Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 18 DV Verslunarstjórinn í búðlnni. „Viö teljum okkur engu að síöur geta haldlð lágu vöruverði, til dæmis með réttri framsetnlngu varanna sem tryggir mikinn veltuhraða birgöa," segir Elías Þorvarðarson hér í viðtalinu. Magasín-mynd Slgurður Jökull Starfsfólkið hefur aðdróttarafl „Oft kemur fyrir að við í Nettó j%. lendum í snörpum lotum og verð- stríðum. Þurfum við þá að taka á öllu okkar afli og leggjast á árar. Þegar þeim lýkur er gaman að finna hve stóran hóp tryggra við- skiptavina við eigurn," segir Elías Þorvarðarson verslunarstjóri í Nettó í Mjódd. „Þá kemur jafnvel fólk hingað inn á skrifstofu til þess að klappa manni á bakið og lýsa yfír stuðningi. Allt verslar þetta fólk út frá hagsmunum sín- um og því sem buddan býður. En það sér líka hagsmuni felast í því að haga innkaupum sínum þannig að hér verði ekki aðeins ein til tvær keðjur sem eiga og ráða öllum matvörumarkaðnum á ^ íslandi." Sterkastir á lands- byggöinni Á fimmta ár er liðið síðan Nettó opnaði verslun sína í Reykjavík og hefur hún veriö í jöfnum og þéttum vexti æ síðan. Sama gildir um aðrar verslanir undir þessu nafni en þær eru í Kópavogi, á Akranesi og á Akureyri. Aukin- heldur starfrækir Samkaup, sem rekur Nettó, matvöruverslanir undir ýmsum öðrum nöfnum en markaðsstaða fyrirtæksins er hvað sterkust á landsbyggðinni. * „Það er sérkenni íslenska mat- vörumarkaðarins að lágvöru- verðsverslanir eiga miklu stærri hlut í kökunni hér en víðast hvar annars staðar," sagði Elias þegar DV-Magasín ræddi við hann nú i vikunni. „í Danmörku, sem er land sem við berum okkur oft v saman við í verslunarháttum, er ' hlutfall þessara verslana á mark- aðnum um 19% en hér í kringum 40%. Efalítið mun hlutur þessara verslana hér halda áfram að stækka á næstu árum og sam- keppnin á þessum enda markað- arins að verða meiri og grimmari. Nú er svo komið að samkeppnin í lágvöruverðsverslununum snýst ekki einvörðungu orðið um verð- lagningu, heldur er þjónustuþátt- urinn farinn að koma þarna mjög sterkur inn. Menn eru farnir að gíra sig inn á samkeppni þar.“ Galdurinn á bak viö vöruver&ib Mjóddin er við þjóðbraut þvera og þangað liggja leiðir til margra af fjölmennustu hverfunum á Reykjavíkursvæðinu. „Svo er Breiðholtið hér að baki okkur og við sinnum í raun hlutverki hverfisverslunar að hluta. En bú- setan segir ekki allt, hingað kem- ur fólk alls staðar að úr borginni og víðar af landinu til þess að versla og það finnst okkur mjög ánægjulegur dómur,“ segir Elías. Hann segir Nettó hafa gefið sig út fyrir að þar geti fólk gert hag- stæðustu heildarinnkaup til heimilisins ..og við það teljum við okkur geta staðið," segir hann. Þannig býður Nettó um 5.000 vörutegundir, sem er að sögn Eliasar, margfalt meira en helstu keppinautar fyrirtæksins bjóða. „Við teljum okkur engu að síður geta haldið lágu vöruverði, til dæmis með réttri framsetningu varanna hér í búðinni Sem trygg- ir mikinn veltuhraða birgða. Það ásamt almennu aðhaldi í rekstri er galdurinn á bak við lágt vöru- verð.