Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Qupperneq 17
16
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgrei&sla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Frelsun eða hemám
Innrás Bandaríkjamanna
og Breta í írak gengur hægar
en hernaðarsérfræðingar
hugðu. Það sem kallað var í
fyrstu „frelsun íraks“ er að
margra mati að breytast í her-
nám. Tvær vikur eru liðnar
frá þvi hermenn bandamanna stigu á land í botni
Persaflóa og mótstaða herja íraka er ekki einasta vanda-
mál bandamanna heldur og andstaða almennings í írak.
Það hefur komið á daginn sem fáir áttu von á að irösk al-
þýða lítur útlendu hermennina hornauga.
Persaflóastríðið fyrra og seinna eru ólíkar aðgerðir. Það
fyrra snerist um að koma írökum út úr Kúveit. Það seinna
snýst um að koma Saddam út úr írak. Og hvort sem karl-
inn er dauður eða lifandi vaða menn áfram í oliureyk og
úfnum sandi og drepa jafnt hermenn og konur og börn.
Likur eru taldar á að um 600 óbreyttir borgarar hafi þeg-
ar verið drepnir af innrásarliðinu og ef fer fram sem horf-
ir er það aðeins byrjunin á tilfinningaþrunginni tölfræði
næstu vikna.
Menn greinir á um bardagaleiðir. Menn greinir á um
ákafa. Misklíðar hefur gætt í samskiptum breskra og
bandarískra hermanna. Þeir hinir fyrrnefndu segja dát-
ana að vestan vera fullherskáa, skotglaða og kærulausa.
Nokkur dæmi eru nefnd þar til sögunnar, svo sem lýsing
á þvi þegar bandarískir hermenn skutu á bifreið sem var
full af konum og börnum en ökumaður hennar kvað ekki
hafa virt stöðvunarskyldu nálægt bænum Najav. Tíu lét-
ust, nálega allir i bílnum.
Bandarísku og bresku ungmennunum sem halda um
vopnin í írak er nokkur vorkunn. Þau eiga við lævísan
óvin að etja. Erfitt getur reynst að sjá muninn á fólksbíl,
fullum af konum, og öðrum bíl á leið í sjálfsmorðsárás.
Venjulega klæddur maður á götum úti getur reynst her-
maður og ungur strákur, sem er ekki einu sinni hermað-
ur, getur lumað á byssu af því hefð er fyrir því í landinu
að bera vopn. Innrásin er því allnokkurt taugastrið og
giska auðvelt að skjóta fyrst og spyrja svo.
Eftir þvi sem slysaskotunum fjölgar í írak veröa þær
raddir háværari sem segja að innrásin bitni helst á þeim
sem síst skyldi. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti
því yfir sem kunnugt er kvöldið sem hermenn hans tóku
land í írak að alls yrði freistað til þess að alþýða fólks í
írak liði ekki fyrir hernaðinn. Það hefur ekki gengið eftir;
það er skotið grimmt á íbúðarhús, sprengjum varpað á
sjúkrahús og skólar ekki einu sinni látnir í friði. Það er
varla hernaðarlega mikilvægt.
Stríðið er að dragast á langinn. Hvert atvikið af öðru
þar sem saklausir borgarar falla í hópum er farið að reka
annað. Á þriðjudag fórust ellefu manns úr sömu fjölskyld-
unni, aðallega böm, þegar orrustuvélar bandamanna
gerðu flugskeytaárás á íbúðabyggð í bænum Hilla í mið-
hluta íraks. Á miðvikudag létust allmargir í grennd við
sjúkrahúss nærri Bagdad og nokkrir læknar særðust.
Svona lagað hefur verið kallað „fórnarkostnaður“ átaka -
og hann er í okkar nafni.
Ef til vill eru það mestu mistök hernaðarsérfræðing-
anna sem undirbjuggu innrásina í írak að slá því föstu að
allur meginþorri írösku þjóðarinnar tæki fagnandi á móti
hermönnum bandamanna. írösk þjóð hefur ekki haft
margt gott af Vesturlandaþjóðum að segja á siðustu árum.
Og nú þegar hermenn þeirra eru byrjaðir að skjóta tilvilj-
anakennt út í loftið á langri leið sinni til Bagdad er ekki
að undra að íbúarnir á bökkum Efrats og Tígris gjaldi var-
hug við vestrænum hermönnum.
