Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Page 6
íslenskir boxarar hafa verið mikið í sviðsljósinu frá því ólympískir hnefaleikar voru leyfðir aftur hér- lendis fyrir skemmstu. Hingað til lands hafa komið góðir boxarar til að keppa við okkar menn og mik- ill uppgangur virðist vera í íþróttinni. Skúli Steinn Vilbergsson er einn af okkar efnilegri boxurum og skartar flottasta viðurnefninu. Fókus ræddi við Skúla Tyson um box á íslandi, hnakkabílinn hans, stelpur og lögguna sem er alltaf að taka hann. „Ég mætti á fyrstu æfinguna mfna 6. nóvember 1999 og fannst þetta strax freistandi íþrótt. Þetta var allt annað en fótboltaruglið sem ég var búinn að stunda í 8-9 ár, allt öðruvísi og erfiðari þjálfun og ég var alveg búinn strax. Þótt við værum bara örfáir sem æfðum af einhverri alvöru á háalofti á fiskmarkaði í Keflavík fann ég strax að ekki yrði aftur snúið með þetta,“ segir Skúli Steinn Vilbergsson, 19 ára boxari f Keflavík sem fengið hefur hið vfgalega viðumefni Tyson. Fékk Tyson-nafnið í 6. BEKK Skúli viðurkennir fúslega að honum finnist hann eiga flottasta viðumefhið af íslensku boxurunum. Hann er 1,75 metr- ar á hæð og er þar með fimm sentímetrum lægri en átrúnaðargoðið - og býst fastlega við því að hann stækki ekki mikið úr „Hann sagði að ég hlyti að vera með stálplötu í hausn- um fyrst ég gæti étið svo mikið af höggum!“ þessu. „Ég hef alltaf verið mikill Tyson- aðdáandi enda var ég algjör „gaur“ þegar ég var yngri. Ég var fyrst kallaður þessu nafhi í 6. bekk þegar ég rotaði einlivem gaur í skólanum. Svo gleymdist nafnið al- veg þangað til bandarískur þjálfari sem var hjá okkur fór að kalla mig Mini-Mike. Hann sagði að ég hlyti að vera með stál- plötu í hausnum fyrst ég gæti „étið“ svo mikið af höggum!" Skúli keppir í millivigt sem er fyrir keppendur undir 75 kílóum. Hann á að baki fjóra bardaga en aðeins þrír þeirra eru skráðir. Til þessa hefur Skúli unnið tvo en tapað einum. „Ég tapaði á móti sænska meistaranum - helvítis fíflinu!“ segir hann hálfbitur. Hann ætti þó ekki að þurfa að gráta mikið yfir að hafa tapað þeirri viðureign enda segir hann Svfann hafa lent ( þriðja sæti á Evrópumótinu. Þannig hafa þeir mótherjar sem íslenskir boxarar hafa mætt til þessa flestir verið mjög sterkir. „íslendingar eru heldur ekki vanir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur," segir Skúli, fullur stolts. Stíllinn hentar í atvinnumennsk- UNA Að sögn Skúla er nóg fram undan hjá íslenskum boxurum, meðal annars æf- ingaferð til Svíþjóðar í sumar og svo viður- eignir við Dani og Þjóðverja með haustinu, svo eitthvað sé nefnt. Mikla eft- irtekt hefur vakið hversu vel íslendingar hafa staðið að þeim boxviðureignum sem hér hafa verið haldnar, jafnvel þótt áhugamenn séu að keppa. Skúli segir þetta hafa vakið eftirtekt erlendis og ein- hverjir séu þegar famir að stæla þá úti. Langar þig ekkert út í atvinnumennsk- una? ,Jú, auðvitað freistar atvinnumennskan manns. Ég gæti alveg séð það fyrir mér að ég mundi reyna það eftir svona tvö ár. Stíllinn minn hentar miklu betur í „pro“ heldur en í „amatör". Það er slegið svo laust í amatör og ég fíla það bara alls ekki!“ Er ekki erfitt að komast að sem atvinnu- maður’ ,Jú, það getur verið erfitt en ég verð bara að standa undir því.“ „Hann var heppinn að éc var ekki MEÐ HANSKANA." „Ég er í Fjölbrautaskóla Suðumesja á vetuma og er að fara að klára náttúm- fræði- og íþróttabraut. Það er reyndar alls ekki það skemmtilegasta sem maður ger- ir,“ segir Skúli Tyson þegar hann er spurð- ur um daglega iðju. I sumar hefur hann aftur á móti verið að vinna á gröfú. Attu kærustu? „Nei, ég er alveg laus. Mér finnst fínt að finna eitthvað nýtt og flakka bara á milli,“ segir hann kokhraustur. Eru þá stelpumar alveg vitlausar í boxara eins og þig? „Það er nú lítið hér í Keflavík, enda þekkir maður allar stelpumar hér. Það er meira í bænum ..." Þú ert nú varla maður með mönnum þama á Suðumesjum án þess að keyra sæmilegan bíl? „Nei, það er alveg rétt og ég er á nokk- uð góðum hnakkabíl. Ég er með ágætis græjur og læti, felgur fyrir tæpan 200 þús- und kall og græjur fyrir svona 2-300 þús- und. Það er bara verst að ég er alltaf tek- inn á honum, ég verð eiginlega að fara að selja hann.“ Skúli er greinilega ekki að grínast með þetta því aðspurður segist hann einmitt nýbúinn að missa prófið og varð þar af leið- andi að hætta í vinnunni á gröfunni. ,Já, helvítis löggan náði mér fyrir helgi. Það ætti að skjóta allar þessar löggur, þær láta mig ekki í friði.“ Hann segist hafa misst bílprófið í fyrra, þegar hann var tekinn á um 200 kíló- metra hraða á Akureyri, en fékk það svo aftur í febrúar. Sælan entist svo ffam í byrjun júní þegar hann hafði safhað of mörgum punktum og varð að skila skír- teininu inn. „Það ætti að skjóta allar þessar löqqur, þær láta miq ekki ífriði „Svo þoli ég það ekki þegar þessir gaur- ar em að stoppa mann - þeir segja alltaf „Góða kvöldið" við mann. Ég segi bara á móti „Þú ert búinn að skemma það!“ Einn sem stoppaði mig um daginn í Hafharfirði sagði þegar hann var að fara: „Góða ferð og gangi þér vel ( boxinu." Hann var bara heppinn að ég var ekki með hanskana!“ Þeir. mega eiga það, Suðumesjamenn, að það vantar ekki hjartað í þá, sérstaklega þegar kemur að bílum og boxi. Fær nóca útrás í hringnum Og talandi um box aftur þá lumar Skúli á skilaboðum til þjóðarinnar í lokin: „Mér finnst að fólk ætti að prófa þessa íþrótt áður en það fer að dæma okkur sem ein- hverja geðsjúklinga. Það er endalaust af fólki sem vill fá að slást við mann úti á götu og ég er orðinn leiður á gaurum sem koma til manns á djamminu og vilja fá að prófa. Við emm bara íþróttamenn og ég fæ alla mína útrás inni í hringnum.11 6 I3.júnf2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.