Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 13
Tónleikastaðurinn Astoria er enn opinn en borgaryfirvöld hótuðu að loka honum eftir að skotárás átti sér stað fyrir utan hann þegar So Solid Crew voru þar með tónleika. hægt að detta niður á flottar hljómsveitir á þessum stöðum þó að auðvitað sé líka vel mögulegt að maður lendi á einhverri með- almennskusveit sem maður á aldrei eftir að heyra minnst á framar. Fjölbreytt klúbbaflóra Danstónlistar- og klúbbalífið er sérstak- lega öflugt í London og miklu meira að gerast í borginni heldur en öðrum stór- borgum, hvort sem það er París eða New York. A sæmilegu kvöldi er hægt að velja á milli 50 klúbba-kvölda og fjölbreytnin er mjög mikil, allt frá house, teknó, drum & bass og UK garage yfir í fönk, reggí, soul, diskó, latin eða bara rokk. Þeir sem hafa áhuga á klúbbamenningunni ættu að tékka á stóru metnaðarfullu stöðunum — klúbbum eins og Fabric, The End, Scala, 333 og Mass. Þessir staðir leggja mikið í tónlistina sjálfa en gera minna út á glam- úrinn. Dagskráin getur verið mjög misjöfn kvöld frá kvöldi. Eitt kvöldið er kannski Warp-útgáfan með allar þrjár hæðimar í Scala og þá getur maður séð stórstjömur Á sæmilegu kvöldi er hægt að velja á milli 50 klúbba-kvölda og fjöl- breytnin er mjög mikil, allt frá house, teknó, drum & bass og UK ga- rage yfir í fönk, reggí, soul, diskó, latin eða bara rokk. eins og Aphex Twin á bak við spilarana; næsta kvöld er það svo eitthvað allt annað. Dagskrána má sjá í Time Out og eins er hægt að finna flesta stóru klúbbana á Net- inu. Fabric er framsæknastur af stóm klúbbunum. Á föstudögum er t.d. alltaf Fabric Live. Þá er hægt að sjá hljómsveit- ir eins og UNKLE, Chemical Brothers eða Scratch Perverts á aðalhæðinni en f minni sölunum em drum & bass og break- beat-snúðar. Grooverider, Roni Size, Pes- hay og Fabio eru bara nokkrir af fasta- snúðunum. The End er líka mikill gæða- klúbbur. Næsta stóra kvöld þar verður þann 31. maí nk. þegar þeir Darren Em- erson og Timo Maas mætast á Und- erwater Vs. Do This Do That-kvöldi. Af glamúr-house-klúbbunum má nefha Fridge í Brixton og svo frægasta klúbb Bretlands, Ministry Of Sound. Tónlistin þar er ekki alltaf mjög spennandi en klúbburinn sjálfur er sérstaklega flottur og svo eru líka reglulega stórviðburðir þar. 31. maí nk. mæta t.d. sjálfir Masters At Work á svæðið og spila 9 tíma sett! Mis- jafnt er hvenær klúbbamir em opnir en flestir eru þeir opnir a.m.k. til 2 virka daga og 5-6 um helgar. Flesta daga er hægt að finna spennandi klúbbakvöld út um alla borg. Á miðviku- dagskvöldum er t.d. hægt að velja á milli !K7-kvölds, sem heitir eftir samnefndri plötuútgáfu í Þýskalandi, Death Disco- kvölds, sem er stjómað af Alan McGee, fyrrum Oasis-umba, og svo tískuklúbbs síðustu mánaða Nag, Nag, Nag, en hann er einn af höfuðklúbbum elektroclash- tónlistarinnar. Þama er spilað elektró, pönk og diskó og svo tónlist hljómsveita eins og The Rapture, Electric 6 og LCD Soundsystem. Plötusnúðamir á Nag, Nag, Nag em kannski ekki allir frægir en gest- imir eru það oft á tíðum. Björk, Boy Ge- orge, Pet Shop Boys, Sophie Ellis Baxtor, Squarepusher, Bobbie Gillespie og meðlimir Strokes og White Stripes em á meðal þeirra sem hefur sést til á staðnum undanfama mánuði. ... Veisluborð plötusafnarans Plötubúðir em úti um allt í London. Flestir ramba strax á stóm keðjubúðimar: Virgin Megastore, HMV og Tower Records. Bæði Virgin og HMV em með flaggskipin sín á Oxford Street, austan við Oxford Circus, en stærsta Tower-búðin er á Piccadilly Circus. Það er gott úrval t þessum búðum og fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma þá eru þær besti kosturinn þó að þær séu ekki ódýrar. Þeim sem vilja fá meira fyrir peninginn er bent á nýja búð sem er um það bil mitt á milli HMV og Virgin Megastore á Oxford Street. Hún heitir Music Zone og, eins og slagorðið þeirra, „Don’t Feed The Fat Cats“, gefur til kynna er þeirra markmið að vera alltaf ódýrari. Nýjar plötur í Music Zone em aldrei dýrari en 12 pund og fást oft á 10 pund, en eldri útgáfúr, bæði geisladiskar og DVD, em oft á ævintýralega lágu verði. Þeir sem em að leita að einhverju sér- stöku hafa svo marga möguleika. Plötu- búðir em út um allt en við skulum einbeita okkur að Soho, Camden og Notthing Hill Gate. I Soho er allt krökkt af plötubúðum. Gatan Berwick Street liggur suður af Ox- ford Street, skammt frá stóm HMV-búð- inni. Við þessa frekar stuttu götu em 9 plötubúðir, þ.