Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Orn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngan
auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. DV greiðirekki
viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir
myndbirtingar af þeim.
EFNI BLAÐSINS
Fleiri barnaklámsmál
- innlendar fréttir bls. 4
Met í fasteignasölu
- innlendar fréttir bls. 8
Sumardvöl íVatnaskógi
— Innlendar fréttir bls. 10-11
Shellmótinu lokið
- DV-Sport bls. 28 og 29
DV Bingó
Nú spilum við
_ _ \ G-röðina og
^ W sjötta talan sem
, upp kenuir er 55.
' Þeir sem fá
bingó, eru vinsam-
lega beðnir að láta vita í síma
550 5000 innan þriggja daga. Ef
fleiri en einn fá bingó er dregið
úr nöfnum þeirra. 1 vinning er
ferð fyrir tvo með Iceland Ex-
press til London eða Kaup-
inannahafiuir.
Samhliða einstökum röðum
er allt spjaldiö spilað. Við
spilurn nefhilega bingó í allt
sumtu-. Verðlaim fyrir allsherj-
arbingó er v'ikuferð til Portúgals
með Terra Nova Sól.
Stakk af frá slysstað
AREKSTUR: Ekið var á gangandi
vegfaranda á Bústaðaveginum
rétt fyrir miðnætti á laugardags-
kvöld. Ökumaðurinn stakk síðan
af frá slysstaðnum og skildi
manninn eftir illa slasaðan. Þeg-
ar lögregla kom á vettvang var
hinn slasaði meðvitundarlaus.
Hann var fluttur á gjörgæslu-
deild. Ökumaðurinn komst þó
ekki undan því hann náðist í
Hafnarfirði nokkrum mínútum
síðar. Lýst var eftir beygluðum
bíl í fjarskiptakerfi lögreglunnar
og tilkynnt að ökumaðurinn
hefði stungið af frá slysstað. Lög-
reglan í Hafnarfirði sá dældaðan
bíl í umferðinni, stöðvaði hann
og kannaði málið. Það reyndist
vera sami bíllinn og þannig
fannst ökumaðurinn. Hann er
ekki grunaður um ölvun.
Mótmæli
Náttúruverndarsamtök íslands
telja að áform Landsvirkjunar um
hækkun stíflu í Laxárgljúfri stand-
ist ekki lög um verndun Mývatns
og Laxár. Samtökin segja að bygg-
ing stíflunnar muni „... vart bæta
miklu við í orkubúskap Landsvirkj-
unar", eins og það er orðað en til-
gangurinn með byggingu 10-12
metra hárrar stíflu er að koma í
veg fýrir sandburð og krapa í Laxá.
Flugmaður tapaði áttum í skýjabakka í aðflugiyfir
Þingholtunum í gærkvöld og villtist afleið
llndir hundrað metr-
um yfir Þingholtunum
SLEIKTl ÞÖKIN: Að sögn sjónarvotts að atvikinu yfir Þingholtunum var flugvélin verulega undir hæð Hallgrímskirkjuturns sem er
um 70 metrar. Öruggt má telja, þar sem skýjahæð var 300 fet í gærkvöld, að vélin hafi að lágmarki farið undir 100 metra hæð
þegar hún kom niður úr skýjabakkanum þar sem hún villtist af réttri aðflugsstefnu. Myndin var tekin af flugvélinni á Reykjavfkur-
flugvelli eftir lendingu í gærkvöld. DV-mynd Hari
Flugmaður á leið til lendingar
á Reykjavíkurflugvelli í gær-
kvöld villtist af réttri leið í
skýjabakka með þeim afleið-
ingum að hann flaug afar lágt
yfir Þingholtin og þurfti að
snarbeygja vélinni til að ná inn
á flugbrautina aftur.
Að sögn sjónarvotts, íbúa í Þing-
holtunum, var flugvélin á tímabili,
rétt eftir að hún kom niður úr skýj-
unum,“verulega undir hæð Hall-
grímskirkjuturns", sem er um 70
metrar á hæð, en hækkaði mjög
snögglega flugið þegar flugmann-
inum varð Ijós röng staðsetning
sín. Aðrir íbúar miðbæjarins sem
DV ræddi við í gærkvöld urðu varir
við óvenjuháværar drunur í flugvél
um þetta leyti sem heyrðust þegar
flugmaðurinn gaf vélinni inn til að
hækka flugið.
