Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 16
+
MÁNUDAGUR 30. JÚNI2003 SKOÐUN 33
76 SKOÐUN MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Leyndinni
Davíð Oddsson forsætisráðherra sat í gær
fund forsætisráðherra Norðurlanda í
Harpsund, skammt frá Stokkhólmi. Þar gerði
Davíð starfsbræðrum sínum meðal annars
grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa
Bandaríkjastjórnar um varnarsamning fs-
lands og Bandaríkjanna og þeim bréfaskrift-
um sem fram hefðu farið milli hans og Bush
Bandaríkjaforseta.
Eðlilegt er að forsætisráðherra fslands geri
starfsbræðrum sínum grein fyrir nýjum við-
horfum í varnarmálum lands síns enda ráð-
herrarnir samankomnir á sumarfundinum til
þess að ræða hagsmunamál allra Norður-
landanna. En það er ekki síður eðlilegt að
spurt sé af hverju forsætisráðherra Islands
gerir sinni eigin þjóð ekki grein fyrir stöðu
málsins, máli sem vissulega varðar hana
miklu.
Leynd hefur hvílt yfir málinu öllu. Þær
fréttir sem sagðar hafa verið eru flestar óstað-
festar. Sumt virðist hafa lekið frá innlendum
aðilum, annað berst frá erlendum fréttastof-
um. Hinar óstaðfestu fréttir herma að Banda-
ríkjamenn vilji leggja niður rekstur orrustu-
þotna og þyrlusveitar á Keflavíkurflugvelli og
það sem fyrst. Það þýðir að stærstur hluti
starfseminnar á Keflavíkurflugvelli leggst
niður.
Haldi fram sem horfir fá íslendingar sjálfir
þarf að aflétta
Einhliða yfirlýsing Bandaríkja-
stjórnar kemur þjóðinni verulega
við og vart rök fyrir því að þegja
yfir henni né viðbrögðum íslenskra
stjórnvalda. Þar með er ekki sagt
að greina eigi frá í smáatriðum
þeim viðræðum sem hafnar eru á
milli þjóðanna.
síðastir allra staðfestar fréttir um óskir
bandarískra stjórnvalda. Forsætis- og utan-
ríkisráðherrar Islands segja það eitt að málið
sé alvarlegt og viðræður á viðkvæmu stigi.
Það skal ekki dregið í efa. Varnarmál þjóða
eru alvörumál. Þær fréttir sem berast af mál-
inu eru þó þess eðlis að íslensk stjórnvöld
geta vart varið það lengur að bíða með að
upplýsa þjóðina um meginatriði.
Það hefur komið fram í fréttum undan-
farna daga að íslenskum stjórnvöldum hafi
verið tilkynnt það nokkrum dögum fyrir ný-
afstaðnar kosningar að Bandaríkjamenn
hefðu tekið einhliða ákvörðun um að flytja
með flugher sinn frá Keflavíkurflugvelli.
Stjórnvöld hafa ekki borið þessar fréttir til
baka. Varla er ástæða til þess að halda því
leyndu fyrir þjóðinni að þessi tilkynning hafi
borist frá Bandaríkjastjórn, sé sú raunin. Ekki
verður séð að það sé trúnaðarbrot að segja
frá tilkynningu um ákvörðun sem samkvæmt
fréttum virðist endanleg.
Á það var bent í blaðinu á laugardag að
stjórnvöld ættu að segja frá því strax sem ekki
er sérstök ástæða til að þegja yfir. Þögn ætti
ekki að ríkja nema almannahagsmunir krefð-
ust þess. Stjórnvöld hér á landi hefðu hins t
vegar ekki gefíð sannfærandi skýringar á
nauðsyn þagnarinnar í þessu máli. Einhliða
tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur þjóð-
inni verulega við og vart rök fyrir því að þegja
yfír henni né viðbrögðum íslenskra stjórn-
valda. Þar með er ekki sagt að greina eigi frá
smáatriðum í þeim viðræðum sem hafnar
eru milli þjóðanna, þar sem íslensk stjórn-
völd benda bandarískum stjórnvöldum
væntanlega á að samningurinn sé tvíhliða.
Þögn íslenskra stjórnvalda vegna breyttrar
stöðu varnar- og öryggismála landsins er
óþörf og í raun ólíðandi fyrir þegnana í svo
mikilvægu máli. Því ber að rjúfa hana. Stjórn-
völd eiga að upplýsa þjóðina um meginatriði
í óskum Bandaríkjamanna um breytt viðhorf
til Keflavíkurflugvallar og gera um leið grein
fyrir meginmarkmiðum íslands í þeim við-
ræðum sem hafnar eru.
