Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 21
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
Þörfln fyrir reiövegafé virðist
aldrei hafa verið meiri en nú, ef
marka má umsóknir sem borist
hafa til Landssambands hesta-
mannafélaga. Að þessu sinni hafa
hin ýmsu hestamannafélög á land-
inu sótt um styrki samtals að upp-
hæð 134 milijónir króna, samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu LH. Á
síðasta ári var sótt um tæplega 90
milljónir i reiðvegafé. Aukningin
milli ára nemur hvorki meira né.
minna en tæpum fimmtíu prósent-
um.
Ef litið er til einstakra landshluta
sækja hestamannafélög á Suður-
landi um langhæstu upphæðina eða
44,5 milljónir króna. Austfirðingar
sækja um 11,7 milljónir, hesta-
mannafélög á Norðausturlandi um
tæplega 24 milljónir og Norðvestur-
land um 10,5 milljónir. Vestfirðing-
ar sækja um 9,3 milljónir króna,
Vestlendingar um tæpar 11 milljón-
ir og Reykjavík og Reykjanes um 25
milljónir.
Þama verður greinUega úr vöndu
að ráða við úthlutun þess fjármagns
sem tU ráðastöfunar verður því í
fyrra haíði ferða- og samgöngunefnd
Landssambands hestamannafélaga
22 mUljónir króna tU ráðstöfunar.
Vegagerðin hafði þá einnig íjár-
muni tU ráðstöfunar sem úthlutað
var tU verkefna vegna reiðvegagerð-
ar. Með tUleggi hennar var þannig
samtals úthlutað 39 mUljónum í
reiðvegafé á síðasta ári.
Hestamenn líta fremur björtum
augum tU framtíðar, þótt ljóst sé að
Þessi unga stúlka kallaði sig „Plnk Lady“. DV-myndir Fjaröarpósturinn -
Guöni G.
Skrautlegir knapar
flokki.
bUið sem þarf að brúa sé breitt. Að
undanfómu hefur verið starfandi á
vegum samgönguráðuneytisins
nefnd sem hefur kannað möguleika
á öflun viöbótarfjármagns tU gerðar
reiðvega. Sú nefnd skUar væntan-
lega tUlögum sínum á næstu dögum.
Vonir hestamanna eru óneitanlega
að miklu leyti bundnar við það starf
sem hún hefur unnið í þágu þess
brýna málefnis sem reiðvegagerð á
landinu er. -JSS
Opnu Becks-grímuleikarnir í Sörla:
Frábærr knapar í
flottum búniigum
Það var frábær skemmtun að
fylgjast með skrautbúnum knöpum
sýna gæðinga sína og keppa jafn-
framt um bestu búningana á Opnu
Becks-grímuleikunum sem haldnir
vora hjá Hestamannafélaginu Sörla
í Hafnarfirði nýverið. Þátttaka var
góð og mikið um ótrúlega vel út-
færða og flotta búninga. Ekki var
nóg með að knapamir skörtuðu
sínu finasta pússi heldur vora hest-
amir einnig skreyttir endanna á
milli. Sumir voru meira að segja
svo flottir á því að bera á þá
glimmer þannig að þeir glitruðu í
öllum regnbogans litum þegar þeir
runnu á góðgangi um gólf reiðhall-
arinnar.
Hlutur yngstu kynslóðarinnar
var ekki sístur. Ekki var keppt í
pollaflokki að þessu sinni en yngstu
knapamir kepptu í barnaflokki.
Pollarnir gáfu eldri félögum sínum
þó ekkert eftir, enda þaulvanir og
keppnisandinn í góðu lagi.
Góð stemning var á pöllunum.
Kynnir kvöldsins, Tómas Öm
Snorrason, fór á kostum eins og
Sport
ístuttumáli
Boösgestum fjölgar
Enn bætast boösgestir á opna
Mývatnsmótið. Til viðbótar við
þá góðu gesti sem þegar hefur
verið boðið til leiks hafa bæst
UIli Reber frá Þýskalandi sem er
þýskur meistari í fimmgangi
ásamt því að vera mikill íslands-
vinur. Einnig Stean Pedersen,
Norðurlandameistari í fjórgangi
og margfaldur norskur meistari
og landsliðsmaður Norðmanna.
Nokkrir úrvalshestar verða vald-
ir til prufu fyrir þá en þeir fá að
ráða hverja þeir velja úr hópn-
um, bæði fyrir keppni í tölti og
skeiði.
Fyrstu boösgestir mótsins
voru að sjálfsögðu heimsmeistar-
inn í tölti, Hafliöi Halldórsson,
kominn með nýtt leynivopn. Síð-
an kom heimsmethafmn í 250 m
skeiði, Magnús Skúlason frá Sví-
þjóð. Þá má nefna fleiri .
boðsknapa sem hafa verið í sig-
ursætum á stórmótum, þá Hans
Kjerúlf, Sigurð Siguröarson,
Þórð Þorgeirsson og Hinrik
Bragason. Hvaða hesta þeir
koma með verður kynnt þegar
nær dregur mótinu. En semsagt,
það stefnir í hörkukeppni á Mý-
vatn open.
Vegleg verölaun
Opna Mývatnsmótið verður
haldið 15. mars nk. eins og fram
hefur komið. Þar er boðið upp á
keppni í flokki atvinnumanna og
opnum flokki í tölti á beinni
braut og þar að auki skeiði með
fljúgandi starti. Þátttaka er öll-
um opin og verða allar upplýs-
ingar um skráningu auglýstar
síðar. Verðlaun fyrir fyrsta sæti
í hverjum flokki verða flugmiðar
til Evrópu í boði Icelandair. Auk
þess verða mörg vegleg auka-
verðlaun, svo sem flugferðir inn-
anlands með Flugfélagi íslands
og hótelgisting á Seli, Hótel Mý-
vatni.
Harpa Viðarsdóttir á Breiðabóls-
stað.
Spennandi kostur
Enn bætist í flóru þeirra fjöl-
mörgu staða sem bjóða upp á
ýmiss konar þjónustu fyrir
hestamenn og aðra náttúraunn-
endur. Á prestsetrinu Breiðaból-
stað í Fljótshlíð hefur nú verið
byggð myndarleg aðstaða til að
taka á móti gistihópum, með eða
án hrossa. Rúmgóðum gistiskála
hefúr verið komið upp, með til- -> -
heyrandi þægindum, svo og
góðri aðstöðu fyrir hross. Full-
búið hesthús er á staönum fyrir
26-28 hesta. 200 fm hringgerði er
við það. Þá hefur verið komið
upp reiðskemmu á staðnum, sem
m.a. er ætluð til reiðnámskeiða
fyrir hópa sem kynnu að vilja
bregða sér í nýtt umhverfi. Ekki
þarf að tíunda reiðleiðirnar út
frá staðnum, þær mæla sjálfar
með sér. Þá geta gestir stytt sér
stundir viö skoðun sögufrægra
staða í nágrenninu eða veiöar í
Þverá og Eystri-Rangá sem era I *'
næsta nágrenni. -JSS
rafpóstur: jss@dv. is
honum einum er lagið. Dómarar
vora Edda Rún Ragnarsdóttir og
Sigurður Matthiasson sem skiluðu
sínu vandasama hlutverki með
sóma. -JSS^