Sigmundur Ernir
Skatta- ob menitamal verða fyrirferðarmicB
Fréttaljós
Ólafur Teitur
Guðnason
blaðamaöur
Vorþing Samfylkingarinnar hefst í
dag þar sem flokkurinn skerpir á og
kynnir helstu áherslur sinar í kosn-
ingabaráttunni. Frambjóöendur sem
DV ræddi við í gær töldu flestir að
áherslur í skatta- og menntamálum
myndu sæta tíðindum.
Munum lækka skatta
„Án efa verða skattamálin fyrir-
ferðarmikil enda rík ástæða til að
berjast fyrir lækkun skatta í ljósi
aukinnar skattbyrði í tíð núver-
andi ríkisstjórnar,“ segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, formaður Ungra
jafnaðarmanna og frambjóðandi í
4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi
suður. Hann segir að flokkurinn
hafi skoðað alls kyns leiðir í þeim
efnum: „Leiðin að því er kannski
ekki aðalatriðið en það er ijóst að
Samfylkingin vill fyrst og fremst
lækka skatta á lágtekju- og milli-
tekjufólki," segir Ágúst Ólafur.
Hann segir að það muni koma í
ljós hvort flokkurinn leggi til að
tekið verði upp fjölþrepaskattkerfi
en forystumenn stjórnarflokkanna
hafa undanfarið fundið þeirri leið
flest til foráttu. „Það kemur i ljós
en þetta er sú leið sem er notuð í
langflestum OECD-ríkjum og þess
vegna hljótum við að skoða hana.“
Ungir jafnaðarmenn hafa lengi
lagt áherslu á Evrópumál og segir
Ágúst Ólafur að sú umræða lifi
góðu lífi i flokknum.
Komum á óvart
„Ég held að skattamál og velferð-
armál muni bera hæst,“ segir Ás-
geir Friðgeirsson sem skipar 5.
sæti í Suðvesturkjördæmi. „Að
sjálfsögðu verður tekið utan um
þá sem minnst mega sín í samfé-
laginu en ekki bara þá því að vel-
ferðarþjónustan snýst í okkar
huga um grunnþjónustu við allan
almenning á sviði mennta- og
heilbrigðismála.
Mig grunar að á Vorþinginu
verði útspil í menntamálum sem
eftir verður tekið," segir Ásgeir.
„Og ég held það muni koma á
óvart í ljósi sögunnar - eða al-
mennra viðhorfa - hvað þarna
muni verða mikil áhersla lögð á
ábyrga hagstjóm og eflingu at-
vinnulífs fyrir krafta markaðar-
ins. Það mun koma á óvart -
kannski ekki í ljósi undanfarinna
daga en í Ijósi sögunnar. Þegar
menn fara að skoða jafnaðar-
menn og vinstrimenn á síðustu 10
árum held ég að menn muni á
þessu vorþingi skynja annan tón
en oft hefur verið áður,“ segir Ás-
geir.
Hann segir að Samfylkingar-
fólki finnist að nú sé sögulegt
tækifæri sem ekki hafi gefist
áður: að jafnaðarmenn verði jafn-
stórir og jafnvel stærri en Sjálf-
stæðisflokkurinn: „Stemningin er
sú meðal flokksmanna að það sé
eitthvað sögulegt að gerast. Hvort
við náum alla þá leið sem okkar
villtustu draumar ná veit ég ekki
en engu að síður held ég að í loft-
inu liggi söguleg umskipti."
„Hlustunarverkefnið"
Á Vorþinginu verða meðal ann-
ars kynntar niðurstöður úr verk-
efninu „Samfylkingin hlustar“
sem fólst í því að frambjóðendur
heimsóttu um 150 félagasamtök
um allt land. Ásgeir Friðgeirsson
segir aö hér sé um að ræða aðferð
sem sé vel þekkt í markaðsfræð-
um: „Kosningastefnuskrá okkar,
sem verður lögð fram á Vorþing-
inu, byggir bæði á almennri
stefnuskrá Samfylkingarinnar og
svo þessu hlustunarverkefni. í
því felst að þú ferð til valinna
markhópa og hlustar en ert ekki
að selja. Svo ferðu með þann
pakka heim og reynir að taka
saman alla þræði. Hvert okkar
skilaði inn skýrslu um hvern
fund, hún var send til okkar við-
mælenda sem staðfestu að þetta
hefði verið inntak fundarins og
allt fer þetta inn í okkar gagna-
skrár og hefur verið leiðbeinandi
varðandi stefnumótun flokksins.
