Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 18
42 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 Skoðun X>V Röng fongangsnööun Skoöun Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Að undanförnu hefur mönnum í auknum mæli oröiö starsýnt á áhersiur og forgangsrööun stjórn- málamanna. í fersku minni er áramótaræöa forseta íslands. Þar sendi hann út ákall til ríkisstjómar og þjóöar um að gæta okkar minnstu bræöra. Bilið milli ríkra og fá- tækra er að breikka og fjöldi þeirra sem berjast í bökkum fer vaxandi. Sífellt kemur fram að stjórnvöld sjá sér ilia fært að út- vega fé til ýmissa bráðnauðsyn- legra verkefha. Vandkvæði ríkisstjómarinnar sem koma upp á borðið eru fjár- skortur við aö halda gangandi deildum fyrir aldraða og heilabil- aða, féleysi við að reka bamageð- deild, fjöldi aldraðra bíður eftir aðstöðu á hjúkrunarheimili en fé er ekki til að leysa málin. Upp- hæðimar em ekki alltaf stórar. Spamaður við að loka deild fyrir heilabilaða átti að vera innan við 20 m.kr. og úrbætur á barnageð- deild voru taldar kosta innan við 50 milljónir svo sæmilega stæði. Yfir 300 aldraðir bíða eftir hjúkr- unaraðstöðu og fjölskyldur þeirra eru í alvarlegum vandræðum. Hvert fer féð? íslendingar eru rík þjóð. Þeir hafa úr talsverðu að spila. Er- lendis segja menn jafnvel að ís- lendingar hagi sér eins og þjóð sem viti ekkert hvað hún á að gera við peningana. Kosningabar- „Bretar töldu sig ekki hafa efni á að vera með í Schengen. Ávinningur okkar er nánast enginn, við önnumst bara vegabréfaeftirlit fyrir Evrópubandalagið. Rekstrarkostnaður á ári er hundruð milljóna króna. Hvar er stjómarandstaðan? Hún virðist vera handónýt. “ áttan í Danmörku og Þýskalandi og e.t.v. fleiri löndum snerist tals- vert um að fækka sendiráðum og minnka kostnað við utanríkis- þjónustuna. Á þessum tíma hafa Islendingar verið aö stórauka ut- anríkisþjónustima. Fjölgim sendi- ráða vekur athygli. Yfir 1000 milljóna íjárfesting í sendiráði í Japan ásamt ærnum rekstrar- kostnaði, sendiráð stofnuð í Finn- landi, Mósambík, Kanada, eru ekki tveir ambassadorar þar nú? Var ekki líka stofnað sendiráð í Vín? Hér er um að ræða kostnað upp á hundruð milljóna á ári. Við erum aö ráðast í ærnar jarðgangaframkvæmdir. Kosta ekki Siglufjarðargöngin 6-8000 milljónir króna? Schengendæmið er líka stórt spurningarmerki sem enginn svarar. Kostnaðar- áætlun við byggingu vegna Schengen var 4000 milljónir króna og ráða varð 50-70 nýja starfsmenn til þess að annast vegabréfahliðin. Bretar töldu sig ekki hafa efni á að vera með í Schengen. Ávinningur okkar er nánast enginn, við önnumst bara vegabréfaeftirlit fyrir Evrópu- bandalagið. Rekstrarkostnaður á ári er hundruð milljóna króna. Hvar er stjórnarandstaðan? Hún virðist vera handónýt. Hrapalleg þjóöfélagsþróun Ljóst er að stjómvöld og Al- þingi hafa brugðist við að gæta hagsmuna almennings. Þau verð- mæti sem þjóðin hefur verið að öngla saman á síðustu 100 árum lenda nú hjá fámennum hópum manna sem kunna að nota sér kerfið. Annars vegar hafa stjórn- völd afhent fiskimiöin þeim sem áttu fiskiskip í þrjú ár á níunda áratugnum, um 300 þúsund millj- óna virði og hins vegar hafa þau ekki megnað að móta eðlilegar leikreglur á fjármálamarkaði