Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 24
40
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
*
>
Silja í Breiðablik
Silja Þórðardóttir, fyrirliði kvennaliðs
FH í fyrra, er gengin til liðs við Breiðablik.
Silja spilaði alla leiki FH síðasta sumar
og var lykilmanneskja í liðinu. Hún lék
einnig fjóra leiki með U-21 árs landsliði is-
lands á síðasta ári og er brotthvarf hennar
mikið áfall fyrir FH sem hefur einnig
misst unglingalandsliðsmarkvörð sinn,
Guðbjörgu Gunnarsdóttur, i Val.
-ósk/ÓÓJ
Hinn skrautlegi markvörður Atletico
Madrid, Argentínumaðurinn German
Burgos, greindist nýlega með æxli í nýra
og þarf hann að gangast undir aðgerð
sökum þess. Forráðamenn félagsins gera
sér hins vegar vonir um að æxlið sé ekki
það alvarlegt og að Burgos verði ekki frá
i marga mánuði.
Burgos er ekki eini markvörðurinn í
spænsku deildinni sem hefur greinst
með krabbamein upp á síðkastið. Ekki
er langt síðan Jose Francisco Molina,
markvörður Deportivo La Coruna, hóf
að spila knattspymu að
nýju en hann hafði verið í
strangri lyfjameðferð í
nokkrar vikur og vann að
lokum bug á krabbamein-
inu.
Brasilíski knattspymu-
maðurinn Romario hefur
skrifað undir þriggja mán-
aða samning við liðið AL-
Sad sem spilar í Katar.
Romario fær ágætis-
summu fyrir þessa þrjá
mánuði, eða alls tæpar 120
milljónir króna. Romario
kom til landsins skömmu
fyrir helgi og fékk hann
viðtökur líkt og um þjóð-
hetju væri að ræða.
Bandaríski milljarðamær-
ingurinn Malcolm Glazer,
sem er eigandi Tampa Bay
Buccaneers í ameríska fót-
boltanum, hefur keypt
2,9% hlut í Manchester
United. Glazer borgaði níu
milijónir punda fyrir hlut-
inn en hann er einn af fjöl-
mörgum kaupsýslumönn-
um sem hafa keypt hlut í
félaginu að undanfórnu.
Hætta þurfti leik í brasilísku 1. deildinni
um helgina þegar tíu mínútur voru til
leiksloka þar sem allir ellefu leikmenn
liðsins Olaria voru reknir af velli í leik
liðsins gegn Bangu. Síðamefnda liðið
fékk vítaspyrnu þegar tíu minútur voru
eftir og gripu þjálfarar, forráðamenn og
varamenn Olaria til þess ráðs að raða
sér upp á vítapunktinn til að koma i veg
fyrir að spyman yrði tekin. Allir leik-
menn Olaria fylgdu i kjölfarið og eftir
tuttugu mínútna rifrildi fekk dómari
leiksins nóg, rak alla leikmenn Olaria af
velli og flautaði leikinn af.
Finnski skíðakappinn Kalle Palander
bar sigur úr býtum í svigkeppni heims-
bikarsins í Yongpyong í Suður-Kóreu í
gær. Palander kom í mark rúmri hálfri
sekúndu á undan ítalanum Giorgio
Rocca en Austurrikismaðurinn Benja-
min Reich varð þriðji.
Austurríska skíðastúlkan Brigette
Obermoser kom öllum á óvart þegar hún
vann sigur í risasvigi í Innsbruck í
Austurriki í gær. Hún vann þar sinn
fyrsta sigur í risasvigi á ferlinum og
skaut frægum kempum eins og hinni
frönsku Carole Montillet og löndu sinni
Renete Götschl ref fyrir rass. Obermoser
var 21/100 úr sekúndu á undan Montillet
en Götschl varð í þriðja sæti 5/100 úr
sekúndu eflir Montillet. -ósk
auk á Akureyri um helgina:
Barist í hnefaleikum í Las Vegas um helgina:
Á spjöld sögunnan
- Roy Jon^s yngri vann þungavigt um helgina
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jo-
nes yngri, sem af flestum er talinn
vera besti hnefaleikakappi í heimi
pund fyrir pund, skráði nafn sitt á
spjöld hnefaleikasögunnar um helg-
ina þegar hann vann John Ruiz á
stigum í bardaga þeirra um WBA-tit-
ilinn í þungavigt í Las Vegas.
Annar í sögunni
Jones varð annar hnefaleikakapp-
inn í sögu léttþungavigtar til að
vinna titil í þungavigt en áður hafði
Michael Spinks unnið Larry Holmes
árið 1985.
Jones, sem var tæpum tuttugu kíló-
um léttari en andstæðingur hans,
hafði töluverða yfirburði í bardagan-
um og voru allir þrír dómarar bar-
dagans sammála um sigur hans þegar
stigin voru gefin eftir tólftu lotu.