Þetta er mjög lærdómsríkt og
frambjóðendum var uppálagt að
halda ekki stefnu okkar að fólki á
þessum fundum heldur hlusta á
áhyggjuefni og hugðarefni þeirra
sem við vorum að tala við. Og
þetta hefur hríslast aðeins inn í
stefnumótunina á síðasta sprett-
inum.
Skatta- og menntamál
„Ég býst ekki við neinum sér-
stökum átökum um stefnumálin
enda er verið að draga saman
stefnumótunarvinnu siðustu
missera og ára,“ segir Björgvin G.
Sigurðsson sem skipar 3. sæti í
Suðurkjördæmi. „Þarna er verið
að leggja lokahönd á þau stóru
mál sem hafa verið í deiglunni
síðustu mánuðina í flokknum og
verið að ‘flnísera’ útfærslu frekar
en að leggja fram ný stefnumið.
Stærstu tíðindin verða væntan-
lega áherslur í skatta-, menntun-
ar- og velferðarmálum," segir
Björgvin og býst við að þessi mál
fái mesta athygli bæði í framsög-
um forystumanna flokksins og
stefnumálum sem kynnt verða á
þinginu.
Ágúst Ólafur Björgvin G.
Agústsson. Sigurðsson.
Jóhanna Þórunn Svein-
Siguröardóttir. bjarnardóttir.
Breytum kjörum fólks
„Ég held að það sé alveg óhætt að
segja að við erum að koma þarna
með tillögur sem munu breyta veru-
lega kjörum fólks,“ segir Jóhanna
Sigurðardóttir sem skipar 1. sæti í
Reykjavíkurkjördæmi suður. „Meg-
ináherslan verður lögö á að bæta
kjör og aðstæður fólks með meðal-
tekjur og lágar tekjur og þess fólks
sem hefur orðið undir í tíð þessarar
ríkisstjórnar."
Jóhanna segir að Samfylkingin
ætli sér að sigra í kosningunum og
hún sé sannfærð um að Vorþingið
muni marka upphafið að mjög
sterkri lokasókn Samfylkingarinn-
ar. En hvað myndi teljast sigur?
„Ég ætla ekki að negla það við
neina prósentu," segir Jóhanna.
„Það sem við stefnum að er að
verða forystuafl í nýrri ríkisstjórn
og til þess að svo megi verða þurf-
um viö að ná verulegum árangri.
Það er sögulegt tækifæri fram und-
an. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð-
in eygir möguleika á að það verði
tveggja flokka stjórn án þátttöku
Sjálfstæðisflokksins og það vil ég
að verði okkar markmið."
Samstaða um stefnu
Þórunn Sveinbjarnardóttir segist
ekki búast við átakaþingi vegna
þess að það sé einfaldlega mikil
samstaða um stefnuna í flokknum.
„Hún hefur verið vel unnin og lýð-
ræðislega og þótt það séu skiptar
skoðanir um einstök mál er það
ekkert sem setur okkur út af spor-
inu,“ segir Þórunn. „Formaður og
forsætisráðherraefni flokksins
munu kynna okkar helstu stefnu-
mál en að sjálfsögðu er verið að
huga að aðgerðum til þess að bæta
kjör almennings í landinu, sérstak-
lega þeirra sem hafa átt undir högg
að sækja í tíð þessarar ríkisstjórn-
ar, og þeim pólitísku verkefni sem
við blasa, hvort sem það er við
stjóm efnahagsmála, velferðarmál,
menntun, lýðræði og önnur mál
sem við höfum haft í forgrunni
mjög lengi.“
Þórunn segist aðspurð gera ráð
fyrir því að tillögur flokksins í
skattamálum verði útfærðar á
þinginu og utanríkismálin verði að
sjálfsögðu einnig á dagskrá: „Já, að
sjálfsögðu verða þau þama með.