Að loknu stríði
Krístjón Kolbeins viðskiptafræðingur
skrifar:
Nú má heita að Iraksstríðinu sé
að mestu lokið þó enn eigi eftir að
vinna friðinn.
Bretar hafa áttað sig á að hags-
munir þeirra eru engir eða sáralitl-
ir, vilja því kalla heri sína heim til
að koma í veg fyrir að festast í feni
sem erfítt verður að komast upp úr
því mikið hneyksli yrði að skilja við
landið meira og minna í upplausn
eftir að stjórnkerfi þess og grtmn-
gerð hafa að miklu leyti verið lögð í
rúst.
Launa illa ofeldið
Hið yfirlýsta markmið innrásar-
innar var að afvopna íraka þar sem
heimsfriði var talin stafa hætta af
gereyðingarvopnum þeirra. Vit-
neskjan um gereyðingarvopnin var
frá bandamönnum komin þar sem
annað hvort hafa þeir viðurkennt
sjálfir að hafa útvegað írökum þau
á þeim tíma sem frakar voru
bandamenn Vesturveldanna er
stríð þeirra við Irani stóð eða verið
útvegað efni til framleiðslu þeirra.
Sú hugmyndafræði að óvinur
óvinar míns sé endilega vinur minn
á ekki alltaf við rök að styðjast sem
virðist nú hafa komið í ljós, því
andstæðingar stjórnar Saddams
Husseins eru ekki endilega hallir
undir vestræna siði og menningu,
eða telja sig eiga samstöðu með
þjóðum utan hins íslamska heims.
Enda sýndi það sig eftir stríð Rússa
f Afganistan að þeir sem Banda-
ríkjamenn studdu sem frelsishetjur
launuðu illa ofeldið og hafa nú
fengið á sig stimpil hryðjuverka-
manna. Sínum augum lítur hver á
silfrið.
„Sú ofuráhersla sem
lögð var á að Samein-
uðu þjóðirnar afléttu
viðskiptabanni á írak
strax að stríði loknu
bendir tilþess að þar
hafi ýmsir hagsmunir
vegið þungt."
Fjölmargir sjálfskipaðir höfðingj-
ar hafa gert kröfu til valda í frak. í
mörgum tilvikum vel vopnum bún-
ir, tækjum og tólum sem stolið
hafði verið úr vopnabúrum íyrri
stjórnar og lentu síðar á flórmörk-
uðum strætanna, föl hverjum sem
hafa vildi.
Fyrirsláttur
Það lá í augum uppi að eftir að
íraski herinn og lögregla yrðu yfir-
buguð tækju við miskunnarlausar
gripdeildir eins og raunin varð þeg-
ar öllu steini léttara var stolið er
hægt var að koma í verð. Sá stuldur
var látinn viðgangast þrátt fyrir að-
varanir þeirra sem áhyggjur höfðu
af menningarverðmætum. Stoðar
litt að færa fram að einatt hafi verið
sýndar myndir á skjánum af sama
vasanum er borinn var úr einni
halla Saddams. Því hafi gripdeildir
verið orðum auknar.
Sjá mátti fyrir að skotfæri og
önnur vopn myndu komast í hend-
ur alls almennings með þeim af-
leiðingu fyrir lög og reglu er slíkt
hefði í för með sér. Þegar einn her
er yfirbugaður sprettur annar upp,
her götunnar sem er til alls liklegur.
Sem auk þess er langt í frá reiðubú-
inn að afvopnast án átaka.
Sú ofuráhersla sem lögð var á að
Sameinuðu þjóðirnar afléttu við-
skiptabanni á írak strax að að stríði
loknu bendir til þess að þar hafi
ýmsir hagsmunir vegið þungt.
Orðrómur var á lofti um að hin
meintu gjöreyðingarvopn, fengin
frá bandamönnum á meðan á stríði
fraka við frana stóð, hafi verið fyrir-
sláttur. Sömuleiðis að koma þyrfti
illmenninu Saddam frá völdum,
skúrkinum, fyrrum samherja, með-
an hann var í stríði við írönsku
klerkana er innleiða vildu í lög
strangtrúarsiði íslams en voru svo
ósvífnir að steypa keisara af stóli,
hlynntum vestrænni menningu.
Olía til ísraels?
