Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 32
9 J* FRETTASKOTIÐ SIMIIMIXI SEM ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. sefur 550 55 55 i -t • STRÍÐIÐ í ÍRAK 6, 10-1 Bandaríkiamenn héldu loftárásum sínum á Bagdad áfram í nótt og morgun en íröskum hersveitum hefur tekist að tefja framrás hersveita á leið til höfuðborgarinnar Bagdad. Saddam Hussein íraksforseti kom fram í sjónvarpi í morgun og bar lof á baráttuþrek hermanna sinna. • ' » - • ir . - ! HQRD MOTSPVRNA RAKA Jón Ásger kærir Jón Gerald SuHenberger fyrir líflátstiótun Dómkirkjuprestur gagnrýnir stjórnvöld „Við íslendingar ættum að vera skuldbundin friði umfram aðrar þjóðir og af sömu ástæðu að vera skuld- bundin vettvangi Hinna sameinuðu þjóða. Við erum smáþjóð og ófær um að gæta hags okkar án ríks stuðnings réttar í al- þjóðasamfélaginu og velvildar allra þjóða sem okkur þekkja," segir Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur í útvarpsmessu á sunnudag þar sem hann gagnrýndi ríkisstjómina harð- lega. Dómkirkjuprestur segir ömur- legt að sjá araba brenna íslenska fán- ann i Kaupmannahöfn. -GG FRÉTT BLS. 6 Jón Gerald Sullenberger, eigandi bandaríska heildsölufyrirtækisins Nordica Inc., mætti til yfirheyrslu hjá lögreglu hér á landi fyrir helg- ina vegna rannsóknar á meintum brotum forsvarsmanna Baugs. Ekkert hefur verið upplýst um gang opinberrar rannsóknar efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra á forsvarsmönnum Baugs í kjölfar húsleitar í höfuðstöðvum Baugs í haust. Ekki hefur heldur fengist upplýst um hvað yfirheyrsl- an yfir Jóni Gerald snerist. Baugsmenn kærðu Jón Gerald fyrir um mánuði fyrir meintar líf- látshótanir sem eiga að hafa átt sér stað í fyrrasumar. Jón Gerald vildi ekkert tjá sig um málið í morgun. „Hann hótaði mér sl. sumar og sagði sömu hluti við Jóhannes og Tryggva Jónsson," sagði Jón Ás- geir Jóhannesson, forstjóri Baugs, við DV í gærkvöld. Spurður hvort um beina líflátshótun hefði verið að ræða svaraði Jón Ásgeir: „Já.“ Hann sagði að þeir sem hefðu orð- ið fyrir hótuninni hefðu kært hana til lögreglu fyrir um það bil mán- uði. Þeir ætluöust til þess að lög- reglan tæki á því máli. Hann sagði að Jón Gerald hefði viðurkennt hótunina við lögregluyfirheyrslur. Hann kvaðst ekki vita hvert fram- hald málsins yrði, það væri í hönd- um lögregluyfirvalda. -JSS/HKr Landsfundrdrög: Áhersla á skatta- lækkanir og einkaíramtak Verulegar skattalækkanir og til- flutningur verkefna frá hinu opin- bera til einkaaðila eru meginstefin í drögum að ályktunum landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins sem verður settur á fimmtudag. Þar er meðal annars lagt til að tekjuskattspró- sentan lækki og að starfsemi íbúða- lánasjóðs, LÍN, opinberra rann- sóknarstofnana og heilbrigðiskerf- isins verði i auknum mæli flutt til einkaaðila. í drögunum er lagt til að tekju- tenging barnabóta verði afnumin. Þá segir þar að aðild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóöarinnar eins og málum sé nú háttað. Samkeppn- isstofnun er gagnrýnd og sagt að afskipti hennar af fyrirtækjum séu augljóslega orðin of mikil og ekki í anda samkeppnislaga. Þá er hvatt tO þess að valfrelsi um lífeyrissjóði verði innleitt að fullu og lýðræði aukið í stjórnun sjóðanna. -ÓTG Ygglir slg Elliðaárnar voru ábúöarmiklar í morgun enda óvenju mikil hlýindi á landinu. 8 stiga hiti var í Reykjavík í morgun og mikið vatnsveður. Ár á landinu hafa víða flætt yfir bakka eins og frétt á bls. 6 ber með sér. Ertu ó leið til útlanda? Afnemum 24,5% vsk. við kaup á gleraugum gegn framvísun á farseðli Gleraugna, .Kringlunni 588 9988 SmiOjOl i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.