Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 DV 11 Útlönd Fjói’ii’ fréttamenn féUu í ínak um helgina Terry Uoyd. Einn reyndasti og virtasti sjónvarps- fréttamaður Breta, Terry Lloyd, var úr- skurðaður látinn í borginni Basra í írak í gær. Lloyd lenti í skotárás á laugardag þar sem hann var ásamt þremur öðrum við fréttaöflun. Kvik- myndatökumannsins, Fred Nerac, og túlks- ins, Hussein Oman, er saknað. Annar myndatökumaður, Daniel Domustier, slapp lifandi frá hildarleiknum. Lloyd starfaði fyrir ITN en stöðin framleiðir fréttir fyrir sjónvarps- stöðvarnar ITV, Five og Channel 4. Líklegt þykir að hópurinn hafi orðið fyrir skotárás breskra her- manna, þegar hann freistaði þess að aka í gegnum hafnar- borgina Basra á laugardag. Breska vamarmálaráðuneyt- ið sagði um helgina að Lloyd og félögum hefði hvað eftir annaö verið ráðlagt að halda ekki lengra en þeir hafi ekki farið eftir því. Lloyd er minnst sem afar hugrakks og áræðins blaðamanns. Varnarmálaráðherra Breta, Geoff Hoon, minntist fréttamannsins í gær og sagði hann hafa sýnt fá- dæma hugrekki við störf. Ráðherr- ann minntist fréttaflutnings Lloyds i Halabaja árið 1988 þegar hermenn Saddams Husseins beittu eiturvopn- um. Lloyd var þá sem oftar fyrstur á staðinn. Hann kom víða við á ferli sínum og flutti meðal annars fréttir af átökum í Líbanon, Bosníu, Kosovo og Kambó- díu. „Hann var að gera það sem veitti honum mesta ánægju þegar hann dó. Hann var á hápunkti ferils síns og var afar hamingjusamur í leik og starfi," sagði David Mannion, ritstjóri fréttadeildar ITV. Þá lést ástralskur blaðamaður, Paul Moran, í bílasprengju í N-írak á laugardag. REUTERSMYND Gráir fyrir jámum Breskir hermenn marsera eftir veginum til borgarinnar Basra í írak. Dagurinn í gær var sá erfiöasti fyrir bandamenn frá því stríöiö hófst en írakar veittu víöa haröa mótspyrnu. Donald Rumsfeld harðorður í sjónvarpsþætti: Aftaka Saddams forseta væri góö byrjun Donald Rumsfeld, vam- armálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði í þættinum „Face the Nation" í gær að hann teldi það góða byrjun á breyttum stjómarháttum í írak að taka Saddam Hussein, forseta landsins, af lífi. Bandaríkin stundi hins vegar ekki að sýna Rumsfeld. þjóöarleiðtogum banatilræði. Að sé við sögn talsmanns Hvíta hússins fellur reynst unnt að fá það staðfest með árás á dvalarstað Saddams Husseins óyggjandi hætti. ekki undir tilræði heldur er slík árás að fullu lögmæt - enda eru Bandaríkjamenn í stríði við írak. Miklar vangaveltur hafa verið um afdrif Sadd- ams eftir árás á höll hans en ráðherrar hans hafa haldið því fram að hann góða heilsu. Ekki hefur HEiLSUÁTJkK ÞJÁLFUIMAR OG ÆFINGARPUIMKTAR Megrunarkúrar byggjast oftast á óraunhæfum ráðleggingum og oft beinlínis heilsuspillandi takmörkunum. Megrunarkúrar hunsa gjarnan eitt mikilvægasta atriði þyngdarstjórnunar, þ.e. að stunda árangursríka þjálfun. Megrunarkúrar kenna okkur heldur ekki að standast langanir í mat eða hvernig á að bregðast við skyndilegri hungurtilfinningu. Á endanum verðum við þreytt á því hversu flókinn kúrinn er, hversu svöng við erum, hversu bragðlaus maturinn er og hversu orkulaus, leið og slöpp við erum. Við hættum í megrunarkúmum og bætum aftur á okkur þeirri þyngd sem við þó töpuðum á erfiðinu og oft jafnvel meira til. í hvert skipti sem