Átökin tengdust ótvírætt ákveðn-
um hagsmunum. Gríðarlega fjár-
muni kostaði að halda úti hernaði
meðan hann stóð yfir. Reyndar er
ekki enn útséð hversu lengi erlend-
ur her mun dvelja í landinu. í ann-
an stað eru miklir hagsmunir fólgn-
ir í uppbyggingu eftir ófriðinn. Þar
sitja ekki allir að kjötkötlunum. f
þriðja lagi hlýtur aukinn útflutn-
ingur olíu frá frak að vera til hags-
bóta fyrir neytendur og framleið-
endur olíuvara. Ellefu olfufram-
leiðsluríki hafa með sér samtök
OPEC eins og flestum ætti að vera
kunnugt. frak er eitt þeirra.
Markmið ríkjanna í orði hefir
verið að viðhalda stöðugu verði
sem er sanngjarnt fyrir framleið-
endur og neytendur. Líklegt er að
með nýjum herrum í Bagdad og yf-
irráðum á oli'ulindum Iraka muni
draga verulega úr möguleikum
OPEC-ríkjanna til að hafa áhrif á
verð olíu í stjórnmálalegum tíil-
gangi, samanber olíukreppurnar á
áttunda áratug liðinnar aldar.
Fregnir herma að brátt muni fsra-
elsmenn geta fengið olíu eftir
leiðslu frá frak sem muni leiða til
fjórðungs lækkunar olíureiknings
þeirra.
Virðist því vera, að olíuhagsmun-
ir hafi vegið þungt við ákvörðun
innrásar, auk þess sem aukaverk-
anir átakanna, svo sem upplausn-
arástand, hafi ekki verið séðar fyrir
eða verið látnar í léttu rúmi liggja ^
þrátt fyrir líkur á að óbætanleg og
ómetanleg menningarverðmæti
kynnu að glatast.
í
1
I
|
I
Rauðu bflanúmerin - virðis-
aukalög í flutningastarfsemi
KJALLARI
Tryggvi Bjarnason
stýíimaður
Eitt af því undarlega sem hefur
verið í framkvæmd ríkisstjórnar
frjálshyggjunnar undanfarin ár
- sem að mínu mati er dulbúin
einokunarvæðing - er hvernig
ríkisstjórnin hefur fært fyrrver-
andi ríkisrekstur til einkafélaga
í formi ýmissa laga. Ein þeirra
eru virðisaukalögin - sérstak-
lega gagnvart atvinnubílstjór-
um, í formi kerfis sem kallað er í
daglegu viðskiptamáli „vask-
númer" eða „rauð númer" at-
vinnubifreiða.
Virðisaukalögin fyrir atvinnubíla
voru upphaflega hugsuð og gerð til
að ná til atvinnubílstjóra sem voru
og eru í beinum einkarekstri, t.d.
sendibílstjóra og vöruflutningabíl-
stjóra, til að vera í virðisaukakerf-
inu, þ,e. að skila inn til skattstjóra
útskatti og innskatti þar sem skylt
var að þeir atvinnubílstjórar notuðu
rauð númer á bfla f atvinnurekstri
sínum.
Þetta hefur hins vegar þróast í þá
átt að drepa niður einkareksturinn
- einyrkjana f atvinnuakstrinum -
með alls kyns lögum, reglum og
lagabreytingum á virðisaukalögun-
um sem eru öll í þá áttina að kveða
einyrkjana í kútinn og færa þessa
starfsemi yfir til stóru einokunarfyr-
irtækjanna í flutningum, Eimskips
(Flytjandi) og Samskipa (Landflutn-
ingar), svo ekki sé minnst á stærstu
ríkisreknu flutningastarfsemina, ís-
landspóst, sem stofnuð var í tíð rík-
isstjórnar sem boðar einkavæðingu
og að leggja niður allan ríkisrekstur.
„Sjóflutningar" á þurru landi
fslandspóstur á nú í dag orðið
stærsta sendibíla- og stórvöruflutn-
ingabílaflota á landinu, en þar á bæ
er fé sótt í ríkiskassann til þeirra
kaupa og reksturs bifreiðanna, auk
þess sem starfsmenn á bifreiðunum
eru á ríkislaunum!
