í gærkvöld en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er stigahæstur Haukanna í vetur. DV-mynd Teitur Friðrik Ragnarsson í banni í kvöld Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga i úrvalsdeildinni I körfuknattleik, stjómar ekki lið- inu í kvöld gegn Grindvík. Friðrik gagnrýndi störf dómara eftir leik liðsins gegn Skallagrími á dögun- um og sendi dómarinn skýrslu til aganefndar um atvikið og var Friðrik dæmdur í eins leiks bann. -PS Létt hjá Keflvíkingum - sigruðu ÍR-inga með 26 stiga mun á heimavelli sínum Keflvikingar áttu ekki i nein- um vandræðum með ÍR-inga í Intersportdeild karla í körfu- knattleik í gærkvöldi og sigruðu, 114-88. Leikurinn, sem fram fór í Keflavík, var laus viö alla spennu og strax í upphafi tóku heimamenn hann föstum tökum. Töffaraskapur þeirra olli því þó stundum að lítilleg'a losnaði um tökin en það kom ekki að sök. ÍR-ingar léku án Eugene Christophers sem meiddist á hné í síðasta leik en verður líklega orðinn leikfær í þeim næsta. Þeim tókst aldrei meira en rétt svo að stríða Keflvíkingum og þá einna helst í sóknarfráköstunum en þeir hittu reyndar nokkuð vel framan af leik. Heimamenn höfðu þetta allt á sínu valdi og þeir leyfðu sér nokkur skemmti- atriði til handa áhorfendum og voru þau vel þegin. Rétt fyrir leikhlé átti Damon Johnson ótrúlega skemmtilega sendingu á Edmund Saunders. Damon, staðsettur rétt við miðju- línuna, henti boltanum af krafti í gólfið og þaðan skaust hann upp að körfunni þar sem Saunders tók hann viðstöðulaust og tróð með tilþrifum. Með þeim flottari en sjón var sögu ríkari. Jón Nor- dal Hafsteinsson tróð síðan með álíka tilþrifum rétt fyrir leikslok. Hann tölti síðan að bekknum, þar sem flestir lykilmenn liðsins voru samankomnir og nutu verðskuldaðrar hvíldar, og sagði við Saunders: „Save the best for last.“ Ekki að spyrja að töffara- skapnum hjá Keflvíkingum og að þessu sinni var hann upp á tíu. Damon Johnson lék geysilega vel og hann lætur þetta allt líta svo auðveldlega út. Edmund Saunders var gríðaröflugur en hann þurfti að taka talsvert á enda margir leikmenn gestanna hávaxnir. Guðjón Skúlason sann- aði einn ganginn enn að hann er engum líkur þegar kemur að 3ja stiga skotum. Hann setti niður átta kvikindi og var einhver að tala um að hann væri að hætta? Ekki að raeða það! Eiríkur Önundarson stóð vel fyrir sinu hjá gestunum og Hreggviður Magnússon var góð- ur í seinni hálfleik. -SMS Valur tók á móti Snæfelli í Intersportdeildinni í körfuknattleik: Valsmenn ennþá á lífi - höföu yfirhöndina allan tímann og unnu sextán stiga öruggan sigur Dómarar (1-10): Sígmundur Her- bertsson og Rúnar GSslason (7). Gæái leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 175. Maöur leiksins: Jason Pryor, Val Fráköst: Valur 33 (6 í sðkn, 27 í vörn, , Snæfell 43 (17 í sókn, 25 í vörn, ). Stoásendingar: Valur 22 (Craddock 8, Pryor 6), Snæfell 14 (Helgi 10). Stolnir boltar: Valur 12 (Pryor 5), Snæfell 6 (Helgi 3). Tapaáir boltar: Valur 11, Snæfell 18. Varin skot: Valur 5 (Hjörtur 4), Snæfell 5 (Hlynur 3, Reid 2). 3ja stiga: Valur 25/11 (44%), Snæfell/ (%). Víti: Valur 18/15 (83%), Snæfell/(%). Botnbaráttan í Intersport-deOdinni opnaðist upp á gátt í gærkvöld þegar Valsmenn lögðu Snæfell að Hlíðar- enda, 100-84, eftir að hafa haft yfir- höndina nánast allan leikinn. Það er þvi Ijóst að þrjú lið berjast um eitt sæti sem gefur áframhaldandi sæti í efstu deild á meðan hin tvö verða að bíta í það súra epli að spila í 1. deild á næsta tímabili. Liðin sem um ræðir eru Valur, Skallagrímur og Hamar og standa Hvergerðmgar best að vígi en þessi þrjú lið eiga eftir að berjast inn- byrðis í síðustu tveimur umferðunum. Þaö vantaði tvo lykilmenn í lið Snæfells í leikinn í gær og voru þeir Lýður Vignisson og Jón Ólafur Jóns- son í borgaralegum klæðum á vara- mannabekk liðsins. Á móti voru Vals- menn án Ragnars Steinssonar og Lit- háinn Evaldas Priudokas var veikur og gat lítið tekið þátt í leiknum miðað við venjulega. Valsmenn náðu sex stiga forskoti í fyrsta leikhluta og bættu um betur í öðrum þar sem Jason Pryor fór fyrir liðinu og þegar flautað var til hálfleiks vara staðan 53-32 fyrir heimamenn. Það var sama hvort gestimir úr Hólm- inum léku maður á mann vöm eða svæðisvöm, engin bönd héldu Vals- mönnum í sókninni. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ- fells, hefur náð að berja sína menn saman í háifleik því allt annað var að sjá leikmenn liðsins í þriðja leikhluta. Snæfellingar börðust eins og ljón í frá- köstunum og Helgi Reynir Guðmunds- son fór á kostum í sókninni og skapaði hverja körfuna á fætur annarri með þvi að brjóta slaka vöm Vals. Vals- menn voru fullværukærir á þessum kafla og héldu greinilega að það for- skot sem hafði náðst í fyrri hálfleik myndi duga. Eftir þmmuræðu þjálfara þeirra fýrir fjórða og síðasta leikhluta fóm þeir að gera hlutina sem voru að ganga fyrr í leiknum og lönduðu góð- um sigri sem gefur liðinu von um að halda sér uppi. Hjá Val var Pryor öflugur. Hann skoraöi mikið og var dugiegur að hirða boltann af gestunum. Ægir Jóns- son lék vel megnið af leiknum og þá kom Ólafur Már Ægisson sterkur inn i lið Vals eftir langvarandi meiðsl og skoraði 16 stig. Hjá Snæfelli var Bush góður en Hlynur Bæringsson hitti illa og var að skjóta mikið fyrir utan. Helgi átti frá- bæra kafla og Andrés Heiðarsson og Sigurbjöm Þórðarson voru ágætir. -Ben Grindavík 19 16 3 1745-1575 32 Keflavík 20 14 5 2012-1682 30 KR 19 14 5 1694-1561 28 Haukar 20 14 6 1812-1712 28 Tindastóll 19 10 9 1706-1689 20 Njarðvík 19 10 9 1554-1581 20 ÍR 20 10 10 1654-1771 20 Snæfell 20 8 12 1603-11617 16 Breiðablik 19 7 12 1724-1765 14 Hamar 19 5 14 1723-1896 10 Skailagr. 20 4 16 1648-1843 8 Valur 20 4 16 1616-1858 8 Næstu leikir Föstudagur 28. febrúar Hamar-Tindastóll ...........19:15 Njarövík-Grindavík..........19:15 Breiðablik-KR...............19:15 Sunnudagur 2. mars SkaUagrímur-Hamar...........19:15 KR-Njarðvík.................19:15 Tindastóll-Valur............19:15 Breiðablik-Keflavík.........19:15 Snæfell-ÍR..................19:15 Keílauík - ÍR 114-88 2-0, 17-4, 21-10, 25-18, (30-21). 33-21, 40-29, 52-33, (55-38). 57-38, 62-44, 75-54, (79-60). 82-60, 97-62, 104-70, 106-79, 114-88. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 39, Guöjón Skúlason 27, Edmund Saunders 20, Jón M. Hafsteinsson 12, Sverrir Sverrisson 6, Arnar F. Jónsson 4, Falur Haröarson 3, Gunnar Einarsson 3. Stig ÍR: Eiríkur Önundarsson 21, Hreggviöur Magnússon 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 13, Ómar Sævarsson 8, Benedikt Pálsson 8. Steinar Arason 6, Ólafur Þórisson 4, Ólafur J. Sigurösson 4, Fannar F. Helgason 4, Pavel Ermolinski 3. Dómarar (1-10): Leifur Garöarsson og Eggert Þór Aöalsteinsson (8). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 186. Maður leiksins: Damon Johnson, Keflavík Fráköst: Keflavík 33 (7 í sókn, 26 í vörn, , ÍR 33 (14 í sókn, 19 í vörn). Stoösendingar: Keflavík (35, Sverrir 6, Saunders 6), ÍR (20, Eiríkur 5). Stolnir boltar: Keflavík (22, Johnson 5, Jón 3, Magnús 3), ÍR (9, Eiríkur 3). Tapaöir boltar: Keflavík 22, ÍR 26 . Varin skot: Keflavík (5, Jón N. 2, Johnson 2), ÍR (3, Ómar 2). 3ja stiga: Keflavík 14/31 (45,2%), ÍR 10/22 (45,5%). Víti: Keflavík 20/22 (90,9%), ÍR 14/22 (63,6). Skotveiðiskýrslur streyma inn: Rjúpnaveiðin um 100 þúsund fuglar Þessa dagana streyma inn veiðiskýrslur frá um 17 þúsund skotveiðimönnum víða um land, en fleiri og fleiri senda sýslurnar sínar á Netinu. Svo pappírsflóðið verður miklu minna fyrir vikið. Áki Ármann Jónsson veiði- stjóri sagði að veiðitölur ættu að liggja fyrir í mars með fjölda veiddra dýra á síðasta ári. En þeir sem skiluðu skýrslum fyrir 1. febrúar fengu verðlaun. Margir bíða spenntir eftir að vita hvernig rjúpnaveiðin gekk, hún gekk misjafnlega á síðasta timabili, enda ætlar umhverfis- ráðherra að grípa til aðgerða strax á næsta tímabili til að vemda rjúpuna. Tölur um 100 þúsund fugla er eitthvað sem gæti verið niður- staðan eftir veiðitímabilið en við skulum sjá til hvað setur og sjá hvað tölumar segja í mars. Skotveiðimenn og bændur sem rætt hefur verið eru flestir sammála um að mjög lítið sjáist að rjúpu, bara þess vegna þarf að friða hana ennþá meira. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.