„Ég barðist í dag til að skrá nafn
mitt á spjöld sögunnar. Ég sýndi
hvers ég er megnugur og ég á ekki
von á því að ég keppi aftur í þunga-
vigt,“ sagði Jones eftir bardagann.
Ruiz kvartaði yfir því að hann
hefði ekki fengið að berjast eins og
hann vildi því að dómarinn hefði
stoppað hann af.
Veröskuldar titilinn
Bretinn Lennox Lewis var meðal
áhorfenda í Las Vegas og hreifst af
frammistöðu Jones.
„Hann verðskuldar titilinn og ég er
hrifmn af því hvemig hann barðist.
Það er svo aftur á móti annað mál
hvort frammistaða hans hefði dugað
gegn mér,“ sagði Lennox Lewis eftir
bardagann. -ósk
Roy Jones yngri fagnar hér sigri sfnum á John Ruiz f þungavigt um helgina
- eftir sigur á SR, 11-7, og
samtals 3-0 í úrslitaeinvíginu
an uppi á teningnum og eftir hana
hafði Skautafélag AkureyrcU* sex
marka forystu, 8-2.
Úrslitin voru því að mestu ráðin
þá og leyfðu verðandi íslandsmeist-
arar sér þann munað að láta unga
stráka klára leikinn. Skautafélag
Reykjavíkur náði að klóra í bakk-
ann og lokatölur urðu 11-7.
Stefán markahæstur
Stefán Hrafnsson var markahæst-
ur hjá Skautafélagi Akureyrar með
fjögur mörk, Kenny Corp skoraði
tvö mörk, Rúnar Rúnarsson skoraði
eitt mark og átti fimm stoðsending-
ar, Sigurður Sigurðsson skoraði eitt
mark og átti þrjár stoðsendingar,
Izaak Hudson skoraði eitt mark og
átti eina stoðsendingu, Arnþór
Bjamason og Jón Gíslason skoruðu
eitt mark hvor, Már Jakobsson átti
tvær stoðsendingar og Jón Ingi
Hallgrímsson átti eina stoðsend-
ingu.
Ágúst Ásgrímsson skoraði tvö
mörk og átti tvær stoðsendingar fyr-
ir Skautafélag Reykjavíkur, Ingvar
Þór Jónsson skoraði tvö mörk og
átti eina stoðsendingu, Helgi Páll
Þórisson skoraði tvö mörk, Gauti
Þormóðsson skoraði eitt mark og
átti tvær stoðsendingar, Jónas Rafn
Stefánsson átti þrjár stoðsendingar,
Peter Bolin og Guðmundur Björg-
vinsson áttu tvær stoðsendingar
hvor og Kristján Óskarsson átti
eina stoðsendingu.
Vel að sigrinum komið
Skautafélag Akureyrar er vel að
sigrinum komið. Liðið vann deilda-
keppnina nokkuð örugglega þrátt
fyrir að hafa lent í erfiðleikum um
mitt mót og tapað þá þremur
leikjum í röð og sigurinn á Skauta-
félagi Reykjavíkur í úrslitaeinvíg-
inu var mjög sannfærandi. Liðið
vann fyrsta leikinn 5-3, annan leik-
inn 7-8, eftir framlengingu, og þann
þriðja 11-7. -ósk
SA íslandsmeistari í ísknattleik 2003
Skautafélag Akureyrar tryggði
sér um helgina íslandsmeistaratitil-
inn í ísknattleik í tíunda skiptið á
tólf árum og þriðja árið í röð þegar
liðið bar sigurorð af Skautafélagi
Reykjavíkur, 11-7, í þriðja leik lið-
anna í úrslitum um titillinn á Akur-
eyri á laugardaginn.
Skautafélag Akureyrar vann alla
þrjá leikina í úrslitaeinvíginu sem
þarf kannski ekki að koma á óvart
þar sem liðið hefur borið höfuð og
herðar yfir önnur félög í ísknatt-
leiknum undanfarin ár.
Frábær byrjun Akureyringa
Leikurinn á laugardaginn var
mjög skemmtilegur en ekki er hægt
að segja að hann hafi verið spenn-
andi.
Leikmenn Skautafélags Akureyr-
ar mættu til leiks með miklum lát-
um og voru komnir með fjögurra
marka forystu, 5-1, eftir fyrstu lotu.
í annarri lotu var sama einstefn-
Þpiðja arifi i roð
Skautafélag Akureyrar tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í isknattleik þriðja
árið í röð um helgina. Á myndinni að ofan sést fyrirliðinn Sigurður
Sigurðsson lyfta bikarnum góða en viö hliö hans er Rúnar Rúnarsson. Á
myndinni að neöan sjást glaðbeittir íslandsmeistarar SA. DV-myndir ÆD