Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 19
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
35
DV
Guömundur Stephensen kom til landsins og varöi íslandsmeistaratitilinn í borðtennis:
Guðmundur og Hall-
dóra unnu þrefalt
- Víkingar langsigursælastir og unnu alls átta gullverölaun
Víkingar voru sigursælir á ís-
landsmótinu í borðtennis sem fór
fram um helgina í iþróttahúsi TBR.
Guðmundur Eggert Stephensen,
Víkingi, og HaUdóra Ólafs, Víkingi,
urðu bæði þrefaldir íslandsmeistar-
ar.
Guðmundur lagðí félaga sinn hjá
Vikingi, Markús Árnason, örugg-
lega að velli í úrslitum í einliðcdeik
karla, 4-0. Þetta var tíundi íslands-
meistaratitill Guðmundar í röð og
hefur enginn komist með tæmar
þar sem hann hefur haft hælanna
þegar borðtennis er annars vegar
undafarinn áratug. Það var reyndar
skarð fyrir skildi að Adam Harðar-
son, sem er talinn helsti keppinaut-
ur Guðmundar, skyldi ekki vera
með að þessu sinni þar sem hann
átti ekki heimagengt frá Stokk-
hólmi í Svíþjóð þar sem hann þjálf-
ar og æfir.
f meistaraflokki kvenna áttust
við þær Halldóra og Aldís R. Lárus-
dóttir. Eins og fyrr segir sigraði
Halldóra en Aldís veitti henni verð-
uga keppni og vann hún meðal ann-
ars tvær lotur. Þetta var fyrsti ís-
landsmeistaratitill Halldóru í
einliðaleik kvenna.
Þau Halldóra og Guðmundur
tóku síðan höndum saman og spO-
uðu saman í tvenndarleik. Þar
lögðu þau Aldísi og félaga hennar,
Kjartan Briem, örugglega. Guð-
mundur og Markús áttu ekki i telj-
andi erfiðleikum með að bera sigur
úr býtum í tvíliðaleik karla en með
Halldóru í tvíliðaleik lék Kristín
Hjálmarsdóttir. Þær lögðu Aldísi og
Guðrúnu Björnsdóttur úr KR í úr-
slitaviðureigninni.
Einnig var keppt í öllum yngri
flokkunum um helgina, eða alls níu
talsins. Víkingar hlutu flest verð-
laun; átta gull-, fem silfur- og sjö
bronsverðlaun. Stjarnan og KR
fengu síðan ein gullverðlaun hvort
en önnur lið hlutu ekki gullverð-
laun.
Margir efnilegir spilarar
Hu Dao Ben, landsliðsþjálfari ís-
lands í borðtennis, segir ástandið í
íslenskum borðtennis vera mjög
gott þessa stundina og fleiri ungir
og efnilegir spilarar en áður séu að
koma upp úr yngri flokkunum.
„Það em miklu fleiri góðir spilar-
ar núna og fleiri sem eiga mögu-
leika á alþjóðlegum mótum. Það er
samt sem áður enginn sem skákar
Guðmundi (Stephensen) en ef allt
gengur upp þá gætu einhverjir jafn-
vel veitt honum einhverja keppni
eftir nokkur ár,“ segir Dao Ben.
Hann segist sjá miklar framfarir
hjá Guðmundi. „Hann er orðinn
miklu sterkari borðtennismaður en
á sama tíma í fyrra og það er greini-
legt að hann hefur bætt sig mikið
síðan hann fór til Svíþjóðar. Hann
er mun sókndjarfari í leik sínum og
uppgjafimar hans, sem eru mjög
mikilvægar í borðtennis, era orðn-
ar mun betri. Fótavinnan hefur
einnig batnað til muna svo að hann
er að bæta sig á öllum sviðum," seg-
ir landsliðsþjálfarinn og bætir við
að hann búist fastlega við því að
hann vinni gullverðlaunin á Smá-
þjóðaleikunum í sumar.
-vig
Hér sjást þau Halldóra Ólafs og Guömundur Eggert Stephensen með verðlaunagripi sína. Þau sigruðu bæði þrefalt
í meistaraflokknum.
——— r
Sport
Guðmundur Stephensen er yfirburðarmaður í íslenskum borðtennis.
Guðmundur Stephensen vann sinn 10. íslandsmeistaratitil í röð:
Dvölin ytra hefur
gert mér gott
Guðmundur Stephensen varð þre-
faldur Islandsmeistari um helgina
og átti ekki í neinum vandræðum
með að leggja andstæðinga sína að
velli. Guðmundur hefur veriö við
æfingar úti í Svíþjóð í allan vetur og
gerir ekki annað en að spila borð-
tennis. Það fór ekki fram hjá nein-
um sem lagði leið sína i TBR um
helgina að fylgjast meö mótinu að
dvölin ytra hefur gert honum gott og
tekur Guðmundur sjálfur undir það.
„Ég hef það mjög gott þarna úti í
Svíþjóð. Ég æfi tvisvar á dag, tvo
tíma í senn, og það er ekki einu
sinni hægt að líkja aðstöðunni
þama úti við þá sem er héma
heima. Þetta er allt öðruvísi. Þetta
eru taldar vera bestu æfingabúðinar
í Svíþjóð og þetta gerist ekki mikið
betra,“ segir Guðmundur. Hann seg-
ir að borðtennis hafi ekki getað ver-
ið mikið meira en áhugamál hjá sér
öll síðustu ár.
„Hér heima í fyrra var maöur
ekkert að æfa á fullu. Úti ertu að
taka á því 150% á hverri einustu æf-
ingu en hér heima var þetta meira
eins og áhugamál. Ég var í skóla og
öðru slíku og tíminn var ekki eins
mikill,“ segir hann og bætir við að í
kjölfarið sé hann vissulega orðinn
mun betri spilari.
„Ég er orðinn miklu öruggari i
öllum mínum aðgerðum. Áður átti
ég kannski eitt og eitt gott högg og
klikkaði síðan á næstu fimm. Nú er
ég hættur að klikka svona mikið og
er oröinn öruggari á borðinu,“ segir
Guðmundur sem telur sig geta bætt
sig enn frekar. „Mig vantar enn þá
aukinn líkamlegan styrk og svo þarf
ég að auka við snerpuna. Svo má
ekki gleyma höfðinu. Borðtennis
snýst mikið um hugsunarháttinn og
það kemur með aukinni reynslu,"
segir hann. Þegar Guðmundur var
hér heima var hann í kringum 300.
sætið á heimslistanum en í dag
kveðst hann vera einhvers staðar á
milli 100 og 200 efstu. Það er því al-
veg ljóst að Guðmundur er á uppleið.
Fram undan hjá Guðmundi eru
allnokkur mót, m.a. Evrópumeist-
aramótið og heimsmeistaramótið.
Guðmundur segir að þessi stóru mót
séu þau sem telja þegar raðað er á
heimslistann. „Ég ætla bara að gera
mitt besta á þessum mótum,“ segir
Guömundur. Síðan má ekki gleyma
Smáþjóðaleikunum sem verða
haldnir í sumar en þar á Guðmund-
ur harma að hefna.
„Síðast lenti ég í öðru sæti á Smá-
þjóðaleikunum en nú sætti ég mig
ekki við neitt annað en gullið. Það er
þarna einn Rúmeni sem keppir fyrir
Lúxemborg og hann er sterkur. En
ég ætla að taka hann núna,“ segir
Guðmundur að lokum og hlær. -vig
Akureyri - Mývatn
Netfang: sporttours*sporttours.íc
wtww.sporttours.is - sfmi 461 2M8
iwrÍMw upplifðu það!
r