Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 12
+ 28 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 29 »• Sport Markvörðurinn Jersey Dudek svaraði gagnrýninni fyrr í vetur á viðeigandi hátt: l’austshs verður Mörk frá Steven Gerrard og Michael Owen færöu Liverpool deildabikarinn í sjöunda skipti frá upphafi þegar liöiö lagöi erkifjendurna i Manchester United í mögnuöum úrslitaleik á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær. Maður leiksins var þó án efa markvörður Liverpool, Jersey Dudek, en hann bætti heldur betur fyrir mistök sín í leik gegn United fyrr í vetur, þegar hann færði Diego Forlan tvö mörk á silfurfati. En Dudek, sem átti erfitt uppdrátt- ar í upphafi leiktíðarinnar og var settur út úr Liverpool-liö- inu í kjölfariö á þeim leik, sýndi og sannaði að fall er far- arheill. Vegna meiðsla Chris Kirkland var Dudek settur að nýju í liðið fyrir fáeinum vik- um og síðan þá hefur piltur staðið sig frábærlega. Til að þakka Gerard Houllier knatt- spymustjóra endanlega fyrir traustið kom hann sínum mönnum hvað eftir annað til bjargar í siðari hálfleik með stórbrotinni markvörslu og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við sigur Liverpool. Tíðindalítið framan af Gerrard kom Liverpool yfir á 38. mínútu þegar fast skot hans af tæplega 30 metra færi hafði viðkomu í David Beckham og af honum fór boltinn í sveig yf- ir Fabien Barthez sem þrátt fýr- ir hetjulega tilburöi náði ekki til hans. Fram að þessu hafði leikurinn verið tíðindalítill og það eina verulega markverða sem gerst hafði var lúmskt skot frá Ruud Van Nistelroy sem fór naumlega fram hjá stönginni. Leikmenn United stjómuðu leiknum en leikmenn Liverpool beittu hefðbundnum leikstU og vörðust fimiega. En markið hleypti nýju blóði í leikinn og aðeins örfáum mín- útum síðar hefði United átt að vera búið að jafna. Þá varði Dudek skot frá Juan Sebastian Veron en frákastið féll fyrir fætur Paul Scholes. Hann skaut fram hjá Dudek en þá var mættur á marklínuna Stephane Hencoz og náði hann að hindra mark á einhvem ótrúlegan hátt. En þetta var aðeins for- smekkurinn af því sem koma skyldi í seinni hálfleik. Leik- menn United freistuðu þess að jafna metin og ef ekki hefði ver- ið fyrir Dudek þá hefðu bæði Scholes og Nistelroy sennilega náð að skora sitt markið hvor. Barthez minnti þó rækilega á sig um miðjan hálfleikinn þeg- ar Steven Gerrard komst einn í gegn eftir góðan undirbúning Milan Baros sem hafði skömmu áöur komið inn á sem varamað- ur. Ferguson tók áhættu Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka vissi Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, að tíminn væri orðinn knappur. Hann fómaði vamarmanninum Wes Brown fyrir Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær og setti Ryan Giggs í vinstri bakvörð. En með stærstan hluta mótherja sinna á sínum vallar- helmingi hafa leikmenn Liver- pool í gegnum tíðina sýnt fram á að það er þá sem þeir em hættulegastir. Þegar fjórax mínútur voru til leiksloka urðu Michael Silvestre á slæm mis- tök á miðjum vellinum. Diet- mar Hamman vann af honum knöttinn, renndi honum til Micheal Owen sem komst einn í gegn. Hann gerði engin mis- tök og renndi knettinum auð- veldlega fram hjá Barthez í markinu. Manchester United játaði sig sigrað og var Vladimir Smicer nálægt þvi að bæta við þriðja markinu þegar komið var fram yflr venjulegan leiktíma en Rio Ferdinand bjargaði á marklínu. Dudek var hetjan Houllier viðurkenndi eftir leikinn að með sigrinum hefði þungri pressu á sér verið aflétt. „Með sigrinum höfum við tryggt Evrópusætið og vonandi getum við verið afslappaðri í úrvalsdeildinni vegna þess. Þetta er því mikill léttir,“ sagði Houllier. „Að spila úrslitaleik gegn Manchester United fyrir fram- an yfir 70 þúsund áhorfendur þarfnaðist aga og andlegs styrks. Við bjuggum yfir því i dag og uppskárum eftir því. Gleymið ekki að leikmenn United fengu tveimur dögum lengri hvíld en við. En ég tek ekkert frá United. Þeir eru með frábært lið og ég tek fyllilega undir þær fullyröingar að Jers- ey Dudek hafi verið maður leiksins. Hann var hetjan okk- ar,“ sagði Hollier. Liverpool ................2 Manchester Utd . . 