Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 5
MÁNUDAOUR 30. JÚNÍ2003 DVSPORT 2 I I Barca vill Viduka KNATTSPYRNA: Umboðsmaður hins ástralska Marks Viduka hjá Leeds segir að Barcelona sé á höttunum á eftir sóknarmannin- um. „Ég hef talað við Frank Rijkaard og hann vill fá hann. Ég er viss um að kaupin verða frá- gengin innan skamms. Barcelona er risafélag og þetta yrðu draumaskipti fyrir Viduka," segir umboðsmaðurinn. Kluivert fæst fyrir slikk KNATTSPYRNA: Svo virðist sem Patrick Kluivert yfirgefi herbúðir Barcelona fyrir aðeins um 150 milljónir króna í sumar eftir að félagið tilkynnti að það hygðist ekki greiða þessum hollenska sóknarmanni sérstakar bónus- greiðslur sem eru innifaldar í samningi Kluiverts við stórveld- ið. Sérstök klásúla er í samningi Kluiverts sem segir að neiti félag- ið að borga þennan bónus megi leikmaðurinn fara ef áðurnefnd upphæð er boðin í kappann. Manchester United, Newcastle og Arsenal eru talin munu fylgj- ast mjög vel með framvindu mála en hinn 26 ára gamli Klui- vert, sem skorað hefur 82 mörk á fimm árum hjá spænska liðinu, hefur margsinnis lýst yfir áhuga á að leika á Englandi. Eto'o vill spila við hlið Owens KNATTSPYRNA: Kamerúnski landsliðsmaðurinn Samuel Eto'o, sem nú er til mála hjá Real Mallorca á Spáni, segist ólmur vilja spila við hlið Michaels Owens hjá Liverpool. „Ég og Owen værum sóknarpar sem gerði varnarmenn máttlitla. Ég myndi trylla áhangendur Liverpool með mörkum mínum og sendingum," sagði Eto'o. Meistarar úr leik Olga Færseth skoraðiþrennu gegn gömlu félögunum sínum er ÍBVsló KR út úr bikarnum Stórleikur átta liða úrslita bik- arkeppninnar fór án efa fram í Eyjum þar sem heimastúlkur tóku á móti ríkjandi bikar- meisturum í KR. Liðin höfðu mæst nokkrum dögum áður og þá unnu KR-ingar fyrirhafnar- lítinn sigur á heimavelli, 3-0. Það var hins vegar allt annað uppi á teningnum hjá heimaliðinu á föstudaginn, Eyjastúlkur spiluðu mjög vel og sigruðu sanngjarnt, 4-2. 1-0 0lga Færseth 9. 1-1 Hrefna Jóhannesdóttlr 26. 2-1 Karen Burke 27. 3-1 Olga Færseth 78. 3-2 Anna Berglind Jónsdóttir 88. 4-2 Olga Færseth 90. Það var deginum ljósara að leik- menn IBV voru allt annað en ánægðir með leik sinn gegn KR í deildinni og mætti ÍBV-liðið mjög ákveðið til leiks. Strax frá fyrstu mínútu settu leikmenn ÍBV, sem léku gegn vindi í fyrri hálfleik, mikla pressu á KR-liðið sem gestirnir náðu 1 -0 Rakel Logadóttir 19. 2- 0 Rakel Logadóttir 24. 3- 0 Laufey Ólafsdóttir, vfti 42. 4- 0 Laufey Ólafsdóttir 45. 5- 0 Dóra Marfa Lárusdóttir 49. 6- 0 Dóra María Lárusdóttir 58. 7- 0 Dóra María Lárusdóttir 76. Þó svo að allt geti gerst í bikarn- um var langur vegur frá því að leikmenn Þórs/KA/KS kæmu Valsstúlkum í opna skjöldu á heimavelli þeirra að Hlíðarenda. aldrei almennilega að leysa úr. Fljótlega kom fyrsta markið. Olga Færseth stal boltanum af vamar- mönnum gestanna, brunaði upp völlinn og 'skoraði fram hjá Þóru. Eftir þetta náðu KR-ingar nokkrum ágætum sóknum. Úreinni slflcri átti Ásthildur gott skot að marki sem Rachel Brown varði meistaralega. Hrefna Jóhannesdóttir nýtti sér svo varnarmistök Eyjastúlkna eftir hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur og jafnaði leikinn. Vel gert hjá Hrefnu en klaufalegt hjá heimaliðinu. En aðeins mínútu síðar komst ÍBV aftur yfir, Margrét Lára Viðarsdóttir sendi þá erfiða sendingu inn á Karen Burke sem vann vel úr henni og skoraði laglegt mark og staðan var því 2-1 í hálfleik fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur var langt frá því að vera eins fjörugur og sá fyrri, Eyjastúlkur drógu lið sitt til baka og vörðust aftarlega en KR-ingar voru meira með boltann án þess þó að skapa sér færi. Þegar tuttugu mín- útur voru eftir dró til tíðinda, send- ing kom fyrir mark ÍBV sem Rachel Brown greip en um leið skullu þær saman hún og Ásthildur. Ásthildur Heimamenn unnu þar auðveldan sigur á föstudagskvöldið, 7-0, og tryggðu sér þar með sæti í undan- úrslitum. Strax í upphafi leiks var ljóst í hvað stefndi þegar leikmenn Vals misnotuðu hvert færið á fætur öðru við mark gestanna. ísinn var svo brotinn á 19. mínútu með lag- legu marki Rakelar Logadóttur beint úr aukaspyrnu og varð ekki aftur snúið. Hún bætti við öðru með skoti af stuttu færi 5 mínút- fór sínu verr út úr árekstrinum, skarst á enni og lék ekki meira með. Skömmu síðar kom Olga ÍBV í 3-1 eftir laglega sendingu Margrétar Láru. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Anna B. Jónsdóttir svo ann- að mark KR og hleypti spennu í lokamínútumar. En þegar komið var sex mínútur fram yfir venjulegan leiktíma var það engin önnur en Olga Færseth sem innsiglaði sigur ÍBV og þar með er ljóst að nýir bikar- meistarar verða krýndir í haust. Olga Færseth sagði í leikslok að það hefði átt sér stað hugarfars- „Um leið og leikurinn byrjaði var bara allt annað uppi á teningn- um en í vesturbænum" breyting hjá ÍBV eftir fyrri leik lið- anna. „Um leið og leikurinn byrjaði var bara allt annað uppi á teningn- um en í vesturbænum. Þar fannst mér við allar vera tilbúnar í slaginn fyrir leikinn en um leið og hann um síðar eftir laglegan undirbún- ing Kristínar Ýrar Bjarnadóttur. Undir lok hálfleiksins bætti svo Laufey Ólafsdóttir við tveimur mörkum til viðbótar skömmu fyrir leikhlé, annað úr víti. í síðari hálfleik var það Dóra María Lárusdótúr sem sá um markaskorið og hafði hún gert þrennu áður en yfir lauk. Norðan- stúlkur komust aldrei nálægt því að ógna marki Vals og áttu þær að- eins eitt skot að marki. byrjaði var það ekki svo. Um leið og leikurinn hófst núna sá maður að þetta var allt annað Iið en í fyrri leiknum enda unnum við núna með tveimur mörkum. Við komumst í 3-1 en þær náðu að minnka í 3-2 undir lokin og við það opnaðist leik- urinn aðeins. En við Eyjakonur er- um baráttujaxlar og við klámðum þetta bara." Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyr- irliði KR-inga, var ekki ánægð með leik KR-liðsins. „Við vomm bara mjög lélegar í fyrri hálfleik og áttum alveg skilið að vera undir í hálfleik. Þetta lagaðist reyndar aðeins í seinni hálfleik og við reyndum mik- ið undir lok Ieiksins en þetta var ekki okkar dagur. Mér fannst við alveg eiga möguleika á að jafna, alveg þar til Ásthildur þurfti að fara af velli enda er hún okkar besti sóknarmað- ur en okkur tókst samt að setja á IBV-liðið en tíminn var bara of naumur. Við erum dottnar