Skiljanlega er stríðið í írak langfyr-
irferðarmest í utanríkismálaum-
ræðunni og við höfum frá upphafi
verið á móti þeirri ákvörðun Dav-
íðs og Halldórs að styðja árásar-
stríð Bandaríkjamanna og Breta
gagnvart írak. Hins vegar fara
verkefni eins og Evrópumálin auð-
vitað ekkert í burtu þótt þau víki
til hliðar þegar svona tíðindi verða;
þeirri vinnu verður auövitað að
halda áfram,“ segir Þórunn. -ÓTG
Ummælí
„Það er
áreiðanlega
einstakt í
íþróttasögu
íslendinga
að forseti
heildarsam-
taka þess-
arar hreyf-
ingar, sem
kennir sig
við hinn
rómaða
íþróttaanda
og ólympíuhugsjón, sem m.a. bygg-
ist á heiðarlegum vinnubrögðum og
keppni, skuli staðinn að verki á
hendur öörum íþróttaforystumanni
eins og hér er lýst.“
Júlíus Hafstein í grein í Morgunblaö-
inu. Um bréfaskrif Ellerts B. Schram
til til Heimssambands ólympíunefnda
þar sem hann mun hafa óskaö eftir
því að Júlíus yröi settur út úr undir-
nefnd Alþjóöa ólympíunefndarinnar.
öllu ætlast
ég til þess
að at-
vinnurek-
endur séu
skikkaðir
til að hafa
fólk í
vinnu sem
þeir telja
ekki skila
nægilega
miklu. En
hvernig
má það vera að starfsmenn sem
unnið hafa í yflr þrjátíu ár hjá
bankanum, helgað honum bestu ár
starfsævi sinnar, séu kallaðir inn á
teppi, sagt upp og gert að hætta
samdægurs, nánast eins og þeir
hafl gert eitthvað af sér? Aðgát
skal höfð í nærveru sálar.“
Jón G. Hauksson á Heimi.is.
Varari um sig?
Olympíuandinn
Vonbrigði
„Guð minn góður hvað ég er orð-
in leið á umræðu á þessu plani,
guð minn góður hvað ég þrái meiri
virðingu ykkar sem leitið eftir at-
kvæði mínu; hvað í ósköpunum
gerir það að verkum að þið leyfiö
ykkur að koma fram við okkur
kjósendur eins og við séum
heimsk?“
Signý Sigurðardóttir í grein I Morgun-
blaðinu. Um umræður Geirs H.
Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur um skattamál í Kastljósinu.
Uppsagnin í Landsbanka
„Ekkert hef ég út á rétt nýrra
eigenda að setja að hjóla í toppana
tuttugu og segja þeim upp. Þeir
voru í fullum rétti til þess. Síst af
B„Þetta var
eitthvað
rúmlega
einn þriðji
úr prósenti
af allri ís-
lensku þjóð-
inni og þessi
mikli fjöldi
þýðir til
dæmis að
bregði mað-
ur sér út á
götu, til að mynda á Laugaveginn í
Reykjavík, þá getur maður gengið
út frá því sem vísu að þegar maður
er búinn að mæta svona tvö hundr-
uð fullorðnum manneskjum, þá sé
maður búinn að mæta að minnsta
kosti einum fulltrúa á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins.“
lllugi Jökulsson á vef JPV-útgáfu.
Kristjón
Kolbeins
vlöskipta-
fræöingur
Þótt fyrirsögn greinarinnar
gefi til kynna að fáir kunni
sig í góðu veðri heiman að
búa er fullsterkt tii orða
tekið að telja að engir
kunni sig heiman að búa.
Fullyrða má að ýmsir
kunni sig ekki í vondu
veðri heiman að búa og
treysti um of á vernd bún-
aðar, sama hvað á dynur.
Nýliðnir atburðir minna okkur
óþyrmilega á hversu válynd veður
verða á íslandi og veðrabrigðin
snögg. Því er oft lítill fyrirvari til
að leita skjóls eða annars athvarfs
ef með þarf. Til allrar hamingju
hafa ekki orðið mannskaðar
vegna veðurs það sem af er vetri,
þökk sé björgunar- og hjálpar-
sveitum sem lagt hafa á sig
ómælda vinnu og jafnvel hrakn-
inga til að bjarga fólki í nauð sem
fullt bjartsýni hefir lagt út í
óvissu án þess aö huga að horfum
þar eð búið var að skipuleggja
óbyggðaferð með löngum fyrir-
vara. í öðrum tilvikum er ráðist í
ferðarlög án þess að huga að veð-
urspám. Læðist að höfundi sá
grunar að undir niðri sé treyst á
hjálparsveittir og farsímasam-
band ef illa skyldi takast til.