Þarna er „vaskurinn" falinn f
vinnu vaskbílanna hjá þessum
flutningafyrirtækjum og flutninga-
starfseminni sem er að hluta til í
öðru formi. Þessi félög hafa stundað
slíka flutninga síðustu 10 ár, eftir að
Ríkisskip voru lögð niður. Hluti
þessara flutninga hefur verið vask-
laus og að auki hafa félögin stundað
þessa flutninga með flutningabíl-
Og það sem meira er,
látið „sjóflutninga" ó-
afskipta, en sjóflutn-
ingar eru ekki þunga-
skattsskyldir!
unum bæði á höfuðborgarsvæðinu
og á landsbyggðinni. Og það sem
meira er, látið „sjóflutninga" óaf-
skipta, en sjóflutningar eru ekki
þungaskattsskyldir! Þannig hafa
þessi félög getað undirboðið alla
aðra í flutningastarfsemi og yfirtek-
ið hana, líkt og sýnir sig í dag.
Sendibílarnir á götunni
Nýlega voru enn sett Iög á at-
vinnubílstjóra með rauð númer í
formi „leyfisbéfa" frá Vegagerðinni
til þess að eigandi eigin bifreiðar
VSK-NÚMER; Virðisaukalögin fyrir atvinnubíla voru upphaflega hugsuð og gerð til að ná til atvinnubílstjóra sem voru og eru í beinum einka-
rekstri...Þetta hefur hins vegar þróast í þá átt að drepa niður einkareksturinn - einyrkjana í atvinnuakstrinum - með alls kyns lögum, reglum og laga-
breytingum...
geti ekið bifreið sinni til atvinnu-
aksturs, og er leyfishafa gert að fá
leyfi til að stunda starfsemi sína t'
eigin fyrirtæki. Gaman væri að sjá
alla hluthafa í hlutafélögum ef þeir
þyrftu að sækja um leyfi hjá ríkis-
stofnun til að kaupa hlutabréf, og til
að vera eigandi í hlutafélagi sem
stundar atvinnurekstur, og greiða
si'ðan fyrir þessi leyfi á ákveðnum
árafresti. - Hvar þau leyfi ættu svo
að vera gefin út er svo annað mál -
kannski hjá Vegagerðinni! En þetta
hefur skapað enn meiri svartamark-
að og sjóræningjakerfi í sendibíla-
akstrinum.
Áður voru leyfin gefin út á eig-
anda eins bíls, en nú hefur þetta
þróast í þá átt að leyfishafinn er far-
inn að reka 4-5 bíla en hafa einn
inni á sendibílastöð til að gefa út
nótur á hina bílana, og svo eru aðr-
ir í akstri hjá fyrirtækjum og hafa
þeir sem aka þessum bílum engin
leyfi. Þetta er í andstöðu við þann
sem er eigandi einnar bifreiðar sem
er skyldur til að hafa leyfisbréf en
ekki hinir sem aka hjá leyfishafa
sem hefur 4-5 bíla til umráða.
Ekkert er því fylgst með öðrum
DÆMI 1.
Sendibíll af sendibílastöð vinnur frá
kl. 8 til 17 (þ.e. 9 tímar, kr. 22.500
með skatti. Þar af er vaskur til ríkisins
um 4625 kr. (útskattur). Kostnaður
bifreiðar er 2000 kr. x 19,68%, þar af
vaskur 394 kr. (innskattur). - Út-
skattur er 4625 kr. - innskattur 394
kr. - Mismunur: 4231 kr. sem sendi-
bíll af sendibílastöð skilar inn í ríkis-
kassann á dag! auk skatts af launum
bflstjóra.
sendibflum á götunni - hvort þeir
hafi leyfi til að stunda flutninga-
starfsemi. Bflarnir eiga að vera með
merki frá bifeiðaskoðunarfyrirtækj-
um, líkt og þeir með skoðunarmið-
ana. En þessir „aukabflar", sem
leyfishafi hefur fyrir utan eigin bfl,
hafa ekki þessa skoðunarmiða og
teljast því ekki hafa leyfi til reksturs
til flutningastarfsemi.
Talað er um að í kringum
500-600 bflar séu á götunni í alls
kyns starfsemi en leyfin frá Vega-
gerðinni eru ekki nema Ýyfir 400.
Því virðist sem þessi lög séu til þess
eins að drepa endanlega niður
sendibflastöðvarnar og einyrkjana í
landflutningunum sem eru þyrnir í
augum einokunarfélaganna í flutn-
ingageiranunt.
Flytjandi - Orkustofnun
Ríkisstjórnin virðist vera að lama
starfsemi þessa og er það sýnilega
gert fyrir velgjörðafyrirtæki sem
fjármagna stjórnmálaflokkana.
