Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Qupperneq 25
25 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003______________________________________________ DV Tilvera lífiö Allir íflróttavi>bunir í beinni á risaskjám. Pnnl. En>ur matse>ill. Tökum a> nkkur hópa, starfsmannafélög. Stúrt ng gntt dansgnlf. öld, það er tónlist Bachs og fleiri tónskálda sem voru honum sam- tíða. „Semballinn var mjög vinsæli á barrokktímanum og hefur verið í endumýjun lífdaga á síðustu öld og þessari,“ segir Helga. „Ég byrj- aði að læra á píanó í Tónlistar- skólanum í Reyicjavík og lærði hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Eg kláraði það sem ég gat hér heima, þ.e. einleikaraprófið áður en ég stefndi út í framhaldsnám. Nánar tiltekið tO Þýskalands. Ég tók eitt ár í píanóleik þar en kolféll fyrir sembalnum áður en ég byrjaði annað árið. Ég kláraði einleikara- próf í sembalnum eftir fimm ára nám. Það var árið 1968 og nú gæti ég ekki hugsað mér aö spila á ann- aö hljóðfæri." „Það sem mér finnst svo spenn- andi við barrokk-tímabilið er að tónskáldin spiluðu sjáifir á sembal og kunnu því á hann út og inn, þeir þekktu kosti hljóðfærisins og gátu nýtt sér möguleika þess af mikilli kunnáttu og kostgæfni. Það er auðveldara að spila bar- rokk heldur en eitthvað nýtt því að tímabilinu fylgdu ákveðin stíl- brögð. Það er ekkert svoleiðis til að styðjast við í nýrri verkum." segir Helga. „Nýju tónskáldin nálgast hljóðfærið utan frá, hrífast af hljómi þess, en kunna ekkert með hljóðfærið sjálft að fara og þarf ég oft að vinna með verkið í langan tima til að láta það passa að hljóðfærinu." „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég gat fengið fjögur tón- skáld til að semja sérstaklega fyr- ir mig.“ segir Helga brosandi. Eivör Pálsdóttir í Kaffileikhúsinu Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir verður með tónleika ásamt hljómsveit sinni í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. Tónlistin er að mestu leyti eftir Eivöru sjálfa en þó slæðist ýmislegt annað líka með. Lát hjartað ráða för Það er síðasti sjéns að sjá sýningu íslenska dansílokksins á verkinu Lát hjartað ráða för í kvöld í Borgarleikhúsinu. Þetta eru þrjú verk sem eru flutt undir þessu heiti. Lautarferð í hádeginu Maður er manns gaman. Þess vegna ætlar Útivist að hafa opið hús á skrifstofunni í hádeginu alla föstudag frá kl. 11.00-13.00. Hug- myndin er að hittast yfir samloku eða hverju því sem fólki dettur í hug að koma með með sér. Þú tekur með þér eitthvað til að snæða og við verðum með nýlagað kaffi eða te. Eurovision-söngskemmtun í beinni á Broadway í sýningunni er farið yfir þekkt- ustu vinningslögin í Eurovision- keppninni og nokkrum íslenskum skotið inn á milli. Fjölmargir söngvarar. Kynnar: Logi Bergmann Eiðsson og Selma Björnsdóttir. Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leikur fyrir dansi. Á litla sviðinu: Le’ Sing - fá sæti laus. Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari heldur sína fyrstu einleikstón- leika í höfuðborginni eftir fimmt- án ára hlé. Verða tónleikarnir haldnir í Salnum í Kópavogi nk. sunnudag og hefjast kl. 20. „Ég er nú ekki búin að sitja auöum hönd- um allan þennan tíma þó ekki hafi ég haldið einleikstónleika. Hef verið í Skálholti á hverju einasta sumri sem listastjórnandi Sumar- tónleika Skálholtskirkju og hef verið að leika á tónleikum og á plötur með ýmsum tónlistarmönn- um. Skálholtskirkja hefur samt að mestu leyti verið minn starfsvett- vangur," segir Helga sem leikur aðallega tónlist frá bar- rokk-tímanum 16.