Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 Rafpóstur: dvsportdPdv.is - keppni í hverju oröi Tekur víö Stjörnunni Sigurður Bjamason hefur verið ráð- inn spilandi þjálfari hjá karlaliði Stjöm- unnar i handknattleik og mun stjóma liðinu í Essodeildinni á komandi tíma- bili. Sigurður tekur við af nafna sínum Gunnarssyni en honum var sagt upp störfum í aðdraganda ráöningar nafna síns Bjamasonar. Sigurður, sem vildi ekki endurnýja samning sinn við þýska liðið Wetzlar, hefur leikið í Þýskalandi í 11 ár ef und- an era skilin árin 1995 og 1996 þegar hann lék með Stjömunni. -ósk INTERSPORTDEILP Þetta er i 20. sinn sem spilað er um Is- landsmeistaratitil karla i úrslita- keppni. Fimm lið hafa orðið íslands- meistarar eftir úrslitakeppni og eru Grindavík (1) og Keflavík (5), sem mætast nú, í þeim hópi. Flesta titla hafa hins vegar Njarðvíkingar unnið en liöið vann tíunda titilinn eftir úr- slitakeppni í fyrra. Bceöi Keflavik og Grindavík hafa oftast allra þurft að sætta sig við silf- urverðlaun og þaö er því ljóst að ann- að hvort liðið mun eiga metið eitt eftir lokaúrslitin í ár. Bæði liðin hafa tap- aða fjórum úrslitaeinvígjum, þar af einu hvort fyrir hvort öðru. Grindavik vann Keflavík, 4-2, 1996 og Keflavík hefndi með 3-0 sigri árið eftir. Þetta verður í þriðja sinn sem þjálfar- amir Siguröur Ingimundarson og Friörik Ingi Rúnarsson leiða lið sín saman í lokaúrslitum um íslands- meistaratitilinn og í bæði skiptin hef- ur Sigurður haft betur, 3-0, með Kefla- vik gegn Grindavík 1997 og svo 3-2 eft- ir magnað einvígi Reykjanesbæjarlið- anna 1999 þar sem Sigurður stjórnaði Keflavík en Friðrik Ingi var með Njarðvík. Guöjón Skúlason, fyrirliði Keflavík- ur, mun bæta leikjamet sitt og Teits Örlygssonar í fyrsta leik en báðir hafa leikiö 42 leiki í lokaúrslitum um titilinn. Guðjón vantar hins vegar 14 stig til að bæta stigamet Teits sem hef- ur skorað 621 stig í úrslitaleikjum um titilinn gegn 608 hjá Guöjóni. Vinni Keflavík þá mun Guðjón lyfta Islands- meistaratitlinum i fjórða sinn en eng- inn hefur lyft bikamum oftar eftir sig- ur i úrslitakeppni úrvalsdeildar. Guöjón er eins og gefur að skilja leik- reyndastur Keflvikinga í lokaúrslitum um titilinn en næstur honum kemur Falur Haröarson sem hefur leikiö 28 úrslitaleiki um titilinn. Nökkvi Múr Jónsson er hins vegar sá sem státar af mestu reynslunni hjá Grindavík en hann á að baki 24 úrslitaleiki með Keflavík, Grindavík og KR. Damon Johnson hjá Keflavík hefur skorað 264 stig í sínum 11 úrslitaleikj- um og er með annað hæsta meðalskor- ið (24,0) af þeim leikmönnum sem náö hafa að spila tíu leiki en efstur er Brenton Birmingham með 24,3 stig að meðaltali í 16 leikjum. -OÓJ Tveir í stórum aðalhlutverkum Verður hraðlestin stoppuð? Lokaúrslitin um íslandsmeistara- bikar karla í körfubolta hefjast í Grindavík á morgun þegar Keflvik- ingar sækja deildarmeistarana heim í Röstina í fýrsta leik liðanna. Grinda- vík hefur 2-1 yfír í innbyrðis leikjum liðanna i vetur og tryggði sér deildar- meistaratitilinn á tveimur sigrum á Keflavik i deildinni en liðið vann þar jafnmarga leiki. Keflavík er hins veg- ar bikarmeistari og vann Kjörísbikar- inn eftir að eins stigs sigur á Grinda- vík í úrslitaleik. Oft hafa menn talað um Keflavíkur- hraðlestina þegar Keflavíkurliðið kemst á skrið og ef marka má frábæra leiki liðsins að undanfömu er hætt við því að erfitt verði fyrir Grindavík að stoppa lestina nú þegar hún er komin af stað. Á blaðamannafundi í gær voru bæði Friðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari Grindavíkur, og Jón Guö- mundsson, aðstoðarþjálfari Keflavik- ur, bjartsýnir á að bæði yrðu leikirnir skemmtilegir sem og úrslitin góð fyr- ir sín lið. „Þetta eru svipuð lið sem bæði spila hraðan og beittan sóknarleik en mér finnst þó vanta