Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Qupperneq 12
12 DVBlLAR LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 Meðalaldur fólksbíla 9,4 ár árið 2002 Meðalaldur fólksbíia árið 1988 var 7,4 ár en var í árslok 2002 um 9,5 ár. Meðaiaidur annarra bíla var á sama tíma 11,6 ár. Meðalaldur sveiflast nokkuð milli ára eftir því hversu mikill innflutningur nýrra bíla er. Árið 1988 voru fluttir inn 12.206 fólksbílar en árið 2002 nam inn- flutningurinn 6.937 bflum. Á árun- um 1971 til 1987 voru fluttir inn 129.195 fólksbflar, eða að meðaltali 7.600 bflar á ári, en á árunum 1988 til 2002 nam innflutningurinn 133.293 bflum, eða 9.422 bflum á ári. Fjöldi innlagðra númera skekk- ir þó myndina að því marki sem um er að ræða bfla sem búið er að af- henda. Skráningarnúmer um 20.000 bfla liggja inni í dag. Þann 13. mars sl. voru 186.238 bflar á skrá en í umferð 155.279 bfl- ar. Þar af voru fólksbflar 164.029 en í umferð voru 140.702. Mjðað við bfla í umferð eru 488 bflar á hverja þúsund íbúa í árslok 2002, þ.e. 2,05 fólksbflar voru á hvern íbúa. Miðað við alla bfla í umferð eru það 1,86 íbúar á hvern bfl. Ekki fæst greitt skila- gjald af „bílakirkju- görðunum"sem víða má finna til sveita ef eigendur þeirra vildu losa sig við allan þann bílafjölda sem þar er að finna, sem er misjafn- lega vel á sig kominn. Skilagjald af bifreiðum Frá 1. júlí nk. verður greitt skila- gjald af bifreiðum, skráðum eftir 1. janúar 1988, sem hafa verið af- skráðar til úrvinnslu. Með öðrum orðum, af bifreiðum sem voru BÍLABROTAJÁRN: Meðalaldurfólksbíla hefur hækkað um 28% síðan árið 1988. Með vaxandi innflutningi á þessu ári má búast við að meðalaldur lækki eitthvað aftur. Fjöldi bíla i brotajárn mun því aukast á ný. Þennan bílahaug má sjá i Sindraportinu í Sundahöfn. DV-myndGVA orðnar 15 ára um sl. áramót fæst ekki greitt skilagjald þar sem ekki hefur verið innheimt gjald af þeim. Það þýðir að ekki fæst greitt skila- gjald af „bflakirkjugörðunum" sem víða má finna til sveita, s.s. á Garðs- stöðum í Ögurvík við ísafjarðar- djúp og að Ystafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu, ef eigendur þeirra vildu losa sig við allan þann bflafjölda sem þar er að finna, sem er misjafnlega vel á sig kominn. Varðveisla gamalla bfla er menning sem þarf að hlúa að, en það þarf að gera skipulega, óskipuleg uppsöfn- un bflhræja er umhverfisvandi sem oft er veruleg sjónmengun að. Framvfsa verður skilavottorði frá viðurkenndri söfnunarstöð með af- skráningarbeiðni. Móttaka af- skráningarbeiðni og greiðsla skila- gjalds fer fram hjá Umferðarstofu og skoðunarstofum. Skilagjaldið er að fjárhæð 10 þúsund krónur en frá því eru dregin ógreidd opinber gjöld. Frá sama tíma verður það skilyrði fyrir afskráningu ökutækja að því hafi verið fargað eða móttek- ið til úrvinnslu. Þetta skilyrði á við í öllum tilvikum afskráningar, hvort sem greitt er skilagjald eða ekki. Ástæðan er skýr krafa í Evróputil- skipun þar sem sú skylda er lögð á rfld EES-svæðisins að ökutækjum verði fargað samhliða afskráningu. Skilyrði verður fyrir afskráningu ökutækis til úrvinnslu að framvísað verði skilavottorði frá viðurkenndri söfnunar- eða móttökustöð. Söfn- unarstöðvar verða í flestum sveitar- félögum landsins en nákvæmar upplýsingar um staðsetningu þeirra eru enn ekki fyrirliggjandi. Umsjónaraðili söfnunarstöðvanna er Úrvinnslusjóður sem starfar á vegum umhverfisráðuneytisins. gg@dv./s Ætae/AfCf FRAMTfÐIN: Varaforseti Boeing-verksmiðjanna, Robert Pollack, skálar fyrir nýju Dream Liner farþegavélinni sem kemur á markaðinn árið 2008. 