Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Side 12
12
Útlönd
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
Donald Rumsfeld
Ósveigjanlegur og haröorður.
Saddam Hussein fær
aldrei að fara úr landi
Donald Rumsfeld, landvarna-
ráöherra Bandaríkjanna, hafnaði
í gær öllum tilraunum annarra
landa til að hafa milligöngu um
endalok stríðsins í írak með því
að leyfa Saddam Hussein forseta
að yflrgefa landið.
„Það eru engar likur á að
samningur verði gerður. Það er
alveg sama hver stingur upp á
því,“ sagði Rumsfeld á fundi með
fréttamönnum í Pentagon.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Fiskislóð 73, 0101, Reykjavík, þingl.
eig. Agens ehf., gerðarbeiðendur Bún-
aðarbanki íslands hf. og Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 8. apríl 2003
kl. 10.00.______________________
Laufengi 15,50% ehl. í 0204,3ja herb.
íbúð á 2. hæð t.h. og geymsla merkt
01112 m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Bjarni Bergmann Vilhjálmsson, gerð-
arbeiðendur Laufengi 15, húsfélag og
Tal hf., þriðjudaginn 8. apríl 2003 kl.
14.30,__________________________
Laufengi 180, 0101, 5 herb. íbúð á
tveimur hæðum, 115,7 fm m.m.,
Reykjavík, þingl. eig. Rannveig Páls-
dóttir og Juan Carlos. Pardo Pardo,
gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf.,
Tal hf. og Tollstjóraembættið, þriðju-
daginn 8. apríl 2003 kl. 15.00.
Nesvegur 59, 0001, 50% ehl. í íbúð í
kjallara og 1/3 hluti lóðar, Reykjavík,
þingi. eig. Ævar R. Kvaran, gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, þriðju-
daginn 8. apríl 2003 kl. 11.00.
Rekagrandi 8, 0303, Reykjavík, þingl.
eig. Elín Guðmundsdóttir, gerðarbeið-
andi Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
þriðjudaginn 8. apríl 2003 kl. 11.30.
Sólbraut 5, Seltjarnarnesi, þingl. eig.
Sólbraut 5 ehf., gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Seltjarnarnes-
kaupstaður, þriðjudaginn 8. apríl 2003
kl. 10.30.
Vættaborgir 4, 0102, Reykjavík, þingl.
eig. Helga Sigurðardóttir, gerðarbeið-
endur Fróði hf., Garðar Briem og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 8. apríl
2003 kl. 15.30._________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Hepsveidp Bandapíkjamanna
heptóku flugvölinn í Bagdad
- segja hann 80% á sínu valdi eftir bardaga næturinnar
Að sögn talsmanna Bandaríkja-
hers hertók þúsund manna herdeild
þriðju fótgönguliðssveitar banda-
ríska hersins stóran hluta Sadd-
ams-flugvallar í nágrenni Bagdad í
nótt eftir öflugar loftárásir á völlinn
í gærkvöld.
Herdeildin sótti í gegnum vamir
íraka strax eftir loftárásirnar í nótt
og varð mótspyrnan mun minni en
búist hafði verið við. Að sögn tals-
manna bandaríska hersins féllu að
minnsta kosti 320 írakar í bar-
dögunum.
Richard Myers, formaður banda-
ríska herforingjaráðsins, varaði þó
við bjartsýni í morgun og sagði að
búast mætti við áframhaldandi bar-
dögum í dag þar sem írakar héldu
enn hluta vallarins, sem væri mjög
stór.
„Þetta er rétt byrjunin á loka-
sókninni inn í Bagdad og þar sem
við erum svo nærri miðborginni má
ætla að bardagar eigi eftir að
harðna til muna,“ sagði Myers.
John Altman, foringi í leyniþjón-
ustu hersins, sagðist í morgun álíta
að um 80% flugvallarins væru nú á
valdi Bandaríkjamanna. „Ekkert er
Sigurmerkið gefið.
þó öruggt fyrr en við höfum kannað
hvern krók og kima í byggingunum
sem eru mjög margar og stórar,"
sagði Altman og bætti við að ekkert
hefði sést til liðssveita Lýðveldis-
varðar Saddams Husseins við flug-
völlinn.
Bardagamir í nótt voru þeir
fyrstu innan borgarmarka höfuð-
borgarinnar en flugvöllurinn er
aðeins í um tuttugu kílómetra fjar-
lægð frá miðborginni.
Allt rafmagn fór af borginni með-
an loftárásimar á flugvöllinn stóðu
sem hæst og var borgin myrkvuð í
mestalla nótt.
