Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 9
8 DVBlLAR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 + LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DVBÍLAR 9 á(P|| REYNSLUAKSTUR „Aðgengi í Touran er með besta fNj **' [ Njáll Gunnlaugsson móti enda opnast hurðir vel og Æ&r ' J#í njatl@dv.is innstig er mátulegt" VWTOURAN 1,6TRENDLINE Vél: 1,6 lítra FSI bensínvél Rúmtak: 1598 rúmsentlmetrar Ventlar: 16 Þjöppun: HMBHHRHHHHHR Gírkassi: 6 gíra, beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð McPhearson Fjöðrun aftan:Sjálfstæðfjölliða gormafjöðrun Bremsur: Loftkældir diskar/ABS, EBD, BAS Dekkjastærö: 195/65 R15 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4390/1795/1650 mm Hjólahaf/veghæð: 2675/150 mm Beygjuradíus: 11,2metrar INNRITÖLUR: Farþegar með ökumanni: 7 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 7/6 Farangursrými: 695- -1990 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: ; 7,6 lítrar Eldsneytisgeymir: 60 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: 2.250.000 kr. Umboö: Hek la Staðalbúnaður: Útvarp með geislaspilara og 8 hátölurum, rafstýrðir útispeglar, hiti ( speglum, rafdrifnar rúður, hiti í framsætum, hæðarstillanleg framsæti,fjarstýrðar sam- læsingar,'6 öryggispúðar með aftengimögu- leika fyrir farþega (framsæti,2 12 volta innstungur,toppgrindarbogar,armpúði með hólfi, 49 geymsluhólf, 11 glasahöldur,spól- vörn SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 115/5800 Snúningsvægi/sn.: 155 Nm/4000 Flröðun 0-100 km: 11,9 sek. Hámarkshraði: 186 km/klst. Eigin þyngd: 1425kg Heildarþyngd: 2090 kg Rúmgóður í hólf og gólf Hekla hefur kynnt til sögunn- ar nýja bíl er nefnist Volkswagen Touran og er þar um fjölnotabíl í millistærðar- flokki að ræða. Touran er byggður á sömu botn- plötu og væntanleg fimmta kynslóð Golf og gefur því vissa innsýn í hvernig sá bfll muni koma fyrir þegar hann verður frumsýndur á bflasýningunni í Frankfurt í sept- ember. VWTouran verður hér boð- inn með 1,6 lítra vél til að byrja með en hægt verður að sérpanta bflinn með 1,9 lítra 100 hestafla dísilvél og tveggja lítra 136 hestafla dísilvél. iDV-bflar reyndu 1,6 lítra bflinn í vikunni. Aðgengi og pláss gott Það sem skiptir fjölnotabfla miklu máli er ekki síst gott aðgengi en í nýja VW Touran fjölnotabfln- um er það með besta móti. Hurðir opnast vel út og innstig er lágt og nóg pláss fyrir fætur. Einnig er set- an í mátulegri hæð þannig að sest er beint inn í bflinn en ekki upp eða niður. Piáss í framsætum er nokk- uð gott og þá sérstaklega til höfuðs- ins þannig að maður fær á tilfinn- inguna að um stærri bfl sé að ræða en VW Touran er. Pláss í miðju- sætaröð kemur þó mest á óvart og þá einnig fótapláss undir ffamsæt- um. Hvert sæti í miðjusætaröð er einnig á sleða þannig að hægt er að renna þeim fram eða aftur eftir þörfum og leggja niður bak, jafnvel taka sætin úr bílnum eftir hvað hentar hverju sinni. Einn augljós kostur við þetta er að hægt er að færa fram sæti með barnabflstól þannig að barnið verður alltaf í seilingarfjarlægð. Öftustu sætin tvö eru þó varla meira en barnasæti þó að tveir fullorðnir gætu kannski komið sér þar fyrir með herkjum. Þau eru þó bæði með þriggja punkta beltum og höfuðpúðum eins og öll sæti í bflnum sem er kostur. Einnig falla þau ofan slétt í gólfið með einu handtaki sem er einnig til þæginda. Touran er með auka- hliðarrúðu fremst líkt og aðrir svipaðir bílar en ólíkt þeim er gagn- semi hennar lítil sem engin í Touran. Koppar og kirnur Mikið af hólfum og hirslum er um allan bflinn og