Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 T>V rSTRÍD VIÐ Atburðarásin á sunnudag 00:00 Naji Sabri, utanríkisráöherra Iraks, nýkominn tU Sýrlands, hvetur stjómir arabaríkja tU þess að mót- mæla árásum bandamanna á írak og hótar óvininum margfoldum harmi. 01:00 Fjórum öflugum sprengjum er varpað úr bandarískum sprengjuvél- um á svæði í norðurhluta íraks sem eru á valdi íslömsku Ansar-harðlínu- samtakanna. 02:22 Talsmaður Bandaríkjahers staðfesth- að bandarískur hermaður hafi verið handtekinn vegna hand- sprengjuárásarinnar á tjald banda- rískrar hersveitar i Norður-Kúveit. 02:30 Loftárásir á Bagdad halda áfram í dögun. 05:20 Talsmaður bandaríska hers- ins staðfestir að einn af þrettán banda- rískum hermönnum, sem slösuðust í handsprengjuárás bandarísks her- manns í Kúveit, sé látinn. 05:30 Bardagar blossa upp í hafnar- borginni Umm Qasr í suðurhluta Iraks þegar bandarískar hersveitir reyna að brjóta niður mótspymu. 06:15 Tilkynnt að breskrar herflug- vélar sé saknað eftir leiðangur inn yf- ir írak. 07:05 Skriðdrekaárás gerð á bæki- stöðvar íraska þjóðvarðliðsins í Umm Qasr. 07:45 Talsmaður bandaríska hers- ins segir að um 120 íraskir þjóðvarð- liðar hafi verið umkringdir í árás á bækistöðvar þeirra í Umm Qasr. 09:04 íraska vamarmálaráðuneytið segir að íraski herinn hafi skotið nið- ur fimm bandarískar flugvélar og tvær þyrlur. 09:13 Bandarískir embættismenn neita staðhæfingum íraka um að þeir hafi skotið niður bandariska hervél. 09:14 Tveimur öflugum sprengjum varpað á bækistöðvar iraska hersins í hafnarborginni Umm Qasr. 10:25 Yfirmaður breska heraflans, staðfestir að bresk Tomado-herþota hafi fyrir mistök verið skotin niður með bandarískri Patriot-flaug þar sem hún var á heimleið úr herleiðangri frá írak, rétt viö landamæri Kúveits, og sé hennar og áhafnarinnar saknað 10:35 Taha Yassin Ramadan, vara- forseti íraks, segir að íraski herinn hafi tekið 35 bandaríska hermenn til fanga og að myndir af hópnum verði bráðlega sýndar í íraska sjónvarpinu. 11:00 Bandarískir embættismenn neita fullyrðingum íraka um að þeir hafi tekið tugi hermenn bandamanna til fanga og skotið niður eina herflug- vél þeirra. 11:15 Bandarískar B-52 sprengju- flugvélar undirbúnar til loftárása á trak frá Fairford-herflugvellinum í Gloucester í Bretlandi. 12:43 Fréttir berast af öflugum sprengingum í vesturhluta Bagdad. 12:25 írakar leita hermanna banda- manna i Tígrisánni í Bagdad eftir að tilkynnt var að failhlif hefði fundist í ánni. 13:50 Leyniþjónusta breska hersins segir að Saddam hafi sennilega slopp- ið lifandi úr fyrstu loftárásum Banda- ríkjamanna á Bagdad á fimmtudaginn 14:05 Donald Rumsfeld, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, segist telja að nokkurra bandarískra her- manna sé saknað í írak og að þeir gætu verið í haldi íraka. Richard Mayer, formaður bandaríska herfor- ingjaráðsins, segir að þeir séu færri en tíu. 14:30 Talsmaður bandaríska hers- ins segir fjóra fallna og um fimmtíu særða eftir átta klukkustunda bardaga í og við borgina Nasiriya. 15.30 íraska sjónvarpið sýnir mynd- ir af að minnsta kosti fjórum fóllnum bandarískum hermönnum í borginni Nasiriya á bökkum Efrat og einnig viðtöl við fimm fanga. 