sem vex eins og óðfluga leysing og af- leiðingin er þróun sem þjóðinni ofbýður. Tugmilijóna og hundruð millj- óna starfslokasamningar og æv- intýralegir kaupaukasamningar sem að hluta virðast byggjast á uppgjörsreglum sem jafnvel pró- fessorar við háskólann mótmæla hástöfum. Hvað eru margir for- stjórar á starfslokasamningum hjá símanum og byggðastofnun núna? Ja, það er ekki furða þó lít- ið sé afgangs til þess að halda uppi barnageðdeild. Drengileg afstaða Edda Guömundsdóttir skrifar: Ossur Skarphéðinsson. Sérstakar þakkir og ánægja með málflutning Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylking- arinnar, bæði í Kast- ljósinu og morgunsjón- varpi RÚV. Ég er algjörlega sammála hon- um um að það verða fyrst og fremst óbreyttir borgarar, ekki síst saklaus böm, sem verða fórnarlömb stríðsins. Banda- ríkjamenn eru á villigötum, og við eigum ekki að elta þá út í fenið. Afstaða Össurar var skýr og drengileg. Þannig tala for- ystumenn á ögurstundu. Er honum einnig sammála um að ekki kæmi til mála að við léð- um land eða lofthelgi undir heraíla sem Bandaríkjamenn ætla að nota til árásarstríðs. Hann kom að kjarna málsins þegar hann spurði hvort Saddam Hussein væri slík ógn við heimsfriðinn, að hrinda þyrfti af stað styrjöld sem græfi undan þessum sama friði. Á meðan getur enginn maður skilið hvað blessaður utanríkis- ráðherrann er að fara og grefur Framsóknarflokknum gröf með afstöðu sinni. Vona að Össur fari aldrei með honum í ríkis- stjóm. Fjöldafylgi harðstjóranna Ragnar Haraldsson skrifar: Það vafðist ekki fýrir vesælum aumingjum hér á landi að taka af- stöðu með harðstjóranum Saddam Hussein og hans hyski. - Því auð- vitað er ekki hægt að flokka þá sem nú mótmæla harkalegum að- gerðum til að steypa haröstjóran- um af stóli undir annað en „óupp- lýstan pupulinn". Aðallega vinstra liðið sem dýrkar og dáir ríkisfor- sjá á sem flestum sviðum og hefur kastað fyrir róða þeirri litlu sjálfs- bjargarhvöt sem það kann að hafa fengið í vöggugjöf. Það er sárt að sjá fólk á besta aldri dvelja tímunum saman í mótmælastöðu, oft til að krefjast meiri ölmusu og spilapeningum frá ríkinu. Nemar Leiklistarskóla íslands gerðu það heldur ekki endasleppt sl. fimmtudag er þeir lögðust í jörðina við Stjórnarráðið og léku fórnarlömb eftir að hafa roðið sig „blóði“ í bak og fyrir. Voru sennilega að þakka okkur skattgreiðendum og yfirmönnum menntamála fyrir sjálfrennandi fé í ósómann. Þá eru stjórnmálamenn vinstri- flokkanna ekki mikið skárri. Þeir reyna að tína til ómerkilegustu hluti, varðandi hina sjálfsögðu þátttöku okkar íslendinga í banda- lagi hinna staðfóstu þjóða, og alltaf úr takt við umræðuefnið. Krefjast fundar í utanríkismála- nefnd til aö síspyrja um hvers vegna ísland styðji aðgeröir gegn Saddam Hussein og gera „bókan- „Þá eru stjómmálamenn vinstri flokkanna ekki mikið skárri. Þeir reyna að tína til ómerkilegustu hluti varðandi hina sjálf- sögðu þátttöku okkar ís- lendinga í bandalagi hinna staðföstu þjóða, og alltaf úr takti við um- ræðuefnið. “ ir“ í leiðinni. Allt til að sýnast. Og svo á fólk að kjósa þetta góðgæti til að sitja í ríkisstjóm Islands! Guð foröi þjóðinni frá því óláni. Allt vel meinandi fólk í landinu veit fullvel að hér er spurningin