Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
31
DV
Sport
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu á laugardag og sunnudag:
- Arsenal vann öruggan sigur á Charlton í gær og jók forystu sína á toppi deildarinnar í átta stig
Arsenal náði átta stiga forystu á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar með
því að leggja Charlton að velli, 2-0,
á Highbury. Sigurinn var mjög ör-
uggur og hélt Arsenal uppi stans-
lausri skothríð að marki Charlton.
Francis Jeffers og Robert Pires
skoruðu mörk Arsenal í fyrri hálf-
leik og var seinni hálfleikurinn nán-
ast formsatriði gegn Charlton sem
hafði unnið fimm leiki í röð á und-
an.
Framherjinn frábæri Thierry
Henry sagði eftir leikinn að stigin
þrjú væru mikilvægust.
„Það skiptir ekki alltaf öllu máli
að vinna með fjórum eða fimm
mörkum - að fá þrjú stig er mikil-
vægast. Við viljum vinna alla leiki
sem við spilum, hver sem andstæð-
ingurinn er. Charlton spilar alltaf
vel á Highbury og því var þetta
mjög mikilvægur sigur.“
Alan Curbishley, knattspyrnu-
stjóri Charlton, viðurkenndi eftir
leikinn að liðið hefði mætt oíjörlum
sínum.
„Við getum ekki borið okkur
saman við Arsenal. Þeir eru með
stórkostlegt lið sem hefur áralanga
hefð fram yflr okkur,“ sagði Curbis-
hley eftir leikinn og bætti við að
það væri erfltt fyrir hann að vera
fúll þrátt fyrir tap þvi að frammi-
staða liðsins í vetur væri búin að
vera stórkostleg - raunar miklu
betri heldur en hægt var að búast
við.
Dunn aftur hetjan
Það var hinn endurfæddi David
Dunn sem skoraði eina mark leiks-
ins þegar Blackburn sigraði
Manchester City um helgina. Dunn,
sem fyrr í vetur var harðlega gagn-
rýndur fyrir frammistöðu sina af
sjálfum framkvæmdastjóranum,
Graeme Souness og var í kjölfarið
tekinn úr liðinu og settur á sölu-
lista, hefur nú skorað tvö gríðarlega
mikilvæg mörk í síðustu tveimur
leikjum fyrir Blackbum og virðist
hafa endurheimt traust fram-
kvæmdastjórans að nýju. Það var
samt sem áður Robbie Fowler sem
var blórabögull leiksins, en hann
klúðraði hverju dauðafærinu á fæt-
ur öðru og hefur hann ekki enn
skorað síðan hann gekk til liðs við
Manchester City.
Souness var hæstánægður með
frammistöðu Dunn og segir að hann
hleypti nýju blóði í lið sitt. „Mér
fannst hann standa sig frábærlega
fyrstu tuttugu mínútur leiksins en
ég held að allir hafi séð í síðari hálf-
leik að hann er ekki tilbúinn í heil-
an leik,“ sagði Souness.
Kollegi hans hjá City, Kevin
Keegan, tók upp hanskann fyrir
hinn mislukkaða Fowler. „Mér
fannst hann frábær í dag. Hann er á
hraðri leið í sitt besta form og það
verður ekki komist hjá því að hann
skori fljótlega. Hann spilar betur og
betur með hverjum leik og þetta er
aðeins spuming um að brjóta ís-
inn,“ sagði Keegan.
Sunderland kemst nær 1. deild
Ófarir Sunderland ætla engan
enda að taka og eftir tap gegn Ful-
ham um helgina er liðið nú komið
hálfa leið niður í fyrstu deild. Nú
þegar níu leikir eru eftir af deildar-
keppninni er Sunderland sjö stigum
á eftir næstneðsta liði deildarinnar
og miðað við spilamennsku liðsins á
tímabilinu verður það að teljast
kraftaverk nái liðið að halda sér
uppi. Sunderland var reyndar furðu
nálægt stigi því það var ekki fyrr en
sex mínútum fyrir leikslok að Louis
Saha skoraði sigurmark leiksins.
„Nú skiptir öllu að gleyma því
sem á undan er gengið og byrja að
hugsa um leikina níu sem við eig-
um eftir. Við spiluðum vel í dag og
verðskulduðum meira úr leiknum.
Ef við sýnum sömu spilamennsku í
þessum síðustu leikjum hef ég trú á
að við komum okkur upp töfluna,"
sagði Wilkinson bjartsýnin uppmál-
uð að leik loknum.
Ferdinand minnti á sig
Nýjasti liðsmaður West Ham, Les
Ferdinand, var sínum gömlu félög-
um í Tottenham örlagavaldur um
helgina, en hann skoraði fyrsta
markið í 2-0 sigri West Ham.
Ferdinand, sem skoraði 33 mörk í
118 leikjum fyrir Tottenham áður
en hann var seldur í kjölfar komu
Robbie Keane, meiddist strax á 13.
mínútu leiksins og er jafnvel talinn
hafa kinnbeinsbrotnað. Hann neit-
aði að yfirgefa völlinn og Glenn
Roeder sér væntalega ekki eftir því
að hafa leyft honum að halda áfram
því aðeins 18 mínútum seinna hafði
hann opnað markareikning sinn hjá
félaginu. Það var Michael Carrick
sem bætti við öðru marki áður en
yfir lauk og þar við sat.
David James, markvörður West
Ham, hrósaði Ferdinand í hástert
eftir leikinn og segir hann vera lyk-
ilinn að velgengni sinna manna í
undanfornum leikjum. „Hann hefur
komið með þessa sigurlöngun sem
okkur hefur vantað allt tímabilið.
