Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 22
38
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
Sport___________________________________________________________________________x>v
3
Stóðu undir væntingum
„Krakkamir stóðu sig vel á mót-
inu og alveg undir væntingum. Þau
vantar þónokkuð í að vera í sama
standard og Englendingar eru í til
að mynda. Það sem þessa krakkar
vantar aðaliega er styrkur og þol.
Ensku krakkamir eru til að mynda
vanari því að spila á svona sterkum
mótum og það skiiar sér að sjálf-
sögðu hjá þeim,“ sagði Ása en segir
þó að okkar krakkar séu ekki með
minni hæfileika en hinir ensku en
reynsluleysið hamli þeim talsvert.
Vildu standa sig vel
Ása segir að margt hafi glatt hana
i þessari ferð.
„Það sem ég var ánægðust meö
var vilji krakkanna til þess að
standa sig vel. Krakkamir sýndu í
þessu móti hvað þau hafa mikinn
metnað til þess að verða betri. Svo
var rosalega gaman aö sjá hvað
ísiensku stelpurnar stóöu sig vel á mótinu og hér má sjá þær meö verðlaunapeninga sína ásamt borgarstjóranum í Newtownabbey sem afhenti öll verðlaun
á mótinu.
Hérna sjást, frá vinstri: mótsstjórinn, Bjarki Stefánsson, Atli Jóhannesson, borgarstjórinn í Newtownabbey sem afhenti verðlaun á mótinu, Stefán Jónsson,
Hólmsteinn Valdimarsson og landsliðsþjálfarinn Ása Pálsdóttir.
íslenska u-17 ára liöiö í badminton tók þátt í alþjóðlegu móti á írlandi á dögunum:
Ánægð með krakkana
- segir Ása Pálsdóttir, landsliðsþjálfari og framkvæmdastjóri badmintonsambandsins
Á dögunum fór íslenska u-17 ára
liðið í badminton til Newtownabbey
í írlandi til þess að taka þátt i al-
þjóðlegu móti. Ásamt Islendingum
komu þáttakendur frá Englandi,
Skotlandi, Frakklandi, írlandi,
Wales, Suður-Afríku og heimabæn-
um Newtownabbey.
Englendingar sterkastir
íslenska liðið fékk mikla reynslu
í þessari ferð og stóð sig meö mikl-
um sóma. Þau lentu i 6. sæti af 8 lið-
um og var það framfor frá því árinu
áður en íslendingar senda árlega
keppendur til leiks á þetta mót. Þaö
voru aftur á móti Englendingar sem
sigruðu að þessu sinni en þeirra lið
bar höfuð og herðar yfir aðrar þjóð-
ir að þessu sinni.
Ása Pálsdóttir er öflug kona en
ásamt því að vera þjálfari u-17 ára
liðsins er hún framkvæmdastjóri
badmintonsambandsins og formað-
ur badmintondeildar ÍA. DV-Sport
tók Ásu tali eftir komuna heim og
við spurðum hana fyrst hvort lands-
liðiö færi oft út á þetta mót?
„Það er orðinn árlegur viðburður
að undir 17 ára liðið okkar fari á
þetta mót á írlandi. Ég man ekki
nákvæmlega hvað er búið að fara
oft en það er búið að fara þó
nokkrum sinnum,“ sagði Ása og
benti á að þar af leiðandi væru
nokkrir af þessum krökkum búnir
að fara á þetta mót áður.
þjóðemiskenndin var rík hjá krökk-
unum en þau höfðu mikinn metnað
til þess að standa sig vel fyrir land-
ið sitt. Þetta voru krakkar frá þrem
félögum en þau spiluðu á mótinu
sem ein heild og var virkilega gam-
an að sjá samheldnina sem skapað-
ist hjá þeim. Þau hvöttu öll hvert
annað og allir voru tilbúnir að að-
stoða næsta mann,“ sagði Ása og
var greinilega stolt af krökkunum.
Mikil gulrót
Það er ekki á hverjum degi sem
þessir krakkar fara erlendis og því
veltir maður því fyrir sér hvaða
þýðingu fór á slíkt mót hefur fyrir
krakkana.
