Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Síða 4
4 DVBlLAR LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 Erlendar fréttir Santa Fe með mestan togkraftinn í samanburði toggetu 6 jeppa í jepplingaflokki, allra sjálf- skiptra, kemur í Ijós að toggeta Hyundai Santa Fe er mest, 2,3 tonn. Santa Fe er með 6 cyl. vél, 177 hestafla, og eigin þyngd 1.722 kg. Næstur kemur Suzuki Grand Vitara sem togar 1.850 kg, er með 4 cyl. vél, 128 hestafla, en eigin þyngd bílsins er 1.400 kg.Toyota RAV togar 1.500 kg, er með 4 cyl. vél, 150 hestafla og eigin þyngd 1.420 kg. Subaru togar 1.500 kg, er með 4 cyl. vél, 125 hestafla, og eigin þyngd er 1.375 kg. Niss- an X-trail togar 1.300 kg, er með 4 cyl. vél, 140 hestafla, og eigin þyngd er 1.535 kg. Loks kemur Honda CRV, með 4 cyl, vél, 150 hestafla, og eigin þyngd bílsins er 1.450 kg. MESTUR TOGKRAFTUR: Santa Fe togar mest í sínum flokki sam- kvæmt könnun. P. DIDDY: Listamaðurinn, sem hét áður Puff Daddy, þykir mikill töffari og svalir Lincoln-jeppar með hans nafni verða brátt fáanlegir í Ameríku. Rapparinn P. Diddy selur sérútbúna Lincoln-jeppa Hip-hop tónlistarmaðurinn Sean „P. Diddy“ Combs ætlar að útfæra hina vinsælu fatalínu sína yfir á Lincoln Navigator-jeppa og pall- bfla sem verða sérlega vel útbúnir. Eins og sumir kannski muna eftir flúði P. Diddy lögregluna ásamt þá- verandi unnustu sinni, Jennifer Lopez, á Lincoln Navigator eftir skotbardaga í næturklúbbi árið 1999. Lincoln-bflaframleiðandinn teiur ekki að þetta setji svartan blett á merkið og er, að sögn Todds Nis- sens, talsmanns Lincoln, „ánægður að sjá þessa viðbót við merkið inn á markað þar sem Lincoln-bflar hafa ekki verið hingað til.“ Með víbrandi framsætum P. Diddy sýndi frumútgáfu bfls- ins á MTV-tónlistarhátíðinni og ætlar að sýna hann fullbúinn á BET-verðlaunahátíðinni í Los Ang- eles seinna í þessum mánuði. Ætl- unin er að selja 100 slíka bfla í sér- völdum Lincoln-sýningarsölum og verða þeir allir svartir og merktir söngvaranum. Þeir verða á stærri dekkjum og felgu, með lituðum rúðum, gervihnattatengingu, þremur DVD-spilurum, sex sjón- varpskjám og upphituðum og ví- brandi framsætum. Þetta framtak P. Diddy er þó ekki nýtt af nálinni því að körfuboltastjarnan Shaquille O’Neal markaðssetti í fyrra Ford Expedition-jeppa undir nafninu Shaq SST. Stórir jeppar og pallbflar eru líka vinsælir meðal svartra tón- listarmanna og sjást reglulega í myndböndum þeirra, einkum Cadiilac Escalade lúxuspallbfllinn. njall@dv.is INNKÖLLUN: 6.800 af hinum nýja VWTouran fjölnotabíl voru innkallaðir vegna skammhlaups í loftræstikerfi bílanna. Innköllun VWTouran í Þýskalandi Volkswagen í Þýskalandi til- kynnti í síðustu viku að 6.800 af hinum nýja VW Touran fjölnotabfl yrðu innkallaðir vegna skamm- hlaups í loftræstikerfi bflanna. Fram kom galli í sjálfvirkum stýri- búnaði kæliviftu sem gerði að verk- um að viftan fór þá ekki í gang þó full þörf væri. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum motor- magasinet 18. júní sl. Fijótlegt er að skipta um búnaðinn og ætti ekki að valda nýbökuðum Touran-eigend- um miklum vandræðum. Fram kemur einnig að þessi galli er ekki lengur til staðar í bflum sem fram- leiddir eru eftir miðjan maí þannig að íslenskir Touran-kaupendur eiga trúlega að geta ekið áhyggju- lausir út af þessu. Á sama tíma tilkynnti Isuzu Motors í Japan um innköllun á alls 64.000 bflum frá sér, aðallega Trooper-jeppum eða 50.743 slflcum. Er það vegna grindargalla í yfirbygg- ingu bflsins sem þarf að sjóða í á þremur stöðum. Er bilunin í Trooper-jeppum framleiddum frá júlí 1993 til maí 1996. Innköllunin nær einnig til MUs, Horizon og Jazz- bfla framleiddra á svipuðu tfmabili, en Horizon og Jazz voru einnig seld- ir af Honda Motors. „Samkvæmt upplýsingum frá Isuzu virðist þetta ekki ná yfir þá 13 bfla sem við seld- um umrætt tímabil," sagði Hannes Strange, markaðsstjóri Bflheima, þegar DV-bflar spurðu hann hvort einhverjir bflar hérlendis féllu undir innköllunina. njait@dv.is