Og í dag spiluðum við frábærlega,
okkar besti leikur á tímabilinu og
ég hafði ekkert að gera allar 90 min-
útumar," sagði James.
Hoodle sparaði ekki fúkyrðin á
sína menn og var hann öskuvondur
í leikslok. „Við spiluðum illa. Send-
ingar okkar voru skelfilegar, við
sýndum enga löngun til að sigra og
við áttum ekkert skilið út úr þess-
um leik.“ -ósk/vig
OKKAR MENN
Eióur Smári Guöjohnsen
spilaði ailan leikinn með
Chelsea sem tapaði, 2—1, fyr-
ir Newcastle á útivelli i
ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn.
Lárus Orri Sigurósson spil-
aði allan leikinn fyrir West
Brom sem tapaði, 1-0, fyrir
Southampton í ensku úrvals-
deildinni á laugardaginn.
í ensku 1. deildinni á laugardaginn.
Bjarni Guójónsson spilaði einnig allan
leikinn fyrir Stoke.
Pétur Marteinsson var ekki i leik-
mannahópi Stoke í leiknum.
leiknum með skalla á 13. mínútu og fékk
einnig að líta gula spjaldið.
ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyr-
ir Brighton sem tapaði fyrir Gillingham,
3-0, á útivelli 1 ensku 1. deildinni á laug-
ardaginn.
Þórður Guöjónsson var í byijunarliði
Bochum sem tapaði fyrir Hannover, 2-1,
á heimavelli í þýsku 1. deildinni á íaug-
ardaginn. Þórður fór af velli á 74. min-
útu.
Brynjar Björn Gunnarsson spilaði all-
an leikinn fyrir Stoke sem tapaði fyrir
Bunrley, 1-0, á Britannia-leikvanginum
Hermann Hreiðars-
son var ekki með
Ipswich gegn
Norwich í ensku 1.
deildinni í gær þar
sem hann tók út leik-
bann.
Hei&ar Helguson. “röur
fyrir Watford sem gerði jafn- son-
tefli, 1-1, gegn Nottingham
Forest í ensku 1. deildinni á laugardag-
inn. Heiðar skoraði eina mark Watford í
Rúnar Kristinsson spilaði allan leikinn
fyrir Lokeren sem vann stór-
sigur á Mechelen, 5-0, í
belgísku 1. deildinni í gær.
Rúnar skoraði fyrsta mark
liðsins.
Helgi Valur Daní-
elsson lék allan leik-
inn fyrir Peter-
borough sem vann
góðan útisigur á
Crewe, 1-0, í ensku 2.
deildinni á laugar-
__________ daginn. ___________________
„ a c.éL.ee— Amar Grétarsson spilaðiall-
Guöjons- Eyjólfur sverrisson Arnar Gretarsson- leikinn fyrir Lokeren og
var ekki í leikmannahópi Hert- skoraði tvö mörk.
hu Berlin gegn Hamburger í
þýsku 1. deildinni. Marel Baldvinsson spilaði allan leik-
inn fyrir Lokeren. -ósk
Arnar Þór Viöarsson spilaöi
ailan leikinn fyrir Lokeren.
Brasilíumaöurinn Juninho
var fljótur að minna á sig hjá
Middlesbrough um helgina. Hann
spilaði sinn fyrsta leik með liðinu
síðan hann kom frá Atletico Ma-
drid fyrir tímabilið og skoraði
tæpum hálftíma eftir að hann kom
inn á sem varamaður. Juninho
meiddist illa á hné á undirbún-
ingstímabilinu og Steve McClaren,
knattspymustjóri Middlesbrough,
var ánægður með að sjá litla Bras-
Uíumanninn i liði sínu.
„Hann hefur góð áhrif á leik-
menn og gefur okkur miklu fleiri
möguleika í sókninni. Það er gott
að fá hann tU baka því hann
styrkir liðið mikið." -ósk
flimmy F. Hasselbaink
Jimmy Floyd Hasselbaink,
framherji Chelsea, komst á blað
um helgina en það kætti þó ekki
stuðningsmenn Chelsea eins og
venjulega. Þessi mikli markahrók-
ur vUltist inn i vítateig Chelsea
gegn Newcastle og var ekki lengi
að skaUa boltann glæsUega í eigið
mark. Markið kom Newcastle á
bragðið og fór svo að lokum að
Chelsea tapaði leiknum og þrem-
ur dýrmætum stigum í baráttunni
um sæti í meistaradeUdinni á
næsta tímabUi. Það verður senni-
lega einhver bið á því að Caludio
Ranieri, knattspymustjóri Chel-
sea, biöji Hasselbaink um að fara
tU baka þegar Chelsea fær hom á
sig og dekka - hann reynir að
skora í öU þau mörk sem hann
sér. -ósk
Mánudagur 3. mars
Aston Villa - Birmingham
Laugardagur 15. mars
Aston Villa - Man. United
Blackburn - Arsenal
Charlton - Newcastle
Everton - West Ham
Fulham - Southampton
Leeds - Middlesbrough
Sunderland - Bolton
Tottenham - Liverpool
Sunnudagur 16. mars
Man. City - Birmingham
West Brom - Chelsea
Laugardagur 22. mars
Birmingham - West Brom
Chelsea - Man. City
Man. Utd - Fulham
Middlesbrough - Charlton
Newcastle - Blackbum
Southampton - Aston Villa
West Ham - Sunderland