á m. tvær tilboðsverðsbúðir (Mr. CD er betri), reggíbúllan Daddy Kool, þrjár búðir með notaðar plötur og svo tvær gamlar og grónar indie-verslanir, Sister Ray og Selectadisc. Sú síðamefnda er ein af bestu plötubúðunum sem undir- ritaður hefúr komið í. Urvalið er mjög mik- ið, hvort sem um er að ræða rokk, raftón- list, reggt, dmm &. bass eða hip-hop. Þama má finna fullt af plötum sem ekki em til í keðjubúðunum og verðið er undantekning- arlítið töluvert lægra. I hliðargötum frá Berwick Street em líka tvær athyglisverð- ar búðir, Blackmarket Records (við D’Arblay Street), sem er ein af ffægustu danstónlistarbúðum Bretlands, og Sounds Of The Universe (við Broadwick Street) sem er verslun Soul-Jazz-útgáfunnar. I Notting Hill em nokkrar ágætar plötubúðir. Frægust þeirra er hin goðsagna- kennda Rough Trade Records (130 Tal- bot Road, W11 ÍJA) sem var lengi Mekka neðanjarðar-rokksins og óháða geirans. Þar má enn finna ýmsar óháðar útgáfur sem ekki em fáanlegar annars staðar, pönk og raftónlist, svo eitthvað sé nefnt. Svo er líka gaman að fara í búðimar Music & Video Exchange á Notting Hill Gate. Þetta eru verslanir með notaðar plötur sem hægt er að finna víða í borginni. Fjórar þeirra em á Notting Hill-svæðinu. Kerfið hjá Music & Video Exchange er þannig að ef platan selst ekki þessa vikuna þá er hún lækkuð um eitt pund og þannig heldur það áffam þar til hún annaðhvort selst eða endar í einhverjum tilboðskjallaranum. Þama er oft hægt að gera ævintýraleg kaup en svo koma líka dagar sem maður finnur lítið. Loks er það Camden. Þar em búðir eins og Rhythm Records og Music & Video London er sennilega sú borg sem fylgist best með nýjungum í tónlist- arheiminum og þess vegna er hægt að sjá mjög mikið af ungum og upprennandi hljómsveit- um spila í borginni, bæði enskum og amerískum. Exchange (báðar á Camden High Street), og svo er líka hægt að finna ýmislegt þar sem ekki fæst annars staðar. Á markaðnum um helgar er hægt að fá alls konar ólögleg- ar upptökur, hvort sem um er að ræða sjó- ræningjaútgáfur af útgefnu efni, óútgefna mixdiska með mörgum af þekktustu plötu- snúðum heims eða ólöglegar tónleikaupp- tökur. Á einum básnum í Camden Canal Market fann undirritaður t.d. yfir 20 boot- legga með David Bowie og ólíkt því sem áður tíðkaðist, þegar svona efhi var aðallega fáanlegt á kassettum, þá eru margar geisla- diskaútgáfumar mjög flottar - gefa hinum löglegu og opinberu ekkert eftir ... Trausti Júlíusson Tónleikar f sumar Nokkrir tónleikar sem fyrirhug- aðir eru f London í sumar. Þetta er brotabrot af því sem þegar er ákveðið og í hverri viku bætist við fjöldi nýrra tónleika: MAÍ: 23. The Dandy Wathols 24. Björk 24.-25. Radiohead 26.-27. Bruce Springsteen JÚNÍ: 4. Marilyn Manson 6. AFI 6.-8. Nick Cave b The Bad Seeds 12. Grandaddy 21. Deep Purple 6 Lynard Skynard 21.-23. Eminem 22. -23. Queens of the Stone Age 24. Interpol JÚLÍ: 1.-2. David Holmes Presents the Free Association 4. The Polyphonic Spree 9. Dave Gahan 13. James Brown ÁCÚST 1.-3. Robbie Williams & Kelly Os- bourne 23. -24, 27, 29. The Rolling Stones Tónlistar- hátfðir Meltdown-hátfðin Þessi hátíð er haldin í júní hvert ár í Royal Festival Hall á Suður- bakkanum. Dagskráin er valin af nýjum aðila ár hvert. Á meðat þeirra sem hafa stjórnað dag- skránni undanfarin ár eru David Bowie, John Peel, Elvis Costello og Nick Cave. f ár er það dub- snillingurinn Lee Scratch Perry. Á meðal atriða eru Public Enemy (10. júnO, Tortoise ásamt Lee Scratch Perry og The Mad Pro- fessor (ll), Tricky (16), Linton Kwesi Johnson 6 The Dennis Bovell Dub Band (20, Macy Gray og Lee Scratch Perry (27) og Asi- an Dub Foundation (30). Reading-hátfðin Hún er ekki haldin í London en ótrúlega stutt og auðvelt er að komast til Readingfrá borginni. Hátíðin í ár fer fram dagana 22. -24. ágúst. Metallica, System Of A Down, Blur, The White Stripes, Yeah Yeah Yeahs o.m.fl. eru á meðal þátttakenda. Lítið eftir af miðum. Notting Hili Carnival Ótrúlega vinsæl götuhátíð í Notting Hill-hverfinu. í ár er hún haldin dagana 24.-25. ágúst. Stórt svæði er alveg undirtagt og tónlist á hverju horni, bæði lif- andi tónlist og plötusnúðar. Milljón manns að troðast t góðri stemningu. Einstök upplifun. Jazz In The Streets Djasshátíð f Soho og Covent Gar- den. Haldin dagana 19.-27. júní. 16. maí2003 fókus 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.