Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Sport DV Enar Karl stökk 2,23 metra Einar Karl Hjartarson, íslands- methafi í hástökki úr ÍR, stökk 2,23 metra á móti í Idaho í Bandaríkjun- um í gær og sigraði. Hann átti síð- an góðar tilraunir við 2,27 metra. Þetta er besti árangur Einars Karls síðan á árinu 2001, en hann stökk 2,18 metra á síðasta ári. Það er því greinilegt að Einar Karl er að ná sér á strik aftur, en íslands- met hans innanhúss er 2,28 metrar og 2,25 metrar utanhúss. Magnús Aron Hallgrímsson kastaði kringlunni 59,68 metra á vetrarkastmóti Evrópu sem fram fór á Ítalíu um helgina. -ósk Björgvin og Hrefna sigruðu Björgvin Björgvinsson, skíða- maður frá Dalvík, og Hrefna Dag- bjartsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, báru sigur úr býtum á bikarmóti SKÍ sem fram fór í Hlíðarfjalli á laugardaginn. Annar í karlaílokki varð Steinn Sigurðsson úr Ár- manni og Ingvar Steinarsson frá Skíðafélagi Akureyrar varð þriðji. Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir úr Víkingi varð önnur í kvennaflokki og Harpa Dögg Kjartansdóttir úr Breiðabliki varð þriðja. -ósk Pétup vann Bikanglímuna Pétur Eyþórsson, glímukappi úr UV, og Svana Hrönn Jóhannsdóttir úr báru sigur úr býtum í Bik- arglímunni sem fram fór í Haga- skóla á laugardaginn. Mikil forfóll voru í Bik- arglímunni og mættu aðeins þrír keppendur til leiks í karlaflokki. Pétur fékk þrjá og hálfan vinning, einum vinningi meira en Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK. Pétur fetaði með sigrinum í fót- spor fóður síns, Eyþór Péturssonar sem vann Bikarglímuna árið 1982. Aðrir bikarmeistarar urðu Elísa- beth Patriarca, HSK (meyjar 14-16 ára), sem vann sinn aldursflokk, Pétur Gunnarsson, HSÞ (sveinar 14-16 ára), Signý Eva Auðunsdóttir HSK (telpur 11-13 ára), og Pálmi Ei- ríkur Gíslason (piltar 11-13 ára). Elísabeth hefur nú sigrað í Bik- arglímu íslands fimm ár í röð, í telpnaflokki 1999-2001 og meyja- flokki 2002 og 2003. -ósk Utan vallar Forystumenn félaga í Simadeild- inni í knattspymu eru famir, í enn frekari mæli en áður, að kvarta yfir heimtufrekju íslenskra knattspymu- manna og segja að launakröfur þeirra séu alls ekki takt við það erfiða rekstrarumhverfi sem félögin búa við. Það hefur því gerst í æ fleiri tilfell- um að liðin em farin að leita út fyrir landsteinana að leikmönnum sem í flestum en þó alls ekki öllum tilfellum eru ódýrari en þeir íslensku. Það kostar þó yfirleitt drjúgan skilding aö fá til landsins leikmenn sem raun- verulega hjálpa liði í Símadeildinni og það getur reynst þrautin þyngri fyrir félög, hverra sjóðir eru aö mestu uppumir, að fjármagna komu slíkra leikmanna til landsins. Þeir forráðamenn, sem hafa þetta í hyggju, skulu þó ekki örvænta því að það eru margar leiðir til að mjólka sömu kúna. Það sem fyrst þarf að hafa í huga er hvort leikmaðurinn á að baki dvöl hjá einhveiju frægu liði úti i heimi. Það skiptir litlu sem engu máli hvort það var fyrir einu ári eða fimmtán - leikmaðurinn á sér sögu. Þó er rétt að geta þess að menn, með fortíð í fræg- um félögum, eru oft á tíöum í ftjálsu falli getulega séð þegar þeir eru fam- ir að íhuga rækilega að koma til ís- lands og spila. Það fyrsta sem hægt er að gera er að fá leikmanninn í heimsókn áöur en gerður er við hann samningur og reyna að heilla hann með fógru lands- lagi, fjölbreyttri menningu eða hverju því sem þurfa þykir hafandi í huga að tilgangurinn helgar alltaf meðalið. Varðandi fjármögnun kappans er gott að byija á því að bjóða íslenskum fjölmiðlum einkaviðtal við leikmann- inn gegn „sanngjömu verði". Þetta væri að vísu nýmæli hér á íslandi en nýjum mönnum fylgja nýir siðir og því ættu fjölmiðlar að stökkva á þetta metnaðarfulla framtak. í öðm lagi er félaginu í lófa lagt að hækka aðgangseyri á völlinn um helming þegar hinn frægi erlendi leikmaður er byijaður að spila með liðinu. „Frægir" leikmenn trekkja að og því myndu skilningsrikir stuðn- ingsmenn félagsins fúslega greiða hærri upphæö til að beija leikmann- — Oskar Hrafn Þorvaldsson fþróttafréttamaöur