Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 4
4 OVBiLAR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003
Afhenti aðdáanda sínum nýja VW blæjubjöllu
BLÆJUBJALLA: VW notaði dá-
lítið óhefðbundna aðferð til að
kynna nýju blæjubjölluna sína
á dögunum og uppskar athygli
heimspressunnar fyrir. Rétt áður
en Sir Paul McCartney hélt tón-
leika sína í Liverpool 1.júní s(ð-
astliðinn tókst honum að koma
einum aðdáanda sínum veru-
lega á óvart.Hin 19 ára Laura
Andrew fékk nefnilega lyklana
að spánnýrri VW blæjubjöllu úr
hendi goðsins sem áhorfandi
númer 2.000.000 á tónleikaferð
McCartneys,„Back to the
World".Bjallan var sólarlags-
rauð að lit en sá litur var mjög
vinsæll á árum áður og Laura
sagði að þetta væri einmitt rétti
liturinn fyrir hana. Laura ætlar
að eigin sögn að eiga bílinn
það sem hún á eftir ólifað.
Nýr Mercedes-Benz SLR væntanlegur í haust:
Hraðskreiðasti Benz sem
smíðaður hefur verið
GLÆSILEGUR: Nýi SLR-sportbíllinn sómir sér vel hjá áður hraðskreiðasta b(l heims,
SLR frá sjötta áratugnum.
Mercedes hefur loksins látið frá
sér fara myndir af nýja SLR-sport-
bflnum, en hann er væntanlegur á
markað í haust. Myndirnar sýna
reyndar ekki allan bflinn og aðeins
er sjáanlegur framendinn á honum
sem byggist á tækni úr Formúl-
unni. Með á myndinni er 300 SLR
frá sjötta áratugnum í bæði keppn-
is- og götuútgáfu. Sá bfll bar eitt
sinn titilinn „hraðskreiðasti fram-
leiðslubfllinn" og það er spurning
hvort með þessu sé Mercedes að
leggja grunninn að einhverju. Alla-
vega eru loftinntökin nógu stór til
að benda til vélar sem náð gæti
miklum hraða, en hann þarf þá að
ná meti McLaren-bflsins frá 1994
upp á 390 km á klukkustund.
Nánast allur úr koltrefjum
Bflnum er ætlað að keppa við
bfla eins og Ferrari Enzo og
Porsche Carrera GT sem einnig
kemur á markað í haust. Verkfræð-
ingar Mercedes segja nýja SLR-bfl-
inn nánast allan úr koltrefjum sem
gerir hann bæði sterkan og iéttan,
auk þess sem öryggi í árekstri eykst
til muna. Líkt og hjá Porsche eru
bremsurnar úr keramiki. Lfldegt
má telja að 5,5 lítra V8-vélin verði
notuð og þá í öflugri útgáfu. Segja
heimildir að vélin verði yfir 600
hestöfl og hámarkshraðinn langt á
fjórða hundraðið. Hvort sem það
verður hraðskreiðasti framleiðslu-
bfllinn eða ekki verður það allavega
hraðskreiðasti Mercedes sem
smíðaður hefur verið. Bfllinn verð-
ur frumsýndur á bflasýningunni í
Frankfurt í september og verða 500
stykki smíðuð árlega.
njall@dv.is
Ný tegund veltuprófa
Allt er stærst í henni Ameríku og
nýjustu öryggisprófanir bfla þar
bera því glöggt vitni. Til að inæla
það hversu jeppum og jepplingum
er hætt við veltum hefur umferðar-
öryggismálastofnunin þar fengið
risastóran prófúnararm frá NASA
að láni, en hann er venjulega not-
aður til að mæla áhrif G-krafta á
tæki og stjórnendur þeirra. Bflun-
um verður komið fyrir á þessum 36
metra langa snúningsarmi og síðan
sett í gang. Á ákveðnum tímapunkti
myndi bfllinn óhjákvæmilega velta
út af pallinum en það færi eftir
byggingarlagi og fjöðrun bflsins svo
að eitthvað sé nefnt. Einnig skiptir
þyngdarpunktur og þyngd bflsins
nokkru máli líka. Nemar verða
tengdir fjöðrunarkerfi bflanna og
tölva mun sjá um að auka og
minnka hraða armsins til að líkja
sem mest eftir akstri á hlykkjóttum
vegi og líka til að koma í veg fyrir að
bfllinn endasendist út af pallinum.
Enginn fær þó að sitja í meðan á
prófun stendur svo að notast verð-
ur við sérstaka árekstrarbrúðu.
Prófunararmurinn er í Goddard-
geimflugsmiðstöðinni í Maryland
og er innan dyra, en hingað til hafa
veltuprófanir farið fram á bflunum
sjálfum utan dyra þar sem ytri
þættir, eins og bleyta eða veggrip
dekkja, geta skipt meira máli.
Einnig mun prófunarkostnaður
minnka til muna þar sem ekki þarf
lengur að eyðileggja bflana.
njall@dv.is
Næsta kynslóð S40 tekur á sig mynd
Volvo er um þessar mundir að
leggja lokahönd á nýja kynslóð S40-
bflsins en hann kemur væntanlega á
markað í kjölfar bflasýningarinnar í
Frankfurt í haust. Sá sem nú er í um-
ferð var hannaður í samstarfi við
Mitsubishi en sá nýi byggist á sama
grunni og Ford Focus og Mazda 3 og
mun nota sama undirvagn og þeir.
