Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 10
10 DVBlLAR LAUQARDAGUR28. JÚNÍ2003 REYNSLUAKSTUR Njáll Gunnlaugsson njall@dv.is Öflugur bíll sem teyg- ir sig í lúxusflokk Kia Sorento kom á markað í fyrra en þar er á ferðinni jeppi sem teygir sig í lúxusflokk. Hann keppir við nokkuð breið- an flokk jeppa, enda verðið á bílnum mjög hagstætt. Hann er nú fáanlegur með öflugri V6 bensínvél og er seldur þannig í EX-útfærslu og þá aðeins með sjálf- skiptingu. DV-bílar reynsluóku þeirri útgáfu Sorento á dögunum. ítorfærum virkar Sor- ento vel á mann og fjórhjóladrifið með „Tog eftir þörfum" kerfinu virkar vel við allar erfiðari aðstæður. Rúmgóður í alla staði Um nokkuð vel búinn bíl er að ræða í Sorento EX þótt bíllinn með V6-vélinni sé f sjálfu sér ekkert betur búinn en bíllinn með dísilvélinni. Gott dæmi um það er fjöldi öryggis- púða, en aðeins tveir öryggispúðar eru staðalbúnaður í Sorento. öku- mannssæti er rafstýrt og setan er nokkuð há þannig að stíga þarf upp í bílinn. Pláss í framsætum er gott og sérstaklega í aftursætum þar sem rúmt er um fætur. Aðgengi í aftur- sæti mætti þó vera betra en þar vill bæði hjólaskál og bogadreginn C- bitinn flækjast aðeins fyrir. Farang- ursrými er rúmgott en nokkuð hátt upp í það að aftan sem gerir hleðsluhæð þægilega. Einnig má opna afturgiugga sér sem er til frek- ari þæginda við hleðslu á léttum hlutum. Hætt við undir- og yfirstýr- ingu I akstri virkar Sorento hljóðlátur og traustvekjandi á mann. Bíllinn er frekar mjúkur á ijöðrun og því und- irstýrður í kröppum beygjum en þægilegur á möl og öðrum ójöfnum. Kraftmikil vélin skilar vel sínu en í afturhjóladrifinu eingöngu er bíln- um þess vegna mjög hætt við yfir- stýringu, sérstaklega í bleytu. Reyndar voru vetrardekk undir bíln- um sem eru griplítil á malbiki en samt má segja að bíllinn hefði gagn af spólvörn eða skrikvöm, svona til frekara öryggis. í torfæmm virkar Sorento vel á mann og fjórhjóladrif- ið með „Tog eftir þörfum" kerfinu virkar vel við allar erfiðari aðstæður. Reyndar er takkinn fyrir það á óhefðbundnum stað, vinstra megin við stýri, sem kemur þó ekki mikið að sök. Einnig hjálpar honum mikið hversu hátt er undir hann og gaman Kostir Gallar Afl, pláss, torfærueiginleikar Aðgengi í aftursæti, vinna við stýri væri að sjá þennan bíl nokkuð vel breyttan. Stýrið er mjög lítið „dobbl- að" og þess vegna er nokkur vinna við það enda þarf næstum fjóra snúninga borð í borð. Stýrið er mjög lítið „dobblað" og þess vegna er nokkur vinna við það enda þarf næstum fjóra snúninga borð í borð. Á mjög góðu verði Eins og áður sagði er samanburð- urinn á Sorento gagnvart öðmm jeppum nokkuð fjölbreyttur og fer það bæði eftir verði og búnaði. Sor- ento V6 er á mjög góðu verði, 3.525.000 kr. og er það aðeins Suzuki Grand Vitara V6 sem gerir betur á 2.975.000 kr. Sambærilegur Hyundai Terracan Luxury kostar 3.400.000 kr. en þá vantar í hann raf- stýringu á ökumannssæti og hita- stýrða miðstöðina. Vilji menn svo dýrari merki eins og Toyota og Mercedes-Benz er óhætt að bæta rúmum tveimur milljónum við verðið. Sambærilegasti kosturinn við Sorento er þó SsangYong Rexton sem kostar mjög svipað búinn 4.190.000 kr. með sex strokka línu- vélinni. Sú vél er þó 25 hestöflum öflugri en V6 vélin í Sorento. Q Mælaborðer í senn einfalt og smekklegt nema stilling fyrir fjórhjóladrif er á skrýtnum stað vinstra megin. Qj Vegna öflugrar vélar er Sorento hætt við yfirstýringu sé honum gefið hraust- lega inn. Q Nokkuð hátt er upp í farangursrými sem er rúmgott. |3 Gott fótarými er í aftursæti með ökumannssæti í eðlilegri stöðu en aðgengi er aðeins heft af hjólaskál og C-bita. ■3 Sorento virkar traustvekjandi á mölinni þar sem hann er bæði hljóðlátur og rásfastur. fl V6-vélin er í senn hljóðlát og öflug og frágangur (vélarrými er til sóma.Takið eftir tvöföldum lofttjökkum sem halda uppi vélarhlífinni. KIA SORENTO EX Vél: 3,5 litra, V6 bensínvél Rúmtak' 3497 rúmsentímetrar Ventlar 24 Þjöppun: 8,9:1 Glrkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Tvöföld klafafjöðrun Fjöðrun aftan: Fjölarma Bremsun Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastærð: 245/70 R16 YTRITÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4567/1863/1730 mm Hjólahaf/veghæð: 2710/229 mm Beygjuradius: 11,1 metri INNRITÖLUR: Farþegar með ökumannl: 5 Fjöldl höfuðpúða/öryggispúða: 5/2 Farangursrými: 965-1750 litrar HAGKVÆMNI: Eyðslaá lOOkm: 14 Iftrar Eldsneytisgeymir: 80 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/6 ár Grunnverð: 3.525.000 kr. Umboð: Kia (sland Staðalbúnaður Hraðanæmt stýri, 50% tregðulæsing á afturdrifi, álfelgur, útvarp með geislaspilara og 8 hátölurum, rafmagnsloftnet, rafstýrðir útispeglar, hiti í speglum, aðfellanlegir speglar, rafmagnsrúður að framan og aftan, hiti i í framsætum, hitastýrð miðstöð, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrð opnun á afturrúðu, 2 öryggispúðar, þrjár 12 volta innstungur, hæðarmælir, áttaviti, loftþrýstimælir, toppgrindarbogar, vind- skeið, þokuljós, armpúði. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 195/5500 Snúnlngsvægl/sn.: 294 Nm/3000 Hröðun 0-100 km: 9,4 sek. Hámarkshraðl: 185 km/klst. Eigin þyngd: 1930 kg Heildarþyngd: 2560 kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.