0 Mörk Liverpool: Steven Gerrard (39.), Michael Owen (86.). Gul spjöld: Stephane Henchoz, Liverpool (13.). Liö Liverpool: Jerzy Dudek, Jamie Carragher, Stephane Henchoz, Sami Hyypia, John Ame Riise, Steven Gerrard, Dietmar Hamann, Danny Murphy, E1 Hadji Diouf (90. Igor Bis- can), Emile Heskey (61. Milan Baros (89. Vladimir Smicer)), Michael Owen. Liö Manchester United: Fabien Barthez; Gary Neville, Wes Brown (74. Ole Gunnar Solskjær), Rio Ferdinand, Mikael Silvestre, David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane, Paul Scholes, Juan Sebastian Veron, Ruud van Nistelrooy. Sport Micheai Owen viröist kunna vel viö sig á Þúsaldarvellinum í Cardiff en hann skoraöi bæöi mörk Liverpool þegar liöiö sigraði Arsenal í úrslitaleik FA-bikarsins áriö 2001 á sama velli. Hér sést hann fagna marki sínu í gær. DV-mynd Reuters Punktar um deildabikarinn Leióin sem liöin fóru tii að komast í sjálfan úrslitaleikinn var áþekk. Liverpool byrjaði á að vinna South- ampton í þriðju umferð 3-0 en þá vann Manchester United topplið 1. deildar, Leicester, með sömu marka- tölu. í næstu umferð þurfti Liverpool vítaspyrnukeppni til að yfirstíga Her- mann Hreiðarsson og félaga i Ipswich á meðan Manchester United vann 2-0 sigur á Bumley. í 8-liöa úrslitum vann Liverpool lið Aston Villa 4-3 í eflirminnilegum leik en Manchester sigraði Chelsea með minnsta mun. 1 undanúrslitum fékk Liverpool harða mótspymu frá Sheffield United og tapaði meðal ann- ars fyrri leiknum 2-1. En á Anfield skoraði Liverpooi í framlengingu og tryggöi þannig farseðilinn til Cardiff. United mættu Blackbum og gerði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli. Útileikinn vann United síðan sann- færandi, 1-3. Fyrir leikinn i gœr höfðu Liverpool og Manchester United mæst þrisvar sinnum í deildabikamum. Árið 1983 áttust liðin við í sjálfum úrslitaleikn- um og haíði Liverpool þá betur, 2-1, eftir framlengdan leik. Áriö 1986 átt- ust liðin viö að nýju og sigraði Liver- pool þá aftur með sömu markatölu. Áriö 1991 kom United fram hefhdum með öraggum 3-1 sigri. Liverpool og Manchester United voru að leika til úrslita í enskri bik- arkeppni í fjórða sinn um helgina. United vann FA-bikarinn árið 1977 eftir 2-1 sigur á Liverpool. Eins og áð- ur segir mættust liðin árið 1983 I úr- slitum deildabikarsins og varð United þá að lúta I lægra haldi. Árið 1996 áttust liðin við öðra sinni í úr- slitaleik FA-bikarsins og vann United þá aftur, 1-0. Þakinu yfir Árþúsundaleikvangin- um var lokað meðan leikurinn í gær stóð yfir sökum rigningar. Leikmenn Liverpool virðast kunna vel við sig innanhúss því þegar þessi sömu lið áttust við i leiknum um Góðgeröar- skjöldinn árið 2001 hafði Liverpool einnig betur, 2-1. Það var í fyrsta skipti sem stórleikur í Bretlandi var leikinn innanhúss. Meö sigrinum um helgina tryggði Liverpool sér deildabikarinn í sjö- unda skipti. Ekkert lið hefur unnið bikarinn í jafnmörg skipti en næst kemur Aston Villa, sem hefur unnið bikarinn fimm sinnum. Þess má geta að Manchester United hefur aðeins unnið deildabikarinn einu sinni. Liverpool hefur einnig tekið þátt í flestum úrslitaleikjum