16:10 Öflugar sprengingar í Bagdad. Blossar íraskra loftvamaflauga lýsa upp himininn. Tugip þúsunda mótmæltu stríðinu í írak um helgina - fjölmennustu mótmæli í Lundúnum á stríöstímum Tugir þúsunda friðarsinna mót- mæltu stríðinu í trak víða um heim um helgina og urðu mótmælin hvað mest í stórborgum Evrópu. í Bretlandi tóku hundruð þúsunda þátt í mótmælum víða um land en í Lundúnum hafa ekki sést önnur eins mótmæli á stríðstímum. Gengið var um miðborgina um Downingstræti, fram hjá skrifstofum forsætisráðuneytisins og inn á Hyde Park þar sem haldinn var mótmæla- fundur. Sömu sömu sögu er að segja frá öðr- um löndum Evrópu eins og Frakk- landi, Þýskalandi, Finnlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þrátt fyrir fjölmenniö bar lítið á róstum en þó bárust fréttir af átökum milli mótmælenda og lögreglu í Ósló og í nokkrum borga Spánar. I Ósló var grjóti kastað að lögregl- unni og málningu skvett þegar hún reyndi að hindra æsta mótmælendur í því að komast að bandaríska sendi- ráðinu í borginni og notaði lögreglan táragas, hunda og hesta til þess að stöðva gönguna. Þá notaði italska lögreglan táragas til þess að leysa upp mótmælafund við breska sendiráðið í Feneyjum en þar hafði málningu verið skvett á veggi sendiráðsins. í Sviss þurft lögreglan í Bern að nota vatnsþrýstibyssur, gúmmíkúlur og táragas gegn æstum hópi mótmæl- enda sem lögreglan sagði að tilheyrði öfgahópum. t fréttum frá Sviss segir að tuttugu þúsund manns hafi mót- mælt framan við þinghúsið. í Aþenu var stríðinu einnig mót- mælt hressilega en þar var bensín- sprengju kastað inn á lóð bandaríska sendiráðsins. í Vínarborg í Austurríki lögðust mótmælendur á götur og gangstéttir á meðan spilaðar voru háværar upptök- ur af byssuskotum og sprengingum. Á Ástralíu og Nýja-Sjálandi var einnig efht til fjölmennra mótmæla en í Wellington hrópaði fólk „Ekkert blóð fyrir olíu“. í áströlsku borgunum Brisbane og Hobart stöðvaði lögreglan mótmælagöngur. í Bandaríkjunum tóku um hundrað þúsund manns þátt í mótmælum í New York en þar var gengið frá Time Square til Washington-torgs í Greenwich Village og segja fréttir að gangan hafi fyllt nokkur stræti. Mótmælin fóru að mestu friðsam- lega fram en til átaka kom þó á milli lögreglu og hóps sem hafði slitið sig fi'á aðalgöngunni. Charles Ragel, þingmaður New York, sem þátt tók í göngunni sagði að fólkið styddi hermennina sem sendir væru til þess að berjast en ekki forsetann. t Washington tóku nokkur hundruð manns þátt í mótmælum við Hvíta húsið. í Asíu var einnig víða efnt til mót- mæla og urðu þau kröftugust í Indó- nesíu, Malasíu, Suður-Kóreu, Japan, Indlandi og Pakistan. Wfliif WflflfMí POWfllý -ficoitish j?octaliu P*r(y íco ttish ’ociðllst farty name REUTERSMYN Ekki í okkar nafnl Tugir þúsunda friöarsinna mótmæltu stríöinu i írak víöa um heim um helgina og uröu mótmælin hvaö mest í stórborg- um Evrópu. í Bretlandi hafa ekki oröiö önnur eins mótmæli á stríöstímum og kraföist fóik aö aögeröir yröu stöövaöar. Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna: Sýning á stríðsföngum er brot á Genfarsáttmálanum Donald Rumsfeld, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, sagði það „óheppilegt" í gær ef sjón- varpsstöðvar sýndu myndir frá arabísku gervihnattarstöðinni al- Jazeera sem sagðar eru vera af föllnum bandarískum hermönn- um og stríðsföngum í Bagdad. Bandarískar sjónvarpsstöövar sögðu að þær tækju myndunum frá al-Jazeera með varúð, en þær voru teknar af íraska sjónvarp- inu. Sumar stöðvar birtu aðeins hluta af viðtölunum við stríðs- fangana. CNN sýndi til dæmis myndir frá yfirheyrslu yfir bandarískum stríðsfanga, en þó ekki fyrr en stöðin hafði fengið það staðfest að ættingjar her- Fanganna gætt Bandarískur hermaöur stendur v< um íraska stríösfanga. Deilt er u meöferö íraka á sínum föngum mannsins hefðu verið látnir vita. Rumsfeld sagði það brjóta í bága viö Genfarsáttmálann um með- ferð stríðsfanga að sýna „niður- lægjandi" myndir af bandarísku fóngunum. Heimildarmenn í stjórnstöð hernaðaraðgerðanna í Katar sögðu að bandarísk stjórnvöld hefðu sent fjölmiðlum tölvupóst þar sem þeir voru beðnir um að sýna ekki myndir af föllnum bandarískum hermönnum eða stríðsfóngum. Mannréttindasamtökin Am- nesty International hvöttu íraka til að fara ekki illa með banda- ríska stríðsfanga sína og fjölmiðla til að virða reisn fanganna. Sahar íspaela um þátttöku Naji Sabri, utan- ríkisráðherra íraks, sagði í gær að ísraelskt flug- skeyti hefði fund- ist í Bagdad og sakaði ísraela um að taka þátt í her- för Bandaríkja- manna og Breta. Þá veittist Sabri einnig að Kúveitum og sakaði þá um hugleysi og samvinnu við óvininn. Samþykktu NflTO og ESB Kjósendur í Slóveníu sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta að ganga í Evrópusamband- ið og NATO í þjóðaratkvæða- greiðslu í gær. í ESB vildu 90 prósent og 66 prósent í NATO. Kjörsókn var 60 prósent. VonbPigði með vatnspáðstefnu Þátttakendur á alþjóðlegri ráð- stefnu um vatnsforðabúr heims- ins urðu margir fyrir vonbrigð- um með að í lokayfirlýsingunni skyldi ekki bent á leiðir til að leysa vatnsskortinn sem herjar á milljónir manna. Útiendap konur brælan Stöðugt fleiri danskir karlmenn sækja sér eiginkonur til útlanda og í einstaka tilfellum er rætt um fjöldainnflutning á konum sem búa síðan sem hálfgerðir þrælar. Bin Laden kannski í Pakistan Hryðjuverkafor- inginn Osama bin Laden er hugsan- lega í felum í Pakistan, að því er Asíuútgáfa Wall Street Jo- umal hafði eftir Pervez Musharraf Pakistansforseta. Ekkert hefur spurst tU bin Ladens frá því hann slapp undan bandarískum hermönnum í Afganistan undir árslok 2001. Kosið um nýja stjórnarskpá íbúar í Tsjetsjeníu greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnar- skrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem skipulögð var af stjórnvöldum í Moskvu. Óttast að stpíðið verði langt Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagðist í gær ótt- ast að stríð Banda- ríkjamanna og Breta í írak myndi dragast á langinn, eftir að fréttir tóku að berast af vaxandi andspymu íraka gegn innrásar- liðinu. Hindúar dpepnip í Kasmír Tuttugu og fjórir hindúar hafa verið drepnir í indverska hluta Kasmírs. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki. Eiturbarónar stóðu að morðinu Serbneska-lögreglan sagði í gær að hún hefði fengið það staðfest að glæpagengi eiturlyfjasmyglara hefði staðið fyrir morðinu á Zoran Djindjic forsætisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.