Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 7
Á morgun hefst fótboltasumarið með formlegum hætti þegar Breiðablik og Þór/KA/KS mætast í Landsbankadeild kvenna. Karlarnir taka svo við daginn eftir. Af þessu tilefni fékk Fókus í viðtal tvær systur sem báðar eru þekktar fótboltakonur, þótt ungar séu. Þetta eru þær Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Samúelsdætur sem þar til fyrir skömmu spiluðu saman í Breiðabliki eins og þær hafa gert alla sína ævi - þar til sú eldri „sveik lit“ og gekk yfir í KR. Hófi, eins og hún er kölluð, er á nítjánda aldursári en Greta er þremur árum yiigri og var reyndar nýbúin að þreyta síðasta samræmda prófið þegar viðtalið átti sér stað. Hún mun útskrifast úr Kópavogsskóla f vor. Þær eru Kópavogs- búar, þó svo að þær hafi búið í Reykjavík þar til Hófí var 8 ára gömul. „Við vorum samt alltaf í Kópavoginum,“ segir Hófí. „Mamma var auðvitað alltaf að spila með Breiðabiiki og við vorum oít hjá ömmu okkar á meðan hún var á æfingum." Móðir þeirra systra er ein frægasta fótboltakona Islands fyrr og síðar, Asta B. Gunnlaugsdóttir, en hún spilaði í efstu deild í ein 20 ár - alltaf í Breiðabliki. Það er, eins og gefur að skilja, uppeldisfélag þeirra systra en nú í vetur ákvað sú eldri að breyta landslaginu og ganga í raðir erkifjendanna í KR. Engin leiðindi „Ég sveik lit og viðurkenni það fúslega,“ segir Hófí. „En mamma og aðrir hafa stutt mig heils hugar í þessari ákvörðun minni og það voru engin leiðindi hjá félaginu þegar ég fór. Málið var einfaldlega það að eftir að hafa staðið í leið- inlegum meiðslum í eitt og hálft ár var ég farin að missa áhugann og ég sá að ég þurfti að breyta til. En ég er enn þá að þjálfa yngri flokka hjá Breiðabliki og er alltaf á Kópavogsvellinum. Það er enn þá nóg af grænu blóði eftir í mér,“ segir hún og hrosir. „En það mun sjálfsagt vekja athygli að sjá mömmu mæta á KR'leiki, enda hefur hún sagt mér að hún haldi með Breiðabliki og að það muni ekkert breytast - þótt hún haldi að sjálfsögðu með mér.“ Það er óhætt að segja að fjölskyldan sé mikið íþróttafólk en auk þeirra mæðgna er pabbinn vel þekktur úr íþróttalífinu. Það er Samúel Öm Erlings- son, íþróttafréttamaður á RUV. Heldur hann þá ekki með Breiðabliki líka? „Pabbi er fréttamaður og hefur aldrei verið yfirlýsingaglaður hvað þetta varð- ar,“ segir Hófí. „Þú verður bara að spyrja hann. Ég held að það sé þó óhætt að segja að hann haldi með okkur.“ Þekkjum ekkert annað Er þá talað um eitthvað annað en íþróttir á ykkar heimili? „Já, já. Auðvitað," segja þær báðar. „Fólk hefur einmitt verið mikið að spyrja hvemig það sé að sjá pabba í sjónvarpinu en staðreyndin er sú að við höfum alist upp með þessu íþróttafólki og þekkjum ekkert annað en að sjá pabba á skjánum. Það er kannski frekar ef honum verður á í messunni, eins og að kalla Völu stangarstökkvara Flösu Voladóttur, þó slxkt gerist afar sjaldan," segir Hófí og hlær. „En það geta líka komið upp erfiðar aðstæður þar sem við erum t íþróttum. Það er erfitt fyrir hann að sýna okkur og ef hann gerir það er strax talað mikið um það,“ segir Greta. „Það koma oft upp sögur og önnur leiðindi á þessu litla landi okkar. Ef við erum til dæmis valdar í landsliðið, þá er það bara vegna þess að mamma var í landsliðinu. Það hefur meira að segja gengið svo langt að þegar sagt frá því þeg- ar Sigurbjörg Ólafsdóttir (frjálsíþróttakona úr Breiðabliki) bætti íslandsmet meyja í 100 m hlaupi var strax talað um hvað Sammi væri alltaf að troða dætr- um sx'num í sjónvarpið, af því að Greta var í 2. sæti í þessu hlaupi,“ segir Hófi. „Það var ekki minnst á hana með nafni, hún sást bara á mynd með hinum hlaupurunum á brautinni." Auk þess að vera liðtæk og efnilega fótboltakona æfir Greta