Oft eru erlendir ferðalangar á
faraldsfæti sem lítt þekkja til ís-
lenskrar náttúru og veðrabrigða.
Er þeim því að einhverju leyti
vorkunn vegna fákunnáttu og tak-
markaðrar þekkingar á veðri. Þótt
mest hætta sé á mannskaðaveðr-
um um hávetur er þó full ástæða
til að sýna aðgát allt árið, einkum
ef hugað er að jöklaferðum.
Að jafnaði lækkar hitastig um
0,6 gráður við hverja 100 metra
sem land hækkar frá sjó þótt frá
því séu nokkur frávik Samkvæmt
framangreindri líkingu ætti því
hitastig að vera um 12 gráðum
lægra þegar komið er í 2.000 metra
hæð, sem er hæð Bárðarbungu, en
er við sjávarmál. Fyrir því fengu
kunningjar höfundar að finna fyr-
ir nokkrum árum er þeir hugðust
ganga yfir Vatnajökul að sumri.
Skóflur komu í góðar þarfir
Undirbúningur var allur eins og
best varð á kosið miðað við skil-
yrði á þessum tíma árs, hásumri
þegar veður ætti að vera hvað
best. Höfundur hafði aflað sér upp-
lýsinga meðal reyndra fjalla-
manna og jöklafara sem töldu
heppilegast að ferðast að nætur-
lagi þar eð búast mætti við krapa
Fáir kunna sig í góöu veðri heiman að búa
Sliguðust tjöld manna, fyrst sök-
um ofankomu og skafrennings en
fuku síðan út í veður og vind án
þess að við nokkuð yrði ráðið.
Varð hópurinn að hírast í fonn í
fimm dægur vegna stórhríðar og
skafrennings, sambandslaus við
umheiminn. Hrakningarnar vöktu
ekki athygli alþjóðar þar eð lítt
var vitað um afdrif hópsins fyrr en
til byggða var komið og þeirra því
aldrei saknað. Fararstjórinn reit
þó grein um förina í tímarit írskra
fjallamanna sem birtist seinna í
þýðingu undirritaðs í Morgunblað-
inu.
Útlendingar í málaferlum
Nokkur dæmi eru um slark út-
lendinga á íslenskum jöklum sem
haldið hefir verið á lofti. Hefir
jafnvel legið við málaferlum þar
sem viðskiptavinir hafa talið sig
eiga hönk upp í bakið á innlend-
um skipuleggjendum jöklaferða.
Áhættu- og slarkferðir eru tölu-
vert annars eðlis en jöklaferðir.
Þær eru auglýstar með myndum,
teknum af viðskiptavinum í
glampandi sólskini með bros á vör
á vélsleðum geysandi eftir hjarn-
breiðum. Þess í stað getur æxlast
þannig að viðskiptavinurinn verði
blautur, kaldur og allt að því vit-
stola af hræðslu verði hann við-
skila viö samferðamenn sína eins
og hent getur þegar lagt er með
hóp fólks út í tvísýnu, jafnvel þeg-
ar skyggni er vart neitt og nær
eingöngu treyst á staðsetningar-
tæki.
Til allrar hamingju hafa ekki orðið mannskaðar vegna veðurs það sem af er vetri,
þökk sé björgunar- og hjálparsveitum sem lagt hafa á sig ómœlda vinnu og jafnvel
hrakninga til að bjarga fólki í nauð
og bleytu á jöklinum að degi til
vegna bráðnunar. Á lokastigi und-
irbúnings var það fyrir hreina til-
viljun að viðmælandi benti ferða-
félögum á að þeir gætu þurft að
grafa sig í fonn. Nota skyldi bak-
poka og sleða til verksins. Skýröi
hann út fyrir þeim hvernig að
slíku verki skyldi staðið. Það varö
til þess að teknar voru skóflur með
í ferðina sem áttu þátt sinn í því
að betur fór en á horfðist er leið-
angursmenn hrepptu foráttubyl á
jökli þótt um miðjan júlí væri
meðan blíðviðri var í byggð.