Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 7
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DVBlLAR 7 Seinni hálfleikur hafinn - keppnistímabil Formúlunnar hálfnað FORMÚLA Á UUGAROEGI Ómar Sævar Gíslason fWdv.is Rétt áður en flautað verður til seinni hálfleiks keppnistíma- bilsins í Formúlu 1-kappakstr- inum er ekki úr vegi að líta of- urlítið yfir farinn veg og skoða stöðuna eins og hún blasir við í dag. Miklar reglubreytingar voru gerðar fyrir þetta tímabil og sýndist sitt hverjum áður en haldið var af stað. Sumir hafa gert vel í kjölfar breytinganna en aðrir hafa lent í ógöngum og ekki náð að standa uppi í hárinu á keppinautum sín- um. Tímatökurnar og stigagjöfin er breytt ásamt því að dekkjafram- leiðendur fá nú meira rými til að sinna hverju liðið fyrir sig. Virka tímatökurnar? Stærsta sjáanlega breytingin á Formúlu 1 frá því á síðasta ári er tímatökurnar sem eru gjörbreyttar. í stað þess að vera í raun sjálfstæð keppni, þar sem öllu ægði stundum saman síðustu mínúturnar, hefur komið eins konar „brunkeppni" þar sem allir fá úthlutað tíma til að gera sitt besta. Ekki ólíkt og í skfða- íþróttinni. Þetta hefur orðið til þess að tímatökurnar eru langt í frá eins áhugaverðar og áður. Þó hefur það tekist, sem var eitt af markmiðum breytts forms, að rugla hinni hefð- bundnu rásröð og færa klaufana neðar. Coulthard er gott dæmi um mann sem ekki hefur náð að smella í tímamælingunni. Aðrir, samanber Schumacher-bræður, eru komnir með gott vald á einshrings-tækn- inni og eru með góð meðaltöl fyrir tímatökumar. Alonso, Trulli og Button em í sama hóp. Jafnari stigagjöf - en réttlát? Tilgangurinn með breyttri stiga- reglu var einungis einn. Að koma í veg fyrir að einstakir ökumenn næðu yflrburðaforskoti líkt og Michael Schumacher gerði á síð- asta ári. Schumacher var búinn að tryggja sér meistaratitilinn þegar átta mót vom eftir. Þetta hefur tek- ist fullkomlega hjá reglusmiðunum en, eins og gert er ráð fyrir, hefur þetta komið niður á þeim manni sem staðið hefur sig hvað best. Þrátt fyrir að Schumacher hafi unn- ið fjórar keppnir á tímabilinu hefur hann ekki nema þriggja stiga for- skot á Kimi Raikkonen. Finninn hefur einungis unnið eina. í gamla kerfinu væri staðan allt önnur og Schumacher kominn með 49 stig í stað 54 og Kimi ekki með nema 33 í stað 51. Schumacher, sem í síðustu keppni náði sínu 999 stigi á ferlin- um, er að vonum ekkert sérstaklega ánægður með þetta nýja fyrir- komulag stigagjafarinnar. Það er auðvelt að skilja hann því að bilið á milli sigurvegarans og þess sem lendir í öðru sæti er allt of lítið. Þriggja stiga munur milli fyrsta og Stærsta sjáanlega breytingin á Formúlu 1 frápví á síðasta ári eru tímatökurnar sem eru gjörbreyttar. annars sætis hefði verið réttlátari. Þá yrði ávinningurinn meiri með unninni keppni, og jafnvel harðari keppni um sigurinn. Gúmmígaldrar Eitt af megineinkennum tfma- bilsins 2003 fram að þessu er hið þögula dekkjastríð milli Michelin og Bridgestone. Það gleymist stundum í umræðunni hversu geysilega mikið hjólbarðarnir hafa að segja í heildarárangri bflanna. Með góðu dekki er hægt að vinna inn eina til tvær sekúndur, á meðan hver þróun í loftflæði eða vélarafli er að tína inn tíundu hluta úr sek- úndum. Á síðasta ári hafði Ferrari- bfllinn algjöra yfírburði á keppi- nauta sína, og til að bæta gráu ofan á svart voru Bridgestone-hjólbarð- arnir í sérflokki líka. Það skapaði þann árangur sem Ferrari- Bridgestone-Schumacher-tríóið náði. Nú hefur blaðið snúist við og skyndilega er Michelin komið í betri stöðu. Því eru McLaren, Willi- ams og Renault jafn sterk og raun ber vitni. Næstu lið á eftir Ferrari á Bridgestone-börðum eru B A R og Sauber. Þeim gengur afleitlega og er skýringuna mikið til að finna f skóbúnaði þeirra. Þegar á heildana er litið verður ekki fram hjá því litið að fyrri hálfleikur tímabilsins í For- múlu 1-kappakstrinum er búinn að vera jafn og spennandi. Gamla góða Formúlu-hjartað er farið að slá örar á ný. Keppni helgarinnar er í Núrburgring í Þýskalandi og þar verður flautað til seinni hálfleiks. Við vonum að hann verði eins góð- ur og sá fýrri. fl@dv.is STIGAKEPPNI ÖKUMANNA 1. M. Schumacher 54 2. Raikkonen 51 3. Alonso 34 4. R. Schumacher 33 5. Montoya 31 6. Barrichello 31 7. Coulthard 25 8. Trulli 13 9. Fisichella 10 10. Button 8 STIGAKEPPNI KEPPNISLIÐA 1. Ferrari 85 2. McLaren-Mercedes 76 3. Williams-BMW 64 4. Renault 47 5. Jordan-Ford 11 6. BAR-Honda 11 7. Sauber 8 8. Jaguar-Cosworth 6 9.Toyota 4 10. Minardi 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.