7E7 á markaðinn 2008 Stysta leiðin milli tveggja áfangastaða BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ: Stysta leiðin með strætó milli tveggja áfangastaða liggur kannski ekki alltaf í augum uppi. Hvort heppilegt sé að taka leið 6, Mjódd - Kringlan - Grandi, milli aðalstöðva höfuðstöðva Strætó bs. í Þönglabakka 4 og höfuðstöðva Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli skal ósagt iátið. Flugsýningin á Bourget-flugvell- inum við París vekur ávallt mikla at- hygli og er mikill segull fyrir ferða- menn. f harðnandi samkeppni og vaxandi erfiðleikum í flugvélaiðn- aðinum vegna samdráttar í flug- samgöngum vekur það athygli að Air-bus-verksmiðjumar munu af- henda um 300 nýjar þotur á þessu ári, og er það í fyrsta skipti sem verksmiðjurnar afhenda fleiri flug- vélar en Boeing-verksmiðjurnar. Ekki er búist við miklum viðskiptuin á sjálfri sýningunni f París sem stendur fram á næsta sunnudag. Boeing-verksmiðjurnar hafa hins vegar tilkynnt að á árinu 2008 mun koma á markaðinn ný farþegaþota sem hefur hlotið nafnið 7E7 Dream Liner. Þetta er tveggja hreyfla far- þegavél sem á að vera mun spar- neytnari en þær þotur sem eru á markaðnum í dag. gg@dv.is Þátttakendur í sumarleik Strætó bs. eiga möguleika á að vinna dagsferð fyrir tvo til Kulusuk á Grænlandi og dags- ferð um Kárahnjúkasvæðið með Flugfélagi íslands. I verðlaun eru einnig sex rauð kort með Strætó og tíu miðar á söngleikinn Grease. Sumarleikur Strætó bs. er haldinn í samstarfi við Flugfélag íslands og Skjá einn. Fyrstu þátttakendur f sumar- leiknum voru þau Jón Jósep Sæ- björnsson og Esther Talía Casey úr söngleiknum Grease. Þær Maríkó Margrét og Þóra Karítas í Hjartslætti á ferð og flugi brugðu sér í strætóferð og sóttu söngspír- urnar í Borgarleikhúsið. Sumarleikurinn fer fram á nýju vefsvæði Strætó bs., www.bus.is, en því er ætlað að auka þjónustu og upplýsingagjöf til almennings. Meðal nýjunga á vefnum má nefna Ráðgjafann, gagnvirkt upplýsinga- kerfi um áfangastaði, sem kemur við sögu í sumarleiknum. Með hjálp hans er hægt að finna hvaða leiðir eru f boði milli tveggja áfangastaða. Notandinn slær inn götuheiti og húsnúmer eða kenni- leiti og velur svo sveitarfélag. Ráð- gjafinn birtir tillögur að þeim ferð- um sem koma til greina og taka skemmstan tíma. Sumarleikurinn á www.bus.is felst í því að finna stystu leiðina milli höfuðstöðva Strætó bs. í Þönglabakka 4 og höf- uðstöðva Flugfélags fslands á Reykjavíkurflugvelli. Þátttakendur velja svo að taka þátt í sumarleik, velja stystu leiðina og skrá nafn sitt í pott. Öllum þátttakendum verður boðið til sumargleði Strætó á Yl- ströndinni í Nauthólsvík laugar- daginn 19. júlí nk. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.