Citroen-gengið náði ágætum ár- angri á Kýpur-rallinu um sl. helgi en það var hluti af heimsmeistara- keppninni. í fimm efstu sætunum vom þrír Citroén Xsaras, í 3., 4. og 5. sæti. Aðeins „Chevrons" Marque- gengið náði þeim árangri að skila öllum bflum í mark í þessu ralli. „Mitt markmið var að ljúka þessu ralli og best var auðvitað að afiir keppendur Citroén hefðu lokið því, og það tókst. Mér á að takast að vera a.m.k. 3 sekúndum fljótari, og það tekst vonandi í næstu keppni. Undir það tók liðsstjórinn, Guy Fréquelin. Hann sagði takmarkið hafa verið að eiga bfl í einhverju af 5 efstu sætun- um og það tókst mjög vel. Liðið sé framar í keppninni en búist var við í upphafi. Fyrsta legginn í akstrinum vann H. Rovenperá á Peugeot 206, annan legginn T. Makinen og þriðja legginn P. Solberg á Subaru Impreza sem einnig náði 7 sinnum besta tíman- um. í heimsmeistarakeppninni er lið Peugeot efst með 81 stig, Citröen er í 2. sæti með 73 stig, í 3. sæti Subaru með 47 súg, Ford með 43 stig, Skoda með 20 stig og Hyundai með 6 stig. í heildarkeppni ökumanna em í 10 efstu sætunum R. Bums með 37 stig, C. Sainz með 36 stig, M. Grönholm með 30 stig, P. Solberg með 29 stig, S. Loeb með 23 stig, M. Martin með 23 stig, C. McRae með 23 stig, H. Rovanperá með 16 stig, T. Mákinen með 15 stig, F. Duval með 9 stig ogT. Gardemeister með 9 stig. gg@dv.is RÖÐ KEPPENDA Á KÝPUR: 1. P. Solberg-Ph Mllls (Subaru Impreza) 2. H. Rovanperá - R. Pietlláinen (Peugeot 206) 3. Loeb - D. Elena (Citroén Xsara) 4. C. McRae - D. Ringer (Citroén Xsara) 5. C. Sainz - M. M. Marti (Citroén Xsara) 6. M. Hirvonen - J. Lehtinen (Ford Focus) 7. S. Schwarz - M. Hiemer (Hyundai Accent). A Daewoo yfir hálfan hnöttinn Tveir breskir ævintýramenn em nú lagðir af stað frá London til Seoul í Suður-Kóreu á Daewoo Kalos bifreið til ijáröflunar fyrir SOS-barnaþorpin. Til Seoul er áætlað að koma 14. ágúst nk. Pen- ingunum, sem safnast, verður varið í byggingu íjölskylduhúss í nýju SOS-barnaþorpi í Nepal. Richard Meredith, 54 ára rithöfundur, og Phil McNerny, 25 ára verkfræði- nemi, lögðu af stað í ferðina miklu þann 9. júní sl. Leiðin sem félag- arnir fara er 16 þúsund kflómetrar og mun taka 80 daga líkt og ferð Jules Verne átti að hafa gert. Full- trúar SOS-barnaþorpanna í Suður- Kóreu munu í þakklætisskyni fyrir LAGT (' ANN: Rallíakstursmaðurinn Yves Fordain útbjó bílinn sérstaklega til fararinnar. Hann er hér með ferðalöng- unum Richard Meredith og Phil McNerny skömmu fyrir upphaf ferðar. eigin velgengni afhenda peningana fátækara Asíurflci. Þess vegna verð- ur peningunum varið í fjölskyldu- hús í Bharatpur í Nepal þar sem nú er byggt barnaþorp sem 140 mun- aðarlaus börn munu eiga heima í. Leið Bretanna tveggja mun liggja um 20 lönd. Þeirtnunu ferðast um hlykkjótta og oft á tfðum torfarna vegi. Utan Evrópu munu þeir ferð- ast um Aserbædsjan, Usbekistan, Kyrgistan og Suður-Kóreu. Meredith, sem mun annast há- skólakennslu í Beijing frá septem- berbyrjun, fékk sjálfur hugmyndina að því að ferðast frá London til Beijing í fjáröflunarskyni fyrir góð- gerðarmál. GM Daewoo bifreiða- framleiðandinn leggur til Kalos-bif- reiðina enda er hann náinn sam- starfsaðili SOS-barnaþorpanna f Suður-Kóreu til margra ára. gg@dv.is Toyota kynnir vetnisbíl Framtíðarbíll Toyota-verksmiðj- anna í Japan var frumsýndur mánudaginn 16. júní sl. í sýningar- sal Toyota, „Toyota Environmental Forum" í Tokyo. Bfllinn er knúinn vetni og þykir sem slíkur allnokkuð sparneytinn. Björn Víglundsson, markaðs- stjóri Toyota-umboðsins á fslandi, segir að nokkuð sé farið að aka vetnisbflum frá Toyota í Japan og Kaliforníu en það sé almennt álít yfirmanna Toyota í Japan að vetnisknúnir bflar verði ekki al- mennt markaðsvara fyrr en að 10 til 15 árum liðnum, þ.e. jafnvel ekki fyrr en árið 2018. gg@dv.is VETNISBÍLL: Þessi Sport Coupe vetnisknúni bíll frá Toyota var kynntur ÍTokyo sl. mánudag. Rennilegur bíll sem þó verður varla á markaði fyrr en árið 2018.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.