Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 23
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 39 I>V Sport •t: ISRSS hemsoh Félagarnir Hólmsteinn Valdimarsson og Stefán Jónsson stóöu sig vel í tvíliðaleiknum og viðureign þeirra gegn strákum frá Suður-Afríku verður lengi í minnum höfð. Hólmsteinn Valdimarsson Skagamaöur: Samvinnan skilaði > okkur sigrinum Hólmsteinn Valdimarsson er 17 ára strákur ofan af Skaga. Hann hef- ur æft badminton í níu ár og er einn af okkar efnilegustu spilurum í dag. Hólmsteinn fór með í ferðina til ír- lands og stóð sig vel. En hvemig fannst honum á mótinu? „Það var bara mjög gaman. Það var mjög skemmtilegt að fá að etja kappi við erlenda spilara sem eru sterkari en maðm- sjálfur,“ sagði Hólmsteinn og bætti við að það væri þroskandi fyrir sig að sjá að það eru betri spilarar en hann úti í heimi þannig að alltaf væri rúm til þess að bæta sig. Hólmsteinn segir að leikur þeirra Stefáns gegn jafnöldrum sínum frá Suður-Afríku hafi verið besti leikur þeirra saman fyrr og síðar. „Við spiluðum þar okkar besta tvíliðaleik saman. Það var samvinn- an sem skilaði okkur þessum sigri. Fram að þessum leik höfðum við ekki spilað sem ein heild en í þess- um leik lékum við sem við værum einn maður. Það gekk allt upp og var frábært að vinna eftir alla bar- áttuna,“ sagði Hólmsteinn og sagði enn fremur að það yrði áframhald á samstarfi þeirra félaga i tvíliðaleikn- um. „Ég er frekar ánægður með árang- urinn á mótinu og það er mikii hvatn- ing til þess að halda áfram að spila á svona mótum. Það væri gaman að fá ^ að fara á fleiri sterk mót í öðrum löndum. Þess má nú reyndar geta að okkur var boðið til Suður-Afríku eftir mótið. Þjálfari suður-afríska liðsins talaði við þjálfarann okkar og sagði að ef við kæmum einhvem tímann þá myndu þeir sjá algjörlega um okkur þannig að það væri frábært að fara þangað,“ sagði Stefán. Hann hefur þegar sett sér það tak- mark að komast í A-landsliðið sem fyrst en hvenær það yrði treysti hann sér ekki til að segja til um. Stefán seg- ir einnig að ekki sé loku fyrir það skotið að hann reyni fyrir sér erlend- is en fjölmargir íslenskir krakkar æfa badminton erlendis samhliða námi. Þeir Hólmsteinn og Stefán mættust síðan á íslandsmóti unglinga um helgina og tóku þeir fast á hvor öðr- um þrátt fyrir að vera góðir vinir. -HBG Tap í leikfimi kveikti í mér - segir Stefán Jónsson um endurkomuna Stefán Jónsson er 16 ára strák- ur af Skaganmn og æfir þar af leiðandi með ÍA. Stefán varð ís- landsmeistari árið 2000 og hætti í kjölfarið að æfa badminton. Hann missti svo áhugann á íþróttinni og ákvað þvi að hætta. Hann tók síð- an spaðann fram á ný í október á síðasta ári. Það sem varð þess valdandi að hann byrjaði að æfa á ný var að hann tapaði fyrir félaga sínum, Hólmsteini, í badminton í leikfimistíma. Það gat hann ekki sætt sig við því hann var vanur að leggja Hólmstein að velli en með tapinu kom löngunin á ný og í dag spila þeir félagar saman tvímenn- ing en þeir áttu rosalegan leik gegn strákum frá Suður-Afríku á írlandi. „Leikurinn stóð í einn og hálfan klukkutíma og það munaði aldrei meira en 2 stigum en við unnum siðan í oddalotu 15/13,“ sagði Stef- án og var greinilega stoltur af ár- angrinum. Þetta var fyrsta keppnisferð Stefáns til útlanda og sagði hann að ferðin hefði verið alveg frábær. Stefán segir að það sé frábært að komast út og mæta nýjum og sterkari andstæðingum því að hann sé alltaf að mæta sömu strákunum hér heima. -HBG islensku krakkarnir voru ánægðir að móti loknu en þau heita Jórunn Oddsdóttir, Birgitta Ásgeisrsdóttir, Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, Karítas Ósk Ólafsdóttir, Hanna María Guðbjartsdóttir, Snjólaug Jóhannesdóttir, Kristján Páls- son, Bjarki Stefánsson, Ólafur Jónsson, Atli Jóhannesson, Stefán Jónsson og Hólmsteinn Valdimarsson Anna Margrét Guðmundsdóttir er gríöarmikið efni. Anna Margrét Guömundsdóttir keppti annað áriö í röö: Skemmtaeg ferð - þrátt fyrir veikindin sem plöguðu hana alla feröina Anna Margrét Guðmundsdóttir er 16 ára stelpa sem æfir með TBR. Hún er búinn að æfa badminton í um sex ár og líkar ákaflega vel. Hún byrjaði, eins og svo margir, í einhverjum íþróttum þegar vin- kona hennar dreif hana með á æf- ingu. Eftir það varð ekki aftur snú- ið og Anna Margrét sér ekki eftir því í dag að hafa farið með á æf- ingu. Anna Margrét var í íslenska landsliðshópnum sem keppti á mótinu á írlandi um daginn og hún segir að ferðin hafi verið æð- isleg. „Þetta var alveg rosalega gaman. Það var gaman að keppa og fá að mæta einhverjum öðrum en maður spilar alltaf við héma heima á ís- landi,“ sagði Anna Margrét og var augljóslega mjög sátt við ferðina. Hún lenti í því er hún var komin út að hún veiktist og aftraði það henni frá því að sýna sitt besta á mótinu. „Mér gekk alveg ágætlega en vissulega settu veikindin strik í reikninginn en ég er engu að síður mjög sátt við frammistöðu mína,“ sagði Anna Margrét og segist hafa lært heilmikið í þessari ferð. Þetta var í annað sinn sem Anna tekur þátt í þessu móti en hún var einnig í landsliðinu sem tók þátt í sams konar móti í fyrra. Ætli þaö hafi verið skemmtilegra núna held- ur en í fyrra? „Ég verð að segja að það var að- eins skemmtilegra í þessari ferð en í fyrra. Ég þekkti aðstæður betur núna og var búin að kynnast hin- um krökkunum betur þannig að það var allt aðeins þægilegra aö þessu sinni,“ sagði Anna Margrét og bætti við aö það hefði verið frá- bær andi í hópnum og að allir hefðu skemmt sér konunglega. Anna Margrét segir að það sé mikil hvatning fyrir sig að fá að taka þátt í mótum á erlendri grundu og hún er ekki á þeim bux- unum að leggja spaðann á hilluna. „Nei, ég er alls ekki á því að fara að hætta. Þetta er svo gaman að það er ekki hægt að gera það.“ Það eru ánægjulegar fréttir fyrir bad- mintonforystuna en brottfall á framhaldsskólaaldri hefur verið mikið vandamál en markvissar að- gerðir eru nú í gangi sem eiga að stuðla að minna brottfalli. íslandsmót unglinga fór fram um helgina og þegar DV-Sport ræddi við Önnu Margréti fyrir helgi var hún enn veik en þó ákveðin í því að taka þátt í íslandsmótinu. Það gerði hún svo að sjálfsögðu og stóö sig með miklum sóma en það verður spennandi að fylgjast með þessari stelpu á komandi árum en hún er gríðarmikið eftii. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.