„Það hefur gífurlega þýðingu fyr-
ir þau. Þau sjá í svona ferðum að
það em krakkar úti í heiminum
sem eru betri en þau. Þau eru nátt-
úrlega best héma heima þannig að
þau hafa gott af því að sjá að það er
fólk annars staðar sem stendur
þeim framar. Slíkt gefur þeim vissa
hugmynd um að það er hægt að
verða mun betri,“ sagði Ása og hún
bendir einnig á þessar ferðir séu
mikil gulrót fyrir krakkana sem
leggja mikið á sig.
„Ef þau fá að fara í svona ferðir
þá eykst áhuginn og fyrir vikið
halda þau lengur áfram í íþróttinni.
Ef ég til að mynda lít til baka á fer-
ilinn minn þá eru það þessar ferðir
sem standa upp úr. Þaö er ekki
spuming að þetta heldur þeim við
efnið," sagði Ása en eitt mesta
áhyggjuefni forkólfa badmintonsam-
bandsins er einmitt það mikla brott-
fall sem verður í íþróttinni þegar
iðkendumir komast á framhalds-
skólaaldur.
Mikiö brottfall
„Það er mjög mikið um brottfall
og það eru krakkamir sem em á
þessum aldri sem eru að hætta. Við
sjáum til að mynda að á íslandsmót-
inu í ár eru um 80 hnokkar og 80
tátur en það eru 9 telpur og 9 dreng-
ir sem taka þátt þannig að brottfall-
ið er gífurlegt. Þannig að þessar
ferðir eru helsta leiðin til þess að
halda krökkunum áfram inni í
íþróttinni en það þarf að gera betur
og fara fleiri ferðir út. Stefna bad-
mintonsambandsins er einmitt að
fara oftar og fara einnig með fleiri
keppendur,“ sagði Ása og möguleik-
amir á því að framkvæma þessi tak-
mörk urðu betri um jólin þegar bad-
mintonsambandið geröi góðan
styrktarsamning við Bakkavör.
„Þessi samningur er mjög mikil-
vægur og gerir mikið fyrir okkur.
Þannig að við erum afskaplega
þakklát fyrir þann stuðning sem
fyrirtækið sýnir okkur,“ sagði Ása
sem er bjartsýn á framtíð íslensks
badmintonsfólks. - HBG
Úrslit úr
mótinu
Hólmsteinn Valdimarsson og
Stefán Jónsson-Sean O’Farrell og
Andrew Simpson (Skotl.) . . 6/15,
15/17
Bjarki Stefánsson og Jórunn
Oddsdóttir-Calum Menzies og
Jaclyn Gilliland (Skotland) . 11/3,
11/2
Hólmsteinn Valdimarsson-Beniot
Azzopard (Frakkl.) ... 5/15, 15/9,
4/15
Atli Jóhannesson og Bjarki
Stefánsson-Geoffrey Joube og Lo
Ying Ping (Frakkland) . 3/15, 4/15
Stefán Jónsson-Scott Bumside
(Newtownabbey).......15/8, 15/7
Atli Jóhannesson og Bjarki
Stefánsson-Watson Briggs og
Alastair Hogg (Newt.) . 15/12, 15/9
Hólmsteinn Valdimarsson og
Karítas Ólafsdóttir-Alastair Hogg
og KeUy Mead (Newtown.) . 13/10,
7/11, 11/9
Julie Boyd (Skotland)-Snjólaug
Jóhannesdóttir ......11/1, 11/0
Calum Menzies og Jaclyn Gilliland
(Skotland)-Bjarki Stefánsson og
Jórunn Oddsdóttir . . . 11/3, 11/2
Julie Delaune (Frakklandj-Karítas
Ólafsdóttir..........11/9, 11/5
Charlotte Faure og Aurelie
Constant (Frakkland)-Anna
Guömundsdóttir og Jórunn
Oddsdóttir...........11/3, 11/4
Matias Quere og Léa Paillony
(Frakkland)-Stefán Jónsson og
Snjólaug Jóhannesdóttir . . . 11/2,
11/2
Anna Guðmundsdóttir-Catherine
Coyle (Newtown)......11/4, 11/7
Snjólaug Jóhannesdóttir og
Jórunn Oddsdóttir-Kelly Mead og
Emma Mason (Newtown) . . 2/11,
6/11
Hólmsteinn Valdimarsson og
Karítas Ólafsdóttir-Alastair Hogg
og Keily Mead (Newtown) . 13/10,
7/11, 11/9
-HBG