Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Page 12
Tónleika- staðir Astoria 157 Charing Cross Road, Soho, WC2 Tottenham Court Road-stöðin Brixton Academy 211 Stockwell Road, Brixton, SW9 Brixton-stöðin Forum 9-17 Highgate Road, Kentish Town, NW5 Kentish Town-stöðin Shepherds Bush Empire Shepherds Bush Green, Shepherds Bush Wl2 Shepherds Bush-stöðin Barfly 49 Chalk Farm Road, Camden NWi Chalk Farm-stöðin Mean Fiddler 165 Charing Cross Road, Soho, WC2 Tottenham Court Road-stöðin Underworld 174 Camden High Street, Camden NWl Camden-stöðin University of London Union (ULU) Malet Street, Bloomsbury, WCl Goodge Street-stöðin JazzCafé 5 Parkway, Camden NWl Camden-stöðin Klúbbar The End 18 West Central Street, St Giles, WCl Holborn eða Tottenham Court Road-stöðin Fabric 77A Charterhouse Street, Farr- ingdon, ECl Farringdon-stöðin Fridge i Town Hall Parade, Brixton Hill, Brixton SW9 Brixton-stöðin Mass St. Matthews Church, Brixton Hill, Brixton SW9 Brixton-stöðin Ministry of Sound 103 Gaunt Street, Walworth, SEi Elephant 6 Castte-stöðin 93 Feat East 150 Brick Lane, Spitalfields, E2 Aldgate East-stöðin Scala 275 Pentonville Road Kings Cross, Nl Kings Cross-stöðin 333 333 Old Street, Hoxton, ECi Old Street-stöðin Turnmilts 63B Clerkenwell Road, Clerkenwell, ECi Farringdon-stöðin London er ein af höfuðborgum tónlistarlífs í heimin- um. Borgin hefur lengi verið vinsæll áfangastaður hjá íslendingum og nú, þegar sætaframboð hefur aukist og verð lækkað, má gera ráð fyrir að straumurinn liggi þangað í enn meiri mæli en áður. Fókus var í London á dögunum og gerði úttekt á tónlistarlífinu í borginni. flllsnægtaborg tónlistarahuga- mannsins UNDERGROUND ^amstsaecT^ r/ra i3a«0ftR.cíat.r*c- xmmasEmvzZ-'rE&LJSPl \ asxam sHMBBsais £ Það eru margar ástæður fyrir því að fólk velur London sem áfangastað. Ein af þeim er tónlistarlífið, en Lundúnaborg hefur lengi verið ein af. tónlistar-höfuðborgum heimsins. Framboðið á tónleikum af öllum stærðum og gerðum er ótrúlegt, klúbbasen- an er sú öflugasta sem um getur og borgin er stútfull af plötubúðum - stórum jafnt sem smáum - sérhæfðum og almenns eðl- is. Hér fer á effir smáleiðarvísir um Lund- únaborg tónlistaráhugamannsins. 60-70 TÓNLEIKAR Á DAG Það fyrsta sem maður gerir þegar maður kemur til London er að ná sér í eintak af nýjasta hefti Time Out, en það er vikublað sem birtir lista yfir það helsta sem er að gerast í afþreyingu og menningu í borg- inni. Þar á meðal eru listar yfir tónleika og klúbbakvöld. Tónlistarblöð eins og NME og Kerrang! birta líka lista yfir tónleika, en þeir verða aldrei eins (tarlegir því að þessi blöð eru að reyna að þjóna öllum Bretlandseyjum en Time Out einbeitir sér að London. Margir frábærir tónleikastaðir eru í London. í venjulegri viku birtir Time Out lista yfir ca 200 þeirra. Á meðal bestu rokkstaðanna má nefna Astoria sem er rétt við Tottenham Court Road-neðanjarð- arstöðina á mótum Oxford Street og Charing Cross Road, Shepherds Bush Empire í Vestur-London, Forum í norður- borginni og Brixton Academy fyrir sunn- an Thames-á í Brixton. Time Out kemur út á þriðjudögum og það er um að gera að leggjast strax yfir dagskrána því að á hverj- um degi eru 60-70 tónleikar í boði. London er sennilega sú borg sem fylgist best með nýjungum í tónlistarheiminum og þess vegna er hægt að sjá mjög mikið af ungum og upp- renn- andi hljómsveitum spila í borginni, bæði ensk- um og amerískum. Þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að velja geta kíkt inn á staði eins og Underworld eða Barfly í Camden Town og tekið sénsinn á einhverju nýju og upprennandi bandi. íslenska hljómsveitin Mínus spil- aði á báðum þessum stöðum (tónleika- ferðinni sinni nú í vor þannig að það er al- veg Það er mikið úrval í plötubúðinni Selectadisc í Soho, en hún höfðar jafnt til almennings og hörðustu nördanna. f ó k u s 12 16. maÍ2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.