Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 16
32 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Sport DV Deildabikarinn í knattspyrnu Uylkisma&urínn Steingrímur • Jótiannesson reynir hér skot a&_ marki '/atsmanna í teik fiðámta' á fóstudaginn. Hann haföi ekki . heppnina með sér að þessu sinni frekar en aðpr felagar hans i teiknumi DV-mynd Hari Fyrsti sigur Eyjamanna staöreynd: Tveimup fænni en unnu samt 0-1 Bjarni Rúnar Einarsson . . (60.) ÍBV lenti í miklum hremmingum í leik sínum við Víking á laugardag en náði að knýja fram sigur, 1-0, þrátt fyrir að hafa misst tvo menn af velli með rautt spjald um miðbik leiksins. Stórsókn Víkinga í seinni hálfleik bar síðan engan árangur. FVrri háifleikur var tíðindalaus að mestu og engin opin færi litu dagsins ljós. Baráttan var oft hörð en hvorugt liöið náði afgerandi tökum á miðjunni og því fór leikurinn þar fram að mestu leyti. Eyjamenn misstu Hafþór Rúnarsson af velli eftir að hann hafði slegið til Daníels Haíliðasonar sem lá á vellinum eftir harða tæklingu. Liðs- munurinn kom ekki í ljós fyrr en í seinni háifleik þegar Bjamólfur Lár- usson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á 52. mínútu og aftur var það Daníel sem lá í valnum. Víkingar hertu þá mjög sóknar- þungann en sváfu á verðinum þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson komst upp að endamörkum og sendi fyrir á Bjarna Rúnar Einarsson sem skoraði með skoti úr miðjum vítateig. Víking- ar héldu uppi pressu áfram en gekk ekkert að skapa sér opin marktæki- færi utan tvö, hið fyrra var skalli Sölva Ottesens yfir af stuttu færi og skömmu síðar, eða á 72. mínútu, var dæmd vítaspyma á ÍBV eftir brot á Sölva. Stefán Arnarson tók vítaspyrn- una en Birkir Kristinsson varði hana með tilþrifum. Það sem eftir lifði leiks tókst Víkingum ekki að brjóta vörn ÍBV á bak aftur. „Við byrjuðum ekki nógu vel og það vantaði meiri keyrslu hjá liðinu. Við komumst síðan betur inn í leik- inn en leikurinn breyttist þegar þeir misstu tvo menn af velli. Það vantaði ssunt aðeins upp á að við næðum að nýta okkur það. Eyjaliðið á heiður skilinn fyrir baráttuna og Birkir var frábær í markinu. Þetta var bara ekki okkar dagur i dag - herslumuninn vantaði," sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, í leikslok. Eyjamenn geta verið ánægðir með þennan sigur og sérstaklega hve vel vamarleikurinn var útfærður en þar voru menn mjög samstiga í öllum að- gerðum. Páll Hjarðar, Hjalti Jónsson og Atli Jóhannsson voru bestu menn þeirra. Hjá Víkingi börðust þeir Sölvi Ottesen og Bjami Hall af miklum krafti í seinni hálfleik en alla ógnun vantaði í leik liðsins. -HRM Komu fram hefndum - Valsmenn lögöu Fylkismenn örugglega á föstudaginn 0-1 Sigurbjöm Hreiöarsson .....(64.) 0-2 Sigurður S. Þorsteinsson .... (75.) Valur lagði Fylki 2-0 á fóstudaginn og kom þannig fram hefndum fyrir tap- ið í undanúrslitum Reykjavíkurmóts- ins. Sigurinn var sanngjam eftir að Valur hafði verið sterkari aðilinn í seinni háifleik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrstu mínúturnar eða allt þar tfl að Steingrimur Jóhannesson, náði hörku- skoti í stöng Valsmarksins á 19. mín- útu. Valsmenn sóttu í sig veðrið og áttu nokkur góð færi fram að hálfleik, sérstaklega Hálfdán Gíslason sem var í þrígang nálægt því að skora. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að það lifnaði aðeins yfir Fylkismönnum og Sævar Þór Gíslason var óheppinn að skora ekki þegar hann slapp einn í gegn en lét Kristin Guðmundsson í Valsmarkinu verja frá sér. Valsmenn tóku vöidin í seinni hálf- leik en Fylkismenn byrjuðu þó betur og Amar Úifarsson var í tvígang nærri því að koma þeim yfir. Sóknarþungi Vals jókst eftir þvi sem á leið og á 64. mínútu skoraði Sigurbjöm Hreiðars- son af mikilli yfírvegun eftir að hafa fengið góða sendingu frá Elvari Guð- jónssyni. Fylkismenn hefðu getað jafn- að strax í næstu sókn þegar Sævar Þór misnotaði galopið færi. Annars komust Fylkismenn lítið áleiðis en buðu hættunni heim með fá- skipaðri vöm sinni. Vaismenn nýttu sér það 15 mínútum fyrir leikslok með góðri skyndisókn sem endaði með glæsilegu langskoti Sigurðar Sæbergs Þorsteinssonar upp í blávinkilinn. Valsliðið kom mjög vel út í þessum leik eftir slæman skell gegn Víkingi í næsta leik á undan. Vömin var góð með Guðna Rúnar Helgason sem besta mann og Kristinn Lárasson kom inn í liðið í stöðu vinstri bakvarðar og leysti þá stöðu mjög vel af hendi. Á miðjunni var Sigurður Sæberg i aðalhlutverki og vann mjög vel auk Sigurbjörns Hreiðarssonar sem er þar allt i öllu. „Við vorum mjög einbeittir og mjög grimmir. Það hefur háð okkur svolítið að við höfum verið að spila góðan fót- bolta en vantað smá einbeitingu upp við markið bæði hjá okkur og svo hjá andstæðingunum. Seinni hálfleikur var mjög góður og sá fyrri var í lagi sem var mikilvægt því það var ekki mikið sjálfstraust í mannskapnum eft- ir tapið á móti Víkingi. Kristinn [Lár- usson] hefur verið frá knattspymuiðk- un í langan tíma og koma hans inn í liðið hefur góð áhrif á mannskapinn. Þetta er auðvitað mjög ungt lið og hann gefur okkur ákveðna ró sem er auðvitað bara af hinu góða,“ sagði Þor- lákur Árnason, þjálfari Vals, í leikslok. Fylkir átti sína spretti í þessum leik en átti erfitt uppdráttar á miðjunni og sóknarmenn þeirra, Steingrímur og Sævar Þór, fengu úr litlu að moða en voru jafnan hættulegir þegar þeir fengu boltann. Valur Fannar Gíslason og Amar Úlfarsson áttu fman leik í vöminni auk Ólafs Inga Skúlasonar sem lék sinn fyrsta leik eftir komuna frá Arsenal. -HRM B-riðill Úrslit: Fylkir-Valur . . . 0-2 Grindavík-FH . .4-1 Haukar-Þróttur . 2-8 Víkingur-ÍBV Staðan: .0-1 Þróttur 2 2 0 0 12-4 6 Grindavík 2 2 0 0 6-1 6 Valur 2 1 0 1 3-2 3 Vikingur 2 1 0 1 2-2 3 ÍBV 2 1 0 1 1-2 3 Fylkir 2 0 1 1 1-3 1 Haukar 2 0 1 1 3-9 1 FH 2 0 0 2 2-4 0 Markahæstu menn: Sören Hermanson, Þrótti .......5 Hjálmar Þórarinsson, Þrótti ...3 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 2 Páll Einarsson, Þrótti.........2 Næstu leikir: ÍBV-Fylkir.........7. mars kl. 20.30 Valur-Haukar .... 7. mars, kl. 20.30 Þróttur-Grindavik ... 8. mars, kl. 16 FH-Víkingur........9. mars kl. 18.30 Þróttarar kjöldrógu Hauka, 8-2: Getup ekki oröið verra - sagöi Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka O-l Vignir Sverrisson.....(1.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson . . . (13.) 0-3 Hjálmar Þórarinsson . . . (23.) 1-3 Róbert ÓU Skúlason .... (31.) 1-4 Sören Hermanson.......(32.) 1- 5 Hjálmar Þórarlnsson . . . (34.) 2- 5 Davíð Logi Gunnarsson . (39.) 2-6 Sören Hermanson.......(52.) 2-7 Páll Einarsson.......(74.) 2-8 Páll Einarsson.......(90.) „Það getur eiginlega ekki orðið verra - þetta er það lélegasta sem liðiö hefur sýnt undir minni stjórn," sagði Þorsteinn Halldórs- son, þjálfari Hauka, pirraður eftir leikinn gegn Þrótti á laugardaginn þar sem hans menn voru kjöldregn- ir, 3-2. Leikmenn Hauka voru á hælun- um nánast ailan leikinn og varnar- menn þeirra voru auðveld bráð fyr- ir eldfljóta sóknarmenn Þróttara. Hinn sextán ára gamli Hjálmar Þór- arinsson og Daninn Sören Herman- son léku saman í framlínu Þróttara og náðu vel saman. Þeir voru þó ekki einir þvi að Guðfmnur Ómars- son