Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 Fréttir DV Nýr meirihluti í bígerð í Eyjum: Framsóknarfulltrúinn án umboðs flokksins Fulltrúaráð Framsóknarflokks og óháðra í Vestmannaeyjum veitir Andrési Sigmundssyni ekki heimild til meirihlutaviðræðna við Vestmannaeyjalistann vegna trúnaðarbrests við stjórn og full- trúaráð flokksins. Fjórtán manns sátu fund um málið; 9 greiddu at- kvæði gegn nýjum meirihlutavið- ræðum en 5 voru hlynntir þeim. Andrés Sigmundsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, segist harma þessa niðurstöðu og segir engan trúnaðarbrest hafa orðið. Haft er eftir Víkingi Smárasyni, formanni Framsóknarfélagsins í Vestmannaeyjum, að félagið muni starfa áfram sem flokkur og beita sér áfram í bæjarmálum eins og kostur er. Andrés Sig- mundsson sleit meirihlutasam- starfi við sjálfstæðismenn sl. fimmtudag vegna tillagna í sam- göngumálum Vestmannaeyinga. „Það er tæknilegt atriði sem ég á eftir að færa út að hafa ekki meirihluta fulltrúaráðsins á bak við mig. Ég finn hins vegar fyrir gríðarlegum stuðningi við mig hér í bænum og er sannfærður um að ég er að gera rétta hluti í þágu Vestmannaeyinga. Við hitt- umst í dag og stefnum á að ljúka viðræðunum fljótlega, allt eins í dag. Við höfum enn ekki rætt skipan forseta bæjarstjórnar eða formanns bæjarráðs en rætt mál- efnasamning og hvernig ferillinn yrði á næstunni. Ingi Sigurðsson verður eflaust bæjarstjóri eitt- hvað fyrst um sinn en hann var ráðinn að kröfu Sjálfstæðis- manna. Það munu halda áfram rannsóknir á auknum sam- göngubótum. Þessi samgöngu- ráðherra verður ekki lengi enn í embætti," segir Andrés Sig- mundsson. -GG Þaö gustar í Eyjapólitíkinni og flokkurinn í miöju aö klofna í átökum um meiríhlutasamstarfiö. Norðaustursiglingaleiðinni eykst fylgi: Birgöastöö og olíuhreinsistöö á íslandi vænlegur kostur Vænlegur kostur Noröaustursiglingaleiöin er æ oftar fær flutningaskipum. Hún styttir leiöina frá íslandi til Japans um helming og er þar af leiöandi gríöarlegt hagsmunamál fyrir sjóflutninga á milli þessara heimshluta. íslendingar tóku þátt í störf- um nefndar fyr- ir um 15 árum sem fjallaði um möguleika sigl- inga Norðaust- urleiðina svokölluðu norð- ur fyrir Noreg og Rússland um Beringssund, en sú siglingaleið styttir siglingatímann til Japans um helming. Auk íslendinga tóku þátt í störfum nefndarinnar Jap- anir, Norðmenn og Rússar. Ólafur Egilsson sendiherra tók þátt í störfum nefndarinnar á sín- um tíma. Hann segir að Barents- ráðið hafi verið sett á fót til þess að flýta efnahagsuppbyggingunni í vesturhéruðum Rússlands og það sé rammi utan um samstarf Norðurlandanna og Rússlands. Á þessum slóðum var m.a. hent mjög ábyrgðarlaust kjarnorkuúr- gangi í Ishafið og spurningin var sú hvað yrði um þennan úrgang sem og eldri kjarnorkuver á svæðinu, bæði á Kolaskaga og víðar. Tekist var því á við um- hverfisvandamál á Kolaskaga og suður úr. íslendingar hafa ekki sömu forsendur til þess að vera virkir þarna vegna fjarlægðar- innar en reyndu að koma að mik- ilvægi siglingaleiðarinnar á kom- andi árum og að sett yrði upp birgðastöð eða umskipunarhöfn á íslandi tengd þessari siglingaleið. Búið væri þá að hlaða upp birgð- um á íslandi sem tekið yrði til við að flytja þegar siglingaleiðin opnaðist á haustin. „Spurningin er hversu mikla ís- brjótaþjónustu þarf til þess að þetta geti verið hagkvæmt auk þess sem í þetta þarf sterkari skip. Styttingin á leiðinni þarf að vega upp á móti þessu tvennu. Ég tók síðast þátt í þessum umræð- um fyrir fimm árum svo ég hef ekki fylgst með því nýjasta þó ég hafi reynt að halda þessari um- ræðu vakandi. I Barentsráðinu var starfandi undirnefnd undir forystu Rússa sem vann að þess- um málum. Vaxandi hlýindi og minni hafis koma til góða og kveikja að nýju líf í þetta mál. Á sínum tíma höfðum við sam- band við Rússa sem báru höfuðá- byrgð á þessu starfi til að fá gleggri uppýsingar en þá lágu fyr- ir en þá vildi svo undarlega til að það voru allt aö þvi önugheit sem komu til baka á þá leið að það væri búið að birta allt um þetta og við gætum bara flett því upp. Hagsmunum Rússa var því mjög illa sinnt af þeirra eigin mönnum. Hverjir eru hinir þrengri hags- munir skipafélaganna í þessu sambandi? Ef skipafélögin telja þrátt fyrir allt meiri hag í því að sigla þessar löngu leiðir og verð- leggi flutningana í samræmi við það er það kannski spurning um hvort einhver tekur frumkvæðið því um leið og