um það eitt hvort við viijum standa með okkar langtíma bandalagsþjóð- um eða með ógnvaldinum Saddam Hussein. Valið hlýtur að vera afar auðvelt. - Það verður erfltt fyrir alla „Ögmundana" og „Steingrím- ana“ hér að standa keikir þegar upp verður staðið og íraska þjóðin fagnar falli kúgara síns. Þróun í Framtak Ólafur Kristjánsson skrifar: Nú hefur Þróun- arfélagi íslands verið breytt í spaða - eða þannig - breyst í eitthvað sem heitir Framtak Fjárfestingarbanka hf., sem er svo aft- ur samsull úr Þró- unarfélaginu og Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans. Þar var Ásmundur Stefánsson, fyrrum leiðtogi launþega aðalgúrú. Eg sá nýlega í blaði mynd af As- mundi sem var sagður hafa verið „öflugur" í forystusveit verkalýðs- ins. Eg man nú ekki eftir einu skrefi sem hann steig fyrir okkur launþega. Hann gerðist hins vegar forstjóri í íslandsbanka. Og enn er Ásmundur á ferðinni, nú fram- kvæmdastjóri Framtaks Fjárfest- ingarbankans hf. Það er ekki ónýtt að hafa verið í forsvari fyrir okk- ur launþegana. En við stöndum undir batteríinu. Göturnar í Kópavogi Ástríður hringdi: Ég þurfti í Kópavoginn nýlega með rafmagnstæki til viðgerðar. Fyrirtækið átti að vera við Dalveg, og var það svo sem. Ég fer ekki oft í Kópavoginn og þekki þar ekki mikið til, en vissi hvar Daltún var, þá ók ég sem leið liggur að þeirri götu og svo upp og niður aðrar hliðargötur þar í grennd til að leita að Dalvegi, en fann ekki. Loks sá ég mann á gangi (sem ekki er víst algengt við íbúöagötur þar í bæ). Sá vísaði mér í allt annan enda bæjarins, nefnilega syðst í bæinn. Ég hélt að í Kópavogi væri gjarnan sú regla til hliðsjónar að hafa göt- ur með samheiti (forskeyti eða við- skeyti) saman, t.d. Dal- eitthvað. Það virðist ekki vera raunin. Þama hafa Reykvíkingar vinning- inn (sbr. Vogar í einu hverfi, Teig- ar o.s.frv.). Yfinlýsing biskups Hólmfriöur Gísladðttir skrifar: Biskup íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu. Hún er enn ein „hörmungin“, og um þá hörmung segir hann að nú sé enn „gripið til vígtólanna" og lát- in skera úr deilu- málum. Hann hvet- ur nú presta til að hafa kirkjur opnar á meðan átök standa, vitnar í Jesaja spámann: (2:4) þar sem segir, að enginn þjóð skuli sverð reiða að annarri þjóð og ekki skuli þær temja sér hernað framar. - Ég veit nú ekki til þess að kirkjan hafi beint slíðrað sverð sín þegar krossfaramir fóm með brandi til að leggja niður vígi Salahedíns soldáns í Balbeck á svipuðum slóð- um pg Saddam býr nú. Kannski eru íslendingar orðnir svo kristnir aö þeir streymi í kirkjur landsins til að biðja fyrir írökum. Þeir hafa ekki fýllt þær til þessa. Silfrið - óskaþáttup Vilborg skrifar: Ég gæti ekki fyrirgefið þeim sem yrðu þess valdandi að um- ræðuþátturinn Silfur Egils hyrfi af Skjá einum. Þetta er áreiðan- lega einn vinsælasti sjónvarpsþátt- ur sem hér hefur sést árum sam- an - einstaklega líflegur og óþvingaður. í hann hafa komið til viðtals menn og konur sem verða loks þau sjálf í afslöppuðu um- hverfi þótt annars staðar séu þau eins og fest upp á þráð. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Sverösoddar krossfaranna gleymdir? Nú öflugurí einkageiranum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.