úr leik, og það er sárt, en við vomm bara ekki tilbúnar í þetta í dag og því fór sem fór." Best á vellinum: Michelle Barr, ÍBV. -jgi í lið Vals vantaði Dóm Stefáns- dóttur en það kom ekki að sök, Nína Kristinsdóttir kom í hennar stað og átti ágætan leik. Á miðj- unni vom Laufeyjarnar (Ólafsdótt- ir og Jóhannsdóttir) sterkar og Dóra María var frísk á hægri kanti. Leikmenn Þór/KA/KS náðu sér ekki á strik enda mættu stúlkurnareinfaldlega ofjörlum sínum. Best á vellinum: Laufey Ólafs- dóttir, VaL eirikurst@dv.is Annað gatamark? 0-1 Margrét Ólafsdóttir, vlti 16. 0-2 Eyrún Oddsdóttir 0-3 Erna Björk Sigurðard. Breiðablik komst í undanúrslit Visa-bikars kvenna með því að vinna FH, 0-3, í baráttuleik í Kaplakrika. Blikar höfðu vissulega frum- kvæðið allan tfmann en FH-liðið var inni í leiknum allt þar til sér- kennilegt mark Eyrúnar Odds- dóttur kom þeim í opna skjöldu og rændi þær trúnni. Eyrún sendi boltann alveg út við stöng og boltinn fór í gegnum hliðametið og aftur fyrir. Blikastúlkur fögn- uðu, FH-stúlkur undirbjuggu markspyrnu og dómaramir horfðu hvor á annan. Að lokum var réttilega dæmt mark og vonir FH-stúlkna dóu um leið. Besti maður Breiðabliks í leiknum, Margrét Ólafsdóttir, hafði séð um að koma Blikum í 0-1 í upphafi er hún skoraði úr víú sem hún fékk sjálf en á næstu mínútum fengu FH-stúlkur nokkur ágæt tækifæri og bæði lið ógnuðu marki hvort annars. Mark Eyrúnar kom síðan eftir glæsilega sendingu Elínar Önnu Steinarsdóttur og það var síðan Erna Björk Sigurðardóttir sem innsiglaði sigurinn eftir undir- búning Margrétar. Það er óhætt að hrósa FH-lið- inu sem spilar vissulega skyn- samlega og reynir umfram allt að spila fótbolta. Sif AÚadóttir er gríðarlega hættuleg frammi og var hún óheppin að koma sínu liði ekki á blað. ooj.spon@dv.is Best á vellinum: Margrét Ólafsdóttir, BreiöabliM. Stjarnan í vandræðum 1 -0 Guðrún Halla Finnsd. 49. 2-0 Harpa Þorsteinsdóttlr 52. 2- 1 Eyrún Huld Harðard. 86. 3- 1 Lára Björk Einarsdóttir 87. Stjarnan komst í undanúrslit Visa-bikars kvenna með sigri á Fjölni, 3-1, á Stjörnuvellinum á föstudagskvöldið. Það reyndist Stjömustúlkum aftur á móti þrautin þyngri að knýja fram sig- urinn gegn baráttuglöðum Fjöln- isstúlkum sem pressuðu and- stæðinga sína út um allan völl allt frá fyrstu mínútu. Stjörnustúlkur virtust ráðþrota og mikið óöryggi var í leik liðsins en leikmenn Fjölnis gáfu ekkert eftir og sýndu á köflum mjög góðan leik. Vendi- punktur leiksins kom á 4. mínútu síðari hálfleiks þegar Stjaman komst yfir og aðeins 3 mínútum síðar bættu þær öðm marki við. Eftir þetta var leikurinn Stjöm- unnar. í liði Stjörnunnar áttu Harpa Þorsteinsdóttir, sem fagn- aði sautján ára afmæli sínu á föstudaginn, og Auður Skúladótt- ir góðan leik og einnig áttu þær Guðrún Halla Finnsdóttir og As- hley Meagher ágætis spretti í síð- ari hálfleik. í liði Fjölnis vom það helst Elín Gunnarsdóttir og Soffía Ámundadóttir sem stóðu upp úr hvað baráttu varðar ásamt þeim Ólöfu Daðeyju Pétursdóttir og Andreu K. Rowe sem sýndi lipur tilþrif í leiknum. -ÞAÞ Best á vellinum: Harpa Þor- steinsdóttir, Stjömunni. Létt verk hjá Valskonum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.