búið væri að sýna fram á að sigling Norðausturleið- ina væri hagkvæm gæti slíkt frumkvæðisfélag boðið lægri fraktgjöld og þá yrðu allir hinir að skipta einnig yfir á þessa sigl- ingaleið," segir Ólafur Égilsson. - Hafa íslendingar sýnt þessu máli fálæti í seinni tíð? „Nei, ekki miðað við aðstæður. Utanríkisráðuneytið hélt ráð- stefnu um þetta fyrir mörgum árum og einnig hefur Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, sýnt þessu máli mikinn áhuga. Hann var auk þess búinn að ferðast víða um Rússland í sínum fyrri störfum, áður en hánn kom til Samskipa, og þekkir því vel þenn- an hluta Rússlands, m.a. Kamtsjaka og Murmansk. Aukið forræði jákvætt Með þeim þjóðfélagslegu breyt- ingum sem urðu þegar Sovétríkin hrundu og hreyfing varð í þá átt að draga úr valdi Moskvu og færa valdið meira út til héraðanna og þar með forræði þeirra yfir sín- um auðlindum, auk þess sem efnahagur Rússlands vonandi styrkist á komandi árum, má bú- ast við að meira verði um flutn- inga frá þessum höfnum á norð- urströnd Rússlands. Þegar birgðaflutningar þaðan aukast skapast betri forsendur fyrir ís- brjótaþjónustuna og mun líflegra verður á þessum slóðum. Olíuhreinsistöð á íslandi Hugmyndir voru einnig uppi hér á sínum tíma um að taka upp samstarf við Rússa annars vegar og Bandaríkjamenn hins vegar um að setja upp olíuhreinsistöð á Reyðarfirði en það rakst á við umræður við Norðmenn um álver á vegum Norsk Hydro og var eig- inlega undir í umræðunni. Hug- myndin var að taka olíu úr olíu- lindum allra nyrst í Rússlandi og flytja hana til íslands á þeim tíma sem minnstur ís var því Rússar töldu sig geta fengið hærra verð fyrir hana ef um afgreiðslu væri að ræða á henni frá íslausum höfnum, eins og á íslandi. Af- greiðslunni mætti þá treysta. Síð- ar varð umræða um að reisa olíu- hreinsistöð í Skagafiröi." Ólafur Egilsson telur að þenn- an stóriðjukost ætti að skoða frekar ef einhver skriða kemst nú á umræðu um siglingar norðaust- urleiðina um Beringssund, eða norðvesturleiðina vestan við Grænland með strönd Kanada. ís- lendingar verði að halda vöku sinni til þess að missa ekki af lestinni. -GG Sekkur aftur ogaftur Gamli trébáturinn Ólafur GK, sem sökk í Fossvogi fyrir all- nokkru, náðist þar á flot og var dreginn til hafnar í Kópavogi. Hann sökk þar aðfaranótt miðviku- dagsins þegar verið var að snúa honum í höfninni og hann hallað- ist skyndilega á stjórnborða. Unnu starfsmenn Köfunarþjónustu Árna Kópssonar í Kópavogi og Kópa- vogshafnar allan miðvikudaginn við að ná honum á flot. Það tókst síðdegis á miðvikudag. Á fimmtu- dagsmorgun var hann aftur sokk- inn, og aftur var hafist handa við að koma honum á flot á fimmtu- dag. Það tókst um síðir. Báturinn var kominn að bryggju í morgun, en spurningin er hvað nú tekur við. Frá áramótum hefur staðið til að draga hann til Þorlákshafnar, en beðið er eftir hentugri norðan- átt. Báturinn mun eiga að fara til Þorlákshafnar á sjóminjasafn, en hann var upphaflega gerður út þaðan og hét þá Friðrik Sigurðs- son. Útgerð hans þaðan var fyrsti vísir að stórútgerð í Þorlákshöfn. _________________________-GG Félag íslenskra nuddara: Telja enótískt nudd hreina vanvirðingu „Þetta er hrein vanvirðing við starfsheiti okkar,“ sagði Guðbrand- ur Einarsson, nýkjörinn formaður Félags íslenskra nuddara, eftir að- alfund félagsins sem haldinn var sl. laugardag. Þar var fjallað um ýmis hagsmunamál nuddara, þar á með- al notkun starfsfólks á erótiskum afþreyingarstöðum á starfsheiti þeirra. Það var aðalfundur Félags íslenskra nuddara sem haldinn var á laugardaginn. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem gagnrýnt er afskiptaleysi stjómvalda af rekstri erótískra nuddstofa. Orðrétt segir i ályktun fúndarins: „Félagsmönnum í FÍN er annt um starfsheiti sitt, nuddari, og telja það vanvirðingu að blanda því við rekstur fyrrgreindra stofa. Að gefhu tilefni fordæmir fundurinn yfirvöld fyrir að láta viðgangast rekstur svokallaðra erótískra nudd- stofa (sbr. frétt í DV 20. mars). Samkvæmt íslenskum lögum er sala á kynlífi ólögleg. Eftir lýsingu DV er ekki um annað að ræða en sölu á kynlífi. Fundurinn skorar á yfirvöld að kynna sér þá starfsemi sem fram fer á þessum stofum. Mikil óánægja ríkir hjá félags- mönnum FÍN vegna auglýsinga á erótísku nuddi undir yfirskriftinni „nudd“ og er það eindregin ósk fé- lagsins að aðhafst verði í þessum málum.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.