“ Samsama sig í starfsfólkinu Á sínum tíma vakti talsverða athygli þegar Nettó auglýsti eftir starfsfólki og var þá ekki síst að leita eftir fólki sem komið væri af léttasta skeiði. Þetta bar ágætan árangur - og i dag vinnur i Nettó fólk á öllum aldri, en ekki ein- vörðungu mestanpart unglingar eins og er í mörgum stórmörkuð- um. „Ég fór að velta þessum starfsmannamálum fyrir mér og setti mig þar hreinlega í spor við- skiptavinanna. Við erum í mörgu tilliti hverfisverslun og hingað kemur fólk á öllum aldri, ekki síst þeir sem eru famir að eldast. Þetta fólk getur þá samsamað sig starfsfólki hér eins og líka er raunin. Það er oft lengri biðröð að afgreiðslukössum hjá einstaka af- greiðslukonum, því er það alveg ljóst að það er starfsfólkið sem hreinlega dregur að sér viðskipta- vinina," segir Elías. Þroskaðra fólk Aukinheldur segir hann að starfsmannavelta hafi löngum verið mikil í matvöruverslunum, kannski meðal annars vegna þess hve unglingar voru stór hluti starfsmanna. Við þessu hafi sér þótt mikivægt að bregðast. „Þeg- ar fólk eldist er þaö hins vegar þroskaðra og það hefur færst ró í beinin. Fyrir vikið helst fólk leng- ur í vinnu, kemst betur inn í hlut- ina og fyrir vikið er framlegð þess ekki minni en annarra. Fyrir svo utan þetta sem ég sagði áðan þá hefur þetta starfsfólk mikið að- dráttarafl. Þetta má þó ekki skiija sem svo að unga fólkið standi sig ekki eða illa í vinnu, heldur árétt- ar þetta mikilvægi góðrar blönd- unar á vinnustað. Helst vildi ég sjá aldursdreifinguna endur- spegla aldursdreifingu viðskipta- vina minna.“ Alltof mikil íhaldssemi Á siðustu misserum hafa verið miklar sviptingar á kjötmarkaði og hafa birtingarmyndir þess ver- ið margvíslegar. „Fyrir meira en ári stóð maður oft í algjörri bar- áttu við að fá nægt magn af kjúklingakjöti inn í búðina. Síðan snerist þetta alveg við og síðasta árið hefur verið offramboð. Hins vegar er trúlegt að senn komi eitt- hvert jafnvægi á kjúklingamark- aðinn en þá er aftur spurning hvort hér verður í haust ekki allt yfirfullt af lambakjöti eins og menn þykjast sjá ýmsar vísbend- ingar um, segir Elías og heldur áfram: „Síöan væri líka gaman að sjá nýjar kjöttegundir koma hér inn á markaðinn, meiri fjöl- breytni til í dæmis kalkúnakjöti. Ég er sjálfur mikill áhugamaður um matargerð og langar alveg endilega að sjá ijölbreyttari flóru í matargerðarlist hér á landi sem mér finnst einkennast af alltof mikilli ihaldssemi fólks,“ segir El- ias. Ánægóur í úlfagryfjunni Elías Þorvarðarson er verslun- arskólamenntaður. Hann nam síð- an ýmis viðskiptafög, bæði hér heima og í Þýskalandi, en þar ytra bjó hann um tveggja ára skeið. „Áður en ég kom hingað vann ég í tvö ár hjá Lýsi hf. Það var mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur, rétt eins og þessi fjögur ár mín í Nettó hafa verið. Matvörumarkaðtuinn er vissu- lega mjög harður og enginn grið eru gefin. Það er ekki fjarstæðu- kennt að kalla þetta úlfagryfju, en sjálfum fmnst mér mjög gaman að berjast á slikum vettvangi. Og þyki manni gaman að því sem maöur fæst við er maður líklegur til að ná árangri." -sbs Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri í Nettó í Mjódd, um verslunarhætti, starfsmanna- stefnu og íhaldssemi í neysluvenjum:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.