„Það eina sem er ótví-
rætt er að hann kom
afar lágt yfir Þingholtin
og málið er litið mjög
alvarlegum augum,"
Að sögn Heimis Más Pétursson-
ar, upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar, var vélin að koma inn til
suðurs til lendingar en sú aðflugs-
leið liggur yfir höfnina og miðbæ-
inn.
„Flugmaðurinn kom niður úr
skýjum langt austan við brautina,
sunnan Hallgrímskirkju, en náði að
sveigja inn á brautina. Hann kom
inn á brautina miðja, snerti rétt að-
eins og fór svo upp aftur. Honum
var þá sagt að taka hægri beygju
eins og vaninn er þegar lending
mistekst. Hann fór hins vegar til
vinstri yfír Fossvoginn og lenti þar í
skýjabakka. Honum var þá sagt að
fara upp í farflugshæð, sem hann
gerði, og lenti svo hálftíma síðar.“
Að sögn Heimis er ekki talið að
sérstök hætta hafi verið á ferðum
og að flugmaðurinn hafi flogið eðli-
lega eftir að honum urðu ljós mis-
tök sín, fyrir utan það að hann
óhlýðnaðist fyrirmælum flugtums-
ins. Heimir sagðist ekki vita um
hæð vélarinnar yfir Þingholtunum.
í gærkvöld átti eftir að skoða radar-
myndir til að fá úr þvf skorið. Þó má
hafa mið af því að í gær var skýja-
hæð 300 fet, 100 metrar, svo ekki er
óvarlegt að ætla að flugvélin hafi að
minnsta kosti farið eitthvað niður
fyrir þá hæð en nánari rannsókn
mun leiða það betur í ljós.
„Það eina sem er ótvírætt er að
hann kom afar lágt yfir Þingholtin
og málið er litið mjög alvarlegum
augum, bæði vegna þess að hann
kom skakkur inn á braut og einnig
vegna þess að hann hlýddi ekki fyr-
irmælum flugumferðarstjóra,"
sagði Heimir.
Eftir atvikið í gærkvöld tók lög-
regla skýrslu af flugmanninum.
Framhald máisins veltur á því hvað
fram kemur í þeirri skýrslu. Heimir
sagði marga íbúa miðbæjarins hafa
hringt í flugmálayfirvöld í gærkvöld
til þess að kvarta eða spyrjast fyrir
um atvikið.
fin@dv.is
Hróarskelduhátíðinni lýkur:
Björk með lokaatriðið
Björk Guðmundsdóttir batt
enda á Hróarskelduhátíðina í
gærkvöid, en tónleikar hennar
voru lokaatriði hátíðarinnar.
Góður rómur var gerður að tón-
leikum Bjarkar, sem tók meðal
annars Vísur Vatnsenda-Rósu sem
aukalag fyrir Danina og allan þann
fjölda Islendinga sem staddir voru
á hátíðinni. Var hún klöppuð upp
hvað eftir annað af tónleikagestum.
En Björk var langt í frá eina fram-
Iag Islendinga til hátíðarinnar að
þessu sinni, því Sigur Rós, GusGus
og Ske tróðu einnig upp, auk þess
sem Hafdís Huld söng með hljóm-
sveitinni FC-Khuna. Sérstaídega
þóttu tónleikar Sigur Rósar vera vel
heppnaðir, en danskir gagn-
rýnendur áttu margir hverjir varla
orð til að lýsa frammistöðu hljóm-
sveitarinnar á Hróarskeldu. Um
70.000 manns sóttu hátíðina í ár og
seldust allir miðar upp. Dregið hef-
ur verið markvisst úr fjölda að-
göngumiða síðustu árin til að
minnka troðning og minnka álagið
á mótssvæðinu á meðan á hátíð-
inni stendur. kja@dv.is
í GÓÐU FORMI: Björk Guðmundsdóttur
var vel tekið á Hróarskeldu í gærkvöld
en hún söng nokkur laga sinna á ís-
lensku við mikinn fögnuð fjölda fslend-
inga sem sóttu hátíðina..
f
I