að bæði lið verði meira metin fyrir vamarleikinn því þetta snýst ekki um að skjóta alltaf aðra i kaf. Það er vissulega þreyta í mínu liði en strákamir voru að spila vel í síðasta leiknum gegn Tindastól og við byggjum ofan á það,“ segir Friðrik Ingi sem taldi sig heyra á um- ræðunni í kringum sig að flestir heföu meiri trú á Keflavik. „Það voru allir að velta sér upp úr því hversu illa okkur gekk að klára Tindastól en menn verða að taka það inn í mynd- ina að þeir voru að spila vel og það er erfitt að fara á Krókinn," sagði Frið- rik Ingi en Grindvíkingar hafa heima- vallarréttinn í lokaúrslitunum þar sem liðið hefur unnið 13 leiki í röð. Jón Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var sáttur við spila- mennsku sinna manna að undan- fömu. „Ég varð fyrir vonbrigðum með spilamennsku okkar í vetur en úrslit- in í síðustu leikjum sýna að við erum á uppleið," sagði Jón, en Keflvíkingar hafa unnið fjóra leiki í röð í úrslita- keppninni og þar af slógu þeir tvö- falda íslandsmeistara Njarðvíkur út 3-0. „Það skiptir engu máli hvort aðr- ir hafi trú á okkur eöa ekki,“ sagði Jón um það sem Friðrik Ingi hafði heyrt um að Keflvíkingar þættu sigur- stranglegri. „Við ætlum að fara í þessa leiki og vinna þá. Það spáðu flestir Njarðvík sigri gegn okkur en við unnum 3-0. Kjörúrslitin fyrir okk- ur eru 3-1 og tryggja okkur tvo heima- leiki og titilinn á heimavelli," sagði Jón. Keflvíkingar ætla að vera með hálfleikssýningu á fyrsta heimaleik sínum á mánudaginn en Evróvisjón- farinn Birgitta Haukdal mun þá mæta og skemmta fólki fyrir leik og svo aft- ur í hálfleik. -ÓÓJ Sé? Magasíní MeðaC efnís: • Hvað kostar að byggja sér góðan bústað? • Hvað spyr sumarhúsafólk helst um? • Sagan á bak við sumarhúsið • Viðtal • Útþensla byggðanna • Umfjöllun um gróður og trjáklippingar og margt annað fróðlegt og skemmtilegt efni. '6Cað um sumarfíús fxjCgír ío. apríC - 82pús. eíntöC Umsjón með efni í blaðið hefur Vilmundur Hansen kip@dv.is Skilafrestur auglýsinga ertil 8. apríl. Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b.s. 550 5734, inga@dv.is Katrín, b.s. 550 5733, kata@dv.is Ransý, b.s. 550 5725, ransy@dv.is Teitur, b.s. 550 5728, teitura@dv.is Damon Johnson hefur skoraði 27,2 stig, tekið 8,3 fráköst og gefiö 7,8 stoösendingar aö meöaltali í sex leikjum Keflavikur í úrslita- keppninni. Friðrik Ingi er sá reyndasti Friðrik Ingi Rúnarsson er kominn með lið sitt í lokaúrslitin um íslandsmeistara- bikarinn í sjöunda sinn sem er nýtt met í 20 ára sögu úrvalsdeildar karla í körfu- bolta. Engum öðrum þjálfara hefur tekist að koma liði sínu oftar en fimm sinnum í úrslitaleikina um titilinn en þeir Jón Kr. Gíslason og Valur Ingimundarson hafa báðir náð þeim árangri. Enginn þjálfari hefur heldur stjómað liði oftar til sigurs í lokaúrslitum (14) eða stjórnað liði í fleiri leikjum (28) heldur en Friðrik Ingi sem hefur gert lið þrisvar að íslandsmeisturum en því hafa einnig náð Valur Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason. Friðrik Ingi vann tiitlinn með Njarðvík 1991 og 1998 og með Grindavík 1996 sem er eini meistaratitill félagsins. -ÓÓJ Darrel Lewis hefur skoraöi 27,6 stig, tekiö 10,9 fráköst og gefið 6,6 stoösendingar aö meöaltali í sjö leikjum sínum meö Grindavík í úrslitakeppninni. KQRFUBOLTI J G3 B Urslitin í nótt: Dallas I.A Lakers........89-100 Nash 26, Nowitzki 25 (22 frák.), Van Exel 19 - O'Neal 31 (17 frák.), Bryant 19 (8 frák., 6 stoðs.), Fisher 18 (8 frák.). Atlanta-Washington........91-89 Rahim 24, Terry 18 (10 stoðs.), Glover 17 (8 frák.) - Jordan 22 (14 frák., 7 stoðs.), Stackhouse 15, Lue 14. Portland-Utah ............88-93 Wallace 23, Stoudamire 13, Wells 13 - Malone 21 (9 stoðs.), Harpring 17, Stockton 15 (10 stoös.).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.