-18. Háskólabíó - Nirgendwo in Afrika irir'k Lífsreynsla gyðingafjölskyldu Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Helga Ingólfsdóttir viö sembalinn „Gæti ekki hugsaö sér aö spila á neitt annaö hljóöfæri. Semball þarf góðan hljómburð „Þetta eru allt staðartónskáld í Skálholti á vegum Sumartónleik- anna. Sum lögin eru meira að segja mjög persónuleg fyrir mig. Til dæmis er Strönd eftir Hafliða Hallgrímsson samið um húsið mitt sem ber einmitt nafnið Strönd og er samið út frá útsýninu úr stofuglugganum mínum.“ „Semballinn er hljómlítið hljóð- færi, það þarf mjög góðan hljóm- burð ef það á eitthvað að heyrast í því. Skálholtskirkja hefur eina bestu aðstöðuna til þess. Ég spil- aði stundum í Kristskirkjunni þangað til það var bannað að halda tónleika þar. Þar er mjög góður hljómburður. Ég bíð spennt eftir að sjá hvort Salurinn hefur ekki allt sem þarf til að semball- inn hljómi vel,“ segir Helga til að útskýra fjarveru sína frá borginni. „Það var eiginlega að mínu frumkvæði að Sumartónleikamir í Skálholtskirkju urðu til,“ segir Helga stolt. „Það eru að verða um þrjátíu ár síðan. Þetta er elsta sumartónlistahátíð á íslandi. Ég er búin að vera þarna á hverju einasta sumri síðan 1975. Á hátíð- inni er lögð mikil áhersla á að hafa bæði gamla og nýja tónlist." „Það er alltaf heilmikið að gera hjá mér.“ segir Helga. „Ég er að rembast við aö að taka upp efni fyrir geisladisk eins og ég hef gert nokkrum sinnum áður, svo er ég að taka upp á grammófónplötur. Ég er í Bach-sveitinni sem var stofnuð árið 1986 og er að vinna að næstu sumartónlistarhátið sem verður enn sem áður í Skálholti." -AÞÁ Færeysk myndlist Á morgun kl. 14 opnar hin þekkta færeyska myndlistarkona Elisabeth Pike sýningu á mynd- um sínum í Caffé Kúlture, Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Sýn- ingin stendur til 18. apríl. Elisa- beth er fædd og uppalin í Færeyj- um, en hefur í mörg ár búið í Kanada. Á myndum hennar má sjá að hún er ennþá með sterkar rætur til Færeyjum. Tveggja heima sýn Sigurður Þórir opnar á morgim kl. 15 sýningu á nýjum mál- verkum í Húsi málaranna á Eiðistorgi, Sel- tjamarnesi. Sýningin ber heitið Tveggja heima sýn og þar fjallar listamaðurinn um manninn, frá- sögnina og fantasíuna með vísan í þann þjóðfélagsveruleika sem mað- urinn býr við og þá óvissu sem hann þarf að glíma við í sínu dag- lega umhverfi og lífi. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-18. Veggmyndir úr silfri Elísabet Ásberg opnar sýningu á veggmyndum úr silfri í Húsgagna- versluninni EXO, Fákafeni 9, á morgun kl.16. Sýningin stendur til 12. apríl. Verk Elísabetar hafa vak- iö mikla athygli erlendis þar sem hún hefur verið að hanna verk fyr- ir hótelkeðjur í Bandaríkjunum, sem og unnið fyrir arkitekta í London. Meindýrafaraldur úr kókdósum Á morgun kl. 16 opnar sænski lista- maðurinn Thomas Broomé sýn- inguna Locust í Gallerí Hlemmi. Sýningin samanstendur af sex- hundruð engisprettum sem gerðar eru úr kókdósum. Ásamt engi- sprettuhljóðunum sem mynda þrí- vítt hljóðumhverfi vekur verkið upp heimsendalega sýn af vöru- merki