deildabikars- ins, eða í alls níu skipti. Deildabikarinn fór af stað leiktíðina 1960-1961. Það var þáverandi ritari enska knattspyrnusambandsins, Al- an Hardaker, sem átti hugmyndina að keppninni. Úrslitaleikurinn í gær var sá 42. í röðinni. -vig Leikmenn Liverpool voru ánægðir með sigurinn: Happaleikvangur ' '-'W fl Hér sjást leikmenn Liverpool elta Steven Gerrard, skömmu eftir aö hann haföi skoraö fyrra mark Liverpool meö glæsilegu skoti af um 30 metra færi. DV-mynd Reuters Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United: Dudek var ótrúlegur í markinu „Það sem gerði gæfumuninn hjá þeim í síðari háífleik var Dudek í markinu. Hann vann leikinn fyrir Liverpool," sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, að úrslitaleikn- um loknum. Þetta eru orð að sönnu því Jersey Dudek varði eins og berserkur allan leikixm og fundu leikmenn United enga leið fram hjá honum. Ferguson var ekki ánægður með leik sinna manna. „Liverpool spilaði alveg eins og við var að búast en við vorum ekki nægilega fljótir að byggja upp okkar hefðbundna spil. Eftir að við lentum undir reyndum við enn frekar en án árangurs og því fór sem fór,“ sagði Ferguson. Hann segir að United muni nú einbeita sér að deildarkeppninni og meist- aradeildinni. „Leikmennimir eru vissulega vonsviknir því viö ætlum okkur að vinna titil í vet- ur. En þá verðum við bara að gera það á hinum víg- stöðvunum okkar,“ sagði Ferguson. -vig Michael Owen var hæstaánægður með að hafa nýtt sitt eina alvöru marktækifæri í leikn- um. „Þetta vxir í eina skiptið sem ég komst einn í gegn og sem betur fer tókst mér að koma knettinum fram hjá Barthez. Sem framheiji verður þú alltaf að vera á tánum fram til síð- ustu mínútu. Þetta var eins á móti Arsenal fyr- ir tveimur árum. Þá fékk ég tvö góð færi og náði að skora í bæði skiptin. En þaö er frábært að hafa unnið titilinn," sagði Owen og játaði að honum líkaði vel að spila á Þúsaldarvellinum. „Sumir leikvangar eru sérstakir og þetta er okkar happavöllur," sagði Owen. Houllier hughreysti Dudek Maður leiksins í gær var án efa Jersey Dudek, markvörður Liverpool. Hann sagði að Houllier hefði fyllt hann sjálfstrausti fyrir leik- inn. „Hann sagði að ég yrði hetja leiksins og að hann hefði fulla trú á mér. Ég var mjög ánægð- ur að heyra þessi orð frá stjóranum sjálfum og ég var ákveðinn í að bregðast honum ekki,“ sagði Dudek sem var mjög ánægður með vik- una í heild. „Ég er mjög ánægður með leikinn. Liðið spilaði vel og ég tel að sigurinn hafi verið verð- skuldaður. Á fimmtudaginn slógum við Aux- erre út úr Evrópukeppninni og nú þessi bikar. Lífið gerist ekki öllu betra,“ sagði pólski mark- vörðurinn. Frábær leikur Danny Murphy átti góðan leik á miðjunni hjá Liverpool og hrósaði hann leikmönnum Manchester United fyrir að gefast ekki upp. „Dagar eins og þessi verða ekki oft að veru- leika fyrir stuðningsmenn liösins. Þeir fengu frábæra skemmtun og leikmenn United gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin. Sem bet- ur fer fyrir okkur tókst þeim það ekki,“ sagði Murphy. Hinn markaskorarinn, Steven Gerrard, sagði að mark sitt hafði róað leik liðsins niður og það hefði verið það sem þurfti eftir að hafa haft taugar þandar til hins ýtrasta fyrstu mín- úturnar. Um markið sagði Gerrard ekki skipta máli þótt hann hefði farið í Beckham. „Við munum aldrei vita hvort hann hefði farið inn hefði ekki verið fyrir snertinguna. En hverjum er ekki sama? Boltinn fór inn fyrir línuna og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gerrard. -vig Leikmenn Manchester United voru niöurlútir í leikslok. DV-mynd Reuters +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.