Þetta virðist hafa skilað sér vel til
viðkomandi fyrirtækja; nú síðast
með allri flutningastarfsemi fyrir
ríkisfyrirtækin, þó svo að aðrir hafi
boðið allt að 20-30% lægri gjöld.
Það hafði hins vegar ekkert að segja.
Ríkiskaup hunsuðu t.d. alla aðra til-
boðssamninga, utan hvað að láta
Sendibflstöðina hf. fá að fljóta með
til að fela það að dótturfyrirtæki
Eimskips, Flytjandi, hefði fengið
ríkisflutningasamningana til einok-
DÆMI 2. SENDIBÍLL FRÁ ISLANDSPÓSTI VINNUR FRÁ KL. 8 TIL 17
Vinnur í 9 tíma (0x0)= 0 kr. til innheimtu, þar af vaskur 0 kr. (útskattur)
Kostnaður bifreiðar 2000 kr. x 19,68%, þar af vaskur 394 kr. (innskattur)
Útskattur 0
Innskattur 394
Laun bifreiðarstjóra 8000 (ágiskun pr. dag)
Mismunur eða kostnaður 8394 kr. sem ríkiskassinn þarf að borga á dag fyrir '
þennan vask-bíl, en fær skatt af launum bflstjóra.
Athuga ber að allur annar kostnaður, t.d. tryggingar, viðgerðir og annað við-
hald, að viðbættum afföllum bifreiðar, fellur beint á ríkiskassann fyrir sendibíl
frá Islandspósti, svo og allar aðrar bifreiðar ríkisins, þótt þær vinni í vask-kerfinu.
unar. Sést það enda á hækkunum á
flutningskostnaði síðustu 4-5 ár,
þ.e. 260-320% hækkun á flutnings-
gjöldum í 2-3% verðbólgu.
Sagt er að þetta sé ódýrara og
hagkvæmara fýrir kúnnann; þjón-
ustan sé betri. Hver svo sem trúir
því! En áður en ríkisflutningastarf-
semin var boðin út afhentu ráð-
herrar ríkistjórnarinnar Eimskip
(Flytjanda) alla vinnu og birgðahald
Orkustofnunar - engin útboð eins
og lög kveða á um þegar um er að
ræða opinbert fyrirtæki. Bara aug-
lýst eitt stykkiÝstarfsemi og Orku-
stofnun afhent á silfurfati. Svo er
byggt Vöruhótel sem Orkustofnun
(ríkisfé) er að fjármagna með Eim-
skip. Þess vegna varð að tryggja
Flytjanda ríkisflutningana og starfs-
fólki Orkustofnunar sagt upp störf-
um og vinnan færð yfir á starfs-
menn Eimskips. - Þarna er spegil-
mynd einka(vina)væðingarinnar.
Rauð bílnúmer
Þegar bifreið er komin á „rauð
númer" er hún orðin „sjálfstæð
vaskeining" og ber að skila inn „inn-
skatti" og „útskatti" samkvæmt
númeri bifreiðarinnar. Þetta eru
þau virðisaukalög sem eiga að gilda
um starfsemi bfls sem er á rauðum
númerum. Þess vegna voru þessi lög
sett. Þetta vita atvinnubflstjórar, en
þeir eru spurðir um númer bifreið-
arinnar hjá skattayfirvöldum og þar
er deild sem virðisaukalögin eru til
meðferðar hjá sé einhver vafi á ferð-
um. Þessi nýju virðisaukaskattslög
sögðu að hinar vaskskyldu bifreiðar
þyrftu að vera með vörurými ekki
undir 1,70 m að lengd til að teljast
sem atvinnubifreið. Þarna sáu hins
vegar mörg fyrirtæki og ýmis félög,
sem stofnuð voru til að komast í
þennan vaskflokk, sér leik á borði,
enda búið að hræra svo í þessum
lögum að þau eru orðin tóm enda-
leysa og ríkið að stórtapa á dæminu
öllu.
Sem dæmi um það má taka að
búið er að breyta lögunum þannig
að bifreið sem varla tekur tvo „púd-
dle"-hunda er orðin vaskbifreið,
þ.e. atvinnubifreið á rauðu númeri
sem skilar inn „innskatti" fyrir fyrir-
tæki sitt en ekki „útskatti" til ríkis-
ins. Það er því ríkið sem ber beinan
kostnað bifreiðarinnar - um 20%!