sem fjölgar sér í stöðugri leit að gróða. Sýningin stendur til 27. apríl og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Nirgendwo in Afrika gerist að langmestu leyti í Afriku, nánar til- tekið í Kenía og segir sögu af gyð- ingafjölskyldu sem flyst þangaö áður en síðari heimsstyrjöldin brýst út. Á yfirborðinu er myndin um erf- iða lifsbaráttu á ókunnugum slóð- um. Það býr samt enn meira í sög- unni. Heimsstyrjöldin er aldrei í mikiili fjarlægð og örlög ættingja hvílir þungt á fjölskyldunni. Auk þess eru þau handtekin og þurfa um skeið að vera í haldi. Þó að hremm- ingar gyðinga séu í fjarlægð þá erum við hvað eftir annað minnt á þá staðreynd að Redlich fjölskyldan er í flokki með þeim heppnu og erf- iðleikar þeirra eru erfiðleikar sem fólk á öllum tímum glínir við á með- an ættingjar þurfa að þola grimmd sem er einstök í sögu mannkynsins. í upphafi myndarinnar fáum við strax sterka tilfinningu fyrir hörm- ungunum sem munu gerast í Þýska- landi og hvað bíður móður og dóttur sem eru að flytjast til Afríku. Heim- ilisfaðirinn, Walter Redlich er einn fárra sem gerir hefur gert sér grein fyrir því að Hitler mun ekki hlífa gyðingum. Hann er lögfræðingur, sem ekki hefur fengið atvinnu og kýs frekar að ráða sig sem leiguliða í Kenía heldur en að búa fjölskyldu sinni framtíð í Þýsklandi nasist- anna. Hinum ýmsu viðhorfum nær leikstjórinn Caroline Link að fanga í góðum atriðum í upphafi þar sem skipt er á milli Afríku og Þýska- lands. Þegar mæðgumar Jettel og Reg- ina koma til Afríku er ljóst að Jettel á erfitt með að aðlagast hinu erfiða lífi leiguliðans á meðan Regina blómstrar í umsjón kokksins Owo- ur. Walter hefur tekið ákvörðun um að hér ætlar hann að vera og sættir sig við það að því er virðist. Þegar fram líða stundir þá er það Jettel sem aðlagast betur Kenía heldur en Walter. Ólík viðhorf hjónanna verða til þess að hjónabandið stendur aldrei á traustum fótum. Það er svo í gegnum Reginu sem við fáum Afr- íku í sinni jákvæðustu mynd. Hún tengir örlagasögu fjölskyldunnar við hið daglega líf. Vinir í Afríku Hin unga Regina (Lea Kurka) vingast viö hinn innfædda Owuor (Sidede Onyulo). Nirgendwo in Afrika er epísk kvikmynd, mikil saga sem gerist á örlagatímum. Sagan er byggð á skáldsögu Stefanie Zweig, sem hún byggöi á eigin lífsreynslu. Mikið reynir á Juliane Köhler og Merag Minidze í hlutverkum hjónanna Jettel og Walter. Á meöan Ninidze virðist oft vera í erfiðleikum með persónuna þá geislar af Köhler og er leikur hennar frábær túlkun á manneskju sem styrkist með hverri raun. Leikur hennar og stórfengleg kvikmyndataka gera það fyrst og fremst að verkum að Nirgendwo in Afrika er eftirminnileg kvikmynd. Sagan, þrátt 'fyrir örlög og miklar tilfinningar, skilur ekki jafn mikið eftir sig og hún hefði átt að gera. Leikstjórn og handrit: Caroline Link. Kvikmyndataka Gernot Roll. Tónlist: Niki Reiser. Aöalleikarar: Juliane Köhler, Merab Ninidze, Matthias Habich, Sidede Onyulo, Lea Kurka og Karoline Eckertz. Björg Örv- ar opnar mál- verkasýningu á morgun kl. 14 í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Björg lauk námi frá MHÍ 1979 og frá University of Califomia 1983. Listamaðurinn hefur tekiö þátt í ijölda samsýn- inga og haldið tólf einkasýningar hér heima og erlendis. Málverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.