Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 DV Leikarinn Ben Affleck gerir risasamning: í fótspor unnustunnar Leikarinn Ben Affleck er ekki einungis vinsæll á meðal kven- þjóðarinnar heldur hafa fyrirtæki verið að keppast við að fá hann í sínar raðir til að auglýsa sínar vörur. Nú nýverið skrifaði Afíleck und- ir samning við hársnyrtivörufyrir- tækið L’Oreal og fær hann litlar 125 milljónir króna fyrir að aug- lýsa vörur fyrirtækisins. Fyrir fimm árum gerði unnusta hans, söng- og leikkonan Jennifer Lopez, álika samning við L’Oreal. Tveir karlmenn hafa landað álíka samn- ingi við L’Oreal. Kappaksturshetj- an Michael Schumacher og franski knattspymumaðurinn David Gin- ola sem gerði garðinn frægan hjá Tottenham og Newcastle. Ben Affleck er enginn eftirbátur Jennifer Lopez þegar kemur að því að semja við fyrirtæki í tískubransanum. Steve-O í Jackass í fangelsi: Gómaður Einn af forsprökkunum í Jackass, Stephen Glover, oftast nefndur sem Steve-O, hefur verið hnepptur í gæsluvaröhald í Svíþjóð. Lögreglan lagði hald á eiturlyf á hótelherbergi hans í kjölfar leitar sem fram fór eft- ir að Steve-0 haföi lýst því yfir að hann hefði gleypt smokk fuilan af e- töflum og hassi. með dóp í gær viðurkenndi Steve-0 að hafa neytt e-taflna og marijúana á hótel- herbergi sínu í Svíþjóð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. júní. Honum er einnig gefið að sök að hafa smyglað eiturlyfjum til Svíþjóðar en neitar því alfarið. Mjög hörð viðurlög eru i Svíþjóð við neyslu eiturlyíja og smygli á þeim. Steve-0 kom hingað til lands sl. vetur. Hann virðist vera orðlnn háður eituriyfjum og er í slæmum málum í Svíþjöð. Foreldrar vikunnar Með börnunum. Guðflnna Tryggvadóttir og bömin Elna Elísabet og Tryggvi Sigurberg. „Mikilvægt að finna út hvað hentar svo konur ofgeri sér ekki.“ Magasín-mynd Siguður Jökull Gubfinna Tryggvadóttir hóf líkamsrækt 8 vikum eftir ab hún ól son: Hreyfing eftir fæó- ingu gerói mér gott „Það er mæðrum mikilvægt að fara af stað i einhveija hreyflngu eftir bamsburð svo fljótt sem verða má. Konur verða hins vegar að fara rólega af stað og flnna út hvað þær geta og hvað hentar hverri og einni best,“ segir Guðfmna Tryggvadóttir, íþróttakennari og einkaþjálfari hjá Hreyfingu við Faxafen i Reykjavík. Hún og Trausti Sigurberg Hrafns- son, eiginmaður hennar, eignuðust sl. haust soninn Tryggva Sigurberg sem „... braggast afar vel og er, held ég, í útliti sjálfum sér líkastur", eins og móðirin kemst að orði. Fyrir átti Guðflnna dótturina Elnu Elísabet sem er fimm ára. Nýr lífsstíll Guðfmna hefur alveg síðan hún var stelpa verið virkur þátttakandi í íþróttum. Hjá Hreyfingu kennir hún meðal annars á námskeiðum sem bera yflrskriftina Nýr lífsstíll. Þau eru einkum ætluðu nýorðnum mæðrum og byggir Guðfinna í kennslunni meðal annars á eigin reynslu. Á námskeiðum þessum eru gefln góð ráð varðandi alla hreyf- ingu og veitt aðhald, auk þess sem farið er yfir mataræði og margvís- legt annað. „Við fáum konurnar til þess að styðja hver aðra og þarna myndast oft góð hópsál sem er mjög mikil- vægt. Sumar konur eru tregar að koma og bera því við að þær hafl enga barnapössun. Slikt er þó fyrir- sláttur því hjá Hreyfingu bjóðum við upp á bamapössun og því geta mæðurnar alveg verið óhræddar um börnin meðan þær leggja rækt við sjálfar sig,“ segir Guðfmna. Ofgeri sér ekki „Margar mæður óttast að ef og þegar þær fara að stunda hreyfingu fljótlega eftir fæðingu geti það or- sakað það að þær missi mjólkina,“ segir Guðfinna sem telur þennan ótta ástæðulausan. Nema þá að þvi leyti að hræðslan hafi sín sálrænu áhrif í þessu sambandi. „Að minnsta kosti er þetta ekki min reynsla. Þvert á móti eykst mjólkur- myndun við hreyftngu, bara ef mað- ur aðgætir að drekka nægan vökva.“ Að koma sér af stað Fæðing er fyrir konu mikil áreynsla á líkamann, svo sem fyrir grind og bak. „í samvinnu við íþróttakennara eða sérfróða aðila er mikilvægt að ftnna út hvað hentar svo konur ofgeri sér ekki. En mesta málið held ég að sé að koma sér af stað,“ segir Guðfmna, sem sjálf var farin að stunda líkamsrækt aðeins átta vikum eftir að hún átti son sinn í september í fyrrahaust - og fannst það gera sér gott. Hjá 0**“,' e' fterí ó"uleS Eitt mesta úrval landsins af barna- rúmum. Nýir litir á vögnum, kerrum og bilstólum frá Bébécar QQDlQ aaenanaa Hliðasmára17, Kópavogi Sími: 564-6610 www.allirkrakkar. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.