Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 M agasm prinsessa Alice, dóftir Theodors Roose- velts Bandarílcja- forseta, var ein lit- ríkasta kona sinnar tíbar, leiftrandi per- sónuleiki og óhemjusérvitur. Og vitaskuld gallagrip- ur. Alice fæddist árið 1884, dóttir Theodors Roosevelts, efnilegs stjórnmálamanns, og fagurrar eig- inkonu hans, Alice Lee. Móðirin unga lést örfáum dögum eftir fæð- inguna og Theodore kvæntist þremur árum síðar Edith Kermit Carow, miklum kvenskörungi. Alice kunni best við sig í félags- skap stráka, klippti hár sitt stutt og sagðist í fyllingu tímans ætla að fæða apa í stað barna. Hún átti ekki vinkonur en lék sér stundum við uppburðarlitla ófríða frænku sína, Eleanor Roosevelt. Alice stjórnaði leikjum þeirra og öllum samskiptum og hæddi Eleanor óspart ef þannig lá á henni. „Ég dáðist alltaf að Alice en um leið var ég hrædd við hana,“ sagði Eleanor. Það var Alice sem kynnti Eleanor fyrir Franklin Delano Roosevelt, ijarskyldum ættingja þeirra beggja, og hvatti hann til að sýna henni athygli. Kynnin leiddu til hjónabands sem skapaði þeim báðum óhamingju. Mörgum árum síðar, þegar Franklin, þá Banda- ríkjaforseti, átti í eldheitu ástar- sambandi við ritara sinn aðstoðaði Alice hann eftir megni við að fela slóðina fyrir Eleanor. Þegar vinur Alice gagnrýndi hana fyrir þátt hennar svaraði hún: „Franklin á skilið að eiga sólskinsstundir. Við verðum að hafa í huga að hann er kvæntur Eleanor." Með árunum skapaðist kuldi milli Alice og Franklins og árið 1940 sagðist hún heldur kjósa Hitler en kjósa Franklin sem for- seta í þriðja sinn. Sérviska og athyglisýki Blaðamaður sem tók að sér að skrá ferðir Alice í tæp tvö ár sagði að hún hefði á þeim tíma farið á 407 dansleiki, í 350 samkvæmi, 680 teboð, auk 1706 heimsókna. Hún reykti opinberlega á tímum þegar penar stúlkur létu slíkt ekki sjást til sin. Hún smyglaði víni í sam- kvæmi sem áttu að vera áfengis- laus. Hún sökkti sér niður í hvita- galdur og alls kyns kukl. Hún sprangaði um Hvíta húsið með risastóran suður-afrískan páfa- gauk á öxl og snákinn Emily vaf- inn um hönd sér. Hún var einmitt með Emily upp á arminn þegar hún birtist á skrif- stofu foður síns þar sem hann sat á tali við rithöfundinn Owen Wister. Þegar hún hafði kvatt spurði Wist- er forsetann af hverju í ósköpun- um hann reyndi ekki að hafa stjórn á dóttur sinni. Forsetinn svaraði: „Ég get annaðhvort verið forseti Bandaríkjanna eða haft stjórn á Alice. Ég get ekki gert hvort tveggja.“ Þau feðgin þóttu æðilík, bæði at- Allce Roosevelt. Forsetadóttirln varð eftirlæti Bandaríkjamanna og í daglegu tali kölluð Alice prlnsessa. hyglisjúk og sjálfhverf en bjuggu yfir miklum gáfum, óvenjulega sterkum persónuleika og vilja- styrk. Alice hélt því fram að fóður hennar þætti ekki eins vænt um sig og börn hans af seinna hjóna- bandi. í dagbók sína skrifaði hún: „Enginn mun nokkru sinni vita hvað mér þykir vænt um hann - þegar mér á annað borð þykir vænt um hann.“ Alice tók það afar nærri sér þeg- ar faðir hennar lét af forsetaemb- ætti. Þegar hinn frjálslyndi friðar- sinni Woodrow Wilson settist í sæti forseta geröist Alice hat- rammur andstæðingur hugmynda hans um þátttöku Bandaríkjanna í Þjóðabandalaginu. Oft sást til hennar á vappi við Hvíta húsið tautandi bölbænir sem beint var til forsetans: „Þrífistu aldrei! Þrífistu aldrei!“ Hún lét orðin ekki einung- is tala heldur bjó til litlar vúdú- dúkkur sem báru svipmerki Wil- sons, stakk prjónum í hjartastað þeirra og henti þeim inn á lóð Hvíta hússins í skjóli nætur. Misheppnað hjónaband Alice giftist 24 ára gömul Nicholas Longworth, þingmanni repúblikana, drykkfelldum kvennabósa og auönuleysingja. Eftir brúðkaupið sagði stjúpa Alice við hana: „Ég er fegin að losna við þig, þú hefur einungis verið til vandræða." Alice fannst eiginmaður sinn yndislegur en sú skoöun átti eftir að eldast af henni. Fréttir af trúlof- un hennar og brúðkaupi voru á Allce, ellefu ára, meö hálfsystklnum sínum, fööur og fósturmóöur. forsíðum blaða og gjafir streymdu að frá öllum heimshomum. Þær urðu svo margar að 75 árum seinna, þegar hún lést, átti hún enn eftir að opna nokkra pakka. Móðir og systir Longworths fyr- irlitu Alice næstum jafnmikið og hún fyrirleit þær og mesti glans- inn fór fljótlega af eiginmanninum. Hjónabandið kom ekki í veg fyrir að Longworth héldi áfram að sinna kvennafari og drykkju. Meðan Longworth eltist við konur af öll- um tegundum og gerðum átti Alice í ástríðufullu sambandi við Willi- am Borah þingmann sem jafnan gekk undir nafninu Ljónið frá Ida- ho. Borah naut mikillar viröingar og þótti frábær ræðumaður og sterkur persónuleiki. Þegar Alice fæddi dóttur árið 1925 var almennt álitið að hún væri dóttir Borahs og Alice bar aldrei á móti því. Hún var afskiptalaus móðir en Longworth, sem var kannski eini maðurinn í Washington sem taldi sig foður að barninu, dekraði við það á alla lund. Hann var á þessum árum vel á veg kominn með að drekka sig í hel og lést árið 1931. Eiginkona hans syrgöi hann ekki hót enda hafði fullkominn fjand- skapur ríkt með þeim síðustu árin sem hann lifði. Vinkona Bandaríkjaforseta Pauline, dóttir Alice, óx úr grasi, óframfærin og óhamingjusöm. Hún giftist manni sem drakk sig í hel og sjálf lést hún rúmlega þrítug af völdum of stórs skammts lyfja og áfengis. Hún lét eftir sig dóttur sem Alice tók að sér og reyndist eins vel og hún hafði reynst dóttur sinni illa. Á elliárunum var Alice vinsæl sem fyrr og fastur gestur í sam- kvæmum Bandarikjaforseta sem báru óttablandna virðingu fyrir henni. Á níræðisaldri stundaði hún jóga af kappi og svaf vært á svæfli sem hún hafði látið bródera á orðin: „Ef þú getur ekki talað vel um nokkurn mann skaltu vera hérna hjá mér“. Alice Roosevelt lést árið 1981, 96 ára. Þegar hún var á elliárum spurð um viðburðaríkt líf sitt svar- aði hún: „Ég býst við því að um mig megi segja að ég hafi verið snillingur í að skauta á þunnum ís og leika mér aö eldinum." -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.