Þá má ekki gleyma þeim bifreið-
um sem nýttar eru í hvers konar
skrftnum tilgangi eða starfsemi, eða
jafnvel í engri starfsemi, og eru að
þvælast í vaskkerfinu á rauðum
númerum. Flest lög sem sett eru á í
skattkerfinu er reynt að brjóta eða
beygja - reynt að finna smugu til að
komast sem best fram hjá þeim eða
græða á þeim. íslendingar eiga líka
„landslið" í þeim geira og bærilega
vel menntað af ríkisháskólanum
sem skilvísir skattgreiðendur
standa undir. - Greininni fylgja tvö
dæmi um rekstur bifreiða á rauðu
númeri (vasknúmeri).
Foreldravandamál Með á nótunum
Enginn úr leik
„Það var talað um unglinga-
vandamál f gamla daga en því
miður áttl ég vlð foreldravanda-
«—i mál að stríða."
«Hannes Hó/msteinn Gissurarson
i Laugardagskvöidi meö Gísia
C Marteini, um þær stjórnmáiaskoð-
Eanir sem hann óist upp viðáheim-
iiisinu.
„Alltaf góður! Þetta var Marvin
Gaye með eitt gamalt og gott,
Sexual Healing. En þá er komið
að Sálinni hans Jóns míns."
Dagskrárgerðarmaður áút-
varpsstöðinniLétt, eniagiðsem
hann afkynntimeð þessum orðum
varHave i Toid You Lateiymeð Páii
Rósinkrans!
„Það er bara verið að búa til
nýja verkferla, ekkert verið að
dæma neinn úr leik."
Sigurður G. Guöjónsson, for-
stjóri Norðurljósa, í viðtali við
Morgunblaðið um uppsagnir
þrettán starfsmanna.
Boltasinnaðir
veðurguðir
„Veðurspáin lofaði ekki góðu
en veðrið hefur engu að síður
haldist gott á meðan spilað er."
Einar Friðþjófsson, fram-
kvæmdastjóri Sheii-mótsins í
knattspyrnu, í viðtaii við Morgun-
b/aðið.
Enga leti nú lengur
„Fyrsta mál Guðrúnar sem for-
seti baejarstjórnar var að koma
með tillögu um að frá og með
næsta fundi myndu bæjarfulltrúar
koma (pontu þegar þeir vildu taka
til máls. Sagði hún þetta gert til
þess að auðvelda sjónvarps- og út-
varpsútsendingar frá fundum."
Frétt fEyjafréttum um bæjar-
stjórnarfund si fimmtudag.
GREASE og hrekkju-
svínin
„Þýðing Gísla Rúnars tekur af
öll tvímæli um að þeir halda með
hrekkjusvínunum í leiknum. Kost-
urinn er sá að væmnin, sem átti
til að skjóta upp kollinum í fyrri
sýningunni, erviðs fjarri."
Sveinn Haraidsson lleiklistar-
dómium Grease iMorgunbiaðinu.
Ekki stórum bjóðandi
„Því skyldi flokkur með 35%
fylgi mynda kosningabandalag
með tveimur smáflokkum upp á
jöfn valdahlutföll, ég bara spyr?...
Annað sem einnig skiptir máli er
sjálfsmynd flokksins og ímynd. Við
erum orðin stór flokkur og verðum
að hugsa í samræmi við það."
Ægir Magnússon skrifar um R-
listann i aðsendri grein á Kreml.is.
Sinan fréttnæm
„Líkt og aðrar lifverur er gróður
mismerkilegur eftir þjóðerni. fslensk-
ur gróður ervitaskuld merkilegastur
og spjöll á honum því fréttnæm sam-
kvæmt skilgreiningu."
Stefdn Páisson á Múmum.is um
goggunarröð gróðurs ifréttum is-
ienskra fjöimiðia, sem vaidiþvím.a. að
miklufrekarséfjallaðumskógareldaá
Vesturiöndum en skógarhögg iBrasiiiu.
Orð óskast
„Veðrið var betra en gott."
Siv Friðieifsdóttir inetdagbók
sinni, um afmæiishátið þjóðgarðs-
ins Jökuisárgijúfurs si iaugardag,
enþarskemmtusérsaman.eid-
gamiirkariarog keriingar, ungt
fjöiskyidufóik, nokkrir djammarar
og nokkrir sætir hundar'.
Stígið fram, konur
„Hugsanleg skýring er að fáar
konur eru (forystusveit verka- „
lýðshreyfingarinnar, I raun er
verkalýðshreyfingin hálfgildings
„karlaklúbbur"."
Kristján Bragason, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreinasam-
bands fsiands, iáðsendrigrein á
Tíkinni.is.
*
+