við byrjum á nýjum megrunarkúr verður srfellt erfiðara að léttast og við verðum enn vonsviknari og óánægðari. Við borðum meira, æfum minna sem veldur enn meiri vonbrigðum. Innan skamms virðist vítahringurinn órjúfanlegur. Spurningar eins og „til hvers að standa í þessu?" byrja að skjóta upp kollinum og við förum að ásaka okkur um að hafa engan viljastyrk þegar allt sem við í raun þurfum á að halda eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig við getum gert varanlegar og viðráðanlegar breytingar á lífsstíl okkar. Ein þessara varanlegu breytinga er að stunda reglulega þjálfun. Byrjaðu strax í dag! Hreyfing er nauðsynleg. MATSEÐILL DAGSIIMS Dagur 37 Morgunverður: Hádegisverður: Miðdegisverður: Kvöldverður: Kvöldhressing: Ávaxtasúrmjólk 3 dl All bran 3 msk. Banani 1 stk. Bláberjasúpa 3 dl Bruður 4 stk. Skonsa 1/2 stk. Hunang 1 msk. Fjörmjólk 1 glas Harðfiskur 100 g Létt viðbit 2 msk. Trópí 1 glas Vatnsmelóna 1/4, stór Að gefnu tilefni skal tekið fram að hitaeiningafjöldi þeirra “daga” sem hafa birst og munu birtast á síðum DV er á bilinu 1500-2000 og orkuleg samsetning er í anda manneldisstefnunnar. Margir sjá svart þegar umræða um sykur kviknar og vilja kenna honum um ýmsa líkamlega og andlega kvilla og oft heyrist í "sjálfskipuðum" sérfræðingum sem lýsa því yfir að best væri að útiloka sykurinn alfarið úr mataræði. Því er jafnvel haldið fram að hann sé hættulegri en fíkniefni á borð við tóbak, aikóhól og herófn! Slíkar fullyrðingar eru úr lausu lofti gripnar og til þess eins fallnar að rugla fólk í ríminu. Alveg frá þeim tíma er fólk uppgötvaði hunang og döðlur hefur það notið þess bragðs sem einsykrutegundirnar, glúkósi (þrúgusykur) og frúlctósi (ávaxtasykur) gefa þegar þær er að finna saman í jöfnum hlutföllum. Sú staðreynd að þetta sykurbragð höfðar eins mikið til okkar og raun ber vitni hefur leitt til framleiðslu og sölu á fjölda afurða sem innihalda mikið af glúkósa og frúktósa í formi tvísykrutegundarinnar súkrósa; afurða eins og gosdrykkja, sælgætis og sætabrauðs margs konar. Þrátt fyrir að sá súkrósi sem finnst í þessum afurðum sé efnafræðilega ekki frábrugðinn þeim súkrósa sem er til að mynda í hunangi og í döðlum er of mikil neysla varhugaverð og getur haft skaðleg áhrif í för með sér. En það er óhrekjanleg staðreynd að neysla margra á sykri, sem bætt er í matvæli í formi súkrósa, er of mikil. Og ofneysla, í hvaða mynd sem er, getur komið illa niður á heilsu viðkomandi. Mikil neysla á sykri getur þannig leitt til næringarefnaskorts vegna þess að með sykrinum koma engin næringarefni en eins og með aðrar kolvetnategundir þarf sykurinn á bæði vítamínum og steinefnum að halda fyrir eigin efnaskipti. Einnig getur óhófsneysla á sykurríkri fæðu leitt til off'rtu. Ef einstaklingur aftur á móti neytir fæðu sem inniheldur sykur í “hófi" - fær sér eina litla kökusneið í stað þriggja stórra, barnaís í stað stórs íss með súkkulaðihjúp og nóakroppskúlum, svolítinn sykur út á morgunkornið, púðursykur út á súrmjólkina eða sultu með sunnudagasteikinni - er ástæðulaust að fyllast sektarkennd heldur þvert á móti að njóta. Staðreyndin er auðvitað sú að sykur er ekki hættulegur sem slíkur. Sé hans hins vegar neytt í óhófi getur það haft slæm eftirköst. Kveðja, Óiafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.