og HaÚdór Hilmisson áttu báð- ir mjög góðan leik og mötuðu Hjálmar og Sören oft með glæsileg- um sendingum. Þessir ijórir leik- menn vom bestu menn Þróttar í leiknum, Halldór þó sýnu bestur, en það var langt frá því að liðið væri að spila einhvern glansleik. Þróttarar mega ekki ofmetnast á þessum úrslitum því mótstaðan var engin. Haukaliðið, sem hafði náð jafntefli gegn Fylki með mikilli bar- áttu og öguðum vamarleik, var ein- hvers staðar víðs fjarri. Allir leik- menn Haukaliðsins áttu ákaflega dapran dag og vilja öragglega gleyma þessum leik sem fyrst. „Það sem pirraði mig mest var að öllum virtist standa á sama þó þeir væm að tapa stórt - andleysið var algjört," sagði Þorsteinn Hali- dórsson. Maður leiksins: Halldór Hilm- isson, Þrótti. -ósk Kaflaskiptur leikur - Grindavík spilaöi vel fyrstu og síðustu 20 mínútur leiksins gegn FH og vann, 4-1 1-0 Alfreð Jóhannsson.....(5.) 1- 1 Guðmundur Sævarsson . . (34.) 2- 1 Óli Stefán Flóventsson . . (67.) 3- 1 Grétar Hjartarson....(77.) 4-1 Róbert Magnússon, sjálfsm. . (88.) Grindavík bar sigurorð af FH, 4-1, í B-riðli deildabikars KSt á laugardag- inn. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og fyrstu tuttugu mínútumar voru þeir einráðir á vellinum. Leikmenn FH virtist skorta sjálfstraust í byrjun og Grindvíkingar gengu á lagið. Hvað eft- ir annað skapaðist hætta bak við flata vöm FH-inga en Grindvíkingar náðu þó aðeins að skora eitt mark á þessum góða kafla sínum þrátt fyrir aragrúa færa. Eftir þetta komust FH-ingar meira inn í leikinn, fengu sjálfstraust og fóm að láta boltann ganga manna á milli. Þeir jöfnuðu á 34. mínútu eftir fallega sókn og vom betri aðilinn það sem eft- ir lifði hálfleiks. í byijun seinni hálfleiks var það sama uppi á teningnum. FH-liðið var sterkari aðilinn en Grindvíkingar náðu sér ekki á strik. Leikmenn liðsins voru að pirra sig yfir öll sköpuðum hlutum og ekkert virtist benda til þess að þeir myndu ná að skora. Þeir gyrtu sig þó i brók um miðjan hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk án þess að FH-ing- ar næðu að svara fyrir sig. „Þetta var kaflaskiptur leikur eins og leikimir á þessum árstíma vilja oft verða. Ég er ánægður með margt í okk- ar leik og mér finnst vera mun betra rennsli á liðinu en í fyrra. Við höfum sloppið við meiðsli í vetur og það hef- ur sitt að segja," sagði Bjami Jóhanns- son, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. Sinisa Kekic spilaði eins og kóngur i vöminni hjá Grindavík og var að öðr- um ólöstuðum besti maður vallarins. Alfreð Jóhannsson var einnig sprækur meðan hans naut við sem og Grétar Hjartarson en hann mætti þó eyða minni orku í óþarfa nöldur. Ásgeir Ásgeirsson var bestur FH- inga, sívinnandi og grimmur. Emil Hallfreðsson var einnig ágætur í fyrri hálfleik en hvarf gjörsamlega i þeim síðari. Lykilmaður í FH-liðinu er samt sem áður Heimir Guðjónsson. Hann er ekki kominn í sitt besta form en það er eins gott fyrir liðið að hann verði kom- inn í það þegar Simadeildin hefst. Hann er hjartað og sálin í liðinu, rífur menn áfram og kallar alltaf á boltann. Það háði hins vegar FH-liðinu í þess- um leik að það var alltaf gefið á hann þegar hann kallaði, hversu aðþrengdur sem hann var og eyðilagði það margar efnilegar sóknir hjá liðinu. „Þetta var mun skárra en í síðustu leikjum. Við vorum ekki með sjálfs- traust í byrjun en það óx eftir þvi sem á leikinn leið. Við erum á uppleið og verðum komnir á fullt þegar deildin byrjar - ég lofa því,“ sagði Heimir eft- ir leikinn. Maður leiksins: Sinisa Kekic, Grindavík -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.