Ekki var vitað hvort skemmdir
vegna loftárásanna orsökuðu raf-
magnsleysið en vatn fór einnig af
borginni á sama tíma. Talsmenn
bandaríska hersins neituöu því í
morgun að eiga nokkum þátt i
rafmagnsleysinu og sögðu að írakar
hefðu sjálflr tekið það af.
Miklar sprehgingar heyrðust
einnig í miðborg Bagdad upp úr
miðnætti í nótt og sagði einn sjón-
arvotta að að minnsta kosti sextán
þeirra hefðu sprungið við stjómar-
byggingar og hallir Saddams Huss-
eins.
Naji Sabri, utanríkisráðherra ír-
aks, gerði lítið úr afrekum innrás-
arliðsins í útvarpsviðtali í morgun
og sagði að ekkert hefði sést til þess
innan borgarmarkanna eða í ná-
grenni hennar. Hann sagði Saddam
á lífi og við góða heilsu.
REUTERSMYND
Svangur hvutti í Irak
Hungriö sverfur ekki aöeins aö mannfóikinu í írak, heldur hafa dýrin einnig fengiö aö kenna á styrjaldarhörmungun-
um. Þessi litli svangi hvolpur var aö reyna aö komast í eitthvaö ætilegt í námunda viö bryndreka bandarískra fót-
gönguliöa viö mikilvæga brú yfir Efrat-fljót þegar Ijósmyndari Reuters rakst á hann.
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd
Mjódd * Dalbraut • Austurströnd
iooo kr. tiiboð
TILBOÐ sótt /I
kr. i. ooo
Gusmao hapmap stpíðið
Xanana
Gusmao, forseti
Austur-Tímors og
fyrrum skæruliða-
foringi í frelsis-
stríði landsins
gegn Indónesum,
sagði fréttamanni
Reuters í Ástralíu
í morgun að stríð Bandaríkja-
manna í írak væri ónauðsynlegt
og hryggilegt.
Kaninn hleypup í tang SÞ
Hátttsettur embættismaður hjá
Sameinuðu þjóðunum spáði því í
gær að bandarísk stjórnvöld
myndu hlaupa í fang SÞ og biðja
um samvinnu vegna gífurlegs
kostnaðar við endurreisn íraks
og lagalega flókinnar stöðu að
stríðinu þar loknu.
Fjápveiting til stpíðspekstpap
Bandaríkjaþing samþykkti í
gær með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að veita nærri 80 millj-
arða dollara til stríðsrekstrarins í
írak og skyldra verkefna.
ísnaelar dnápu sjö í gæn
ísraelskir hermenn drápu sjö
Palestínumenn á Gaza og Vestur-
bakkanum í aðgerðum i gær og
Bandaríkjamenn höfðu uppi heit-
strengingar um að reyna nú að
koma á friði.
lilfinningap páða ekki föp
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti,
sem hefur verið
fremst í flokki
þeirra sem gagn-
rýna stríðið í írak,
sagði í gær að
Rússar létu til-
finningar ekki
ráða utanríkisstefnu sinni. Hann
sagði að Rússar myndu áfram
eiga samvinnu við Bandaríkin,
þrátt fyrir stirð samskipti um
þessar mundir.
Þjóðernishyggja á uppleið
Þjóðemishyggja meðal araba-
þjóðanna fer nú vaxandi vegna
stríðsins í írak sem margar lýsa
sem nýrri nýlendustefnu.
Þreföld mistök BNA
Jean-Pierre Raf-
farin, forsætisráð-
herra Frakklands,
sagði í sjónvarps-
viðtali gær að
Bandaríkjamenn
hefðu gert sig
seka um siðferði-
leg, pólitísk og
herfræðileg mistök með því að
fara í stríð við írak.
Bónopð eftip 78 ápa sambúð
Zyness O’Haver sá eftir 78 ára
sambúð með Sallie Warren að við
svo búið mátti ekki standa og bað
hennar. Hinn 95 ára Zyness og
hin 94 ára Sallie gengu svo í
hjónaband í Oklahoma í vikunni.
Nunnan hlýddi fopsetanum
Kaþólsk nunna í Bandaríkjun-
um sagði fyrir rétti í gær að hún
hefði verið að hlýða boðum Bush
forseta um að eyðileggja gjöreyð-
ingarvopn þegar hún fór, ásamt
tveimur stallsystrum sínum, í
leyfisleysi inn á eldflaugasvæði.