Ofan á hann setja hönnuðir Volvo
svo sína eigin yfirbyggingu og íhluti
sem Volvo er þekkt fyrir. Þar skiptir
mestu máli nýr öryggispakki sem
inniheldur ný fjögurra punkta ör-
yggisbelti. Údit nýja bflsins er nokk-
ur bylting frá fyrri gerð þótt sjá megi
einkenni frá öðrum bflum Volvo.
Má þar nefna svipuð afturljós og á
S60 og tvískipt grillið. Bfllinn verður
líka með hærra bogadregnu þaki.
Þar sem undirvagninn gefur mögu-
leika á fjórhjóladrifi er aldrei að vita
nema vænta megi jepplingsútgáfu
líka. Að sögn heimildarmanna inn-
an Volvo-verksmiðjanna verður
innréttingin í líkingu við innrétting-
una í tilraunabflnum VCC, en þar
mátti til dæmis færa til gírskiptingu
og handbremsu eftir þörfum.
Grunnvélin í nýja S40 verður að öll-
um lfkindum 1,8 lftra vélin frá Ford
og sú öflugasta verður 200 hestafla
T5-vél frá Volvo, en það er í fyrsta
skipti sem fimm strokka Volvovélin
kemst fyrir í bfl af þessari stærð-
argráðu. njall@dv.is
C3í Cannes
Hinn nýi C3-bfll frá Citroen var
frumsýndur á alþjóðlegu kvik-
myndasýningunni sem haldin var í
Cannes í Frakklandi dagana 14. til
25. maí sl. Bfllinn var sýndur á bað-
ströndinni fyrir framan Hótel
Martinez og hafði ekkert að fela í
sinni opinberun fremur en margar
þær upprennandi kvikmynda-
stjörnur sem þar opinberuðu gjör-
samlega hvernig þær eru skapaðar.
Bfllinn var einnig notaður í auglýs-
ingu fyrir nýja ilmvatnið frá Jean
Patou, „Enjoy". Ungar stúlkur óku
upp og niður Croisette-hraðbraut-
ina og hentu rósum úr Citroen-
bflnum ásamt kynningarbæklingi
fyrir bflinn og atburði í Cannes áð-
urnefnda daga. Fyrstu 500 C3 Pluri-
el-bflarnir seldust upp nánast á
svipstundu.
Citroén á Poznan Motor Show
í Póllandi
Citroén C3 Pluriel van sýndur á
„Poznan Motor Show“ í Póllandi
dagana 21. til 25. maí sl., auk þess
sem hann var á sýningunni sýndur
á 1,100 m skjá. Á sama stað kynntu
Citroén-verksmiðjurnar Citroén
Xsara WRC sem þegar hefur getið
sér gott orð í heimsmeistarakeppn-
inni í ralli.
Citroén C3 er með mikinn staðal-
búnað, s.s. rafstýrt vökvastýri með
hraðaþyngingu, EBA-neyðarheml-
unarbúnað, geislaspilara með fjar-
stýringu í stýri, 4 öryggispúða,
skynvædda sjálfskiptingu með
möguleikum á beinskiptingu,
hraðanæmar rúðuþurrkur og let-
ingja á afturrúðuþurrku, hæðar-
stillanlegt bflstjórasæti og vasa aft-
an á framsætum. gg@dv.is
Alfa Romeo endurvekur
sportbílaarfleifð sína
Alfa Romeo er að koma á markað
með nýjan ofursportbfl sem byggist
að nokkru á tilraunabflnum Brera
sem vakti svo mikla athygli á bfla-
sýningunni í Genf f fyrra. Honum er
ætlað að keppa við merki eins og
Porsche og Ferrari og verður
tveggja sæta bfll. Bfllinn er kallaður
Sportiva Evoluta í augnablikinu en
þegar hann verður frumsýndur í
Frankfurt í haust er talið lfldegt að
hann fái nýtt nafn. Nafnið er nú
reyndar ekki nýtt af nálinni en það
kemur úr tilkomumikilli fortíð ÁJfa-
merkisins. Lfldegt er talið að hann
fá annaðhvort SZ- eða TZ- merk-
inguna, SZ var ofurbfll frá níunda
áratugnum en TZ var sportbfll frá
þeim sjöunda sem líktist mikið
Ferrari 250GTO. Bfllinn mun fá öfl-
ugri útgáfu 3,2 lítra V6-vélarinnar
og á að skila um 300 hestöflum í
gegnum sex gíra beinskiptingu.
Einnig getur verið að hann fái
Selespeed-skiptingu en hvor sem
verður notuð mun skila bflnum í
hundraðið á innan við fimm sek-
úndum. Það sem þykir þó mest um
vert er að nýi bfllinn verður fyrsti
afturhjóladrifni bfllinn frá Alfa síð-
an SZ var og hét.
Alfa 156 sýnir trjónuna
Alfa Romeo 156 fjölskyldubfllinn
hefur fengið nýja trjónu auk fá-
einna annarra breytinga á ytra útliti
í stfl við Alfa GTA sportbflinn. Áber-
andi grill og framljós eru augljós-
asta breytingin en einnig hefur
hann fengið ný afturljós og aftur-
stuðara. Nokkrar nýjar dísilvélar
verða nú í boði en framboð bensín-
véla verður nánast óbreytt, aðeins
2,5 lítra vélin verður ekki lengur fá-
anleg með tímanum þar sem hún
seldist illa. Nýju dísilvélarnar verða
bæði öflugri og eyðslugrennri en
áður og sem dæmi um það stekkur
1,9 lítra JTD-vélin úr 115 í 140 hest-
öfl en eyðslan stendur nánast í
stað. Einnig verður kraftmikil 2,4
lítra JDT-dísilvél í boði sem kemur
bflnum í hundraðið á aðeins 8,3
sekúndum. njaii@dv.is