einnig frjálsar íþróttir þar sem henni hefur gengið vel. „Það er rosalega erfitt að velja og ég veit ekki hvemig ég á eftir að gera upp hug minn,“ segir Greta aðspurð hvort hún verði ekki að leggja aðra íþróttina til hliðar ætli hún sér að vera afreksmað- ur í annarri íþróttinni. „Maður getur aldrei orðið bestur í báðum enda ekki nóg fyrir mig að vera bara „ágæt“ í báðum íþróttum." Sérgreinar Grétu í frjálsum eru 100 m hlaup, grindahlaup og langstökk. „Ég er reyndar bara búin að æfa í tæp 3 ár. Ég var áður í fimleikum og ákvað að skipta. Ég mun sjá til f haust, eftir því hvemig sumarið gekk í boltanum, hvort ég get ákveðið mig þá.“ Ólíkar systur Það þarf ekki að koma á óvart að þær systur hafi byrjað ungar að sparka í bolta. „Ég var reyndar mjög feimin og þurfti mamma bókstaflega að henda mér á æfingar því ég vildi ekki vera með,“ segir Hófí. „Það var fyrst þegar ég var 7 ára gömul að ég þorði að fara á æfingar sjálf og gekk það vel um leið og ég byrjaði. Ég held að það sjáist vel hversu ólíkar ég og Greta erum því hún byrjaði strax á 4. aldursári." „Ég var svo kappsöm að ég var brjáluð yfir því að fá ekki að fara inn á. Svo spilaði ég í eina mínútu og fór svo að skæla af því að ég fékk ekki að taka víti,“ segir Greta og hlær. „Hún skildi ekkert í því að vera ekki löngu komin í þetta,“ segir Hófí um systur sína. „Enda löngu orðin þriggja ára.“ Þær stúlkur voru 7 og 10 ára þegar Ásta lagði loksins skóna á hilluna og verður því það að teljast ólíklegt að þær allar þrjár taki saman þátt í einum al- vöruleik þótt „sú gamla“ kfki oft á æfingar og fái að sprikla með. „Það væri þó gaman að ná einum leik saman,“ segir Hófí. „Áhuginn á fótboltanum kvikn- aði nefnilega hjá okkur báðum þegar við fylgdumst með mömmu að spila.“ Betra en oft áður Kvennaboltinn hefur á undanfömum misserum mátt sæta mikilli gagnrýni þar sem mikill getumunur hefur verið á liðum í efstu deild og mörk eru skoruð í öllum regnbogans litum. Við það hefúr kvennaboltinn misst trúverðugleika og þær systur taka undir það. ,,En þetta verður skemmtilegt í sumar. Það eru 4 lið (Valur, KR, Breiðablik og IBV) sem eiga öll góðan möguleika á að sigra í sumar og ekki lengur þannig að allir bestu leikmennimir leiki með 2-3 liðum," segir Hófí. „Það sem fer þó mest í taugamar á mér er þegar fólk gagnrýnir fþróttina án þess að hafa neitt vit á henni," segir Greta og Hófí tekur undir. Þær eru þó sammála um að íþróttin sé á mikilli uppleið á landinu og er það ekki síst lands- liðinu að þakka enda hefur þvf gengið afar vel á undanfömum misserum. „Við fórum einmitt til Bandaríkjanna til að fylgjast með æfingaleik banda- ríska liðsins við það íslenska og var það stórkostlegt upplifun," segir Hófí. „Það var gaman að sjá heimsmeistarana spila,“ bætir Greta við. „Það hvatti mig mikið til dáða.“ Að lokum er ekki hægt að komast hjá því að spyrja þær út í væntanlega leiki í sumar þar sem þær munu mætast á vellinum hvor í sínum búningnum. „í einum vorleikjanna, þegar við mættumst, endaði það þannig að við fórum báð- ar upp á slysó," segir Hófí sem reyndar ristarbrotnaði í þeim leik og verður því ekki komin á fulla ferð fyrr en í júní. „Það var reyndar meiri tilviljun en ann- að en atvikin voru algerlega aðskilin," segir Greta. „Það fóru þó ýmsar konar sögur af stað um að ég hafi tæklað hana og hún fótbrotnað og ég fengið heila- hristing." „En harkan verður ekkert minni þótt við séum að spila hvor gegn annarri,“ segir Hóff. „Það verður kannski ekkert gaman heima hjá okkur eftir leikinn þar sem önnur okkar verður alltaf óánægð með leikinn — eða við báðar.“ „Andstæðingur er alltaf andstæðingur," segir Greta í lokin og brosir lymsku- lega. 16. maÍ2003 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.