á DV-Sporti inn augum. t þriðja lagi væri hægt að selja inn á blaðamannafundi eftir leiki hjá fé- laginu þar sem fjölmiðlar fengju tæki- færi til að tala við leikmanninn gegn „sanngjamri greiðslu". Forráðamenn félagsins verða að gera sér grein fyr- ir að hvert gullkom sem fellur af vör- um hetjunnar er söluvara fyrir fjöl- miðlana og þvi eðlilegt að greitt sé fyrir. Hugsanlega væri hægt að selja hveija viðtalsmínútu með stjömunni - alltaf þó á „sanngjörnu verði". Treyjur, með nafni og númeri stjömunnar, myndu rjúka út eins og heitar lummur aukinheldur sem fólk gæti leigt hann í kaffiboð og rætt við hann um landsins gagn og nauðsynj- ar - gegn „sanngjamri" greiðslu. Forráðamenn felaga ættu því ekki að bera nokkurn ugg í bijósti við að fá dýran erlendan frægan leikmann til liðsins. Leikmaðurinn gæti oröið að gullgæs ef forystumenn félagana em nógu hugmyndarikir, djarfir og opnir fyrir nýjungum. Múnudagurinn 3. mars 2003 Efni DV- Sports í dag Utan vallar, fréttir Grótta/KR-Sávehof Essodeild karla Essodeild karla Essodeild kvenna Essodeild kvenna 1. deild kvenna + NBA Intersportdeildin Intersportdeildin Intersportdeildin © 0 © © © © Urslitaleikur enska deildabikarsins © 0/ 0 Enska knattspyrnan 0 Enska knattspyrnan © Deildabikar KSÍ Deildabikar KSÍ © Evrópuknattspyrnan © íslandsmót f borðtennis 0 íslandsmót í hópfimleik. Hestar Badminton unglinga Badminton unglinga Fréttir Guömundur sést hér í leik gegn Fylkismönnum á siöasta tímabiii en um helgina varö Ijóst aö hann spilar meö KR- ingum á komandi leiktíö. Deila KR og Guðmundar Benediktssonar á enda: Náðu samkomulagj - Guömundur geröi nýjan samning sem rennur út eftir komandi tímabil Deila íslandsmeistara KR og fram- herjans Guðmundar Benediktssonar, sem staðið hefur frá því í byrjun des- ember á síðasta ári, var leyst um helgina. Forsaga málsins var sú að forráða- menn KR sögðu upp samningi sínum við Guðmund í byrjun desember á þeim forsendum að hann vfidi ekki - keppm i hvcrju oroi Bcinn sími: .............. 550 5880 Ljósmyndir: .............. 550 5845 Fax:...................... 550 5020 Netfang:............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurðsson (jkssport@dv.is) Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafh Þorvaldsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is) breyta samningi sínum líkt og allir aðrir leikmenn liðsins höfðu gert. Síöan þá hefur Guðmundur æft upp á eigin spýtur og málið hefur dinglað á milli lögfræðinga beggja aðila. Guðmundi var meinaður aðgangur að æfingum KR fyrir skömmu og héldu þá flestir að dvöl Guðmundar hjá félaginu væri á enda runnin en svo var ekki. Um helgina náðist samkomulag milli KR og Guðmundar þar sem samið var um að Guðmundur mundi spila með KR út komandi tímabil, væntanlega á öðrum forsendum held- ur en gamli samningurinn hans hljóðaði upp á. Báöir aðilar sáttir Kristinn Kjærnested, stjórnarmað- ur í KR, sagði í samtali við DV-Sport um helgina að það ríkti mikil ánægja innan KR að þessi mál væru í höfn. „Það er gott að þetta er komið á hreint. Báðir aðilar eru sáttir og núna skapast sá vinnufriður sem fé- lagið þarf til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið," sagði Kristinn og bætti við að honum fyndist Guð- mundur Benediktsson komast mjög vel frá þessu máli. „Guðmundur hefur hagað sér mjög fagmannlega í öllu ferlinu og gengur uppréttur frá samningnum líkt og fé- lagið,“ sagði Kristinn. Menn vildu leysa þetta Guðmundur Benediktsson sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann væri mjög sáttur við þessa niður- stöðu. „Það er gott að þetta er búið og þetta voru að minu mati eðlileg enda- lok. Menn innan félagsins vildu leysa þetta mál og fyrir það er ég þakklát- ur. Ég fékk líka góðan stuðning frá leikmönnum KR og fyrir hann ber að þakka,“ sagði Guðmundur og sagðist vera á réttri leið í endurhæfingu sinni eftir hnéaðgerð. „Ég vonast til að byrja að æfa með liðinu fljótlega og verð kominn í form þegar Símadeildin byrjar í maí.“ -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.