stundum eins og þeim sé nánast ofaukið. Má þar nefna þrjú gleraugnahólf fyrir ofan baksýnisspegilinn, en tvö hefðu al- veg verið nóg. Hinir ýmsu koppar og kirnur koma sér þó vel eins og hólfið í gólfí farangursrýmisins sem nýtist undir margt. Útsýni úr bfln- um er nokkuð gott en samt verður ekki hjá því komist að minnast á tvö smáatriði í því sambandi. Tour- an er með auka-hliðarrúðu fremst líkt og aðrir svipaðir bflar en ólíkt þeim er gagnsemi hennar lítil sem engin f Touran. Hún er bæði lítil og B-bitinn það breiður að útsýni um þær er nánast ekkert. Einnig pirraði það aðeins undirritaðan að sveigja neðst í gleri framrúðu truflaði að- eins fókusinn. Efnisval í Touran er með því besta sem gerist og ekkert upp á það að klaga. Hins vegar er frekar lítil breyting á efnisvali eða uppsetningu mælaborðs sem er frekar óvenjulegt í nýrri kynslóð. Sex gíra beinskipting í akstri vinnur bíllinn sér inn mörg stig fyrir góða aksturseigin- leika. Hann er nokkurn veginn laus við undirstýringu og aðeins vottar fyrir yfirstýringu þegar bfllinn er yf- irkeyrður eða þegar ekið er’ á möl. Hliðarvelta í kröppum beygjum er einnig mjög lítil þannig að bfllinn hefur gott veggrip og fer vel með farþega sína. Fjöðrunin er í stífari kantinum en verður þó aldrei óþægileg. Með 1,6 lítra vélinni er bfllinn sparneytinn og hún ætti að Kostir Gallar Aksturseiginleikar, aðgengi Breiður B-biti, lágur bakkgfr duga flestum, sérstaklega með skemmtilegri sex gíra beinskipting- unni. Nokkuð dregur þó niður í honum fulllestuðum en hann held- ur hraða ef skipt er niður. Bíllinn er hljóðlátur í akstri og gildir einu hvort átt er við vindhljóð eða veg- hljóð. Aðeins heyrist þó frá vél þeg- ar reynt er á hana og sérstaklega í bakkgír sem er mjög lágur svo það hvín í honum á lítilli ferð. Hærra verð, meiri gæði Verðið á Touran, 2.250.000 kr. í grunnútfærslunni sem við prófuð- um er í hærri kantinum, enda vilja þeir Volkswagen-menn leggja áherslu á meiri lúxus í bflum sín- um. Til að nefna nokkra keppi- nauta kemur Honda Stream á svip- Með 1,6 lítra vélinni er bíllinn sparneytinn og hún ætti að duga flest- um, sérstaklega með skemmtilegri sex gíra beinskiptingunni. uðu verði, 2.295.000 kr., upp í hug- ann en hann er með öflugri, tveggja lítra vél. Hin vel heppnaða Opel Zafira er líka viðmiðið í þessum flokki en beinskipt Zafira með 1,8 lítra vél kostar 2.390.000 kr. Mun ódýrari er Hyundai Trajet með tveggja lítra vél á 2.090.000 kr. og einnig sex manna Kia Carens sem kostar 1.890.000 kr. |3 Stefnuljósið er nú einnig komið í hliðarspegilinn en þar sést það best frá hlið og fyrir aftan bílinn. |3 Þremur hólfum fyrir gleraugu má segja að sé ofaukið en þau má kannski nota fyrir eitthvað annað. Q Öftustu sætin má leggja ofan í flatt gólfið og aftast er hólf fyrir minni hluti. 13 Litlar breytingar má sjá á innréttingu og efnisvali ÍVWTouran miðað við VW Golf. Q Vélin er nokkuð neðarlega sem lækkar þyngdarpunkt bílsins og 115 hestöfl- in duga honum þokkalega með sex gíra kassanum. Q Plássið fyrir fullorðna er lítið í öftustu sætaröðinni en þar eru nú samt þriggja punkta belti og höfuðpúðar. Q Öll sætin í miðjusætaröð eru á sleða sem hægt er að renna fram. Einnig má taka sætin úr bílnum með nokkrum handtökum. Pláss í miðjusætaröð kemur þó mest á óvart og þá einnig fótapláss undir framsætum. Hvert sæti í miðjusætaröð er einnig á sleða þannig að hægt er að renna þeim fram eða aftur eftir þörfum og leggja niður bak, jafnvel taka sætin úr bílnum eft- ir því hvað hentar hverju sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.